Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 84
Um þessar mundir er Ceasetone að æfa fyrir Iceland Airwaves hátíðina, þar sem þau munu spila sex sinnum.  Í takt við tÍmann Oliver SigurjónSSOn Elskar Dominospítsur og Vesturbæjarís Oliver Sigurjónsson er tvítugur Kópavogsbúi sem sló í gegn með Breiðabliki í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar og var valinn efnilegasti leikmaðurinn hjá Fótbolta.net og í Pepsimörkunum. Hann verður stúdent frá MK um jólin og langar að ferðast meira í framtíðinni. Staðalbúnaður Undanfarið hef ég keypt svolítið af fötum í Nike og ég er mikill stuðningsmaður Zöru á Íslandi. Oftast nær kaupi ég samt föt í útlönd- um í búðum eins og River Island og H&M. Ég pæli alveg í því hverju ég klæðist, ég er mikið í gallabuxum og reyni að vera nokkuð fínn í skólanum og þegar ég kem á æfingar. Hugbúnaður Ég æfi oftast sex daga vikunnar og að meðal- tali tekur það fjóra tíma frá því ég mæti og þar til ég er farinn út. Þegar ég á lausan tíma er ég mikið með fjölskyldu, vinum og vin- konum. Mér finnst Vesturbæjarís mjög góður og fer oft þangað og einstaka sinnum fer ég í bíó með strákunum. Ég drekk ekki áfengi og hef aldrei gert og er því ekki mikið að stunda skemmtanalífið. Ég kíki auðvitað einstaka sinnum niður í bæ, kíki á lýðinn, en finnst skemmtilegra þegar strákarnir eru bara að drekka heima. Vélbúnaður Ég er mikill Apple-maður, er með iPhone 5s eins og stendur og Macbook Pro. Ég er á eiginlega öllum samfélagsmiðlum, Twitter, Facebook, Instagram og Snapchat, og er ágætlega virkur þar. Ég skoða samt meira heldur en ég pósta og svo tala ég mikið við vinina á Messenger og Snap. Aukabúnaður Ég er svakalegur stuðningsmaður Dominos og Glóar, ég tek þetta alveg í báðar áttir. Ég elska bæði pepperoni-veisluna á Dominos og Street Food á Gló. Svo fer ég stundum á Roadhouse inni á milli. Ég kann líka að elda sjálfur og tel mig sérfræðing í kjúklinga- bringum. Ég fæ að nota bíl eftir vinnu hjá mömmu og pabba en fer fljótlega að fá mér bíl sjálfur. Annars fer ég mest í strætó og hjóla eins og hægt er. Ég hef aldrei notað snyrtivörur fyrir utan rakspíra og hef ekki sett vax eða gel í hárið á mér síðustu 4-5 árin. Ég hef mjög gaman af því að ferðast. Ég fer til Barcelona með strákunum í Breiðabliki í lok mánaðarins og svo ætla ég Bandaríkjanna að heimsækja bróður minn um jólin, eftir að ég verð stúdent. Skemmtilegasta ferð sem ég hef farið var þegar ég fór með landsliðinu til Ísrael. Við fórum meðal annars til Jerúsalem og það var svakaleg upplifun að vera þarna. Ég ætla klárlega að fara í fleiri slíkar ferðir í framtíðinni. En þó ég elski að ferðast elska ég líka að vera heima hjá mér, ég elska Ísland. Maður kann að meta landið sitt miklu betur þegar maður er búinn að prófa að flytja út. Þetta er minn uppáhalds staður. Lj ós m yn d/ H ar i Það kom öllum að óvörum þegar ung íslensk hljóm- sveit að nafni Ceasetone var tilkynnt í fyrstu frétta- tilkynningu tónlistarhátíðarinnar South by Sout- hwest, skammstöfuð SXSW. Hátíðin er haldin í Austin í Texas í Bandaríkjunum í mars á næsta ári og hana sækja tugir þúsunda, þar af mikið af mikilvægu fólki úr tónlistarbransanum um heim allan. Ceasetone hefur aðeins starfað sem fjögurra manna hljómsveit í stuttan tíma en á undan því hafði nafnið staðið fyrir sólóverkefni Hafsteins Þráinssonar. Haf- steinn hefur vakið mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan gítarleik sinn og var hann til að mynda fenginn til að spila með Agent Fresco á útgáfutónleikum þeirra í Hörpu. Þetta reyndust vera ansi merkilegir tónleikar, ekki aðeins fyrir Agent Fresco, heldur einnig fyrir Hafstein og hljómsveitina hans þar sem einn skipu- leggjandi frá SXSW var meðal áhorfanda og kolféll fyrir þessum unga hæfileikaríka dreng. Hafsteinn og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, trommari Ceasetone, segja að spennandi tímar séu framundan. Þau eru mjög spennt fyrir því að feta í fótspor hljóm- sveita á borð við Of Monsters and Men, Ólafs Arnalds og nú síðast Kaleo, og spila á þessari mögnuðu hátíð. Ferðalagið verður þó ekki auðvelt þar sem þau þurfa að fylgja eftir ítarlegri kynningaráætlun til að halda í við aðrar hljómsveitir á svæðinu, en hátíðin er einnig þekkt fyrir gríðarlega mikla samkeppni. Um þessar mundir er Ceasetone að æfa fyrir Ice- land Airwaves hátíðina, þar sem þau munu spila sex sinnum, auk þess sem þau eru að undirbúa útgáfu á fyrstu breiðskífu sinni sem kemur út á næsta ári. -hf  tónliSt ÍSlenSk hljómSveit á SXSW Ceasetone hefur aðeins starfað sem fjögurra manna hljómsveit í stuttan tíma. Ceasetone til Texas 84 dægurmál Helgin 23.-25. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.