Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 62
H ver kannast ekki við það að fá óþæg-indi í magann eða kviðarholið líkt og við læknar viljum gjarnan kalla það. Maginn er nefnilega bara hluti af melt- ingarveginum sem aftur er bara hluti þeirra líffæra sem geta gefið verki og einkenni frá kviðarholi. Dæmi um nokkur slík eru lifur, gallblaðra og briskirtill sem geta bólgnað og sýkst af ýmsum orsökum og þannig skapað verulega verki, jafnvel svo slæma að viðkom- andi sjúklingur getur engan veginn slakað á. Þeir sem hafa fengið gallsteinakast þekkja það að engjast um af krampakenndum kvöl- um sem virðast engan endi ætla að taka. Margs konar stingi er hægt að fá í tengslum við magann sjálfan, sérstaklega ef um er að ræða magabólgur sem valda oft- sinnis brjóstsviðaeinkennum sem byggja á bakflæði magasýru upp eftir vélindanu. Hjá þeim sem eru með lengra genginn vanda get- ur myndast magasár og jafnvel enn frekari vandi líkt og krabbamein í maga eða vélinda. Öll þensla á meltingarveginum getur ýtt undir óþægindi sem við þekkjum mætavel þegar við fáum til dæmis magapestir og slíka óværu og til að flækja málin enn frekar get- ur hægðatregða einnig valdið tals- verðri vanlíðan. Tiltölulega algengt vandamál sem við þekkjum að valdi kviðverkjum eru ristilk- rampar, en það eru endurtekin óþægindi sem geta komið upp undir álagi, spennu og kvíða, en einnig tengt mataræði og getur reynst erfitt að glíma við. Ýmsir upplifa óþol eða jafnvel fæðuofnæmi sem getur verið vegna glútens, mjólkur, eggja, geymslu- efna og ýmissa annarra þátta og getur reynst þrautinni þyngra að greina slíkt og meðhöndla svo viðunandi sé, því miður. Það eru þó alltaf að koma fram nýir möguleikar í grein- ingu bæði með blóðrannsóknum, húðpróf- unum og svo auðvitað speglun og sýnatöku úr slímhúð í meltingarvegi. Alvarlegri vanda- mál í meltingarvegi eru svokallaðir bólgu- sjúkdómar sem eru krónískir og geta komið fram á hvaða aldri sem er og hjá báðum kynj- um, þó algengara sé að sjúkdómarnir stingi sér niður hjá yngri einstaklingum. Þessum sjúkdómum er oft ruglað saman en á lækna- máli kallast þeir Crohn´s annars vegar og Colitis Ulcerosa hins vegar. Þeir geta verið um margt líkir hvað varðar einkenni og þá líka að báðir sjúkdómarnir eru með sveiflu- kennda virkni svo það geta verið miserfið tímabil hjá sjúklingum. Oftar en ekki fylgja verkir og óþægindi frá kviðarholi, niður- gangur, blóð með hægðum, slappleiki, hiti og megrun svo dæmi séu tekin. Sjúkdóm- arnir eru þó gjörólíkir að því leyti að Crohn´s er ólæknanlegur og getur verið alls staðar í meltingarvegi á meðan Colitis er bundinn við ristilinn og lækningin á þeim sjúkdómi felst í því að fjarlægja hann. Slíkt er þó ekki gert fyrr en öll önnur meðferð hefur verið reynd. Mataræði, lífsstíll, reykingar, streita og álag hafa mikil áhrif á þróun sjúkdómanna. Með- ferð er margbreytileg og byggir á bæði stuðningi, næringarráð- gjöf, bólgustillandi lyfjum og í mörgum tilvikum skurð- aðgerð. Það er því að mörgu að huga varð- andi magapínu að ógleymdum krabba- meinum í meltingar- vegi og þá sérstaklega í ristli og endaþarmi, verum því vakandi og látið skoða ykkur ef ein- kenni eru reglu- bundin eða valda áhyggjum. Er þér illt í maganum? PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Ástæða er til að leita sér aðstoðar ef eftirfarandi einkenna verður vart:  Blóðug uppköst  Seinkuð melting (kastar upp ómeltum mat sem neytt var fyrir mörgum klukku- tímum)  Kuldahrollur eða kaldsveittur  Slappleiki og svimi  Blóð í hægðum eða dökkar, tjörusvartar hægðir  Viðvarandi ógleði eða uppköst  Skyndilegir sárir kviðverkir  Óútskýrt þyngdartap  Verkir hverfa ekki við inntöku lyfja Hvaðan kemur prumpulykt? Vindgangur (prump) er mjög algengt umkvörtunarefni. Vindgangur hefur ekkert með sveppi að gera eða loft sem fólk gleypir. Magn lofts sem kemur frá endaþarmi er mjög mismunandi mikið, allt frá 500 ml til 1500 ml á sólarhring. Að meðaltali prumpar einstaklingur um 14 sinnum á dag (+/- 6). Loft frá endaþarmi er samsett að 99% af 5 lofttegundum (nítrat, kolt- víoxíð, methan, vetni og súrefnissambandi). Magn vind- gangs fer mikið eftir því hvað fólk borðar og valda sumar fæðutegundir (ávextir, grænmeti, baunir) meiri vindgangi en aðrar vegna þess að hvatar í smá- þörmunum ná ekki að melta þær þannig að bakteríurnar í ristlinum hafa meira úr að moða og mynda loft. Lyktin sem fylgir vindganginum er ekki háð því magni lofts sem kemur. Flestar áðurnefndar gastegundir eru lyktar- litlar. Það eru ýmsar aðrar gastegundir í vindgangi sem valda ólyktinni og eru þær í mjög litlu magni (indól, skatól, súlfúr sambönd). Þessar gas- tegundir myndast frekar við niðurbrot á kjöti t.d., en minna við niðurbrot á grænmeti, pasta, baunum og hrísgrjón- um. Þannig er vindgangur í kjölfar neyslu á kjöti verr lyktandi en síður eftir neyslu á baunum, svo dæmi sé tekið. Eina ráðið til að vinna bug á vind- ganginum er að reyna að laga mataræðið, t.d. með aðstoð næringar- fræðinga. Magasár Magasár er í raun og veru ætisár í slímhúðarlaginu í meltingarveginum. Meltingarvegur- inn samanstendur af vélinda, maga, smáþörmum og ristli. Flest magasár eru staðsett í smáþörmum og í læknisfræðinni er gerður greinarmunur á því hvort sárið er staðsett í maga, vélinda eða smáþörmum. Unnið í samstarfi við Doktor.is. Mataræði gegn ristilkrömpum Ristilkrampar eru truflanir á starfsemi ristilsins þannig að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum og flytji þannig fæðuna taktvisst áfram verður sam- dráttur á mismunandi svæðum hans samtímis. Ristilkrampar byrja oftast í ungu fólki og geta staðið í nokkra mánuði með hléum, t.d. ef umhverfið er mjög streituvaldandi. Algengast er að ristilkramparnir verði langvinnt vandamál og þeir eru mun algengari hjá konum en körlum. Hvernig minnkar þú einkenni ristilkrampa: Vélinda Endaþarmur Magi Bris Mjógirni Drekka nóg af vatni Forðist kaffi og mjólk Borða trefja- ríka fæðu Minnka sykurinn Blómkál, spergilkál og baunir auka gasmyndun Forðast sterk krydd Borða reglulega Halda matardagbók Piparmyntute getur slegið á einkennin 62 heilsutíminn Helgin 23.-25. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.