Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 4
Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is Peysa Verð 6.990 kr FALLEGAR VÖRUR STÆRÐIR 14-28 Föstudagur laugardagur sunnudagur Rigning SV-landS, en genguR í hRíðaRVeð- uR um miðjan dag nV-til. BjaRt eyStRa. höfuðBoRgaRSVæðið: Styttir upp að meStu SíðdegiS og hægt kólnandi. n-átt og hRíðaRmugga n-landS, en BjaRt SyðRa. Kólnandi og fRyStiR. höfuðBoRgaRSVæðið: Strekkingur, en þurrt og Sæmilega bjart. Fremur kalt. lægiR og Víða BjaRt með fRoSti. Él Við n-StRöndina. höfuðBoRgaRSVæðið: hægur vindur, hauStSól og FroSt. Réttnefni, fyrsti vetrardagur Fyrsti vetrardagur er fastur dagur í almanak- inu, ávallt laugardagur, nú 24. okt. nú ger- ist það að veturinn heilsar með talsverðum látum, kólnar á landinu og með hríðarveðri fyrir norðan og vestan. byrjar þar í dag þegar heimskautaloft ryðst suður á bóginn með ofanhríð og í kvöld og á morgun einnig norðanlands. dæmigert norðankast. um leið kólnar á landinu öllu og birtir líka loksins upp syðra. Frost verður um land allt á sunnudag og eins á mánudag þegar hvað kaldast verður. 4 0 3 3 4 1 -2 -1 -1 2 -3 -4 -6 --7 -3 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 23,1millj-arður króna var afla verðmæti smá báta á nýliðnu fisk veiðiári. Heild arafli þeirra var alls 80.717 tonn, en var 88.260 tonn árið á und an, að því morgun- blaðið greinir frá. 30 mál verða tekin til rannsóknar hjá bryndísi kristjánsdóttur skattrannsóknar- stjóra eftir yfirferð gagna sem keypt voru um eignir íslenskra félaga í skattaskjól- um erlendis. um verulegar fjárhæðir er að ræða, í sumum tilvikum tugir eða hundruð milljóna. Mikil þörf á erlendu vinnuafli Reiknað er með að flytja þurfi inn vinnuafl fyrir að minnsta kosti fimm þúsund störf á næstu fjórum árum, samkvæmt þjóðhagsspá greiningar- deildar arion banka. 15,3 milljón króna hagnaður varð á rekstri hlöllabáta ehf. í fyrra. hagnaðurinn dróst saman um tæpan fjórðung milli ára. vikan sem va landsmanna í aldursflokknum 12-49 ára horfðu á the voice á Skjáeinum þann 9. október. þátturinn ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína á hinum sjón- varpsstöðvun- um, spjallþætti loga bergmann og gísla marteins baldurssonar. 24,7% Þ etta hefur ekki verið rætt í þing-flokknum,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, um þau ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, á Morgunvakt Rásar 1 á miðvikudaginn, að hann geti vel séð fyrir sér breytingar innan ríkisstjórn- arinnar á næstunni. „Það er svo sem ekk- ert nýtt að Bjarni og Sigmundur ræði eitt- hvað sín á milli sem við vitum ekki um,“ bætir hún við. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og segist ekkert hafa heyrt um þetta fyrr en í fréttum og Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, fullyrðir að ekkert slíkt hafi verið orðað innan þingflokksins. „Enda eru svona mál yfirleitt ekki kynnt í stærri hópi fyrr en ákvörðunin hefur verið tekin,“ segir hann. Orðrétt sagði Bjarni á Morgunvaktinni: „Mér finnst það vel koma til greina að hreyfa til, bæði milli flokkanna og innan ríkisstjórnarinnar. Ég get vel séð fyrir mér að við gerum einhverjar slíkar breytingar. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um slíkt en á næsta hálfa árinu væri rétt að taka þá ákvörðun um það ef til þess ætti að koma svo menn væru ekki að taka að sér ný verkefni þegar of stutt er til kosninga.“ Frosti segist ekki vita hvað hann eigi að halda um þessi ummæli, þetta líti út eins og eitthvað sem Bjarni hafi fundið upp hjá sjálfum sér. „Þetta er bara eitthvað sem Bjarni er að segja,“ segir hann. „Ég hef ekkert heyrt um þetta mál annars staðar frá.“ Fram kom í máli Bjarna á Morgunvakt- inni að þeir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra hafi rætt þann möguleika við stjórnarmyndunina að endurskoða kannski málin „svona í hálf- leik“. Hvorki Unni Brá né Frosta rekur þó minni til að þær vangaveltur hafi nokkru sinni verið bornar undir þingmenn. Spurð hvort Bjarni sé hugsanlega að undirbúa jarðveginn fyrir brotthvarf Ill- uga Gunnarssonar úr embætti mennta- málaráðherra, sem verið hefur nokkuð í umræðunni undanfarið í kjölfar spillingar- umræðu, segir Unnur Brá að það geti varla verið. „Ég get ekki ímyndað mér að hann sé á förum neitt,“ segir hún. „Það kæmi mér mjög mikið á óvart ef hann yrði látinn víkja.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, velti því upp á þing- fundi á miðvikudag hvort þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætl- uðu að hafa stólaskipti þar sem Sigmundur vísar öllum fyrirspurnum um afnám verð- tryggingar til Bjarna, en sú umræða náði ekki lengra og engin svör fengust. friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is  stjórnmál Hugsanleg uppstokkun ríkisstjórnarinnar Þingmenn koma af fjöllum varðandi ummæli Bjarna bjarni benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf í skyn að breytinga væri að vænta á skipan og hlutverkaskiptingu í ríkisstjórn, en þingmenn stjórnarflokkanna hafa ekki heyrt á það minnst. breytingar á sætaskipan í ríkisstjórn og skiptingu ráðuneyta hafa hvorki verið ræddar í þing- flokki Sjálfstæðisflokks né Framsóknarflokks. „Bara eitthvað sem Bjarni er að segja,“ segir fram- sóknarþingmaður. Enda eru svona mál yfirleitt ekki kynnt í stærri hópi fyrr en ákvörð- unin hefur verið tekin. veður 4 fréttir helgin 23.-25. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.