Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 20
Örlát vitsmuna-
vera sem hugsar
standandi
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði
til varaformanns Sjálfstæðisflokksins og þegar þetta er
ritað hefur enginn boðið sig fram á móti henni. Hún var
varaformaður flokksins á árunum 2010 - 2013 og naut
vinsælda sem slíkur. Ólöf þykir vaxandi stjórnmálamaður,
sem „hefur það umfram ýmsa kollega sína að vera vits-
munavera,“ eins og pólitískur andstæðingur orðaði það.
Ó löf er dóttir Jóhannesar Nor-dal, fyrrum seðlabankastjóra, og Dóru Guðjónsdóttur Nordal
píanóleikara og ólst upp í stórum systk-
inahópi, systurnar eru fimm og einn
bróðir. Hún var leitandi barn, að sögn
systra hennar, listhneigð og bókelsk og
sílesandi, helst þjóðsögur og fantasíur og
skrifaði slíkar sögur sjálf, en íþróttir áttu
ekki upp á pallborðið hjá henni, allra síst
hópíþróttir. Snemma vaknaði hjá henni
áhugi á hönnun og tísku og ekki síst bíl-
um sem hún hefur ástríðu fyrir. „Ólöf er
dugnaðarforkur en þó mesta svefnpurka
sem ég veit um. Hún elskar græjur og bíla
og er lestrarhestur,“ segir gömul vinkona
og bætir við. „Hún er hlý, hreinskiptin og
ráðagóð og fáa veit ég traustari.“
„Ólöf er mjög félagslynd og laðar fólk
að sér enda er hún vinaföst. Hún er mikil
fjölskyldumanneskja og hefur búið til fal-
legt og líflegt umhverfi í kringum sig,“
segir önnur vinkona. „En kostir fólks eru
stundum þeir sömu og lestir. Hún getur
verið stíf á meiningu sinni, en það er auð-
vitað kostur þegar þarf að fylgja málum
eftir. Hún getur líka verið mjög utan við
sig, eins og hún sé í eigin heimi, en það
er ábyggilega kostur í pólitíkinni þegar
sumum hættir til að taka sjálfa sig of há-
tíðlega.“
Auk bíladellunnar og lestursins hefur
Ólöf mikinn áhuga á tísku, er dálítið hé-
gómleg og elskar að líta vel út. Hún var
þó ekki sérlega ánægð með útlit sitt þegar
hún var yngri, einkum öngruðu eyrun
hana og hún þráði að fá þau límd við höf-
uðið til að losna við stríðnina og spurn-
ingarnar um hvort hún gæti flogið á eyr-
unum. Snemma varð hún þó snögg upp á
lagið og fljót að svara fyrir sig og svaraði
gjarnan spurningunni um hvort hún gæti
flogið á þann veg að vissulega gæti hún
það en hún tæki ekki farþega.
Sumarið 2014 greindist Ólöf með
krabbamein og þeir sem næst henni
standa eru sammála um að það hvernig
hún hafi tekist á við veikindin lýsi mann-
kostum hennar best. „Hún tók þessu með
æðruleysi og skynsemi enda einstaklega
jafnlynd og stór í sniðum. Hún hefur
stóran faðm og getur tekið allt sem upp á
kemur í lífinu í fangið og gert gott úr
því. Hún er einhver örlátasta mann-
eskja sem ég þekki. Ég held að veik-
indin hafi í raun gert hana afslapp-
aðri og gefið henni aðra sýn á lífið, en
það finnst mér ég sjá vel þegar hún
talar nú sem stjórnmálamaður. Hún
talar beint frá hjartanu og af sann-
færingu en þó um leið af yfirvegun
og natni.“
Sem stjórnmálamaður nýtur Ólöf
vaxandi aðdáunar bæði samherja og
andstæðinga, þykir hafa ótvíræðan
pólitískan talent. „Það er gaman að
eiga í rökræðum við hana yfir ræðu-
stól Alþingis. Hún ber af öðrum ráð-
herrum í þinginu að því marki að
jafnvel í flóknum umræðum svarar
hún blaðlaust í lokaræðum hverri
einustu spurningu – sem er sjald-
gæft því flestir kollega hennar geta
ekki opnað munninn nema spuna-
rokkar þeirra og aðstoðarmenn hafi
skrifað hverja tuggu. Þetta er mik-
ill og sjaldgæfur kostur,“ segir einn
stjórnarandstæðingur. „Mér finnst
yfirleitt að hún hafi í mjög erfiðum
málaflokkum eins og varðandi flótta-
menn mannlega nálgun en í öðrum
málaflokkum glittir þó í íhaldsvarg.
Ennþá hefur hún þó ekki fyllilega
stigið fram sem stjórnmálamaður.“
„Hún er metnaðarfull, sem er kost-
ur hjá stjórnmálamanni, ætlar langt
og er á góðri leið með að verða einn af
sterkustu stjórnmálamönnum Sjálf-
stæðisflokksins,“ segir annar alþing-
ismaður. „Persónulega er hún gáfuð
og skemmtileg sem er ekki endilega
það sem menn tengja alltaf við stjór-
málamenn. Hún hefur ótvíræðan
pólitískan talent, og í ríkisstjórn-
inni nýtur hún þess að hafa verið í
fámennum hópi á síðasta kjörtímabili
sem stóð með Bjarna í gegnum þykkt
og þunnt og yfirgaf hann aldrei –
ekki heldur þann örstutta tíma þegar
svo virtist sem úlfurinn í líki Hönnu
Birnu myndi gleypa hann endanlega.
Nálægðin og sterkt tengsl við Bjarna
hjálpa henni gríðarlega og nú þegar
hefur vild fjármálaráðherrans sem
heldur um ríkispyngjuna auðveldað
henni erfiðustu málin, sem tengjast
flóttamönnum.“
Bæði samherjar og andstæðingar
Ólöf nordal
Fædd í Reykjavík 3. desember
1966.
Foreldrar: Jóhannes Nordal, fyrr-
verandi seðlabankastjóri og Dóra
Guðjónsdóttir Nordal, píanóleikari og
húsmóðir. Maki: Tómas Már Sigurðs-
son forstjóri.
Börn: Sigurður (1991), Jóhannes
(1994), Herdís (1996), Dóra (2004).
Nám og störf:
Stúdentspróf MR 1986. Lögfræðipróf
HÍ 1994. MBA-próf HR 2002.
Deildarstjóri í samgönguráðu-
neyti 1996–1999. Lögfræðingur hjá
Verðbréfaþingi Íslands 1999–2001.
Stundakennari í lögfræði við Við-
skiptaháskólann á Bifröst 1999–2002.
Deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar
Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001–
2002. Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá
Landsvirkjun 2002–2004. Fram-
kvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK
2004–2005 er rafmagnssala var tekin
inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna,
framkvæmdastjóri Orkusölunnar
2005–2006. Í bankaráði Seðlabanka
Íslands 2013–2014.
Formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins
Auðar á Austurlandi 2006–2009.
Formaður Spes, hjálparsamtaka
vegna byggingar barnaþorpa í Afríku.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
2010–2013.
Alþingismaður Norðausturkjördæmis
2007–2009, alþingismaður Reykja-
víkurkjördæmis suður 2009–2013.
Innanríkisráðherra síðan 4. desember
2014.
í pólitíkinni bera virðingu fyrir
Ólöfu sem vitsmunaveru og stjór-
nmálamanni og það er samdóma
álit þeirra að það muni styrkja
Sjálfstæðisflokkinn mikið að hún
verði varaformaður. „Hún hefur
það umfram ýmsa aðra kollega
sína að vera vitsmunavera sem
getur hugsað standandi. Hún er
hlýr stjórmálamaður, og flestum
þingmönnum er hlýtt til hennar.“
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
20 nærmynd Helgin 23.-25. október 2015
Suðurlandsbraut 34 / S. 517 3900 / f lexor.is
GILDIR TIL 30. OKTÓBER
Skósprengja