Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Blaðsíða 35
Viðtal | 35Helgarblað 2.–4. september 2011 ­fatahönnunarkeppninnar­ en­ hún­ segir­ það­ hafa­ verið­ góða­ tilfinningu­að­standa­uppi­sem­ sigurvegari.­ „Upplifunin­var­eins­og­að­ fara­ út­ úr­ líkamanun­ að­ vissu­ leyti.­ Ég­ var­ svo­ búin­ á­ því­ og­ hafði­ næstum­því­ekkert­sofið­tvo­síð­ ustu­sólarhringana­fyrir­keppn­ ina­ þar­ sem­ efnin­ skiluðu­ sér­ alltof­ seint­ frá­ Englandi.­ Þegar­ fólk­kom­til­mín­eftir­keppnina­ þá­gat­ég­varla­tjáð­mig­af­viti.­Ég­ var­einhvern­veginn­bara­ekki­á­ staðnum.“ Fatamerki­Hörpu,­Ziska,­var­eitt­ fjögurra­ merkja­ í­ úrslitakeppn­ inni.­ Það­ voru­ vegleg­ verðlaun­ í­boði,­samningur­við­Reykjavík­ Runway­sem­felur­í­sér­hjálp­við­ að­koma­línunni­ í­ framleiðslu­ og­ fimm­ hundruð­ þúsund­krónur­í­ verðlaunafé­ auk­ annarra­ verð­ launa.­ „Ég­ var­ bara­ búin­að­vera­við­ saumavélina­ dagana­ á­ und­ an­ ásamt­ klæð­ skeranum­ mín­ um­ henni­ Lilly.­ Svo­ hugsaði­ ég­ bara­ þegar­ ég­ fékk­ risatékkann­ í­hendurnar:­Hvað­með­Eygló?“­ segir­ Harpa­ hlæjandi­ og­ á­ við­ bestu­vinkonu­sína,­Eygló­Mar­ gréti­Lárusdóttur­sem­tók­einn­ ig­þátt­í­keppninni.­ „Það­ var­ frekar­ erfitt­ en­ við­ vorum­ búnar­ að­ ræða­ þetta­ og­ það­er­allt­ í­góðu­á­milli­okkar,­ ég­ hlakka­ til­ að­ rifja­ upp­ góð­ ar­ stundir­ sem­ við­ áttum­ sem­ nemar­ í­ New­ York­ í­ komandi­ ferð­ í­september­þar­sem­sölu­ sýningin­ okkar­ verður,“­ segir­ hún­ brosandi­ og­ minnir­ óneit­ anlega­ á­ framandi­ indíána­ stúlku­er­hún­situr­og­drekkur­te­ á­ kaffihúsi­ í­ miðbæ­ Reykjavík­ ur,­ klædd­ í­ svartan­ hippalegan­ kjól­ með­ blómlegu­ munstri­ og­ með­ húðflúr­ á­ handarbakinu.­ Húðflúrið­ segist­ hún­ einmitt­ hafa­fengið­sér­til­þess­að­koma­ í­veg­fyrir­að­hún­færi­að­vinna­ í­banka.­ „Mamma­ sagði­ oft­ við­ mig­ að­ ég­ætti­nú­að­fara­að­fá­mér­al­ mennilega­vinnu­eins­og­venju­ legt­ fólk­ en­ það­ hefur­ aldrei­ komið­ til­ greina.­ Ég­ fékk­ mér­ þetta­ svo­ ég­ gæti­ ekki­ farið­ að­ vinna­ í­ banka,“­ segir­ hún­ hlæjandi.­ Harpa­ er­ þekkt­ fyr­ ir­ listsköpun­sína­og­hafa­bæði­ myndlist­hennar­og­fatahönnun­ vakið­athygli.­ Ánægð með hvað börnin voru stolt Hún­ segir­ sigurtilfinninguna­ hafa­ verið­ góða­ en­ best­ hafi­ ­verið­að­sjá­viðbrögð­barnanna­ hennar.­ „Þetta­ var­ æðislegt.­ Mér­ fannst­ eiginlega­ best­ að­ sjá­ hvað­ börnin­ mín­ voru­ stolt.­ Ég­ hef­ ekki­ náð­ að­ sinna­ þeim­ eins­ og­ ég­ hefði­ viljað­í­sumar,“­segir­hún,­en­ keppendur­höfðu­tvo­mán­ uði­ til­ að­ undirbúa­ sig­ fyr­ ir­ keppnina­ og­ Harpa­ hef­ ur­ því­ unnið­ stíft­ að­ gerð­ línunnar­ í­ sumar.­ Það­ vakti­ athygli­ áhorfenda­ á­ keppninni­ að­ sonur­ Hörpu­stökk­upp­á­svið­og­ faðmaði­ móður­ sína­ þeg­ ar­úrslitin­voru­kunngerð.­ „Ég­ ætlaði­ að­ vera­ með­ þeim­að­ferðast­og­svona­í­ sumar.­Það­var­alveg­ynd­ islegt­að­sjá­hvað­þau­voru­ stolt­og­að­þau­skyldu­sjá­ hvað­ég­væri­að­gera.“ Harpa­ á­ tvö­ börn,­ soninn­ Aron­ sem­ verður­ 13­ ára­ í­ desember­ og­ dótturina­ Sunnu­sem­er­11­ára.­­ „Þau­ eru­ einstök.­ Við­ erum­ mjög­náin­og­þau­eru­búin­að­ vera­ alveg­ ótrúlega­ skilnings­ rík­og­þolinmóð­við­mig.“ Veit hvaða dag dóttirin var getin Harpa­ var­ ung­ að­ árum­ ­þegar­ hún­ átti­ börnin­ sín.­ Hún­ og­ barnsfaðir­ hennar­ eru­ góðir­ vinir­þótt­sambandið­hafi­varað­ stutt.­„Ég­var­22­ára­þegar­sonur­ minn­fæddist­og­hún­kom­einu­ og­ hálfu­ ári­ seinna.­ Ég­ var­ ný­ hætt­ með­ hann­ á­ brjósti­ þegar­ ég­varð­ófrísk­aftur.­Ég­og­barns­ faðir­minn­hættum­saman­þeg­ ar­Aron­var­sjö,­átta­mánaða.“­ Þá­flutti­Harpa­með­litla­dreng­ inn­ sinn­ og­ hundinn­ sem­ hét­ Ziska­ og­ fatamerkið­ hennar­ heitir­eftir,­til­móður­sinnar.­ „Það­ kom­ svo­ í­ ljós­ mánuði­ seinna­ að­ ég­ var­ ófrísk,­ komin­ tvo­ mánuði­ á­ leið­ með­ dóttur­ okkar,­ég­veit­hvaða­dag­hún­var­ getin,­ það­ var­ rosalegt­ áfall­ þá­ en­nú­mesta­blessun­sem­til­er.­ Sem­betur­fer­hefur­sambandið­ verið­ gott­ á­ milli­ mín­ og­ pabba­ þeirra.­ Þetta­ var­ mik­ ið­ stuð­ og­ oft­ erfitt,­ en­ sem­ betur­ fer­ þá­ eru­ þau­ mestu­ snillingar­ sem­ ég­þekki­og­þar­ að­ auki­ bestu­ vinir­ mínir,“­ segir­ hún­ og­ stoltið­ leynir­ sér­ekki.­ Harpa­ viðurkennir­ að­ það­ hafi­ ekki­alltaf­verið­auðvelt­að­vera­ svona­ung­móðir­með­tvö­börn,­ þar­ að­ auki­ ómenntuð­ og­ ekki­ með­mikið­fé­á­milli­handanna.­ „Þetta­ var­ oft­ erfitt.­ Stundum­ hugsa­ ég­ til­ baka­ um­ þennan­ tíma­og­skil­ekki­hvernig­ég­fór­ að­þessu.­Að­vera­með­tvö­börn­ á­bleyju.­Ég­man­eftir­mér­með­ hann­ í­ fanginu,­ innkaupapoka­ og­svo­hana­í­barnabílstólnum,“­ segir­hún­og­hlær­að­minning­ unni.­ „Maður­ einhvern­ veginn­ bara­gerði­þetta­því­maður­bara­ varð.­Mamma­hjálpaði­mér­líka­ mikið.­ Hún­ hefur­ alltaf­ verið­ kletturinn­minn.“ Vinnur upp tapaðan tíma með systur sinni Þegar­ Harpa­ var­ ellefu­ ára­ skildu­ foreldrar­ hennar.­ Hún­ og­ yngri­ systir­ hennar,­ Gígja,­ fylgdu­hvor­sínu­foreldrinu.­ „Við­hlutum­kannski­frekar­ólíkt­ uppeldi­að­sumu­leyti.­Gígja­var­ í­sveitinni­hjá­pabba­og­ég­með­ mömmu­ að­ byrja­ á­ gelgjunni,­ svo­flutti­hún­til­Bandaríkjanna­ frekar­ung.“­ Systurnar­ eru­ hins­ vegar­ að­ vinna­ ­ upp­ tapaðan­ tíma­ núna­ því­ eins­ og­ stendur­ búa­ þær­ saman­ ásamt­ börnunum­ ­sínum.­ „Systir­mín­býr­í­risinu­hjá­mér­ með­ dóttur­ sína.­ Hún­ var­ búin­ að­búa­úti­í­Bandaríkjunum­í­tíu­ ár­ þar­ sem­ hún­ var­ að­ flytja­ út­ íslenska­ hestinn­ ásamt­ fyrrver­ andi­ eiginmanni­ sínum.­ Núna­ búum­ við­ saman­ og­ það­ er­ al­ veg­yndislegt­að­fá­þennan­tíma­ saman­ til­ að­ geta­ unnið­ upp­ glataðar­stundir.“­ Hún­ segir­ þær­ systur­ mætast­ á­ miðri­leið.­„Hún­er­að­verða­að­ eins­hressari­og­ég­að­verða­ró­ legri,“­ segir­ hún­ og­ skellir­ upp­ úr.­„Hún­var­alltaf­miklu­rólegri­ en­ ég­ var­ svona­ svolítið­ svarti­ sauðurinn.­ Ég­ er­ mjög­ stolt­ af­ systur­ minni,­ hún­ er­ að­ læra­ ljósmyndun­ og­ er­ án­ efa­ besti­ hestaljósmyndari­ á­ landinu­ í­ dag.“­ Hafði lagt fatahönnunina á hilluna Þegar­ Harpa­ var­ 26­ ára­ sótti­ hún­um­í­Listaháskóla­Íslands.­ „Ég­sótti­þá­bæði­um­í­myndlist­ og­ fatahönnun­ og­ komst­ inn­ í­ fatahönnunina.“­ Hún­ segist­ hafa­ haft­ áhuga­ á­ hvoru­tveggja­en­að­myndlistin­ hafi­þó­heillað­hana­meira.­ „Ég­ hafði­ samt­ alltaf­ haft­ mik­ inn­ áhuga­ á­ hönnun.­ Ég­ var­ búin­ að­ vinna­ í­ flestum­ tísku­ búðum­í­Reykjavík­og­var­oft­að­ búa­til­föt­fyrir­mig­og­vinkonur­ mínar.­Mig­langaði­samt­eigin­ lega­ meira­ í­ myndlistina­ en­ í­ dag­ er­ ég­ fegin­ að­ hafa­ farið­ í­ hönnunarnám.­Ég­get­nýtt­mér­ grunninn­ sem­ ég­ hef­ þaðan­ í­ myndlistinni­ og­ svo­ kynntist­ ég­líka­sumum­af­mínum­bestu­ vinum­í­dag­í­því­námi.“ Áður­ en­ Harpa­ ákvað­ að­ taka­ þátt­ í­ Reykjavík­ Runway­ keppninni­ hafði­ hún­ sett­ fata­ hönnunina­ á­ bið.­ „Ég­ var­ í­ raun­ svolítið­ búin­ að­ leggja­ fatahönnunina­ á­ hilluna­ því­ að­ þetta­ er­ erfiður­ bransi­ en­ það­ var­ alltaf­ draumurinn­ að­ geta­sameinað­þetta­tvennt.­Ég­ hef­ líka­ gert­ það­ töluvert.­ Ég­ vann­til­dæmis­hjá­CCP­í­ fjög­ ur­ár­þar­sem­ég­hannaði­föt­og­ persónur­sem­voru­annaðhvort­ geimhetjur­ eða­ vampírur.­ Þar­ náði­ ég­ að­ sameina­ myndlist­ og­ hönnun­ og­ reynslan­ þaðan­ hefur­nýst­mér­vel­í­listsköpun­ minni­í­dag.“ Einmana álfur út úr hól Hjá­tölvuleikjafyrirtækinu­CCP­ vann­ hún­ við­ að­ skapa­ pers­ ónur­ inn­ í­ tölvuleikina­ Eve­ Online­ og­ World­ of­ Darkness.­ Hún­ segir­ vinnuna­ þar­ hafa­ kennt­ sér­ margt.­ Hún­ flutti­ meðal­ annars­ ásamt­ börnun­ um­ sínum­ í­ úthverfi­ rétt­ utan­ við­ ­Atlanta­ í­ Bandaríkjunum­ þar­sem­hún­starfaði­fyrir­fyrir­ tækið.­ Hún­ segist­ vera­ reynsl­ unni­ ríkari­ eftir­ að­ hafa­ búið­ þar­en­það­hafi­ekki­alveg­hent­ að­henni.­ „Það­ var­ erfitt­ að­ vera­ þar­ og­ ég­ var­ kannski­ ekki­ í­ besta­ jafnvæginu­ á­ þeim­ tíma.­ Mér­ fannst­ ég­ engan­ veginn­ passa­ þarna­inn­í­og­var­oft­einmana­ álfur­út­úr­hól.“­ Harpa­ segist­ heldur­ ekki­ hafa­ verið­ sú­ auðveldasta­ í­ um­ gengni­á­þessum­tíma.­Meðan­ á­vinnunni­fyrir­CCP­stóð­sátu­ bæði­ fatahönnunin­ og­ mynd­ listin­á­hakanum­hjá­Hörpu.­ „Ég­hafði­ekki­tíma­til­að­sinna­ listinni­ eins­ og­ ég­ hefði­ viljað.­ Það­ er­ bara­ ekki­ ég­ að­ vinna­ frá­ níu­ til­ fimm­ og­ það­ var­ kannski­þess­vegna­sem­ég­var­ svona­ erfið­ í­ umgengni­ þarna­ því­ ég­ var­ bara­ að­ fríka­ út.­ En­ svona­hlutir­gerast­af­einhverri­ ástæðu­ og­ ég­ lærði­ mikið­ af­ þessu.­ Þetta­ var­ ómetanleg­ reynsla­sem­ég­mun­alltaf­búa­ að.“ Vill að fötin fái fólk til að fara út í náttúruna Hönnun­ Hörpu­ sem­ og­ mynd­ listin­hafa­vakið­mikla­athygli­og­ þykir­stíll­hennar­vera­ævintýra­ lega­framandi.­Hún­segist­sam­ eina­listformin­og­reyna­að­vera­ trú­sjálfri­sér­í­sköpuninni.­ „Ég­ hef­ mikið­ verið­ að­ rann­ saka­ alkemíu­ og­ mystík,­ bæði­ í­ hönnuninni­ og­ myndlistinni.­ Mig­ langar­ til­ að­ geta­ bland­ að­ ýmsum­ listformum­ saman.­ Tónlist,­ myndlist­ og­ hönnun.­ Gera­þetta­allt­að­einu­allsherjar­ „konsepti.“­ Ég­ vil­ líka­ að­ það­ séu­ ákveð­ in­skilaboð­í­ listinni.­Ég­er­ekki­ harður­ náttúruverndarsinni­ en­ náttúran­ og­ tengslin­ við­ hana­ skipta­ mig­ samt­ hjartans­ máli.­ Ég­ vil­ að­ hönnun­ mín­ fái­ fólk­ til­ að­ fara­ út­ og­ setj­ ast­út­í­skóg­eða­ fjöru,­ hlaupa­ berfætt­ í­ mosanum,­ anda­ að­ sér­ haustinu­ og­ týna­ rifsber­ úr­ garði­sem­er­ekki­þeirra.­Að­ein­ hver­ orka­ fylgi­ fötunum­ og­ að­ fólk­finni­tenginguna­þegar­það­ gengur­í­flíkunum­frá­Zisku.“­ Alltaf verið blönk Hún­segir­að­auðvitað­sé­heim­ ur­ listamannsins­ oft­ erfiður­ og­ það­komi­tímar­þar­sem­erfitt­sé­ að­eiga­fyrir­salti­í­grautinn.­ „Ég­ hef­ alltaf­ verið­ blönk­ og­ aldrei­ náð­ að­ safna­ neinum­ peningum­ að­ ráði.­ Það­ er­ ekki­ bara­af­því­að­ég­er­óskipulögð,­ það­ er­ fyrst­ og­ fremst­ vegna­ þess­að­það­er­ekki­hægt­á­þessu­ landi­þegar­maður­er­einn­með­ börn.­Sérstaklega­ekki­um­þess­ ar­ mundir.­ Ég­ er­ samt­ þakklát­ fyrir­hrunið,­ég­hefði­sennilega­ aldrei­ haldið­ ótrauð­ áfram­ í­ að­ reyna­að­ láta­drauma­mín­ræt­ ast­ef­það­hefði­ekki­allt­farið­til­ fjandans.­ Draumurinn­hjá­mér­er­að­þurfa­ ekki­ að­ berjast­ í­ bökkum,­ geta­ sinnt­ listagyðjunni­ og­ ferðast,­ líka­ með­ börnunum­ mínum.­ Víkka­ sjóndeildarhringinn­ hjá­ þeim­þannig­að­þau­öðlist­betri­ skilning­á­heiminum. Ég­ vil­ að­ þau­ læri­ að­ gera­ ­heiminn­ að­ betri­ stað­ og­ bera­ virðingu­ fyrir­ sjálfum­ sér­ og­ öðrum.­ Mér­ ofbýður­ öll­ þessi­ lágmenning­ og­ froða­ sem­ sem­ er­ stanslaust­ dælt­ í­ heilann­ á­ börnum.­Fullorðnir­hafa­engan­ tíma­til­að­sinna­börnum­sínum­ í­baráttu­sinni­til­að­njóta­gervi­ hamingju.­ Það­ þarf­ að­ virkja­ fjölskyldur­ betur­ og­ kenna­ börnum­ um­ menningu­og­listir,­já­og­hvern­ ig­maður­getur­verið­hamingju­ samur.­Það­þarf­meiri­lífsleikni­í­ skóla,­ miklu­ minni­ stærðfræði­ og­ dönsku,­ hver­ þarf­ svo­ sem­ að­ læra­ dönsku­ lengur?“­ spyr­ hún­full­af­ákafa­og­bætir­svo­við­ glottandi­út­í­annað:­„Maður­fer­ bara­á­Google­translator.”­ Geðhvarfasýkin hjálpar til við sköpunina Harpa­ sagði­ frá­ því­ í­ viðtali­ við­ tímaritið­Nýtt­Líf­fyrir­nokkrum­ árum­ síðan­ að­ hún­ væri­ með­ geðhvarfasýki.­ Það­ hefur­ þó­ ekki­ hamlað­ henni,­ þótt­ síður­ sé,­og­segir­hún­að­það­hjálpi­sér­ við­ sköpunina.­ Hún­ hefur­ lært­ að­ lifa­ með­ því­ og­ hefur­ öðlast­ góða­stjórn­á­sveiflunum.­ „Ég­ hef­ náð­ góðum­ tökum­ á­ þessu­ og­ þetta­ hamlar­ mér­ á­ engan­hátt­ lengur.­Hvað­er­ líka­ með­ allar­ þessar­ greiningar,­ er­ ekki­bara­gaman­að­hafa­mann­ lífið­fjölbreytt?­En­jú­ég­fæ­þess­ ar­ sveiflur­ ennþá­ en­ það­ fylgir­ nú­ aðallega­ bara­ fyrirtíðar­ spennu,“­segir­hún­og­hlær.­ „Það­ er­ kannski­ aðallega­ bara­ þegar­ kemur­ að­ karlmönnum­ sem­ég­verð­dálítið­rugluð­í­rím­ inu­en­ég­ætla­bara­að­reyna­að­ halda­ þeim­ frá­ mér­ í­ smá­ tíma­ núna­þótt­ég­elski­þá.­Ekki­vera­ að­ flækja­ lífið­of­mikið,­best­að­ eiga­bara­góða­vini­á­kantinum,“­ segir­hún­einlæg­og­segist­fagna­ sveiflunum.­ „Það­getur­verið­gaman­að­fara­í­ uppsveiflu­þótt­það­sé­ekki­gam­ an­ að­ fallinu.­ Ég­ er­ einhvern­ veginn­ búin­ að­ ná­ þannig­ tök­ um­á­því­að­ég­fer­bara­upp­en­ ég­ er­ búin­ að­ ná­ að­ taka­ þessa­ toppa­ af­ og­ nýti­ ­frekar­ orkuna­ á­ jákvæðan­ hátt.­ Ég­ fer­ ekki­ of­ langt­niður­og­ekki­of­langt­upp.­ Bestu­ listamennirnir­ og­ hönn­ uðirnir­ eru­ allir­ pínu­ klikkaðir­ og­ pottþétt­ allir­ með­ einhvers­ konar­ maníu­ eða­ þunglyndi,“­ segir­hún­hlæjandi.­ Best sett ein núna Eins­ og­ stendur­ segist­ Harpa­ vilja­ vera­ ein.­ Þegar­ hún­ flutti­ aftur­ til­ Íslands­ eftir­ Banda­ ríkjadvölina­ kynntist­ hún­ fljótlega­manni­ og­þau­ fóru­að­ vera­ saman.­ „Það­ heltók­ svolítið­ mitt­ líf­ og­ kannski­ ekki­ alveg­ það­ sem­ ég­ þurfti.­ Þetta­gerðist­alltof­fljótt.­En­það­ er­alltaf­ástæða­fyrir­því­að­fólk­ kemur­inn­í­líf­manns­og­maður­ á­ bara­ að­ læra­ af­ því.­ Ég­ lærði­ fullt­af­þessu­sambandi­og­kem­ sterkari­ út­ þó­ það­ hefði­ get­ að­endað­á­hinn­veginn.­Núna­ langar­mig­mest­að­stunda­smá­ sjálfsrækt­ og­ reyna­ endanlega­ að­finna­friðinn,­en­ég­held­ég­ hafi­aldrei­verið­sáttari­en­ég­er­ í­dag.­Það­er­allt­eins­og­það­á­ að­vera­og­ég­er­full­af­ást­inn­í­ mér­til­alls­og­allra.“ Harpa­ var­ um­ tíma­ með­ rokkaranum­Krumma­í­Mínus,­ syni­ Björgvins­ Halldórssonar,­ og­vakti­samband­þeirra­mikla­ athygli.­ „Ég­ og­ Krummi­ erum­ bestu­vinir­og­ég­held­líka­sam­ bandi­ við­ fjölskylduna­ hans.­ Þau­eru­yndisleg­og­verða­alltaf­ partur­af­mínu­lífi.“ Hún­segist­þó­vera­best­sett­ ein­núna­og­ætlar­ekki­í­annað­ samband­ í­ bráð.­ „Það­ er­ best­ fyrir­mig­að­vera­bara­ein­núna.­ Ég­ætla­að­einbeita­mér­að­list­ inni­ minni­ og­ fjölskyldunni,­ það­ er­ mikil­ vinna­ fram­ und­ an­ og­ óþarfi­ að­ flækja­ hlutina­ of­mikið­núna,“­segir­Harpa­og­ brosir. „Ég er betur sett ein enda er ég vonlaus í sam- skiptum við hitt kynið. „Það er bara ekki ég að vinna frá níu til fimm og það var kannski þess vegna sem ég var svona erfið í um- gengni þarna því ég var bara að fríka út. Nýja línan Þessi kjóll er úr nýjustu línu Zisku sem tryggði hennar sigurinn á Reykjavík Runway í ár. Harpa er ánægð með sigurinn og ætlar að nýta sér tækifærið vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.