Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 81
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
GÓÐOSTUR
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/M
SA
7
33
03
0
3/
15
V ið ætlum að syngja plötuna í heild sinni á þessum tónleikum,“ segir Esther
Jökulsdóttir söngkona sem ásamt
þeim Brynhildi Björnsdóttur, Aðal-
heiði Þorsteinsdóttur og Mar-
gréti Pétursdóttur stendur að
tónleikunum. Leik- og söngkonan
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
kemur einnig fram sem sérstakur
gestur. „Þetta erum við að gera í
tilefni af því að það eru komin 40
ár síðan hún kom út. Þegar platan
kom út var það hópur af leik- og
söngkonum sem tóku sig saman
og gerðu þessa plötu,“ segir hún.
„Konur eins og Bríet Héðinsdóttir,
Kristín Ólafsdóttir og Steinunn Jó-
hannesdóttir meðal annarra sem
voru virkar í kvennahreyfingunni
og höfðu tekið þátt í leiksýningu
sem hét „Ertu nú ánægð kelling,“
sem var sýnd í Þjóðleikhúsinu.
Lögin eru flest úr þessari sýn-
ingu og Steinunn Jóhannesdóttir
ákvað svo að koma lögunum á
plötu í aðdraganda kvennafrídags-
ins 24. október,1975. Þessi lög eld-
ast eiginlega of vel,“ segir Esther.
„Vissulega hefur margt breyst en
það er sorglegt að segja frá því að
það er margt sem hefur ekkert
breyst.“ Höfundar textanna á plöt-
unni voru þau Böðvar Guðmunds-
son, Þrándur Thoroddsen, Dagný
Kristjánsdóttir, Kristján Jónsson
og svo átti Megas eitt lag og ljóð.
Lögin eru eftir Svíann, Gunnar Ed-
ander, fyrir utan Víðihlíðina hans
Megasar.
Ég er yngst í hópnum og kynnt-
ist ekki plötunni á þeim tíma
sem hún kom út, en á heimilum
Brynhildar, Aðalheiðar og Mar-
grétar hljómaði þessi plata mikið.
Brynhildur var fimm ára þegar
mamma hennar þaut niður á
menning 81 Helgin 23.-25. október 2015
Austurvöll til þess að taka þátt í dásemdinni á
kvennafrídeginum,“ segir hún. Mamma Mar-
grétar, hún Soffía Jakobsdóttir, söng á sviðinu
með Steinunni og félögum, þó hún hafi ekki
sungið með á plötunni,“ segir Esther. „Við
tökum öll lögin á plötunni og syngjum allar
og Aðalheiður leikur einnig undir á píanó.
Við tölum svolítið á milli laganna og berum
saman bækur um hvað hefur gerst á síðustu
40 árum,“ segir hún. Stiklum á stóru, vitnum
í textana og förum yfir hvað hefur breyst og
hvað ekki. Þetta verður bara smá spjall til þess
að tengja saman þetta prógram,“ segir Esther
Jökulsdóttir söngkona.
Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan
17 og er miðasala í Iðnó á virkum dögum milli
klukkan 11 og 16, og á föstudag milli 18 og 20.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Esther Jökulsdóttir
söngkona stendur að
tónleikunum ásamt
þeim Brynhildi Björns-
dóttur, Aðalheiði
Þorsteinsdóttur og
Margréti Pétursdóttur.
Leik- og söngkonan
Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir kemur fram sem
gestur. Ljósmynd/Hari
Vissulega hefur
margt breyst en
það er sorglegt að
segja frá því að það
er margt sem hefur
ekkert breyst.