Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 64
64 heilsutíminn Helgin 23.-25. október 2015 í sjónvarpi Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstu- dögum. Sjónvarpsþátturinn er frumsýndur á mánudags- kvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni. Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla. Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari. Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur. Sjálfsofnæmi en ekki óþol S eliak og glútenóþolssamtök Íslands voru stofnuð fyrir ári síðan. Aðilarnir sem standa af samtökunum hafa allir reynslu af seliak sjúkdómnum, hveitiofnæmi, mjólkuróþoli eða mjólkurofnæmi sem þolendur eða aðstandendur og hafa öðlast þekkingu sem þau vilja miðla til annarra í svipaðri stöðu. Samtökin voru stofnuð með það að markmiði að stuðla að vit- undarvakningu um eðli sjúkdóms- ins. Samtökin vilja til dæmis upp- lýsa fólk um að munur sé á þeim sem þola illa glúten og þeim sem eru með seliak sjúkdómninn sem er í raun sjálfsofnæmi, en ekki óþol. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Seliak sjúkdómurinn og glútenóþol Hvað er glúten? Glúten er prótein sem á uppruna sinn í hveiti-, bygg- og rúg- korni. Hvað er seliak sjúkdómur? Glútenóþol eða seliak sjúkdómur er krónískur þarmasjúk- dómur og lýsir sér þannig að slímhúð smáþarmanna skaðast og bólgnar af völdum glútens. Seliak nafnið kemur frá grískum lækni sem greindi sjúkdóminn og kallaði hann koiliakos, sem þýða má lauslega sem þeir sem þjást vegna þarmanna. Á ensku kallast sjúkdómurinn coeliac eða celiac disease og þaðan er íslenska nafnið komið. Er munur á seliak og glúteinóþoli? Það er svolítið villandi að nota orðið glútenóþol um þarmasjúk- dóminn glútenóþol. Vissulega lýsir hann sér í óþoli fyrir glúteni en það er stórmunur á því að hafa Seliak glútenóþol og að vera viðkvæmur fyrir glúteni. Seliak er sjálfsofnæmissjúkdómur sem lýsir sér þannig að þegar sá sem hann hefur borðar glúten veldur það skemmdum á þarmavegg viðkomandi. Þarmatot- urnar fletjast út svo upptaka næringarefna skerðist verulega. Einnig fylgja þessu yfirleitt einkenni frá meltingarvegi svo sem niðurgangur, kviðverkir og uppþemba. Þyngdartap, þreyta og slen eru algengir fylgifiskar sem og verulegur skortur á nær- ingarefnum, t.d. B12 vítamíni og járni. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir glúteni en hafa ekki seliak geta einnig haft ýmis einkenni sem lagast þegar glúten er tekið úr fæðunni. Grundvallarmunurinn er þó sá að þarmaskemmdirnar eiga sér ekki stað. Samtökin vilja ekki að gera lítið úr þessari tegund glútenóþols, en segja að það sé mikilvægt að átta sig á muninum. Greining á sjúkdómnum er aðeins gjaldgeng ef læknir hefur gert viðeigandi próf, það er blóðprufu eða sýna- töku úr þörmum. Hver eru einkenni seliak sjúkdómsins? Einkenni geta verið mörg og mjög ólík milli einstaklinga. Næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, upp- þemba, þreyta, þunglyndi, höfuðverkir, sár í munni, exem og hármissir eru einkenni sem geta komið fram. Hjá börnum lýsir sjúkdómurinn sér oft með einkennum eins og vaxtastöðvun, vanlíðan, vítamín- og steinefnaskorti, þreytu, langvarandi niðurgangi, þyngdartapi og fleira. Hvernig er seliak sjúkdómurinn greindur? Sjúkdómurinn er greindur með blóðprufu sem mælir ákveðin mótefni í blóði og með sýnatöku frá smáþörmum. Ef blóðsýni bendir til seliak er framkvæmd magaspeglun þar sem tekið er sýni úr smáþörmum til að staðfesta greiningu. Þetta er sjálfsof- næmissjúkdómur og oft fylgja aðrir sjálfsofnæmissjúkdómar, til dæmis skjaldkirtilssjúkdómar. Einnig er algengt að mjólkuróþol og önnur óþol fylgi sjúkdómnum. Er til meðferð? Já. Þeir sem greinast með sjúkdóminn eru með hann alla ævi, eina meðferðin er 100% glútenlaust fæði. Hvar er hægt að nálgast upplýsingar um seliak sjúk- dóminn? Á heimasíðu Seliak og glúteinóþolssamtakanna, www.glutein. is, má finna ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn. Diljá Þóra Friðriksdóttir er 7 ára og greindist með seliak sjúkdóminn þegar hún var þriggja og hálfs árs. Hún hefur því verið með sjúkdóminn frá því hún man eftir sér en finnst oft erfitt að fá öðruvísi mat en jafnaldrar hennar, sérstaklega í afmælum. „En stundum er gaman að fá eitthvað sérstakt.“ Diljá segir að vinir sínir spyrji mikið hvaða matur sé glúten- laus og hún reynir að vera dugleg að segja þeim frá því. Henni finnst þó mikilvægast að allir viti hversu sjúkdómurinn er alvarlegur. „Ég vil að allir viti að ég get orðið veik ef ég fæ óvart glúten.“ Sóley Björk Guðmundsdóttir greindist með seliak sjúkdóminn fyrir þremur árum. Hennar fyrstu viðbrögð voru gleði, þar sem loksins var komin ástæða fyrir áralöngum veikindum. „Ég hugsaði ekki einu sinni út í að þetta yrði erfitt eða flókið, það eina sem ég hugsaði um var allt sem ég gæti farið að gera með fulla heilsu.“ Lærði að vera skipulögð „Að taka út glúten var pínu flókið. Mestu og erfiðustu breytingarnar sneru að skipulagningu. Ég þurfti allt í einu að fara að undirbúa nesti fyrir hvern dag,“ segir Sóley, aðspurð um hvað hafi verið erfiðast við að fá greininguna. Sóley segir jafnframt að fólk viti lítið sem ekkert um sjúkdóminn. „Flestir halda að ég sé í megrun, sem er eiginlega hræðilegt, því þá er ég ekki tekin alvarlega. Flestir átta sig einfaldlega ekki á því að nánast ósýnileg mylsna af brauði er nóg til að gera mig fárveika.“ Dýrt að vera með seliak Sóley segir að mikill kostnaður fylgi því að vera á sér fæði. „Ég fæ mér hnetur og ávexti í morgunmat og í kaffinu. Ég baka mín eigin brauð úr sérstöku hveiti sem er mun dýrara en venjulegt hveiti. Ég bý mér til mína eigin hnetumjólk og versla mikið í lífrænum deildum og heilsubúðum því þar er margt sem ég má borða, en það er alls ekki ódýrt.“ Sóley ráðleggur þeim sem greinast með sjúkdóminn að leita til Seliak sam- takanna eftir aðstoð. „Þetta kann að virðast sem ógnvænlegur frumskógur, en þetta lærist!“ Daniel Sean Hayes greindist með seliak sjúkdóminn fyrir fimm árum, þá 4 ára gamall. Hann glímir einnig við skjaldkirt- ilsvandamál og mjólkuróþol, sem oft er fylgifiskur sjúkdómsins. Hann segir það erfiðasta við sjúkdóminn sé að þurfa að fara reglulega í blóðprufur. „Svo er líka erfitt þegar krakkarnir í skólanum mínum eru endalaust að spyrja mig af hverju ég megi ekki borða sama mat og þeir.“ Daniel á hins vegar góða vini sem hjálpa sér þegar hann fær margar spurningar um sérfæðið sitt og styðja hann ef honum er strítt. Langar stundum að geta bara pantað pítsu Daniel segir að hann verði stressaðir þegar hann borðar annars staðar en heima hjá sér því hann vill ekki verða lasinn. „Ég vildi geta farið út að borða með fjölskyldunni og líka ekki þurfa að taka alltaf nesti með í veislur og afmæli. Stundum langar mig bara að geta pantað pítsu eða farið í bakarí og svoleiðis.“ Daniel er þó duglegur að líta á björtu hliðarnar og vegna sjúkdómsins er hann duglegur að stússast í eldhúsinu með mömmu sinni. „Ég fæ oft að baka með mömmu því við kunnum að búa til alls konar glútenlaust.“ Anna Kolbrún Jensen, dóttir hennar Diljá Þóra Friðriksdóttir, Sóley Guðmunds- dóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir og sonur hennar Daniel Sean Hayes vilja öll vekja fólk til umhugsunar um seliak sjúkdóminn. Diljá, Sólveig og Daniel eru með seliak og segja að fólk mætti vera skilningsríkara þegar kemur að sjúkdómnum. Mynd/Hari. Verð stressaður þegar ég borða annars staðar en heima Fólk heldur oftast að ég sé bara í megrun Stundum er gaman að fá eitthvað sérstakt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.