Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 17
n Streita er oftast ástæða fyrir forföllum starfsmanna, slakari frammistöðu og afköstum ásamt neikvæðu andrúmslofti. n Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir því að árið 2020 verði þung- lyndi önnur helsta orsök örorku. n Um 50-60% allra tapaðra vinnudaga í ríkjum Evrópusambands- ins má tengja við streitu. n Geðsjúkdómar eru á meðal fimm algengustu ástæðna fyrir skammtímafjarvistum frá vinnustöðum, sérstaklega vegna streitu og þunglyndis. n Innan ESB eru geðraskanir algengasta orsök örorku, algengari en stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdómar. Það sama á við um Ísland. Samkvæmt heimildum Tryggingastofnunar ríkisins árið 2009 voru geðraskanir fyrsta orsök örorku hjá þeim sem voru metnir með 75% örorku eða meiri (Tryggingastofnun ríkisins, 2010). Launamenn vilja oft leyna þunglyndi Rannveig Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar Sjúkrasjóðs VR. „Geðraskanir eru stærsta vanda- mál flestra örorkugreindra í landinu, hvort sem það er hjá lífeyrissjóðum, sjúkrasjóðum eða Tryggingastofnun, og þar eru þunglyndi og streita mjög ofarlega á blaði. Launamaðurinn vill oft leyna því að eitthvað sé að, sem þýðir að vandinn greinist seint. Hann er óvinnufær og fær vottorð, en ég vil meina að atvinnu- rekendur, með sína trúnaðarmenn og mannauðsstjóra, eigi að þekkja launa- manninn og geta greint vandann fyrr. Ef launamaður fer að detta ítrekað úr vinnu væri eðlilegast að taka hann í viðtal og reyna að gera eitthvað í málunum.“ „Ábyrgðin liggur því að miklu leyti hjá vinnuveitendum sem taka ekki eftir ástandinu. Ég hef talað fyrir því að trún- aðarmenn á vinnustöðum skoði þetta með okkar trúnaðarmönn- um innan VR því það verður að greina vandann fyrr. Það er bara allt of seint í rassinn gripið að ætla að gera eitthvað þegar fólk er komið í örorku. Að sjálfsögðu eiga allir rétt á sínum greiðslum en við verðum að skoða hvað við getum gert til að hjálpa fólki. Það er engum hollt að fara í örorku og þurfa að sitja heima og bíða eftir bótum inn um bréfalúguna. Þess vegna eru forvarnir svo mikilvægar.“ inu. Hér áður fyrr var kulnun talin vera einstaklingsvandamál, að ein- staklingurinn væri viðkvæmari en aðrir en það er löngu búið að hrekja þá kenningu og margsanna það að kulnun er vandamál stjórnenda vinnustaðarins. Kulnun er mjög hættuleg og það er sorglegt að sjá á eftir góðu starfsfólki sem hefur keyrt sig svo gjörsamlega fram af brúninni að það þarf að fara á ör- orkubætur.“ Ragnheiður segir þennan falda skaðvald hafa mun meiri áhrif á samfélagið en við gerum okkur grein fyrir. Nauðsynlegt sé að efla forvarnarstarf, upplýsa atvinnu- rekendur og grípa mun fyrr inn í vandann. „Því miður er allt of stór hópur fólks sem endar á sjúkrabót- um vegna langvarandi álags og við- varandi streitu. Hér áður fyrr voru stoðkerfisvandamál einn stærsti út- gjaldaliður sjúkrasjóðs en í dag eru það andleg vandamál sem oftar en ekki má rekja til streitu. Ísjakinn undir yfirborðinu er því farinn að blasa við okkur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 50-60% veikinda starfsmanna má rekja til streitu. 2/3 sem leita til heim- ilislæknis eru þar vegna streitueinkenna. mjög streituvaldandi og það sést glögglega á vinnutímunum. Ef einstaklingur vinnur 35 vinnustundir á viku en eykur þær svo upp í 40 stundir þá eykst streitan ekki það mikið en ef vinnustundir verða 45 þá eykst streitan verulega og hún snareykst ef ein- staklingurinn ef farinn að vinna 48 klukku- stundir á viku við sama verk. Kröfur um vinnutímaákvæði eru til þess fallin að draga úr streitu, svo það er mjög mikilvægt að fólk virði vinnutímaákvæðið. Um leið og streitan eykst þá fjölgar mistökum sem geta valdið tjóni, óþægindum og jafnvel slysum. fréttaskýring 17 Helgin 23.-25. október 2015 Það eru 1000 ástæður fyrir því að velja Vario 400-línuna frá Gaggenau. Og 1648 útfærslur. Vario 400-kælitækin frá Gaggenau: Auðvelt er að raða þeim saman og sníða nákvæmlega að þörfum og óskum hvers og eins. Framúrstefnuleg tækni sem setur nýja staðla. Sem dæmi má nefna innréttingar úr hágæða ryðfríu stáli sem standast kröfur um hreinlæti og hollustuhætti sem jafnan eru aðeins gerðar í atvinnueldhúsum. Öll tækin ganga saman hvert með öðru hvort sem um er að ræða Vario-kæliskáp, -frystiskáp eða -vínkæliskáp. Óháð því hvaða samsetning er valin lítur hún alltaf út fyrir að vera klæðskerasniðin að þörfum hvers notanda. Munurinn felst í Gaggenau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.