Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 8
www.icewear.is ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR VETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412 EMILIA Vatteraður jakki Verð áður: 22.900 Verð nú: 4.990 Ert þú að flytja? Leigir bílinn og ekur sjálf/ur www.cargobilar.is Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun- ar kemur fram að í árslok 2014 hafi ríkisábyrgðir numið samtals 1.213 milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra, eða 73%, var vegna lána til Íbúðalánasjóðs en um fjórðungur var vegna lána til Landsvirkjunar. Einungis tveir aðilar hafa fengið endurlán frá ríkissjóði frá árinu 2012: Lánasjóður íslenskra náms- manna og Vaðlaheiðargöng hf. Í skýrslunni kemur fram að dæmi séu um að lögbundið umsagnarhlutverk Ríkisábyrgða- sjóðs hafi verið skert í sérlögum. Þetta hafi t.d. verið gert þegar Alþingi veitti ráðherra heimild til að ábyrgjast skuldabréf Íslenskrar erfðagreiningar árið 2002. Þá hafi lögum um ríkisábyrgðir verið vikið til hliðar nánast í heild sinni. Þegar Alþingi veitti ráðherra heimild til að fjármagna Vaðlaheiðargöng árið 2012 hafi tilteknum ákvæðum laganna verið vikið til hliðar, þ. á m. ákvæðum sem eiga að tak- marka áhættu ríkissjóðs. Ríkis- endurskoðun geldur varhug við slíku verklagi. Stofnunin hvetur fjármála- og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laganna ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkis- ábyrgðir eða endurlán ríkissjóðs.  RíkisábyRgðiR Ný skýRsla RíkiseNduRskoðuNaR Hvetur ráðuneyti til að fara að lögum Fjórðungur ríkisábyrgða var vegna lána til Landsvirkjunar. í borgarstjórn sitja nú 15 borgar-fulltrúar en samkvæmt gildandi sveitarstjórnarlögum ber borg- inni skylda til að fjölga þeim í 23-31 við næstu kosningar. Ástæðan er breyting á sveitarstjórnarlögum frá því árið 2012 þar sem er kveðið er á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en 100.000 íbúa. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mótmælt þessum lögum og lagt fram tillögu þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði. 107% fjölgun „Þetta er tvíbent,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks. „Ég tel það algjöran óþarfa að fjölga borgarfulltrúum því ég held að fimmtán manns ráði alveg við að stjórna borginni. Og eins finnst mér eðlilegt að borgin hafi sjálfdæmi um það hvort borgarfulltrúum verði fjölgað eða ekki. Síðast var borgar- fulltrúum fjölgað árið 1982 og borgar- stjórn réði því algjörlega sjálf og hún réð því líka sjálf þegar borgarfulltrú- um var svo fækkað aftur. En svo voru sveitarstjórnarlögin endurskoðuð á síðasta kjörtímabili, sumt var til góða og annað ekki, en þetta var sú breyt- ing sem ég taldi og tel enn algjörlega óþarfa. Við erum alltaf að krefjast þess að fólk vinni meira og það er ekki endurráðið í störf sem losna, en svo kemur það eins og skrattinn úr sauðarleggnum að við erum að fara að fjölga sjálfum okkur um allt að 107%. Ég tel það ekki vera rétt skila- boð á tímum hagræðingar.“ Ættum að miða okkur við Norðurlöndin Kjartan segir borgarstjórnarmeiri- hlutann hingað til ekki hafa viljað taka afstöðu til málsins og því líti hann sem svo á að meirihlutinn líti til fjölgunar með velþóknun. „Við lögðum þessa tillögu fram á síðasta kjörtímabili en þá vildi meirihlutinn ekki taka afstöðu til málsins. En orð- ræða meirihlutans þá var öll á þann veg að fjölgun væri réttlætanleg. Ein af röksemdarfærslunum fyrir fjölgun fulltrúa er að bera okkur saman við önnur íslensk sveitarfélög, sem ég tel fráleitt því eins og margir hafa bent á þá búum við Íslendingar við einstak- lega óhagkvæmt stjórnkerfi á sveitar- stjórnarstiginu. Við ættum miklu frekar að miða okkur við aðrar borgir á Norðurlöndin í þessu eins og svo mörgu öðru, en þar er svipaður fjöldi kjósenda á bak við hvern borgarfull- trúa og hér.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í neinn borgarfulltrúa meirihlut- ans í gær. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  boRgaRstjóRN sjálfstæðisflokkuRiNN gegN fjölguN boRgaRfulltRúa Við erum alltaf að krefj- ast þess að fólk vinni meira og það er ekki endurráðið í störf sem losna, en svo kemur það eins og skrattinn úr sauðarleggnum að við erum að fara að fjölga sjálfum okkur um allt að 107%. Fimmtán manns ráða við að stjórna borginni Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber borginni skylda til að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23-31 við næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn mótmælir þessu og hefur lagt fram tillögu þar sem skorað er á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, segir 15 menn valda borginni og gagnrýnir meirihlutann fyrir að taka ekki afstöðu til málsins. Borgarfulltrúar eru 15 en þeim ber, samkvæmt lögum, að fjölga í 23-31 við næstu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn telur fjölgunina algjöran óþarfa. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. 8 fréttir Helgin 23.-25. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.