Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2013, Side 30
30 Viðtal 8.–10. febrúar 2013 Helgarblað
Þ
ú skalt ekki halda það í eina
sekúndu að þú skiptir mig
nokkru máli,“ segir Kári Stef
ánsson, forstjóri Decode,
hastarlegur og hvassbrýndur
við ljósmyndara DV við upphaf við
tals blaðsins við hann. Við erum
staddir á skrifstofu Kára í höfuðstöðv
um Decode í Vatnsmýrinni og byrj
um á því að taka myndir af honum.
Ljósmyndarinn hefur kankvíslega orð
á því við forstjórann, sem klæddur
er í gráar, þykkar ullarbuxur og vesti
yfir hvíta skyrtu, að gott sé að sjá að
hann hafi klætt sig upp á fyrir mynda
tökuna. Kári drepur þann misskiln
ing hins vegar í fæðingu, með ofan
greindum orðum, að hann hafi valið
föt sín með viðtalið í huga – veðrið og
kuldinn réð klæðavalinu.
Ætlunin er að spyrja Kára út í ný
lega sölu á Decode til bandaríska
lyfja þróunarfyrirtækisins Amgen fyr
ir rúmlega 50 milljarða króna og áhrif
sölunnar á framtíð fyrirtækisins. Kári
byrjar hins vegar viðtalið á því að láta
í ljós skoðun sína á ljósmyndaranum,
sömuleiðis þegar hann ætlar að stilla
Kára upp við hvíta töflu sem á hafa
verið skrifaðar jöfnur og alls kyns töl
ur sem forstjórinn virðist vera að velta
fyrir sér. „Þessi beiðni þín lýsir slíkri
vanþekkingu á eðli fags þíns,“ seg
ir Kári og vísar til þess að fáránlegt sé
að taka mynd af manni í hvítri skyrtu
við hvítan bakgrunn og segir svo: „Æ,
fyrir gefðu vinurinn“ við ljósmyndar
ann. Í loftinu svífur einhver skemmti
lega súr gamansemi sem þó er erfitt
að ná utan um.
Skemmtir sjálfum sér
Svona er Kári kenjóttur og óútreiknan
legur. Ásamt því að vera þekktur sem
forstjóri Decode og andlit þess fyrir
tækis þá er hann einnig þekktastur
fyrir þetta sérstæða viðmót sitt: Að
skjóta fólki skelk í bringu, taka það úr
jafnvægi, með ögrandi athugasemd
um. Flestir hafa heyrt um einhver
slík tilsvör Kára í gegnum tíðina eða
heyrt talað um annars konar uppá
tæki hans í daglega lífinu sem teljast
vera sérstök.
Þegar Kári er spurður út í þetta við
mót sitt og tilsvör; hvort hann reyni
viljandi að ögra fólki, segir hann: „Ég
er bara svona skrítinn maður. Ég nota
sjálfsagt skringilegt hegðunarmynstur
til að skemmta sjálfum mér, ætli það
sé ekki rétt. Á endanum skemmti ég
sennilega sjálfum mér meira en öðr
um með þessu, það mætti segja mér
það.“
Þegar blaðamaður segir Kára að af
honum gangi fjölmargar sögur, með
al annars þar sem hann sagður hafa
tekið fólk hálstaki eða boðið því í slag
í kjölfar rökræðna, en að líklega ber
ist þessar sögur honum ekki til eyrna
af því fólk sé svo hrætt við hann, segir
Kári: „Ef þú heldur því fram að þetta
hafi gerst þá ætla ég ekki að neita því.
En ég kann engar slíkar sögur […]
Hvernig getur fólk verið hrætt verið
við þennan ljúfa mann? Já, ég er alltaf
að grínast, langoftast er þetta bara
húmor. Mér þykir vænt um fólk. En
mér finnst skelfileg tilhugsun að leið
ast.“
Blaðamaður spyr þá: „Er þetta
vörn gegn leiðindum, ertu að hrista
upp í hversdagsleikanum?“
„Já, kannski en aðallega er ég að
hrista upp í sjálfum mér til að halda
mér vakandi,“ segir Kári.
Þá vitum við það. Sú tilfinning mín
að Kári hefði bara verið að stríða ljós
myndaranum þegar hann hreytti í
hann ónotum við komu okkar var lík
lega rétt. En kannski ekki; maður veit
ekki alveg með Kára því hann er ólík
indatól.
Decode á tímamótum
Decode stendur á miklum tímamót
um eftir söluna til Amgen. Fyrirtæk
ið er nú í fyrsta skipti í eigu erlends
lyfjafyrirtækis, eða lyfjaþróunarfyrir
tækis í tilfelli Amgen. Þegar fyrirtækið
var endurfjármagnað árið 2010 komst
það í eigu bandarískra áhættufjárfesta
sem ekki höfðu beina hagsmuni af
þeim uppgötvunum sem Decode ger
ir heldur var hugsun þeirra að ávaxta
sitt pund. Amgen hyggst hins vegar
nýta vinnu Decode við þá lyfjaþróun
sem fyrirtækið stundar og hefur Kári
sagt opinberlega að Decode muni
vinna að því að auka „líkurnar á því að
Amgen þrói betri lyf og komi þeim á
markað“.
Kári segir hins vegar að eðli starf
semi Decode muni ekki breytast eftir
kaup Amgen á fyrirtækinu. „Þeir
keyptu okkur út af því hver við erum
en ekki af því að þeir vildu breyta okk
ur í eitthvað annað. Þær forsendur
sem við erum að vinna eftir eru að við
verðum sjálfstætt dótturfyrirtæki sem
heldur áfram að vinna á sama hátt
og hingað til, fyrir utan það að mark
aðssetning og sala er ekki lengur á
okkar borði. Þeir eru í sjálfu sér ekki
að kaupa annað en getu okkar til gera
uppgötvanir,“ segir Kári. Amgen mun
því nota uppgötvanir Decode til að
hjálpa sér við lyfjaþróun sína og hugs
anlega lyfjaframleiðslu.
Tryggja rekstrargrunninn
Vegna sölunnar til Amgen hefur
Decode fengið borð fyrir báru í ein
hvern tíma og þarf ekki að hafa
áhyggjur af því að rekstrarfé félags
ins verði uppurið. „Okkar framtíð er
hins vegar ekki trygg nema við höld
um áfram að skila árangri, sýnum við
fram á notagildi okkar fyrir Amgen þá
reikna ég með að Amgen haldi áfram
að fjármagna þetta fyrirtæki,“ segir
Kári.
Fyrir kaup Amgen á Decode í lok
síðasta árs voru sagðar fréttir af því að
rekstrarfé fyrirtækisins væri orðið af
skornum skammti. Kári segir að ekki
hafi verið auðvelt að fjármagna fyrir
tækið árið 2010, skömmu eftir banka
hrunið á Íslandi árið 2008 og alþjóð
legu fjármálakreppuna. „Þetta voru
erfiðir tímar á markaði alls staðar, allt
var í rusli. Í vissum skilningi vorum
við heppnir að ná að fjármagna fyrir
tækið aftur þarna árið 2010.“
Margfaldur hagnaður
Í lok árs 2012 var Decode hins vegar
að verða búið með það fjármagn sem
lagt hafði verið inn í fyrirtækið 2010
og var kominn tími á að fjárfestarnir
létu meira fé inn í félagið. „Við vor
um að verða búnir með það fé sem
upphaflega var sett inn og vorum að
undirbúa fjármögnun númer tvö,
hjá þáverandi hluthafahópi, þegar
söluna bar að. Fjárhagsstaðan var
mjög svipuð því sem búist var við;
vorum að reyna að draga inn fleiri
áhættufjárfesta og vorum búnir að
skilgreina fjárþörf fyrirtækisins fyrir
næstu tvö árin. Það var ekkert óeðli
legt að gerast. Þessir menn voru búnir
að koma með um 50 milljónir dollara
inn í fyrir tækið og þeir voru ekkert að
fara að láta það hverfa.“ Kári segir að
fleiri lyfjafyrirtæki en Amgen hafi haft
áhuga á því að kaupa Decode.
Starfsemi Decode er dýr og hefur
félagið ekki skilað rekstrarhagnaði frá
stofnun þess. Rekstrarféð hefur hins
vegar verið notað til að búa til fyrir
tæki sem orðið er þekkt og virt á al
þjóðavettvangi; fyrirtæki sem aðilar á
markaði eru reiðubúnir að borga háar
fjárhæðir fyrir – rúma 50 milljarða;
það er að segja: Verðmætt fyrirtæki.
Kári segir að fjárfestarnir sem lögðu
Decode til fjármuni árið 2010 hafi
með sölunni til Amgen um það bil
áttfaldað þá upphæð sem þeir lögðu
fyrirtækinu til. „Þetta voru aðilar sem
vildu búa til peninga úr peningum og
hafa gert það býsna gott. Þeir fengu
svona áttfalt út úr þessu sem er býsna
gott á minna en þremur árum. Þeir
voru mjög kátir.“
Strax árangur
Kári segir að nú þegar hafi vinna
Decode skilað sér með beinum
hætti til Amgen því Decode hafi gert
uppgötvun sem hafi leitt til þess að
bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækið
hafi stöðvað vinnu við þróun á einu
tilteknu hjartalyfi. Hann segir að þar
sem vinna við þróun einstakra lyfja
sé afar dýr, milljarður dala til eins og
hálfs milljarðs, og taki að jafnaði tíu
til fimmtán ár, megi segja að Amgen
hafi fengið fjárfestingu sína til baka
tvöfalt. „Þó það sé ekki nema rétt
rúmur mánuður síðan Amgen keypti
Decode þá eru þeir þegar búnir að
stöðva vinnu við eitt lyf út af okkar
uppgötvun. Bara með því að stöðva
það prógramm eru þeir búnir að fá
andvirði Decode til baka tvöfalt,“
segir Kári. „Við þurfum ekki margar
slíkar uppgötvanir til að réttlæta
þessa fjárfestingu hjá Amgen.“
Kári segir enn frekar að það verð
mæti sem Decode leggur til Amgen
sé ekki endilega verðmæti sem ís
lenska fyrirtækið hefði getað nýtt
sér í sinni starfsemi þar sem Decode
vinni ekki við lyfjaþróun. „Ef fjár
hagslegt verðmæti Decode liggur í
getunni til að gera svona uppgötv
anir þá erum við margfalt verðmæt
ara fyrirtæki en við vorum fyrir fimm
eða tíu árum: Við erum orðin flinkari
í okkar iðn. En verðmætið sem við
leggjum til Amgen er ekki endi
lega verðmæti sem við hefðum get
að nýtt sjálf þar sem Decode er ekki
lyfjafyrir tæki. Decode er hins vegar
mjög mikilvægt hjól í heildarstarf
semi Amgen,“ segir Kári.
Breytir engu fyrir blóðsýnin
Þegar Kári er spurður að því hvort
starfsmenn Amgen fái aðgang að
þeim gögnum sem Decode varð
veitir – blóðsýnum úr 120 þúsund Ís
lendingum og hálfri milljón erlendra
einstaklinga – segir forstjórinn að
eigendaskiptin á Decode breyti
engu um aðganginn að gögnunum.
„Decode á ekki þessi gögn og Amgen
ekki heldur. Decode er bara vörslu
aðili fyrir þessi gögn. Sem vörslu
aðili erum við ekki eigendur þessara
gagna og erum undir eftirliti Vís
indasiðanefndar og Persónuverndar
og það er ekki einu sinni fyrirtækið
sjálft sem er vörsluaðili heldur ein
staka vísindamenn. Við megum ekki
selja þessi gögn, við megum ekki
selja þessa upplýsingar, við megum
ekki veðsetja þetta. Þó að Amgen
eigi núna Decode þá hafa þeir engan
umráðarétt yfir þessum gögnum. Ef
þeir myndu misbjóða mér, eða þeim
vísindamönnum sem hér vinna, þá
geta starfsmenn Decode gengið héð
an út með gögnin og lífsýnin. Þetta
skiptir mjög miklu máli því það hefur
ekkert verið selt út landi,“ segir Kári.
Forstjórinn tekur sem dæmi að í
lok vikunnar sé von á vísindamanni
frá Amgen til Decode til að útskýra
fyrir starfsmönnunum að hverju
Amgen sé að vinna að í Bandaríkj
unum. „Ég er alveg handviss um það
að hann hefur einhvers konar hug
myndir um að hann fái að vinna
með okkar gögn. En svarið við því er:
Nei. Vegna þess að hann fær ekki að
gang að þeim nema hann sé hluti af
okkar teymi. Hann gæti slegist í hóp
inn og byrjað að vinna hér en þá yrði
hann líka að vera búsettur hér og
vinna að þessu í langan tíma. Ég var
alveg gersamlega hreinskilinn með
þetta þegar við vorum að semja við
Amgen. Ég sagði við þá: Það sem þið
eruð kaupa, ef þið kaupið Decode,
er geta okkar til að gera uppgötvanir.
Þið getið ekki flutt þessi gögn úr
landi, þið hafið ekki aðgang að þess
um gögnum: Þetta er það sem þið
eruð að kaupa og ef þið sættið ykk
ur ekki við það þá skuluð þið ekki
kaupa Decode. En ég er alveg hand
viss um að þeir munu reyna að fá
aðgang að gögnum samt sem áður,“
segir Kári en aðeins ákveðinn hópur
starfsmanna Decode hefur aðgang
að þessum gögnum sem eru í varð
veislu hjá fyrirtækinu.
Keyptu réttinn til
forskots á upplýsingar
Kári segir að það eina sem Amgen
hafi í reynd keypt hjá Decode sé
rétturinn til að nýta sér í sínum
lyfjaiðnaði þær niðurstöður sem
„
Mér finnst
ég vera
heppnasti
maður á
jarðríki
„Eins og barn
í sandkassa“
Kári Stefánsson andar léttar eftir kaup Amgen á
Decode en segir að bandarískt eignarhald á félaginu
sé ekki óskastaða. Í framtíðinni segir Kári að hann
vilji að Decode verði eign íslensku þjóðarinnar. Kári
segir Inga F. Vilhjálmssyni frá sölunni á Decode og
hverju hún breyti fyrir fyrirtækið.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Viðtal
„Mér þykir
vænt um fólk
Sáttari en áður Kári segist vera sáttari en áður þar sem búið sé að tryggja rekstrargrundvöll Decode til
nokkurs tíma með sölunni til Amgen.