Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 32
Þegar ég
byrjaði í
MH átti
ég mjög
erfitt með
að taka því
að vera
kynnt sem
Vigdís sem
var einu
sinni Ford
stúlkan og
reyndi allt
sem ég gat
að losna
frá þeirri
ímynd.
V
igdís er greinilega ánægð
með að vera komin aftur í
leikhúsið, hún bókstaflega
geislar þegar við hittumst á
Café Rosenberg eftir langa
og stranga æfingu hjá henni í Kassanum.
Hún hlær bara þegar ég spyr hvort reynsl-
an af Fordkeppninni hafi gert hana frá-
hverfa því að vera áberandi í samfélaginu
og segir það ekki hafa haft nein langtíma-
áhrif, þótt það hafi valdið töluverðu umtali
á sínum tíma.
„Það var dálítið annað landslag þá en
nú varðandi það að verða þekkt á Íslandi.
Ef maður birtist á forsíðu blaðs þá sáu
það allir og tóku eftir því. Núna man eng-
inn hver er á forsíðum blaðanna. Þá var
hvorki komið net né samfélagsmiðlar
þar sem allt er tæmt strax. Ég var ekki
orðin 14 ára þegar ég vann Ford-keppn-
ina og var í kjölfarið send til Los Angeles
í stóra keppni og þar held ég að fólk hafi
áttað sig á því hvað ég var mikið barn.
Mér bauðst að fara til Ítalíu og vinna
sem módel sumarið eftir, en það hefði
þýtt að mamma hefði þurft að koma með
mér og satt að segja þá var áhuginn bara
ekki nógu mikill til þess að mig langaði
þangað. Mig langaði aldrei að verða
módel, hef aldrei þolað myndatökur, en
mér fannst gaman að koma fram og naut
mín því á tískusýningum þar sem ég
gekk bara inn í eitthvert hlutverk.“
Spaugstofan og Áramótaskaupið
Sigur Vigdísar í Ford-keppninni vakti
mikla athygli og fólk hneykslaðist óspart
á því að svona ungt barn væri látið keppa
í svona keppni. Vigdís segir þá reynslu
hafa mótað öll sín unglingsár.
„Já, þetta var mikið fár, ég var alveg
óskaplega barnaleg, vantaði meira að
segja í mig eina fullorðinstönn og ég skil
vel að fólk hafi verið sjokkerað. Heiðrún
systir mín, Heiðrún Anna Björnsdóttir,
varð í öðru sæti í Ungfrú Ísland á sama
tíma og það vakti mikla athygli að tvær
systur væru í fegurðarsamkeppnum
þannig að það var dálítið mikill ágangur
bæði á hana og mig og þar af leiðandi á
heimilið. Það var gert grín að mér bæði
í Spaugstofuþætti og Áramótaskaup-
inu og mér fannst það bara fyndið, en
mæður vinkvenna minna voru skelfingu
lostnar yfir þessari meðferð á barninu.
Ég var rosalega feimin og höndlaði alla
þessa athygli bara með því að loka sjálfa
mig inni í einhverjum kassa sem ég
eyddi svo unglingsárunum í að reyna að
brjótast út úr. Þegar ég byrjaði í MH átti
ég mjög erfitt með að taka því að vera
kynnt sem Vigdís sem var einu sinni
Fordstúlkan og reyndi allt sem ég gat
að losna frá þeirri ímynd. Fór að ganga í
strákafötum, hlusta á hipp hopp og rapp,
sem þótti ekki töff á þeim tíma, og var
í uppreisn gegn þessum fegurðarkven-
leikastaðli. Það var ekki fyrr en ég var
orðin 25 ára, skömmu áður en ég byrjaði
í Listaháskólanum, að ég fann að ég var
laus við þennan stimpil og gat leyft mér
að verða kvenleg aftur.“
Vigdís segist sjá það, svona eftir á að
hyggja, að það sé galið að svo ungar
stelpur taki þátt í svona keppnum, þótt
hún hafi ekki séð neitt athugavert við
það á sínum tíma. „Á þeim tíma var fólk
ekki eins meðvitað um hversu gróteskur
þessi tískuheimur er. Þegar ég fór út í
keppnina í LA komst ég í kynni við það
og kynntist stelpum sem notuðu eiturlyf
eða sveltu sig. Tvær af þeim sem voru
með mér þar dóu fimm árum seinna,
önnur af of stórum skammti og hin úr
anorexíu. Í dag á ég dóttur og mér myndi
aldrei detta í hug að leyfa henni að fara
út í þennan bransa svona ung, en þá var
fólk ekki eins meðvitað um það hversu
harkalegur bransinn er, þetta var allt
sveipað mun meiri ljóma en í dag.”
Þótt Vigdís hafi ekki kunnað við sig
sem ljósmyndafyrirsæta þá fannst henni
alltaf jafn gaman að koma fram og 25 ára
gömul fór hún í leikaranám í Listahá-
skóla Íslands eftir að hafa m.a. leikið í
nokkrum sýningum hjá Stúdentaleik-
húsinu og starfað með Helgu Steffensen
í brúðubílnum, sem hún segir hafa haft
gífurleg áhrif á sig, sérstaklega varðandi
vinnusiðferði og elju . Hvað dró hana að
leiklistinni?
„Það var auðvitað fyrst og fremst
sköpunarþörfin. Fyrir utan það hvað
mér finnst gaman að koma fram þá fæ
ég mikið út úr því að gleðja aðra, hvort
sem það er með því að gefa þeim gott að
borða, koma þeim á óvart eða skemmta
þeim. Ég fann mjög sterkt í Stúdentaleik-
húsinu að það er hægt að nota leiklist til
að segja eitthvað sem skiptir máli, skapa
umræðu og hafa áhrif. Það í bland við að
Líkamlegu áverkarnir
léttvægir miðað andlegu áhrifin
Vigdís Másdóttir leikkona hefur verið fjarri sviðinu í fimm ár en stígur á það á ný í Kassa Þjóðleikhússins eftir
viku þegar verkið 90210 Garðabær eftir Heiðar Sumarliðason verður frumsýnt. Ein ástæða þess að Vigdís
hvarf af sjónarsviðinu er að hún varð fyrir alvarlegri líkamsárás komin fjóra mánuði á leið og það dró langan
dilk á eftir sér. Hún hafði reyndar slæma reynslu af sviðsljósi almennt síðan hún tæplega 14 ára gömul var
valin Fordstúlka Íslands og varð aðhlátursefni Spaugstofunnar um leið og fólk krossaði sig yfir þessari með-
ferð á vesalings barninu.
skemmta fnnst mér mjög áhugavert
og aðlaðandi.“
Hrottaleg árás dró dilk á eftir sér
Vigdís útskrifaðist sem leikari vorið
2009 og þótti eiga glæstan frama
vísan í leikhúsunum en það hefur lítið
farið fyrir henni þar. Ein af ástæðum
þess að hún hefur ekki verið að leika
er að árið 2011 þegar hún var komin
fjóra mánuði á leið, réðist vistmaður
í skammtímavistun þar sem hún var
að vinna á hana og slasaði alvarlega.
Líkamlegu áverkarnir voru þó létt-
vægir miðað við þau áhrif sem árásin
hafði á hana andlega.
„Árásin setti mig í ákveðnar skorð-
ur. Ég var ófrísk og óttaðist mjög að
missa barnið, eða að eitthvað væri
að því. Þessi verknaður hafði það í
för með sér að það kom risaskarð í
öryggi mitt og það smitaðist út í allt.
Áfallastreituröskun er svo ótrúlega
merkilegt fyrirbæri og mér finnst að
sömu leiti að mér hafi verið gefin gjöf
þarna, til þess að ég öðlaðist meiri
og betri skilning á mér; af hverju ég
geri það sem ég geri og er eins og
ég er. Áfallastreituröskun er mæld á
ákveðnum skala og ég skoraði mjög
hátt á þeim skala mjög lengi. Við-
brögð mín við ýmsu áreiti voru al-
gjörlega órökrétt, til dæmis þurfti ég
að fela mig á bak við hurð ef síminn
hringdi til þess að hann sæi mig ekki.
Ég gerði mér fulla grein fyrir því að
þetta væri fáránlegt, en ég réði bara
ekki við mig, ég varð að gera þetta.
Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem til-
tölulega sterkan einstakling og mér
finnst mjög áhugavert að skoða það
hvernig þessi sterki einstaklingur
varð allt í einu fullkomlega vanmátt-
ugur, hefur enga stjórn á neinu. Þetta
Framhald á næstu opnu
“Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem
tiltölulega sterkan einstakling og mér
finnst mjög áhugavert að skoða það
hvernig þessi sterki einstaklingur varð
allt í einu fullkomlega vanmáttugur.”
Ljósmynd/Hari
32 viðtal Helgin 23.-25. október 2015