Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 36
Ég var farinn að spila með Björgvini Halldórs 17 ára gamall. Þá kannski áttaði ég mig á því að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. E inar gaf út sína fyrstu plötu árið 2007 og nefndist hún Cycles, og árið 2011 kom út platan Land míns föður. Hann segir að á nýju plötunni sé hann að gera tónlist sem er meira í líkingu við það sem hann var að gera á fyrstu plötunni. „Það má eiginlega segja að Land míns föður hafi verið það sem er kallað „konsept“ plata, á meðan Cycles og Intervals eru meira það sem ég er að pæla í tónlist alla jafna,“ segir Einar. „Land míns föður var eitthvað sem ég þurfti að koma út úr kerfinu. Hún var hálfgerð sálumessa fyrir föður minn sem lést árið 2007,“ segir hann en faðir Einars var tónlistarmaðurinn Árni Schev- ing. „Nýja platan er sumpart rökrétt framhald af Cycles, enda sami kvartettinn sem er með mér. Ég er svo heppinn að þetta eru eintómir snillingar, en kvartettinn skipa Eyþór Gunnarsson píanó- leikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari.“ Tromman ekki nauðsynleg í tónlist Einar hefur um árabil verið einn atkvæðamesti trommuleikari þjóðarinnar en ekki margir tromm- arar hafa brotist fram með sínar eigin tónsmíðar. Einar hefur þó alltaf verið að semja tónlist að ein- hverju leyti. „Ég lærði á píanó þegar ég var tíu og ellefu ára en nennti því varla þá, eins og gengur,“ segir hann. „Ég vildi alltaf spila á trommur. Ég bý samt alltaf að því að geta sest niður við píanóið og komið frá mér því sem ég hef í kollinum, hvort sem það eru melódíur, hljómar eða rytmi eða allt í bland. Stundum er þetta eins og að drekka vatn, og stundum ekki, en ég hef það þó fyrir reglu að vera ekki að flýta mér þegar ég er að semja. Ég get verið lengi að vesenast með sama lagið, því ég veit að á endanum þá finnur það sér farveg,“ segir hann. „Það má líkja tónsmíðum við það að fletta lögum af lauk. Maður þarf að fletta lögunum af til þess að ná til kjarnans. Ég hef aldrei samið tónlist út frá trommuleik. Ég vildi oft að ég gerði meira af því, enda lendi ég stundum í því að finna sjálfum mér varla stað í tónlistinni. Ég væri fyllilega sáttur við Á endanum er þetta bara tónlist Tónlistarmaðurinn Einar Scheving sendi frá sér sína þriðju plötu í vikunni, sem nefnist Intervals. Hann segir tón- listarsköpun sína ekki einkennast af trommuleik þrátt fyrir að starfa sem slíkur, og hugsar tónlist sjaldnast út frá sínu eigin hljóðfæri. Einar er í fyrsta sinn að starfa í leikhúsi sem höfundur og semur og flytur tónlistina í Heimkomunni eftir Harold Pinter sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu. Hann hefur þó spilað í ótal uppfærslum í gegnum tíðina en segir þetta hlutverk góða áskorun. „Ég pæli ekkert í þessu út frá trommuleik. Ég vildi oft að ég gerði það, því ég lendi oft í því að ég reyni að finna mér einhvern stað sem ég heyri ekkert endilega. Ég væri fyllilega sáttur að heyra mína músík án trommuleiks.“ Ljósmynd/Hari að heyra mína músík án trommuleiks. Maður reynir bara að þjóna hverju lagi fyrir sig. Þegar maður var að alast upp voru það ekkert endilega hljómsveitirnar með bestu trommurunum sem voru að heilla mann. Á endanum snýst þetta bara um að þjóna tónlistinni,“ segir Einar. „Oft á tíðum kallar hún ekkert á einhverja uppfinningasemi í trommuleik. Maður passar sig bara á að vera ekki fyrir. Djass í gegnum tíðina hefur snúist mikið um sólista og að menn fái að láta ljós sitt skína,“ segir Einar. „Þó vissulega taki menn sóló í þessu bandi, hugsa ég þennan kvartett sem einhverskonar sam- eiginlegt verkfæri til að koma tónlist frá okkur á eins heiðarlegan hátt og við getum. Sýna hógværð í tónlist- inni. Það heillar mig,“ segir hann. 16 ára í Súlnasal „Ég byrjaði að læra á trommur í kringum ellefu ára aldurinn. Ég fór að spila á trommur í lúðrasveit Tón- menntaskólans í Reykjavík þótt ég væri að læra á píanó, og var svo síðar í léttsveit skólans,“ segir Einar. „Sú sveit var svo grunnurinn að því sem varð að Stórsveit Reykjavíkur, enda hélt Sæbjörn Jónsson um stjórnar- taumana í báðum sveitum. Það var samt engin pressa að heiman um að fara í tónlist þó pabbi væri tónlistar- maður,“ segir hann. „Ég var bara úti í fótbolta og það þurfti oft að draga mig af vellinum til þess að fara í píanótíma. Ég pældi ekkert í því hvort ég ætlaði að verða atvinnutónlistarmaður fyrr en það var orðin raunin á sama tíma og ég var að hefja nám í MH. Þá var ég farinn að spila í Oliver Tvist í Þjóðleikhúsinu, sem var sýnt allt að níu sinnum í viku. Var á fullu í FÍH og að spila á böllum með pabba í Súlnasal um helgar,“ segir hann. „Ég var líka farinn að spila reglulega með Björgvini Halldórs 17 ára gamall auk þess að spila töluvert af djasstónlist. Þá kannski áttaði ég mig á því að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. Maður pældi ekkert í því fyrr en maður var bara kominn á fullt,“ segir Einar. „Ég kláraði svo FÍH árið 1993 og flutti til Miami í framhaldsnám árið 1997. Mig langaði að komast í nýtt umhverfi, þó svo að námið skipti ekki alltaf öllu máli,“ segir hann. „Þetta er svo mikil spurning um upplifun og félagsskap. Mín reynsla er sú að maður sækir inn- blástur ekki síður frá skólafélögum en kennurum. Ég kláraði bachelor- og mastersgráðu og kenndi svo við skólann, auk þess að spila með hinum og þessum í Flórída. Ég endaði á að búa úti í 9 ár. Pælingin var alltaf að vera lengur en aðstæður urðu þannig að ég kom heim,“ segir Einar. Mikil orka í leikhúsinu Einar starfar sem trommuleikari með hinum og þessum tónlistarmönnum og kennir auk þess í sínum gamla skóla, Tónlistarskóla FÍH. Um þessar mundir er hann að spila sína eigin tónlist í leikritinu Heimkom- unni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Djassinn hefur þó alltaf fylgt Einari en hann segir það bara eitt hólf af mörgum. „Djassinn er bara eitt form og margir sem halda að ég sé bara að spila djass,“ segir hann. „Ég hef verið að spila popp með hinum og þessum alveg jafn mikið og djass, og það er fátt betra en að spila gott rokk. Um þessar mundir er ég að vinna að popptónlist eftir sjálfan mig ásamt öðrum og það er eitthvað sem mér finnst spennandi. Svo spila ég líka reglulega með Sinfóníunni. Bransinn hérna heima er nú bara einu sinni þannig að maður verður að geta stokkið í hvaða tónlistarstefnu sem er. Sum part er það blessun og einnig bölvun. Á stærri mörkuðum geta menn ein- beitt sér að einhverri einni tegund tónlistar, sem væri auðvit að frábært að geta gert, en um leið er fjölbreytn- in góð á Íslandi,“ segir Einar. „Ég byrjaði mjög snemma að vinna í leikhúsunum og það er alltaf áhugavert og skemmtilegt,“ segir hann. „Það er mikil orka í leikhúsunum. Ég er hins vegar í fyrsta sinn að semja fyrir leikhúsið og var svo heppinn að samstarfsfólkið er allt þungavigtarfólk og Heimkoman er verulega spennandi leikrit. Ég las ein- faldlega handritið og einhver tónlist spratt út frá því. Sumt hélt sér og breyttist, annað datt út og svo er þetta spurning um að finna rétta taktinn með leikurunum,“ segir hann. „Það er áskorun að passa upp á að styðja við textann í verkinu, og senurnar. Þetta er mikil sam- vinna og þetta er eitthvað sem ég gæti hugsað mér að gera meira af. Það eru eintómir snillingar sem koma að verkinu og það er frábært að fá að vera með. Eiginlega algert draumaverkefni,“ segir Einar Scheving tónlistar- maður. Útgáfutónleikar plötunnar Intervals, með kvartett Ein- ars Scheving, verða í Norðurljósasal Hörpu, laugardag- inn 24. október klukkan 21. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 36 viðtal Helgin 23.-25. október 2015 Terminator við þröskuldinn: Er gervigreind hættuleg? 15.00 Kynning Dr. Hannes H. Vilhjálmsson - Stjórnandi Gervigreindarseturs HR 15.10 Killer Robots Coming Soon: What Can We Do? Dr. Noel Sharkey - Emeritus Professor of AI and Robotics, U. Sheffield 15.55 Why an AI Lab Needs an Ethics Policy Dr. Kristinn R. Þórisson - Stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands 16.15 Kaffi 16.30 Pallborðsumræða: Ethics of AI, Robotics Neurological Enhancement Noel Sharkey, Kristinn R. Þórisson, Salvör Nordal Fundarstóri: Þorbjörn Kristjánsson heimspekingur 17.05 Gervigreindarsýning og hressing Fyrirlestrar og umræða fara fram á ensku Gervigreindarhátíðin 2015 verður haldin í HR (V101), fö- studaginn 23. október. ICELANDIC INSTITUTE FOR INTELLIGENT MACHINES V I T V É L A S T O F N U N Í S L A N D S Gervigreindarhátíðin 2015 Fékkstu Fréttatímann? Láttu okkur vita í síma 531 33 00 eða dreifing@frettatiminn.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast fyrir klukka 7:15 á föstudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.