Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 41
Aðalstræti 10 2.hæð Kraumhús. S:5712407 Opið alla laugardaga 10 - 17 sunnudaga 12-17 og virka daga 9-18 www.juniform.is Nýtt Kortatímabil ég ekki þorað að fara alla leið inn í gamlan sársauka. Það var einkum í kafla sem lýsir nauðgun, en það er nú eitt af því sem gerist á lífs- leiðinni að manni er nauðgað af ókunnugum manni í erlendri borg. Þetta kom fyrir mig þennan vetur og á endanum varð ég að lýsa því bara í bókinni eins og það gerðist. En ég hafði læst þetta svo djúpt í lífsins skáp að skúffan var nánast ryðguð föst. Sumt í bókinni þurfti ég að ýkja, en þarna þurfti ég að ýkja sjálfan mig til að geta skrifað frekar óýktan kafla. Þetta var orðið eins og sveskjusteinn í sálinni sem var orðinn svo glerharður að ég þurfti virkilega að taka öllu mínu til að ná að leysa hann upp svo hann gæti gengið niður af mér. En allan tímann reyndi ég að skrifa bókina út frá manninum sem ég var 1981, og bætti engum auka- hugsunum við frá mér núna, ég kem ekki með neina eftiráspeki, þá hefði bókin líka orðið þúsund síður, sem er kannski full mikið fyrir einn vetur í lífi manns.“ Svo eignaðistu konu og börn og allan pakkann, skemmdi það fyrir listamanninum? „Nei, þá var ég tilbúinn til þess, enda orðinn 44 ára gamall og orðinn hundleiður á barlífi. Ég eignaðist dóttur 1984 en var aldrei uppalandi hennar, hún bjó á Höfn á Hornafirði en ég í út- löndum, þannig að sambandið var stopult. Svo eignaðist ég tvö börn, 2003 og 2005, og fór að lifa þessu venjulega fjölskyldulífi, hef verið að því síðan. Sæll og glaður íbúi Skutlheimsins. Ég hef þó enn þörf fyrir einveru og fer þá einn út á land til að skrifa, kannski í mánuð í senn, en þá rekur maður sig á ansi skemmtilegan hlut: Maður saknar fjölskyldunnar! Að auki er ég svo kominn með hund og snjall- síma sem báðum þarf mikið að sinna, þannig að nú er kominn tími á bókartitilinn “Maðurinn er aldrei einn”.“ Finnst þér þú vera að opinbera sjálfan þig í sjóveikur í München, er þetta einhver hlið á þér sem fólk hefur ekki fengið að sjá? „Já, ég hef allavega aldrei skrifað um eigin ævi áður, svo þetta er nýtt fyrir mér og vonandi fleirum, og líka erfitt á annan hátt en áður, sem og fyrir aðra kannski. Ég reyni allavega að lýsa sjálfum mér eins og ég var og ekki fela neitt, því annað eru jú bara vörusvik í ævisagnabransanum. Það nennir enginn að lesa slíkt. Ég lét nú mína fjölskyldu lesa bókina yfir til öryggis, en ég held að þau hafi ekkert að óttast, enda er þetta ekkert ákæruskjal gegn hörmu- legri barnæsku. Vona svo bara að gamlir vinir tjúllist ekki. Ég hef kannski dálitlar áhyggjur af því hvernig yngri börnin taki því ef þau heyra af erfiðum köflum í bókinni, í hverju pabbi þeirra lenti, eða stelist til að lesa þá of fljótt. En ég þarf bara að tala við þau og út- skýra þetta varlega fyrir þeim.“ Hvað heldurðu að hefði gerst ef þú hefðir ekki farið til München þarna 1981? „Þá væri ég allt öðru- vísi listamaður. Hefði aldrei komist í samband við sjálfan mig og væri enn að berjast um í galleríunum á Coste del Sol með splassí upp- hleyptar skopmyndir sem væru eins og óáfeng blanda af Halldóri sáluga Péturssyni og Jackson Pollock. Væri svo örugglega hjá heyrnardaufum spænskum sál- fræðingi að gráta það líf sem ég hefði getað eignast.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Nánari upplýsingar: www.transatlanticsport.is Júlíus, 588 8917 – jg@transatlantic.is Reunion Resort Golf Villas, Orlando, Florida Innifalið: Flug með Icelandair, akstur til og frá flugvelli, gisting í 8 nætur, 7 daga golf á þremur 18 holu völlum og morgunmatur. Dagsetningar: 16. og 30. okt. og 6. nóv. 2015 Verð m.v. 4 saman frá 269.900 kr. Helgin 23.-25. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.