Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 6
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 RÝMUM TIL FYRIR NÝJA TÍMA VEGNA BREYTINGA Á VERSLUN OKKAR Í FAXAFENI BJÓÐUM VIÐ SÝNINGAREINTÖK OG ELDRI GERÐIR AF ÝMSUM VÖRUM MEÐ 20–50% AFSLÆTTI. …… NÚ ER TÆKIFÆRIÐ …… STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. Þjóðfundar- fyrirkomulagið virkaði mjög vel og tryggði þátttöku allra. Nóbelssýning í Þjóðarbókhlöðunni Sýning í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels verður opnuð næstkomandi þriðjudag, 27. október, klukkan 17. Sýningin er í samstarfi Gljúfra- steins – húss skáldsins, RÚV og Lands- bókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Á sýningunni gefur að líta margvísleg skjöl úr skjalasafni Halldórs Laxness sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni, muni frá Gljúfrasteini og Nóbelsverðlaunin sjálf sem eru í vörslu Seðlabanka Íslands. Þá hefur RÚV unnið sérstakan vef sem tileinkaður er Nóbelsverð- launum Halldórs Laxness. Vefurinn verður aðgengilegur á snertiskjá á sýningunni. Sýningin stendur fram í mars 2016. Alvogen verðlaunað í Madríd Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til verðlauna á alþjóðlegri lyfjasýningu í Madríd í síðustu viku. Það var alþjóðlega fagtímaritið Generics Bulletin sem stóð fyrir verðlaun- unum. Alvogen fékk fjórar til- nefningar af 13 sem í boði voru og hlaut verðlaun fyrir Fyrirtæki ársins í Evrópu fyrir uppbyggingu sína í Mið- og Austur Evrópu, meðal annars fyrir markaðssetningu á fjölmörgum líftæknilyfjum. Alvogen hefur vaxið hratt á helstu mörkuðum á svæðinu og þá sérstaklega í Rússlandi þar sem fyrirtækið keypti nýlega fimm hormónalyf af lyfjafyrirtækinu Bayer. Rjúpnaveiðin hafin Rjúpnaveiðin er hafin þetta haustið. Veiðidagar rjúpu verða tólf og skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 23. október til 15. nóvember 2015, þ.e. frá og með deginum í dag, föstudaginn 23. október, til sunnudags 25. október. Síðan föstudaginn 30. október til sunnudags 1. nóvember. Þá föstudaginn 6. nóvember til sunnudags 8. nóvember og loks föstudaginn 13. nóvember til sunnudags 15. nóvember. Náttúrufræði- stofnun Íslands metur veiðiþol rjúpnastofnsins 54 þúsund rjúpur. Sölubann á rjúpum er í gildi. Megin- stefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær og að rjúpnaveiðimenn stundi hóflega veiði til eigin nota, að því er fram kemur á vef um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins. Heildarveiði rjúpu hefur minnkað töluvert á undanförnum árum. Eru veiðimenn hvattir til að veiða ekki fleiri rjúpur en hver og einn þarf. Veiðiverndarsvæði er áfram á SV-landi. Menningarmála- ráðherra Dana með fyrirlestur Í ár eru liðin 100 ár frá því að danska var fyrst kennd við Háskóla Íslands. Af því tilefni flytur Bertel Haarder, menningarmálaráðherra Danmerkur, fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn, sem ber heitið „Sprog og kultur skal binde os sammen – før, nu og i fremtiden“, fer fram í Odda 101 þriðjudaginn 27. október klukkan 17. Háskólaárið 1915-1916 kenndi Holger Wiehe danska tungu og bókmenntir og einnig sænsku við Háskóla Íslands. Hann var fyrstur margra sendikennara í dönsku, sem hingað hafa komið á vegum danskra stjórnvalda. É g var mjög ánægð með fundinn og þann vilja til að lækka bygg­ingarkostnað og húsnæðisverð sem við fundum fyrir þar, sem og vilja til að finna lausnir,“ segir Eygló. Verkefnið byggir á samþykkt ríkisstjórn­ arinnar um aðgerðir á sviði húsnæðis­ mála í tengslum við gerð kjarasamninga síðastliðið vor. Tilgangur fundarins var að stilla saman strengi allra þeirra sem þurfa að koma að verkefninu og fá fram góðar hugmyndir að leiðum til að lækka byggingarkostnað. Til fundarins voru boðnir allir helstu hagsmunaaðilar sem málefnið snertir. Breytingar á bygg ing­ ar reglu gerð, lægri fjár magns kostnaður, aukið fram boð lóða, betri nýt ing rýma og bætt skipu lag á sveita stjórn arstigi var meðal þess sem rætt var á fundinum. Hægt að lækka byggingarkostnað um 10-15% Ráðherr arn ir Eygló Harðardótt ir, Ragn heiður Elín Árna dótt ir og Sigrún Magnús dótt ir hófu fundinn á að fara stutt lega yfir stöðuna í húsnæðismálum. Eygló sagði mark miðið vera þjóðarátak til að lækka bygg ing ar kostnað. Hún greindi frá því að milli 10­15 manns koma að því að byggja hús, frá því verður til á pappír og þar til það er fullbyggt og mik il vægt væri að hver og einn þeirra myndi leita leiða til að lækka kostnaðinn. „Ef hver aðili sparar um 1% má lækka kostnað við byggingu húsnæðis um 10­ 15%.“ Markmið verkefnisins er jafnframt að skoða lausnir á sviði húsnæðismála í víðu samhengi með það að leiðarljósi að auka fjölbreytni og framboð á hag­ kvæmu húsnæði, ekki síst fyrir ungt fólk og tekjulágt. „Ofan á stöðuna í dag, þar sem vönt un er á ákveðnum stærðum hús næðis, eru einnig stór ar kyn slóðir að koma á markaðinn,“ segir Eygló. Upphafsfundurinn aðeins fyrsta skrefið Á fund in um var unnið með svo kölluðu þjóðfund ar fyr ir komu lagi þar sem fólki var skipt niður á borð og hug mynda­ vinna átti sér stað um helstu verk efn­ in framund an. Allar hugmyndir voru skráðar niður og stefnt er að vinna með þær í fram hald inu. „Fyrirkomulagið virkaði mjög vel og tryggði þátttöku allra,“ segir Eygló. Fundurinn er hins vegar aðeins fyrsta skref verkefnis­ ins. Framhaldsvinnan verður í höndum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og segir Eygló að stefnt sé á að fara af stað með ákveðið klasasamstarf. „Við teljum að verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ ætti að vera fyrsta verkefni klasans. Jafnframt erum við að huga að sam­ keppni um hagkvæmar húsnæðislausnir þar sem sigurtillögur yrðu byggðar og gerðar aðgengilegar.“ Aðspurð um næstu skref segir Eygló þau felast í að flokka hugmyndirnar sem fram komu á fundinum og senda áfram til þeirra aðila sem tengjast tillögunum og bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. „Þetta eru ýmist sveitarfélögin, fjármálafyrirtæki, stofn­ anir og hagsmunasamtök á húsnæðis­ markaðnum. Við munum biðja um svör um hvernig megi útfæra og vinna hug­ myndirnar frekar.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is  Húsnæðismál nýtt verkefni um Hagkvæmt Húsnæði Fyrsta skrefið í átt að lausn við húsnæðisvandanum Hátt í þrjú hundruð manns mættu á upphafsfund verkefnis ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt hús- næði sem fór fram í Reykjavík í gær, fimmtudag. Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar standa að verkefninu sem hefur fengið yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt.“ Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að brýnast sé að finna lausnir til að lækka byggingarkostnað og húsnæðisverð. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á upphafsfund verkefnisins ríkisstjórnarinnar um hagkvæmt húsnæði sem fram fór á Hilton Reykjavík í gær, fimmtudag. Verkefnið ber yfirskriftina „Vandað, hagkvæmt, hratt“ og er markmið þess að sameina alla helstu hagsmunaaðila sem málefnið snertir og finna lausnir til að lækka byggingarkostnað og húsnæðisverð. Ljósmynd/Hari Eygló Harðardóttir, hús- næðis- og félagsmálaráð- herra. 6 fréttir Helgin 23.-25. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.