Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 23.10.2015, Blaðsíða 48
 Við sérhæfum okkur í framleiðslu á lengri og breiðari parketplönkum. Beint frá verksmiðju – lægra verð. Kíktu til okkar í Síðumúla 31 og skoðaðu úrvalið. P OK KA r EIG IN FRAMLEIðSLA VERKSMIÐJAN ARKET GRANDplank Lengri og breiðari parketplankar S. 581 2220 • GSM. 840 0470 • www.parketverksmidjan.is Bryndís Eva Jónsdóttir innanhúsarkitekt segir ekkert lát vera á vinsældum parkets sem gólfefnis. Það er stundum erfitt að vera barn í eldhúsinu. Börn eru oftar en ekki bönnuð í eldhúsinu en ef þau fá að taka þátt í eldamennskunni snúast verkefnin yfirleitt um að þrífa eða ganga frá, sem er vitaskuld ekkert stuð í. IKEA hefur ráð við þessu eins og svo mörgu öðru. Sænski húsgagnarisinn ætlar ekki ein- ungis að leysa húsnæðisvandann hér á landi með því að byggja klókt heldur hefur hann nú einnig gefið út leiðarvísi um hvernig má gera samverustundina í eldhúsinu sem ánægjulegasta og skemmtilegasta fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar: 1. Ekki leiðrétta í sífellu. Setningar eins og „Ekki snerta þetta!“ og „Fylgdu uppskriftinni!“ gera börnin bara stressuð og þau hlaupa út úr eldhúsinu og vilja aldrei koma aftur. 2. Ekki reiðast ef eitthvað fer úrskeiðis. Stundum þarf að gera mistök svo hægt sé að læra af þeim. 3. Munið að njóta tímans saman. Það tekur tíma að læra að kunna til verka í eldhúsinu. 4. Smá sóðaskapur gerir ekkert til. Það er alltaf hægt að þrífa seinna. 5. Það er í lagi að verða þreyttur eða missa áhugann í eldhúsinu. Þá er bara að reyna aftur seinna.  Heimilið iKeA Kemur til bjArgAr Eldhúsið er víst staður fyrir börn Samkvæmt könnun sem IKEA lét framkvæma finnst um helmingi foreldra þeir eyða of litlum tíma með börnunum sínum. Á sama tíma skortir börn oft grundvallarþekk- ingu í eldhúsinu því foreldrarnir óttast stressið og sóðaskapinn sem fylgir. Mynd/IKEA. Gólfefnaráð frá sérfræðingi Bryndís Eva Jónsdóttir innanhúsarkitekt segir ekkert lát vera á vinsældum parkets sem gólfefnis inn á heimili. Úr- valið sé mikið og því að mörgu að huga. Ekki sé heldur hægt að tala um parket í dag án þess að nefna parketflísar, sem sé tilvalið efni fyrir þá sem vilja eiginleika flísa en hlýlegt útlit parkets.  Það er mikilvægt að velja parket með efni innréttinga og hurða í huga. Þetta þarf allt að tala saman án þess þó að vera endilega úr sama efni.  Plankaparket er mun oftar valið en sta- faparket þar sem viður og litur parketsins fær frekar að njóta sín og gólfið verður „rólegra“. Það gengur líka vel við alla stíla hvort sem um ræðir rómantískan eða hreinan og allt þar á milli.  Harðparket verður oftar fyrir valinu núna en áður enda úrval í litum og stærðum orðið gríðarlega mikið og kostir harðpar- kets heilla marga. Það þolir meiri ágang, er sterkt og upplitast ekki.  Gæði parkets eru að sjálfsögðu misjöfn og hvet ég fólk til að spyrja sölumenn um mun á efnum og samskeytafrágangi borða. Þetta á við um allt parket efni; spónlagt, gegnheilt eða harðparket.  Eikin er vinsælasti og algengasti viður- inn í gólfefnum í dag og er til í mörgum litum og áferðum. Það er gaman að sjá að fólk er óhrætt við að velja annað en hefð- bundna lakkaða eik. Margt er í boði og um að gera að þora að fara út fyrir kassann. Eikargólfefni geta verið til dæmis reykt, hvíttuð, bæsuð og svo má nefna Ameríku eik, Afríku eik, antík og rústik eik.  Í dag er ekki hægt að tala um parket án þess að nefna parketflísar, þ.e. flísar með parketútliti. Parketflísar hafa verið í boði í nokkur ár hér á Íslandi en þær eru fyrst núna að vekja eftirtekt og verða oftar fyrir valinu. Fyrir þá sem vilja eiginleika flísa en hlýlegt útlit parkets er þessi vara tilvalin. Bryndís Eva heldur úti bloggi þar sem hægt er að fylgjast með því heitasta í innahús- hönnun og einnig er hún með heimsíðu; www.bryndiseva.is 48 heimili og hönnun Helgin 23.-25. október 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.