Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 22
22 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Andrea Ólafsdóttir 1. sæti Suðurdæmi Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu Komin til að vera P íratar er einn af nýju stjórn- málaflokkunum sem bjóða fram í þingkosningunum í apríl. Einna þekktasti Pírat- inn er þingkonan Birgitta Jónsdóttir en hún hefur setið á þingi síðan 2009, fyrst fyrir Borgarahreyf- inguna og síðar Hreyfinguna. Flokk- urinn berst fyrst og fremst fyrir mál- efnum sem tengjast internetinu en þau mál teygja anga sína víða, tals- vert lengra en margir myndu halda í fyrstu. „Þetta er verkfærið til að gera raunheima betri,“ segir Birgitta um netið. Netið er aðalmálið Þróun internetsins hefur verið hröð og talsvert hraðari en þróun lagasetn- inga og regluverks í kringum þetta fyr- irbæri. Þetta er eitt af því sem Píratar leggja mikla áherslu á að breyta en þeir vilja skýrar reglur og tryggja frelsi einstaklinga á netinu. Birgitta segir að sótt sé að internetinu úr öllum áttum og að mikilvægt sé að grípa í taumana. „Núna er ég að sjá þennan heim, sem er mér svo kær, ógnað úr öllum átt- um,“ segir hún. „Það er kannski sér- staða Pírata að okkar þekking er á þessu sviði og þetta hefur áhrif á alla.“ Birgitta segir að internetið hafi talsvert víðtækari áhrif en bara á þá sem vafra um í tölvunum sínum. Allskyns upplýsingar eru geymdar í gagnagrunnum á netinu. „Þetta hefur líka áhrif á 85 ára gömlu konuna sem fer aldrei á internetið út af því að allt um hana er geymt í gagnagrunnum; sjúkraskráin hennar og öll hennar saga. Það er verið að færa þetta allt yfir á internetið en það eru ekki til nein lög sem vernda þessar upplýsingar,“ seg- ir Birgitta. Hún bendir á galla í reglu- verkinu í kringum netið en Píratar telja að þróun fyrirbærisins sé hraðari en þróun lagarammans sem um það gildir. „Ekkert land hefur náð að halda í við þróunina sem er á netinu.“ Sjálfsákvörðunarrétturinn mikilvægur Internetið og málefni tengd því eru ekki það eina sem er hluti af grunn- stefnu Pírata. „Það er ekki bara að við séum fólk sem er umhugað um þessi mál heldur erum við með mann- réttindavinkilinn og sjálfsákvörðunar- rétturinn er mjög sterkur hjá Píröt- um,“ segir Birgitta. „Þessvegna erum við að skoða að breyta fíkniefnalög- gjöfinni þannig að við tökum við- brögðin við fíkniefnaneyslu hjá fólki úr glæpaflokknum og yfir í heilbrigð- iskerfið. Þá sérstaklega þegar kemur að fíklum, það er mjög mikilvægt.“ Birgitta nefnir líka hnefaleika sem dæmi. „Það eru hérna risastór fé- lög þar sem 500 manns eru að æfa sem mega ekki keppa nema erlendis. Þetta er faglega gert, það er ekki verið að kenna fólki að lemja aðra í klessu heldur er þetta íþrótt, og ef að sonur minn vildi fara í þetta og væri mjög spenntur þá gæti ég sem foreldri ekki nýtt mér afsláttinn á afsláttarkortinu hjá Reykjavíkurborg af því að þeir mega ekki vera í ÍSÍ,“ segir Birgitta. „Ég þoli ekki svona foræðishyggju og hef aldrei þolað hana. Auðvitað þurfa að vera góðar reglur utanum sumt en að banna allt út af því að við getum ekki passað upp á okkur sjálf er eitthvað sem mér finnst ekki í lagi.“ Samkeppni á lánamarkaði Verðtryggingin hefur verið eitt af heit- ustu kosningamálunum og hafa sum- ir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema hana. Þessu eru Píratar ekki alveg sammála en Birgitta segir að mismunandi möguleikar þurfi að vera til staðar fyrir lánveitendur og að neytendavernd þurfi að vera virk. „Við viljum skýrar reglur sem vernd- ar fólk gegn hákörlum og kannski væri sniðugt að við myndum koma okkur saman um eitthvað þak á vexti, að það sé ekki hægt að hækka vextina upp úr öllu valdi,“ segir hún um verðtryggð og óverðtryggð lán. Hún segir gagnsæi þurfi að vera um reglur og skilyrði fyrir lánum til neytenda. Birgitta segir flokkinn ekki endi- lega vera með einu réttu lausnina í húsnæðismálum. „Við gerum okkur grein fyrir því að við höfum ekki svarið um hver er besta leiðin varðandi hús- næðismál og það hefur enginn einn flokkur það – ekki neinn. Við erum öll með mismunandi þarfir sem einstak- lingar,“ segir hún og nefnir tillögur ASÍ um breytt húsnæðiskerfi sem dæmi um leiðir sem þurfi að ræða. Aðspurð um skattamál seg- ir Birgitta að hún myndi einfaldlega vilja sjá einfaldara og gagnsærra skatt- kerfi. „Ef maður kaupir sér eitthvað er búið að margskatta það svo mikið að maður er kannski ekki bara að borga 25 prósent skatt heldur fimmtíu pró- sent skatt,“ segir hún. „Ég myndi vilja einfalda skattakerfið og hafa meira gagnsæi í því.“ Enginn formaður Pírata Píratar er ekki séríslensk stjórn- málahreyfing heldur eru til Pírata- flokkar um allan heim sem sækja í sömu hugmyndafræði. Flokkarnir hafa náð góðum árangri víða erlend- is og mælast með upp undir fjögur prósent fylgi í skoðanakönnunum hér á landi, næst mest nýrra framboða. Birgitta var sjálf kjörin á þing í síðustu kosningum fyrir nýtt stjórnmálafl, Borgarahreyfinguna. Sá flokkur hefur sameinast þremur öðrum hreyfingum í Dögun, meðal annars Hreyfingunni, þingflokknum sem Birgitta tilheyrir í dag, sem klauf sig frá Borgarahreyf- ingunni í upphafi kjörtímabilsins. Birgitta segir að Píratar séu ólíkir Hreyfingunni, þeir séu raunveruleg- ur stjórnmálaflokkur en ekki hreyfing sem verði leyst upp eftir að fyrirfram ákveðin verkefni eru leyst. Hún seg- ir valdaskipulag flokkanna þó svipað. „Þetta er mjög svipað og við höfð- um í Hreyfingunni og Borgarahreyf- ingunni,“ segir Birgitta sem segir að enginn einn sé í raun formaður Pírata. „Við róterum þessari lögbundnu kröfu um formenn.“ Sumir eru þó óumflýj- anlega meira í sviðsljósinu en aðr- ir innan flokksins og koma fram sem einhverskonar talsmenn hans. „Ég hef alltaf reynt og geri það núna með Pírötum að sitja bara við hringborð þar sem við skiptum öll jafn miklu máli og fólk hefur mismunandi hlut- verk. Ég hef ekkert alræðisvald eða umboð til að fara fyrir Pírata eða að þeir verði bara að fylgja mér út af því að ég er í einhverju hlutverki.“ Þekking að utan Á kjörtímabilinu hefur Birgitta ferðast víða og sótt sér fróðleik og þekkingu um mörg af þeim málum sem Pírat- ar berjast fyrir. „Það sem hefur haldið lífinu í mér hérna á þingi, því það get- ur verið rosalega þrúgandi að vinna hérna, ég verð að viðurkenna það, er að mér hefur verið boðið að fara mjög víða,“ segir hún og bætir við að hún hafi mátt sæta gagnrýni fyrir. „Ég hef verið gagnrýnd fyrir það af sumum að ég sé aldrei hér en ég er með mjög mikla viðveru hérna og hef passað að þegar ég er að fara erlendis að það skarist ekki á við nefndarstörfin mín og annað.“ Í þessum ferðum hefur Birgitta verið gestur á stórum ráðstefnum þar sem fjallað er um álitamál er tengjast persónufrelsi á netinu. „Ég hef setið á öllum helstu ráðstefnum um frið- helgi einkalífs, persónufrelsi og svo framvegis ásamt fleiri Pírötum, eins og Smára McCarthy. Við höfum verið framvarðasveit Íslands í þessum stóra heimi, sem er mjög sérhæfður en snertir líf okkar allra. Við höfum getað aflað okkur mikillar þekkingar fyrir ís- lensku Píratana.“ Birgitta segir að þekkingin sem Píratar búi yfir sé mikilvæg fyrir ís- lenskt samfélag í dag. „Píratar eru akkúrat á réttum tíma út af því að það er svo mikil þörf fyrir einhverja sem skilja hvernig netið fúnkerar til að stoppa hættuleg lög, hættuleg lög eins og þau sem innanríkisráðuneytið er að reyna að fá samþykkt á færibandi,“ segir hún og vísar meðal annars í frumvarp um happdrættisstofu sem ætlað er að hafa eftirlit með fjárhættu- spili á netinu. Þingreynslan nýtist flokknum Birgitta segir að reynsla sín af þing- störfum nýtist Pírötum í sinni vinnu. Hún er sú eina í flokknum sem hefur starfað á þingi. Hún segir að þegar hún og félagar sínar í Borgarahreyfingunni hafi komið fyrst inn á þing hafi þau gert mörg mistök, einfaldlega vegna þess að þau kunnu ekki þær óskrif- uðu reglur og hefðir sem voru í gildi. „Veikleikinn var sá að í upphafi feng- um við ekki vitneskju um allar þessar ólíku hefðir og allt þetta dótarí sem er ekki skrifað niður. Fyrir vikið gerðum við fullt af mistökum.“ segir hún um reynslu Borgarahreyfingarinnar. „Ég hef getað miðlað þeirri þekkingu til hinna Píratanna því það hefur enginn annar verið að lifa og hrærast í þess- um heimi nema ég. Þess vegna væri kannski ágætt ef ég kæmist inn á þing, ef við fáum fólk inn, því þá gæti ég kennt hinum – og svo get ég bara hætt.“ Það er þó ekki svo að Birgitta ætli að hætta á miðju kjörtímabili nái hún kjöri aftur en hún er nokkuð af- gerandi þegar hún segir að tvö kjör- tímabil séu alveg nóg. „Ef ég fæ þessa vinnu eftir stóra atvinnuviðtalið við þjóðina finnst mér alveg nóg að vera eitt kjörtímabil í viðbót. Þá get ég miðlað reynslu minni og þekkingu til annarra,“ segir hún. „Það er ekki gott að vera hérna lengur, inni í þessari stofnun, en tvö kjörtímabil.“ n n Píratar skilja hvernig internetið virkar n Eru ekki með formann n Þingreynslan nýtist Síðasta kjörtímabilið Nái Birgitta kjöri í apríl verður það síðasta kjörtímabilið hennar á þingi. Hún segir að tvö kjörtímabil sé alveg nóg. MyNd Sigtryggur Ari „Píratar eru akkúrat á réttum tíma Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.