Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 12
D
V greindi frá því fyrir rúm-
um mánuði að mikil átök
væru innan fataframleið-
andans 66°Norður. Óánægja
væri með störf Helga Rúnars
Óskarssonar, sem tók við sem for-
stjóri fyrirtækisins í upphafi árs 2011.
Hafa átta stjórnendur innan fyrirtæk-
isins hætt störfum eftir að Helgi Rún-
ar hóf afskipti af fyrirtækinu. Hann
er sérfræðingur á sviði mannauðs-
mála og starfaði fyrir bankahrunið
sem yfirmaður mannauðssviðs Glitn-
is auk þess að hafa verið eigandi Dale
Carnegie um árabil. Það hefur því
komið mörgum á óvart hversu illa hef-
ur gengið hjá Helga Rúnari að skapa
góðan starfsanda innan 66°Norður.
Þá voru starfsmenn 66°Norður
einnig óánægðir með aðkomu Bjarn-
eyjar Harðardóttur, sambýliskonu
Helga Rúnars, að rekstri 66°Norður.
Starfsmenn hafi upplifað hana sem
hálfgerðan skuggastjórnanda fyrirtæk-
isins. Kvikmyndaframleiðandinn Sig-
urjón Sighvatsson, sem fór með 49 pró-
senta hlut í fyrirtækinu óskaði eftir því
að sett yrði lögbann á aðkomu Bjarn-
eyjar að rekstri 66°Norður. Var málið
tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness
sem hafnaði lögbannskröfu Sigurjóns
síðasta haust.
Sigurjón búinn að selja
Þá greindi DV einnig frá því að Sigur-
jón Sighvatsson hefði verið að reyna að
selja 49 prósenta hlut sinn í fyrirtæk-
inu en að ekki hefði enn fundist kaup-
andi að hlutnum. Í samtali við DV fyr-
ir rúmum mánuði sagði Sigurjón hins
vegar að 49 prósenta hlutur sem hann
ætti ásamt öðrum í 66°Norður í gegn-
um félagið Egus Inc. væri ekki til sölu.
Einnig áréttaði hann að engin ágrein-
ingur væri á milli sín og Helga Rúnars,
forstjóra fyrirtækisins.
Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar virð-
ist staðan hafa breyst fljótt innan
66°Norður. Þannig var greint frá því
síðasta miðvikudag að Egus Inc., sem
Sigurjón fór fyrir, hafi selt 49 prósenta
hlut sinn í 66°Norður til félagsins SFII
slhf. sem þar með eignaðist allt hlutafé
fyrirtækisins. SFII slhf. er í eigu Helga
Rúnars og Bjarneyjar Harðardóttur
og fjölskyldu hennar en eins og áður
kom fram er hún sambýliskona Helga
Rúnars.
Kristinn Þór Geirsson er nú stjórn-
arformaður 66°Norður en hann er
fyrrverandi framkvæmdastjóri fjár-
mála- og rekstrarsviðs Glitnis og sat
einnig í stjórn bankans. Aðrir í stjórn
eru Pálmar Harðarson, byggingaverk-
taki og bróðir Bjarneyjar, Atli Björn
Þorbjörnsson, lögmaður og með-
eigandi að lögmannsstofunni BBA,
Reynir Árnason, framkvæmdastjóri
Póstmarkaðarins, og Magnús Viðar
Sigurðsson kvikmyndaframleiðandi.
Þeir Gunnar Jónsson og Sigurjón Sig-
hvatsson viku úr stjórninni í kjölfar
þess að Egus Inc. seldi hlut sinn í fyr-
irtækinu.
Trúnaður um söluverðið
Sigurjón Sighvatsson keypti 67 pró-
senta hlut í 66°Norður í upphafi árs
2005 eða fyrir um átta árum en fyr-
ir hafði hann átt lítinn hlut í fyrirtæk-
inu. Voru kaupin þá gerð í samvinnu
við tryggingafyrirtækið Sjóvá-Almenn-
ar hf. sem átti 33 prósenta hlut á móti
Egus Inc. Eftir bankahrunið tók Ís-
landsbanki yfir hlut Sjóvár í fyrirtæk-
inu sem síðar var settur í söluferli.
Þegar DV hafði samband við Sigur-
jón og spurði hann hvað hefði breyst
frá því fyrir mánuði þegar hann fullyrti
sjálfur að hlutur Egus í 66°Norður væri
ekki til sölu sagði hann að lífið skiptist
í kafla og áfanga en vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um það hvað varð til þess
að ákveðið var að selja. DV greindi frá
því fyrir um mánuði að talið væri að 49
prósenta hlutur Egus í 66°Norður væri
til sölu á um 750 milljónir króna. Um
söluverðið ríkir hins vegar trúnaður og
því segist Sigurjón ekki geta tjáð sig um
það.
„Sjóklæðagerðin og 66°Norður hafa
verið afar skemmtilegur kafli í lífi mínu
og þá ekki síst vegna þess að þar vann
ég með frábæru fólki sem lagði mikið
af mörkum og saga fyrirtækisins mót-
aði allan anda innan þess,“ segir Sig-
urjón. Kaupin á 66°Norður árið 2005
hafi gefið honum tækifæri til að treysta
samband sitt við Ísland og Íslendinga.
En það hafi hins vegar aldrei verið að-
alstarf hans að vera stjórnarformaður
66°Norður.
Hann segist nú ætla að einbeita sér
að sínu aðalstarfi við kvikmyndafram-
leiðslu. „Nú er tími til að einbeita sér
að því og nota þau ár vel. Kvikmynda-
heimurinn er að ganga í gegnum mik-
ið breytingaskeið sem er spennandi
að vera þátttakandi í en krefst um leið
fullrar einbeitingar,“ segir Sigurjón að
lokum.
Óljóst um fjármögnun á kaupum
á hlut Sigurjóns: Straumur kom
að kaupunum
Átök komu fljótlega upp innan hlut-
hafahóps Sjóklæðagerðarinnar sem
á 66°Norður eftir að tilkynnt var um
kaup SFII á 51 prósents hlut í 66°Norð-
ur sumarið 2011. Helgi Rúnar var í for-
ystu fyrir SFII en aðrir hluthafar voru
meðal annars hópur íslenskra lífeyris-
sjóða.
Í kjölfar þess komu nýir hluthafar
inn í mars árið 2012. Þar var stærstur
Guðmundur Ásgeirsson, oftast kennd-
ur við Nesskip, auk þess sem bróðir og
faðir Bjarneyjar Harðardóttur komu
líka inn sem nýir hluthafar. Þeir heita
Pálmar Harðarson og Hörður Jónsson.
Talið er að Guðmundur í Nesskip
hafi líka misst trúna á Helga Rúnari. Þá
var honum gefinn frestur til loka febr-
úar á þessu ári til þess að finna nýja
kaupendur að hlut Guðmundar sem
fór með 38 prósenta hlut í 66°Norður.
Samkvæmt heimildum DV var Helgi
Rúnar búinn að leita víða eftir mögu-
legu lánsfjármagni til þess að kaupa
hlut Guðmundar án árangurs. Þegar
nánast var útséð með að það tæk-
ist var búið að finna nýjan forstjóra.
Samkvæmt heimildum DV vildi Guð-
mundur fá Jón Björnsson sem nýj-
an forstjóra frá 1. mars. Hafði hann
þegar hitt starfsfólk 66°Norður. Jón var
forstjóri Magasin du Nord frá 2004 til
2012 og þar áður forstjóri Haga.
Á endanum breyttist þetta hins
vegar snögglega. Þá samþykkti
Straumur Fjárfestingabanki að veita
Helga Rúnari ráðgjöf við kaupin á 49
prósenta hlut Egus Inc. í 66°Norð-
ur. Hvað varð til þess að ákveðið var
að kaupa 87 prósenta hlut en ekki
bara hlut Guðmundar er ekki vitað.
Þó er talið að grein DV um átök inn-
an 66°Norður og á milli Helga Rúnars
og Sigurjóns sem birtist fyrir mánuði
hafi gert útslagið varðandi samskiptin
þeirra á milli.
Hópur fyrrverandi Glitnistoppa
„Við komum ekki að kaupunum enda
er Straumur fjárfestingabanki ekki út-
lánafyrirtæki og því veitum við engin
lán. Við erum að vinna fyrir Sjóklæða-
gerðina [innsk. blm. 66°Norður] núna
en ég get ekki tjáð mig um það hvaða
verkefni það eru,“ segir Halla Sigrún
Hjartardóttir, framkvæmdastjóri fyrir-
tækjaráðgjafar Straums Fjárfestinga-
banka í samtali við DV. Þess skal getið
að Halla Sigrún starfaði hjá Íslands-
banka (Glitni) frá árinu 2002 og þar til
hún réði sig til Straums í upphafi árs
2012. Má í því samhengi nefna að hún
var forstöðumaður fyrirtækjaráðgjaf-
ar Íslandsbanka þegar bankinn ákvað
að selja hlut sinn til Helga Rúnars,
Bjarneyjar og þeirra aðila sem keyptu
51 prósents hlut í 66°Norður sumar-
ið 2011. Þau Halla Sigrún, Helgi Rún-
ar, Bjarney og Kristinn Þór, stjórnarfor-
maður 66°Norður, störfuðu öll saman
hjá Glitni fyrir bankahrunið.
Fengu afskriftir hjá Íslandsbanka
Bjarney Harðardóttir starfaði sem yf-
irmaður markaðs- og viðskiptadeild-
ar Glitnis fyrir bankahrunið og var síð-
an markaðsstjóri Íslandsbanka þar til
hún lét af störfum í nóvember 2010.
Stuttu áður en Bjarney lét af störfum
hjá Íslandsbanka hafði DV sagt frá því
að útlit væri fyrir að verktakafyrirtæki
sem hún tengdist myndi fá hundruð
milljóna króna afskriftir hjá Íslands-
banka. Er talið að Íslandsbanki hafi
sagt henni upp vegna þess máls. Um er
að ræða félagið SÆ14 ehf. sem skuld-
aði Íslandsbanka 400 milljónir króna.
Bjarney var stjórnarformaður Búa
eignafélags sem á 50 prósenta hlut í
eignarhaldsfélaginu SÆ14, áður kall-
að Húsbygg ehf. sem tekið var til gjald-
þrotaskipta þann 31. mars árið 2010.
Hún á Búa eignafélag á móti bróður
sínum Pálmari og föður sínum Herði
Jónssyni, byggingaverktaka.
Stórtækir byggingaverktakar
Talið er að fjölskylda Bjarneyjar hafi
lagt fram góðar tryggingar vegna lána
sem veitt voru fyrir kaupunum á stór-
um hluta í 66°Norður nú nýlega. Eins
og áður sagði veitti Straumur ráðgjöf
vegna kaupanna en DV hefur ekki
heimildir fyrir því hver hafi lánað fyr-
ir kaupunum. Hörður, faðir Bjarneyjar,
og Pálmar, bróðir hennar, hafa starf-
að sem byggingaverktakar auk þess
sem Hörður er stór hluthafi í Becrom-
al-álþynnuverksmiðjunni hér á landi í
gegnum félagið Strokk Energy.
Þá var greint frá því nú í janúar að
félagið Þingvangur, sem er í eigu Pálm-
ars, hafi átt hæsta tilboðið í þrjá reiti
í Reykjavík sem Landsbankinn hafði
yfirtekið eftir bankahrunið. Er um að
ræða Hljómalindarreit, Brynjureit og
Vatnsstígsreit en samkvæmt heimild-
um DV bauð Pálmar langhæst í um-
ræddar eignir. Ekki liggur fyrir hvort
Pálmar hafi náð að ganga frá fjár-
mögnun á umræddum kaupum. Þá
átti Pálmar einnig tilboð í lóð við hlið
Hörpu vegna byggingar hótels en var
ekki með hæsta boðið þar.
Einnig má nefna að Landsbank-
inn lánaði Eignasamsteypunni, sem
er í eigu Pálmars, 900 milljónir króna
árið 2011 vegna byggingar á Iceland air
hóteli í Akureyri. Viðmælendur sem
DV ræddi við furða sig á ótrúlegum
umsvifum hjá Pálmari undanfarið en
talið er að flestar fjárfestingar hans séu
gerðar í samstarfi með föður hans. Það
komi líka á óvart að þeir hafi í ofaná-
lag burði til að taka þátt í kaupum á um
87 prósenta hlut í 66°Norður. Í þessu
samhengi má nefna frétt DV sem vitn-
að var í fyrr í texta en talið er að fyrir-
tæki tengd fjölskyldunni hafi fengið
um 400 milljónir króna afskrifaðar hjá
Íslandsbanka.
Fékk þrjá milljarða afskrifaða
hjá Íslandsbanka
Kristinn Þór Geirsson kom fyrst inn
í stjórn Sjóklæðagerðarinnar í mars
2012. Hann er nú stjórnarformaður
félagsins sem heldur utan um rekstur
66°Norður. Í apríl árið 2008 lánaði
Glitnir honum einn milljarð króna
til hlutabréfakaupa í bankanum. Á
sama tíma var hann leystur undan
sjálfskuldarábyrgð á lánum bankans til
KÞG Holding. Áður hafði félag Kristins
Þórs fengið stór lán vegna kaupa á 16
prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu
Sævarhöfða ehf. sem kom að rekstri
bifreiðaumboðs Ingvars Helgasonar.
Talið er að Íslandsbanki hafi þurft að
afskrifa um þrjá milljarða króna vegna
skulda félags Kristins Þórs við bank-
ann. Hann var um tíma stjórnarmað-
ur í Glitni auk þess sem hann starfaði
einnig sem framkvæmdastjóri fjár-
mála- og rekstrarsviðs bankans. Einnig
var hann stjórnarformaður og síðar
forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla.
Frá 2010 til 2012 starfaði hann sem að-
stoðarforstjóri Nýherja. n
Straumur tók þátt í
kaupum á 66°Norður
n Hópur tengdur forstjóranum eignast allt hlutaféð n Talið að Straumur hafi séð um kaupin
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
12 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað
„Sjóklæðagerðin og
66°Norður hafa
verið afar skemmtilegur
kafli í lífi mínu og þá ekki
síst vegna þess að þar
vann ég með frábæru
fólki sem lagði mikið af
mörkum og saga fyrir-
tækisins mótaði allan
anda innan þess.
Sigurjón Sighvatsson
Óróleiki Átta stjórnendur innan 66°Norð-
ur hafa hætt síðan Helgi Rúnar kom til
starfa árið 2011.
Seldi 49 prósenta
hlut sinn Sigurjón
sagði við DV fyrir
mánuði að hluturinn
væri ekki til sölu.