Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 12

Fréttatíminn - 23.10.2015, Side 12
Fljótleg og fersk – þau koma á óvart á kvöldverðarborðinu Þ etta er alltaf púsl. Fjölskyld-an er ekki saman. Redda pössun eða taka krakka með í vinnuna. Það er svona stemningin,“ segir eitt þeirra for- eldra sem Fréttatíminn ræddi við um vetrarfrí og starfsdaga kennara. Langflestir viðmælendur tóku í sama streng þó sumir hafi lært af reynslunni og eyrnamerki sér nokkra sumarfrísdaga til að eiga frí með börnunum. Það á þó ekki við alla og reynist til dæmis verktökum erfitt. „Ég er verktaki og hef ekki efni á því að missa úr vinnu í október en það eru 3 starfsdagar og 3 vetrarfrísdagar í þessum mánuði. Þetta er heil vika í vinnutap en samt sem áður býðst okkur ekki frístund í vetrarfríinu.“ „Lausnin virðist vera að eyrna- merkja nokkra sumarfrísdaga á vetrarfríið til að dæmið gangi upp. Það má því segja að vetrarfrí sé í raun sumarfrí og að vetrarfrí Vetrarfrí eða vetrarvandræði? Vetrarfrí og starfsdagar kenn- ara valda mörgum foreldrum og atvinnurekendum hugar- angri. Vetrarfrí grunnskólanna hefur nú fengið 13 ára reynslu- tíma og talsmaður borgarinnar segir foreldra almennt vera ánægða með fyrirkomulagið. Samtök atvinnulífsins taka í sama streng og telja atvinnu- lífið hafa aðlagast breyttum orlofsdögum. Það sama gildi þó ekki um starfsdaga kennara sem séu alltaf jafn „óþolandi“. ekki frá vinnu eða hafa ekki efni á að taka sér frí.“ Borgin býður upp á fjölskyldu- dagskrá Helgi Grímsson, yfirmaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir upphaf hugmyndarinnar um vetrarfrí mega rekja til umræðu meðal foreldra og skólafólks um afar langa vinnulotu nemenda frá skólabyrjun í ágúst og fram að jólaleyfi. „Þessi vinnulota varð mjög áberandi þegar skólaár var lengt úr 170 dögum í 180 daga. Í Reykjavík var ákveðið að hafa tví- skipt vetrarleyfi og lengja skólann sem því nemur fram á sumar. Var vísað til góðrar reynslu foreldra sem höfðu búið erlendis, en í Evr- ópulöndum og víðar eru gjarnan haust- og vetrarleyfi.“ Helgi segir Reykjavíkurborg einnig hafa kannað viðhorf for- eldra til vetrarfrís með reglu- bundnum hætti og að í öllum könnunum hafi fleiri verið sam- þykkir þeim en á móti. „Vissulega er það svo að sitt sýnist hverjum þegar kemur að vetrarleyfum og á það bæði við um foreldra og starfsmenn skóla. Þess er gætt að frídagar í leikskóla- og grunnskóla í sama hverfi séu samræmdir eins og frekast kostur er og eins er í hverju hverfi borgarinnar útbúin dagskrá sem á að stuðla að sam- veru fjölskyldunnar,“ segir Helgi. Atvinnulífið virðist hafa aðlagast vetrarfríi Ári eftir að vetrarfrí var sett á, árið 2002, tilkynntu Samtök atvinnu- lífsins að þau væru reiðubúin til að taka þátt í samráði um skipan þessa mála og þannig stuðla að því að vetrarfrí ylli sem minnstri röskun fyrir atvinnulífið en frá upphafi bárust samtökunum margar kvartanir frá foreldrum sem komust ekki frá vinnu. „Það var mikil umræða um vetrarfrí fyrst eftir að það var sett á,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA. „Fólk hafði mikið samband við okkur og var greinilega í vandræðum með þetta. En svo fjaraði þetta út og við teljum að vinnumarkaðurinn hafi aðlagast. Það má segja það að ein- hverju leyti hafi orlofið færst yfir á vetrartímann. Fólk er líklega farið að skipuleggja sig betur og margir fara í skíðaferðir sem hlýtur að vera merki um aðlögun.“ „Óþolandi“ starfsdagar SA gera reglulega kannanir þar sem athugað er hvað betur mætti fara í atvinnulífinu og Hannes segir vetrarfríið ekki hafa komist þar á blað. Hinsvegar ríki óánægja með starfsdaga leikskóla. „Það er alltaf jafn mikil óánægja með ósveigjanleika leikskólanna, bæði vegna sumarlokana og vegna starfsdaganna. Þeir loka sinni þjónustu í marga daga á ári bara svo starfsfólkið geti rætt málin. Þetta geta venjuleg þjónustufyri- tæki auðvitað ekki gert. Þetta er gert til að spara því annars þyrftu þau að gera þetta utan vinnutíma og borga fyrir það. Það er vanda- mál og erfitt fyrir fólk að redda sér þessa daga. Starfsdagar eru viðvarandi vandamál sem ekki er hægt að laga sig að. Þetta er alltaf jafn óþolandi og við höfum reynt að beita sveitarfélögin þrýstingi hvað þetta varðar.“ Sveitarfélög velta kostnaði á atvinnulífið Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir at- vinnulífið reyna eins og hægt er að koma til móts við foreldra. „Atvinnulífið hefur skilning á því að foreldrar bera skyldur gagnvart börnum sínum. Það er hins vegar ergilegt hvernig sveitarfélög velta miklum kostnaði yfir á foreldra og atvinnulífið án nokkurrar umræðu eða samráðs. Í skólum Hjallastefn- unnar er boðið upp á frístund allan daginn í vetrarfríinu gegn sann- gjörnu gjaldi. Það gefur fjölskyld- um valkost. „Vetrarfrí“ í október er t.d. tími sem hentar sjaldnast til sameiginlegrar frítöku fjölskyldu. Mjög margir foreldrar eru því ergilegir og telja sveitarfélög lítinn skilning hafa á stöðu foreldra.“ Ragnar segir ekki hafa verið rætt að taka upp almenna orlofs- töku til samræmis við skóladaga- tal sveitarfélaga. „Það gengur ekki upp. Atvinnulífið er nýkomið út úr sumarfrístörninni þegar fyrstu vetrarfrí skella á. Við erum að vinna að aukinni framleiðni í rekstri og mikilvægt að hægt sé að halda úti fullri þjónustu og fram- leiðslu yfir veturinn.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is þýði ekki meiri samveru með börn- unum, heldur dreifðari samveru,“ segir annar viðmælandi á meðan enn annar segir hugmyndina um vetrarfrí vera fallega en það sé þó ekkert fallegt við það að „sum börn fái frí með foreldrum á meðan önnur sitji ein heima og horfi á sjónvarpið því foreldrarnir annað hvort komast Reykjavíkurborg gerði könnun á afstöðu foreldra til vetrarfrís árið 2012. Ánægðir 48% Óánægðir 31% Hvorki né 21% Í dag hefst vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur sem þýðir að grunnskólar og frístundaheimili loka í dag, föstudaginn 23. október, mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október. 12 fréttaskýring Helgin 23.-25. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.