Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 26
Tengdabörn
Íslands
Brúðkaup Söru Heimisdóttur og Rich Piana í
Las Vegas á dögunum vakti mikla athygli. Piana
bættist þar með í hóp frægra útlendinga sem
hafa náð sér í íslenska maka. Við rifjuðum upp
nokkra þá eftirminnilegustu en stilltum okkur
um að telja upp einnar nætur gaman sem
poppstjörnur kunna að hafa átt hér á landi.
Og svo voru það hinir...
n Tengdasynir Íslands hafa komið og farið.
Einn sá eftirminnilegasti var bílasalinn Cal
Worthington, háaldraður og moldríkur
eiginmaður Önnu Mjallar Ólafsdóttur. Cal
þessi var kominn yfir nírætt þegar þau
Anna drógu sig saman en ástin entist ekki
nema nokkra mánuði. Cal lést svo árið
2013.
n Annar eftirminnilegur var fótboltamað-
urinn Dwight Yorke en Akureyrarmærin
Kristrún Ösp Barkardóttir var kærasta hans
til skamms tíma. Yorke er glaumgosi mikill
og hafði áður eignast barn með glamúr-
fyrirsætunni Jordan svo samband hans og
Kristrúnar vakti að vonum mikla eftirtekt.
n Af öðrum nafntoguðum má nefna Lee
Bucheit, bandarískan sérfræðing í samn-
ingatækni og alþjóðalögum, sem fór fyrir
samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni.
Samdráttur hans og Sigrúnar Davíðsdóttur
fréttakonu var því nokkuð í umræðunni.
n Linda okkar Pétursdóttir lenti í klóm
bresku pressunnar þegar hún skemmti
sér með Top Gear-stjórnandanum Jeremy
Clarkson en myndir af þeim birtust í
mörgum miðlum. Ekki fór neinum frekari
sögum af sambandi þeirra.
Fjölnir Þorgeirsson og Mel B
Hann hefur verið kallaður Íslandsmeistari Íslandsmeistaranna og það ekki að
ástæðulausu. Auk frábærs árangurs í íþróttum hefur Fjölnir náð einna lengst okkar
Íslendinga á hinu alþjóðlega markaðstorgi ástarinnar. Frægt er þegar hann sló
sér upp með Kryddpíunni Mel B en þá var Spice Girls einhver vinsælasta
hljómsveit heims. Séð & heyrt seldist sem aldrei fyrr þegar fréttir bárust
af heimsóknum dömunnar til Íslands. Frægt varð til dæmis þegar hún óð
snjóinn tignarleg í parduspels og skálaði í kampavíni á Astró. Árið 2006
tjáði Fjölnir sig um samband Mel og Eddie Murphy og spáði því að þau
myndu varla endast tvö ár, vegna þess að það „fetar enginn í fótspor
íslenska draumsins.“
Sólveig Káradóttir og Dahni Harrison
Dahni Harrison er kannski ekki jafn áberandi nafn í tónlistinni og Mel B var á sínum
tíma en blóðlína drengsins trompar Spice Girls eins og þær leggja sig svo um munar
enda drengurinn sonur bítilsins George Harrison. Fatahönnuðurinn og sálfræð-
ingurinn Sólveig er sjálf ekki af aukvisum komin, dóttir Kára Stefánssonar kenndur
við deCode. Sólveig og Dhani gengu í hjónaband fyrir þremur árum og meðal gesta
í brúðkaupinu voru Paul McCartney og Ringo Starr. Myndir úr brúðkaupinu birtust í
Vogue í kjölfarið.
Sara Heimisdóttir og Rich Piana
Nýjasti tengdasonur Íslands er líkamsræktarfrömuðurinn Rich Piana en hann og Sara Heimisdóttir,
26 ára Reykjavíkurmær, gengu að eiga hvort annað í Las Vegas á dögunum. Sara og Rich eru eins
og Fríða og dýrið, hún með sitt ljósa norræna útlit en hann vaxinn eins og Hulk og með húðflúr
um allan líkamann. Ekki þarf þó að velkjast í vafa um að þau passi saman: Sumt fólk mun aldrei
finna svona ást í lífinu en við erum mjög heppin að hafa fundið hvort annað, sagði Sara í viðtali
við Fréttatímann á dögunum.
Arnar Gunnlaugsson og Michaela Conlin
Traust tengslanet hjálpaði fótboltakappanum Arnari Gunnlaugs-
syni við að krækja í bandarísku leikonuna Michaelu Conlin en
þáverandi mágkona Arnars, sjálf Ísdrottningin Ásdís Rán, leiddi
þau saman. Conlin þessi hefur leikið í þáttum á borð við Bones og
vakti mikla athygli þegar þau Arnar skemmtu sér saman í Reykja-
vík. Því miður entist sambandið ekki en núverandi kærasta
Arnars er Marín Manda Magnúsdóttir sem í eina tíð var kærasta
Fjölnis Þorgeirssonar. Svona fer þetta nú allt saman í hringi.
26 úttekt Helgin 23.-25. október 2015