Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 24
S uður-Afríka var eitt sinn köll- uð heimshöfuðborg nauðg- ana og ekki að ástæðulausu. Áætlað er að 66 þúsund stúlk- um og konum sé nauðgað í landinu á ári hverju og þá berast með reglulegu millibili óhugnanlegar frá- sagnir af hrottafengnum kynferðisof- beldisóhæfuverkum sem vekja óhug út fyrir landsteinana. Ekkert lát virðist ætla að verða á þessu en það nýjasta snýr að lögregluyfirvöldum sem þó hafa ekki farið varhluta af harðri gagnrýni á undangengnum árum. Kerfisbundið klúður Suður-Afríska dagblaðið The Times frá Jóhannesarborg afhjúpaði á dögunum að lögreglustöðvar um nær allt land væru að verða uppi- skroppa með svokallaða DNA-kassa eða viðbragðskassa nauðgana. Um er að ræða eins konar sjúkrakassa sem gerir rannsóknaraðilum og heil- brigðisstarfsmönnum kleift að taka lífsýni og safna sönnunargögnum strax á vettvangi eða eftir að þolandi leitar sér aðstoðar sem aftur eyk- ur líkur á að árásarmaðurinn finnist eða það sem meira er, verði sakfelld- ur fyrir glæp sinn. Til að bíta höfuðið af skömminni virðast yfirvöld hafa verið meðvituð um þetta vandamál svo mánuðum skiptir. The Times talar um kerfis- bundið langtímaklúður af hálfu yfir- valda sem látið hafi vandamálið óátalið á þessu tímabili. Sjúkrahús hafi sökum skorts á þessum sjúkra- gögnum þurft að notast við gamla og útrunna viðbragðskassa sem skapi gríðarstórar lagasmugur fyrir ger- endur til sleppa í gegnum. Vanbúnaður fordæmdur Og það þurfti blaðagreinina til að hreyfa við ráðandi aðilum. Suður- Afrísk þingnefnd sem fer með mál- efni lögreglunnar setti ofan í við lög- regluyfirvöld. „Þetta er algjörlega óásættanlegt og við í nefndinni for- dæmum þennan skort á þessum mikilvægu sjúkragögnum. Nauðg- anatíðnin í þessu landi er slík að þetta ástand er óverjandi og við krefjumst þess að lögreglustjórinn leysi málið,“ sagði nefndarformaðurinn í yfirlýs- ingu í kjölfar fréttarinnar. Lögreglu- yfirvöld brugðust aftur við með eig- in yfirlýsingu þar sagði að skortinn mætti rekja til birgja en lofað var bót og betrun. Sláandi tölfræði Til að átta sig á umfangi vanda- málsins sem kynferðislegt ofbeldi og nauðganamenningin er í Suður- Afríku má benda á niðurstöður op- inberrar rannsóknar sem gerð var árið 2009 þar sem einn af hverjum fjórum Suður-Afrískum karlmönn- um viðurkenndi að hafa nauðg- að konu. Og af þeim gekkst nærri helmingur við því að um fleiri en eitt fórnarlamb væri að ræða. Samkvæmt nýjustu opinber- um tölfræðiupplýsingum í landinu voru tilkynnt 127 kynferðisbrot á hverja 100 þúsund íbúa Suður- Afríku í fyrra. Tæplega 52 milljón- ir manna búa í landinu, sem ger- ir rúmlega 66 þúsund þolendur á ári. Lögregluyfirvöld telja þó að aðeins ein af hverjum 36 nauðgun- um sé tilkynnt. Langflestir þolend- ur bera harm sinn í hljóði og ger- endum í meirihluta málanna því aldrei refsað. DV vakti nýlega athygli á hrotta- fengnu nauðgunarmáli, sem varð að morðmáli, og átti sér stað í Grahamstown í Suður-Afríku. Þar var þrítugri konu, Thandiswu Qubuda, nauðgað á götuhorni í janúar af allt að átta karlmönnum, henni misþyrmt og eyrun skorin af henni. Hún lést af sárum sín- um sex vikum síðar á sjúkrahúsi án þess að komast aftur til með- vitundar. Íslensk kona, búsett í Grahamstown, hefur barist fyr- ir réttlæti í því máli ásamt mann- réttindasamtökum á svæðinu. Þá kom upp sambærilegt mál bæn- um Bredasdorp í febrúar þar sem 17 ára stúlka lést eftir að hafa verið nauðgað og limlest. Þessi tvö mál hafa komist í heims- fréttirnar og vakið enn á ný athygli á sláandi tíðni kynbundins ofbeldis í Suður-Afríku sem er sú hæsta í ver- öldinni. Þjóðarátak Zuma Vitundarvakningin varð til þess að forsetinn Jacob Zuma ýtti í lok febrúar úr vör þjóðarátaki gegn nauðgunum. Er því ætlað að fræða skólabörn um kynferðisofbeldi og skelfilegar afleiðingar þess. Hef- ur í því samhengi verið rifjað upp að Zuma sjálfur hefur verið ákærð- ur fyrir nauðgun og fór það mál fyrir dóm árið 2005. Hann var á endan- um sýknaður. Margir hafa reynt að útskýra nauðgunarmenningu og háa tíðni kynferðisofbeldis í Suður-Afríku en hver svo sem rót vandans er þá er ljóst að vanbúnaður yfirvalda gagn- vart faraldrinum er ekki til að bæta ástandið. n 24 Erlent 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Enn Eitt hnEykslið í höfuðborg nauðgana n Vanbúnaður gagnvart nauðgunum í S-Afríku n 66 þúsund þolendur á ári „Nauðganatíðnin í þessu landi er slík að þetta ástand er óverjandi Lífsýnakassi Hér má sjá svo­ kallaða nauðganakassa fyrir barn­ unga þolendur. Þeir eru notaðir til að taka lífsýni og safna sönnunar­ gögnum af þolendum sem leitt geta til sakfellingar gerenda. Mynd ReuteRS Skelfilegar staðreyndir Suðurafrískur kennari huggar börn sem urðu skelkuð eftir fræðslufund um kynferðisofbeldi í Höfðaborg. Hvergi er tíðni nauðgana jafn há og í Suður­ Afríku, þar á meðal brot gegn börnum. Mynd: ReuteRS Hætta á flóðbylgju í Kaliforníu Ný skýrsla Jarðfræðistofnun- ar Bandaríkjanna, US Geological Survey, sýnir að töluverð hætta er á að jarðskjálfti undan strönd- um Kaliforníu geti orsakað flóð- bylgju sem gæti í versta falli náð átta til tíu metra hæð þegar hún nær ströndinni. Það er öllu lægra en flóðbylgjurnar sem eyddu öllu sem fyrir varð í Japan 2011 eða Taílandi 2004 en engu að síður nægilega öflugt til að valda gríðar- legri eyðileggingu og dauða. Slík flóðbylgja myndi hafa alvarleg áhrif á samfélög í 70 sýslum fylkis- ins hið minnsta að mati vísinda- mannanna. Fáir bæir eru undir slíkt búnir þó flóðaviðvörunarkerfi sé til staðar víða undan ströndum landsins. Bill Gates í smokka- framleiðslu Bill Gates eyðir sífellt meiri tíma í að hjálpa öðru fólki með tíma sínum og fjármunum. Nú hefur hann fengið í lið með sér færa vís- indamenn í því skyni að fram- leiða smokka sem bæði konum og körlum „líður vel með.“ Um samkeppni er að ræða um næstu kynslóð smokka en hugmyndin er að fá fleiri í löndum Afríku og víð- ar til að nota smokka við kynlíf en það er algeng kvörtun karlmanna og kvenna að smokkar eyðileggi að hluta unaðinn við kynlíf. Betri eða þægilegri smokkur ætti því að njóta almennra vinsælda. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.