Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2011, Page 43
Fókus | 43Helgarblað 2.–4. september 2011 Hvað er að gerast? n Hausttónleikar Harðar Torfa Söngvarinn góðkunni, Hörður Torfason, heldur í kvöld sína árlegu hausttónleika. Að þessu sinni fara tónleikarnir fram í Borgar- leikhúsinu en þetta mun vera í þrítugasta og fimmta sinn sem þeir eru haldnir. Hörður notar tónlistina til að koma á framfæri hugðarefnum sínum, hvort sem þau snúa að skemmtun eða ýmsum baráttumálum. Hann segir sögur milli laganna og skýrir frá tilurð þeirra eða hendir fram skemmti- sögum. 23. plata Harðar er einnig nýkomin út en það er platan Vatnssaga. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 3.500 krónur. n Tískusýning og tónleikar Rvk Underground í samstarfi við fata- hönnuðinn Munda efnir til dansveislu á skemmtistaðnum Square á föstudagskvöld. Kvöldið hefst á tískusýningu eftir Munda og svo dansveislu eftir hana. Þar mun plötu- snúðurinn Aeroplane halda uppi fjörinu ásamt góðum hópi annarra plötusnúða. Þar á meðal eru Oculus, Óli ofur, Gísli Galdur og Benni B ruff, Dj Addi Intro og 7. Víddin. Það er 20 ára aldurstakmark. Fjörið hefst klukkan 23 og það kostar 1.500 krónur inn. n Sage Francis á Sódómu Rapparinn Sage Francis treður upp á skemmtistaðnum Sódómu í kvöld. Sage er töluvert mikils metinn innan rappheimsins en það eru níu ár síðan hann spilaði síðast á Íslandi og ættu því íslenskir aðdáendur hans að gleðjast við komu hans nú. Sage er einnig eigandi plötufyrirtækisins Strange Famous. Hann varð frægur þegar hann vann Super Bowl-battlið í Boston 1999 og Scribble Jam árið 2000. Fyrsta plata hans í fullri lengd kom út árið 2002 og fékk frábæra dóma. Húsið verður opnað klukkan 22 og aðgangseyrir er 3.000 krónur. n Partyzone á NASA Partyzone í kvöld á NASA í kvöld. Heiðurs- gestur kvöldsins er plötusnúðurinn Henrik Schwarz frá Danmörku. Ásamt honum munu þeir Sean Danke, Bensol og Dj Margeir halda uppi stuðinu í dansveislunni. Sérstakt forpartí verður fyrr um kvöldið en þar munu Reykveek sjá um að hita dansþyrsta gesti upp fyrir kvöldið. Í forpartíinu verða veigar í boði Corona Extra og Partyzone sem miðahafar hafa aðgang að. Forpartíið hefst klukkan 21 en dansveislan á NASA hefst klukkan 23 og það kostar 2.000 krónur inn. n Hátíðartónleikar Ljósanætur Tónleikarnir Með blik í auga þar sem reynt er að fanga tónlist og tíðaranda áranna 1950 til 1970. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af Ljósahátíð í Reykjanesbæ. Það verður boðið upp á tónlist listamanna eins og Hallbjargar Bjarnadóttur, Ellýjar Vilhjálms, Hauks Morth ens og Ragga Bjarna auk Hljóma, Villa Vill, Flowers og Trúbrots. Tónleik- arnir fara fram í Andrews Theater á Ásbrú í Reykjanesbæ klukkan 16 og svo aftur um kvöldið klukkan 20. Það eru söngvarar af Suðurnesjum sem stíga á svið, þar á meðal þau Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir og Bríet Sunna Valdemars- dóttir auk fleiri. Það er svo fjórtán manna hljómsveit sem spilar undir. n Dægurlagaperlur Erlu Þorsteins Tónleikar til heiðurs dægurlagasöngkon- unni Erlu Þorsteinsdóttur. Erla söng mörg af vinsælustu dægurlögum þjóðarinnar, eins og Kata rokkar, Þrek og tár, Vagg og velta og fleiri góð. Flytjendur á tónleikunum eru ungir og efnilegir tónlistarmenn sem allir hafa stundað nám í FÍH og gera flestir enn. Tónleikarnir fara fram í salnum í Kópavogi og hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. 2 sep Föstudagur 3 sep Laugardagur 4 sep Sunnudagur Ú tskriftarnemar úr fatahönn- unardeild Listaháskólans bjóða til veislu í Brocken Clock Gallerý að Klappar- stíg 19. „Við ætlum að sýna afrakst- ur tveggja vikna kúrs sem við erum búin að vera í með erlendum gesta- kennara,“ segir Halla Hákonar- dóttir, einn af útskriftarnemunum. „Gestakennarinn heitir Geraldo Da Conceicao og hann hefur meðal annars unnið hjá tískurisum eins og Yves Saint Laurent og Prada. Þetta er frekar óvenjuleg nálgun á þessu því hann hefur meðal annars látið okkur gera vídeóverk.“ Á sýningunni verður hægt að berja augum afrakstur námskeiðs- ins en nemendurnir hafa unnið að ýmsu með gestakennaranum. „Við erum búin að hanna föt og sauma og alls konar bróderí og skemmti- legt. Við erum svolítið að vinna út frá austurevrópskum áhrifum,“ segir hún. Partíið hefst klukkan 18 á laugar- daginn og Halla segir alla vera vel- komna að skoða sýninguna sem þau ætla að setja upp. „Þetta verður von- andi alveg rosalega flott. Það verða list og léttar veigar í boði. Þetta verður eitthvað frameftir þannig við búumst alveg við að þetta þróist í gott partí og við vonum bara að sem flestir mæti,“ segir hún hlæjandi. List og veigar Undir austurevrópskum áhrifum Útskriftarnemar Listaháskólans bjóða gestum og gangandi á sýningu á verkum sem urðu til á tveggja vikna námskeiði sem þau sóttu á dögunum. n Bjóða til veislu í Brocken Clock Gallerý M ystery Ísland er fram- leiðslufyrirtæki sem framleiðir kvikmyndir, stuttmyndir, heimildar- myndir og sjónvarps- þætti. Að fyrirtækinu standa þeir Árni Filippusson, Davíð Óskar Ólafs- son og Hreinn Beck. Fyrirtækið hlaut fyrst athygli fyrir framleiðslu á mynd- inni Sveitabrúðkaup árið 2008. Síðan þá hefur fyrirtækið framleitt kvik- myndina Kóngaveg 7 og nú frum- raun Hafsteins Gunnars Sigurðsson- ar, Á annan veg. Fyrirtækið stendur í stórræðum og nú standa yfir tökur á nýrri gamanþáttaröð með strák- unum í Mið-Íslandi og eftir áramót eru á teikniborðinu að minnsta kosti tvær kvikmyndir í fullri lengd. Á tökustað Árni Filippusson er í upptökuveri með strákunum í Mið-Íslandi þeg- ar blaðamaður hefur samband við hann. Hláturrokur heyrast í bak- grunninum, greinilega stuð á töku- stað. Það er mikið af verkefnum í framleiðslu og á teikniborðinu hjá þeim Árna, Davíð og Hreini í Mystic Ísland. „Þættirnir eiga eftir að koma skemmtilega á óvart,“ segir Árni um gamanþættina Mið-Ísland. Það verða Ari og félagar hans í grínhópn- um Mið-Íslandi, þeir Bergur Ebbi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA, sem fara með aðalhlutverkin í þessum þáttum. Þættirnir verða átta talsins og sýndir á Stöð 2 seint á þessu ári eða byrjun þess næsta. Ari heldur utan um handritsgerðina sem allir í hópnum taka þátt í ásamt Ragnari sem mun leikstýra. Báðu um greiða Spurður hvort það sé erfitt að koma nýjum verkum á koppinn og hvort að fjármögnun standi í vegi fyrir því segist Árni ekki velta sér upp úr hindrunum. „Kvikmyndaiðnaður er þröngur vegur. Við höfum aldrei fengið almennilega þóknun fyrir verk okkar. Við keyrum þetta áfram á brosinu. Á annan veg er mynd sem er gerð fyrir afar lítinn pening. Hún er gerð af drifkrafti okkar sem stönd- um að baki henni. Stundum er það þannig. Aðalástæðan var sú að okkur langaði í ákveðin verkefni með Haf- steini. Það stóð til dæmis til að fram- leiða myndina Hvíldardagar eft- ir skáldsögu Braga Ólafssonar. Það stoppaði hins vegar allt á því að sú mynd væri hans fyrsta. Við vildum sýna fram á að hann gæti þetta og höfðum það mikla trú á honum að við stukkum af stað í þetta verkefni og báðum alla mjög fallega um að liðsinna okkur.“ Gerum ekki myndir fyrir markaðinn Þeir félagar hafa sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi á markaðinn. Fyrsta mynd þeirra í fullri lengd var djarft byrjendaverk. Kvikmyndin Sveitabrúðkaup var tekin upp á sjö dögum víðs vegar um landið og með sjö tökumönnum. „Við vorum með fjórar mynda- vélar og tvö hljóðteymi og þessu var stýrt nánast eins og dansatriði. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Árni. „Við vorum að skrifa lokasen- una í húsbíl áður en við fórum inn í tökur á lokadegi. Flækjustigið var hátt í þessu verkefni en einmitt þess vegna lærðum við mikið á því að að koma þessari mynd á koppinn. Við höfum fulla trú á okkur og teljum okkur eiga erindi á markaðinn. Oft er litið á kvikmyndagerð sem ástríðu einnar manneskju sem er til- búin að fórna öllu til að búa til kvik- myndina sína,“ segir Árni. En það er ekki þannig sem við vinnum. Metnaðurinn er til staðar og við erum samstilltur hópur sem kemur að framleiðslu og leikstjórn. Okkar markmið eru að vinna að vönduðum myndum með vönduðu fólki. Við vinnum með hugmyndir og höfum reynt að skapa okkur sérstöðu. Við viljum til að mynda ekki gera mynd- ir sem þjóna markaðnum. Við vilj- um einfaldlega segja fallega sögu og koma henni til skila til áhorfandans.“ Nína er helsta fyrirmyndin Árni er bróðir leikkonunnar Nínu Filippusdóttur og þau vinna mik- ið saman og reyndar segir Árni að hún sé ein af sínum sterkustu fyrir- myndum. „Við vinnum mikið saman, erum mikið saman og það eru sterk tengsl á milli okkar og hafa alltaf verið í gegnum mín uppvaxtarár. Hún hef- ur haft mikil áhrif á mig og ég tel hana eina af mínum helstu áhrifa- völdum. Nína hefur kennt mér margt og svo er það auðvitað stoð að hún og félagar hennar í Vesturporti glæða allt lífi. Ég vona að okkur takist það líka,“ segir Árni og hlær. kristjana@dv.is Keyrum þetta áfram á brosinu n Framleiðslufyrirtækið Mystery Ísland stendur í stórræðum n Ný gamanþáttaröð með Mið-Íslandi Lætur hindranir ekki stöðva sig Árni vildi sýna fram á að Hafsteinn væri öflugur leikstjóri og bað því um fjölda greiða til að framleiða myndina Á annan veg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.