Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 38
38 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Ég átti auðvelt með að læra mál- ið og átti ágætis vini. Samt var heim- þráin alltaf til staðar. Ég hafði samt gott af þessu að mörgu leyti. Maður kynntist annarri menningu og öðru tungumáli.“ Hann segist þó hafa verið fegn- astur þegar fjölskyldan flutti aft- ur heim í Kópavoginn. „Ég lenti þó strax í vandræðum. Var handtekinn fyrsta daginn, aðeins tíu ára. Vinirnir voru að gera prakkarastrik og drógu mig með sér. Við vorum að stríða bílaverkstæði fyrir neðan með því að kasta steinum frá götunni á þakið á verkstæðinu. Löggan kom og skakk- aði leikinn. Þetta var allt önnur stemming en í Bandaríkjunum. Þetta voru ósköp góðir strákar en prakkaraskapurinn sem viðgekkst á Íslandi þekktist ekki í Bandaríkjunum. Þar voru tíu ára krakkar ekki með svona uppátæki. Ekki eins og Kópavogsgengið. Enda var ég stór hissa á þessu.“ Tónlistaráhugi Sigtryggs vakn- aði um tólf ára aldur. „Þá kynntist ég vini mínum Birgi Mogensen sem kemur úr mikilli músíkfjölskyldu. Á þessum tíma fór ég að baksa við að spila á trommur og fékk þessa dellu. Maður var í ýmsum unglings- sveitum í Kópavogi en það var ekki fyrr en ég var 18 ára og farinn að spila með hljómsveitinni Þey að ég fór að taka þetta föstum tökum. Þá fékk ég köllun til að gera eitthvað annað við trommuleikinn, eitthvað persónulegt; gera þetta að einhverju listformi.“ Fékk stuðning að heiman Foreldrar Sigtryggs hétu Halla Sig- tryggsdóttir og Baldur Bjarnason en þau eru bæði látin. „Móðir mín var mjög músíkölsk, spilaði á píanó og söng. Faðir minn líka. Þau hlustuðu mikið á músík en það eru engir tón- listarmenn í fjölskyldunni. Mamma var alla sína ævi heimavinnandi en fór í nám á efri árum og gerðist leik- skólakennari. Enda hafði hún góð- an grunn. Við systkinin erum fjög- ur og þar er ég næst yngstur.“ Hann á góðar minningar um foreldra sína sem hann segir ávallt hafa staðið þétt við bak hans. „Þau voru bæði góðir vinir mínir og höfðu gaman af því að koma á böll. Sérstak- lega með Bogomil. Þau komu líka á tónleika með Sykurmolunum í New York. Ég hafði því alltaf góðan stuðn- ing að heiman. Pabbi hafði líka mik- inn áhuga á trommum og dró mig með sér í trommubúðir. Hann var með mér í þessu og keypti alltaf kjuða handa mér þegar hann fór til útlanda. Fyrstu hljómsveitirnar mín- ar æfðu í kjallaranum heima en pabbi var vanur að segja að það væri best að skella sér í bað þegar bass- inn væri mikill. Þau studdu mann mik- ið. Þetta var aldrei nein barátta.“ Hann segir stuðn- ing frá sínu nánasta fólki mikilvægan þeim sem ætla sér að ná langt í tón- list. „En það sem skiptir mestu máli er að fólk sé ákveðið í því sem það er að gera sjálft. Þegar ég var í Þey var ég orðinn mjög ákveðinn í því að þetta væri það sem ég ætlaði að taka mér fyrir hendur. Ég sá alltaf fyrir mér að ég yrði starfandi tónlistarmaður þótt ég hafi hugsað um háskólann á tímabili. Tónlistin var alltaf aðal- áhugamálið og ástríðan og ef mað- ur er með ástríðu fyrir einhverju ber manni að fylgja því.“ Sigtryggur hefur starfað við tónlist allan sinn starfsaldur og hefur kom- ið að flestum hliðum bransans. Að- spurður hvað hann gerði ef tónlist- ar nyti ekki við nefnir hann smíðar. „Ætli ég hefði ekki fetað í fótspor afa og smíðað húsgögn. Í ellinni geri ég það. Smíða húsgögn og skrifa bæk- ur. Ég stefni á það þegar ég verð stór.“ Sturtusöngvarinn Bogomil Aukasjálf Sigtryggs er tónlistarmað- urinn Bogomil Font sem til varð upp úr 1990 á síðustu árum Sykur- molanna. „Við rákum hljómsveit meðfram sem hét djasshljómsveit Konráðs B. Þetta var hálfgert leik- hús. Fólk fór í búning, bjó til karakt- er og spilaði þekkt djasslög á hljóð- færi sem það hafði alltaf langað til að spila á. Þetta var svona fantasíuband sem náði að myrða þekkt djasslög á skemmtilegan hátt,“ segir Sigtrygg- ur sem tók sönginn að sér. „Mér datt í hug að það væri gaman að taka þennan svokallaða „crooner“ stíl. Ég hafði alltaf raulað í sturtu enda kall- aði Bogomil sig sturtusöngvara til að byrja með.“ Aðspurður um muninn á Sigtryggi og Bogomil segir hann þann síðar- nefnda tilbúinn karakter. „Bogomil fyrir mér er fornleifafræðingur. Hann hefur gaman af því að syngja og helst gamla tónlist. Þar fæ ég útrás fyrir að raula gamla músík, spila mambó og syngja djass. Sigtryggur er aðallega slagverksleikari og nú þáttagerðar- maður og síðast en ekki síst fram- kvæmdarstjóri ÚTÓN.“ Hann segir sveitina Bogomil Font og Milljónamæringana hafa byrjað sem hálfgert grín. „En svo varð þetta vinsælt og maður festist í munstri; var farinn að spila mörg kvöld í viku og bandið orðið upptekið. Ég sá það aldrei í mínum spilum að ég yrði ball- kóngur á Íslandi. Mig langaði meira að vinna erlendis og gerði það.“ Eiginkona Sigtryggs, Sigrún Hrafns dóttir sem er doktor í lífefna- fræði, vildi fara út í nám og svo fór að hjónin fluttu eftir Sykurmolaæv- intýrið til Bandaríkjanna með dóttur sína. „Ég fór að vinna sem session- maður. Spilaði á plötur hjá alls kon- ar fólki. Maður reyndi ýmislegt og vann til að mynda í stúdíói sem var í eigu Butch Vig sem var mikið að taka upp „early ´90s“ plötur sveita á borð við Nirvana og Smashing Pumpkins, svo það var nóg að gera,“ segir Sig- tryggur sem hitti meðal annars tón- listarmennina Billy Corgan og Chris Homes úr The Smashing Pumpkins. Tíu ára í terrorisma Eftir að hafa búið í þrjú ár í Hollandi flutti fjölskyldan heim til Íslands aft- ur. „Átthagafjötrarnir toguðu í mann, fjölskylda og vinir. Ætli það megi ekki orða það þannig að ég hafi fengið nóg af því að vera ekki hér. Það var ágætt að búa úti í tíu ár en líka mjög gott að koma heim aftur. Ég fór að vinna í mjög fjölbreytt- um hlutum bæði í skapandi tónlist og í ballspilamennsku með Bogomil. Slíkt átti betur við mig á þessum tímapunkti af því að þá var ég að gera annað með. Ballspila- mennsku fylgja góðar tekjur og fyrir vikið getur maður leyft sér að gera eitthvað skapandi. Ég hafði það að leiðarljósi.“ Sigtryggur og Sig- rún eiga tvær dætur. Sú eldri er 23 ára og er í myndlistarnámi og les heimspeki í há- skóla en sú yngri er tíu ára og er, að sögn Sigtryggs, í almenn- um terrorisma ennþá. „Svona eins og vera ber. Hún er mjög mikill teiknari og mikill músíkant og söng- kona.“ Þrettán ár skilja systurnar að í aldri og Sigtryggur viðurkennir að þær séu í raun aldar upp eins og ein- birni. Aldursmuninn útskýrir hann með löngu námi eiginkonunnar en sú eldri fæddist árið 1990 þegar Sykurmolarnir voru enn í fullu fjöri. „Ég varð að fara til Bandaríkjanna tíu dögum eftir að hún kom í heim- inn. Það var vissulega erfitt að fara frá henni svona lítilli en maður hafði góðan stuðning frá fjölskyldunni.“ Býr með systrum Þrátt fyrir að vera opinn og hress að eðlisfari hefur Sigtryggur ekki ver- ið að flíka einkalífi sínu í fjölmiðlum að óþörfu. Það vita til að mynda ekki margir að hann er orðinn afi. „Afa- drengurinn er að verða eins árs. Það er dásamleg tilfinning sem kom mér skemmtilega á óvart. Maður hélt að maður væri búinn að upplifa allan tilfinningaskalann með barneign- um en þetta er alveg nýtt; að eignast barnabarn. Ég er mikill fjölskyldumaður og það er mikill samgangur í fjöl- skyldunni. Ég bý til dæmis með systrum en ég keypti gamalt hús með konunni minni og mágkonu minni sem við breyttum í tvær íbúðir. Mág- konan býr niðri en ég og systir henn- ar uppi.“ Hann segir af og frá að lífið hafi tekið u-beygju þegar börnin komu í heiminn. „Það er ekkert sem segir að það fari ekki saman; að vera tón- listarmaður og foreldri. Sonur Bjark- ar og Þórs ferðaðist alltaf með okk- ur. Við vorum alltaf með börn með okkur á ferðalögum, bæði börn og barnapíur. Það fannst manni aldrei neitt skrítið. Ég held líka að það sé misskiln- ingur að börn eigi að þvælast fyrir fólki í lífinu. Ég get ekki skrifað alveg undir það. Það er svo mikil blessun að eignast heilbrigð börn. Þau eiga ekki að þurfa á þvælast fyrir fólki á neinn hátt.“ Lærði mest á Kleppi Skólaganga Sigtryggs er ekki lengi upptalin. Hann er stúdent, lærði eitthvað á píanó og örlítið í tónfræði en er annars sjálfmenntaður í trommuleiknum. „Ég var í Mennta- skólanum í Kópa- vogi í þrjá vetur en hætti þegar ég var kominn á kaf í rokk og ról og fór að vinna með tónlistinni á Kleppi. Svo kláraði ég námið í kvöldskóla í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Mér fannst ég nú læra meira af því að vinna á Kleppi.“ Þrátt fyrir takmarkaða skólagöngu segir hann af og frá að menntun kon- unnar hafi neikvæð áhrif á hans sjálfs- mynd. „Kannski væri þetta vandamál ef ég væri mjög komplexaður maður. Ég hef aldrei átt í neinum vandræð- um með að vera kvæntur doktor. Það böggar mig ekkert. Ég er bara voða- lega hreykinn af henni. Hún er af- skaplega klár kona. Maður getur líka líka lært mik- ið þó maður hafi ekki skírteini upp á það. Slíkt böggar mig ekkert,“ seg- ir hann og bætir við að það sé ólík- legt að hann eigi eftir að setjast á skólabekk úr þessu. „Ég er bara ekki það mikill skólamaður og held að það henti mér ekkert sérstaklega vel. En annars er maður alltaf að læra. Ég hef lært ansi mikið síðan ég hóf störf hér á ÚTÓN. Á síðasta ári hef ég lært mikið og þurft að gera upp ýmsa fordóma varðandi viðskipti og list. Margir listamenn eiga erfitt með að tala um list og viðskipti í sömu setn- ingu og finnst listin ekki eiga heima í viðskiptalegu umhverfi en það er í rauninni mikill misskilningur. Ef listamenn ætla að lifa á sinni list, þró- ast og blómstra þurfa þeir að ná utan um viðskiptahliðina líka eða fá ein- hvern til að gera það fyrir sig. Það er ekki nauðsynlegt að tónlistarmenn verði að vera bisnessmenn í leiðinni en það hjálpar að vera ekki með for- dóma gagnvart viðskiptunum.“ Afslappaðri með aldrinum Sjónvarpsþátturinn Hljómskálinn hefur virkilega slegið í gegn en þátta- gerð og kvikmyndagerð er eitthvað sem Sigtryggur hefur afar gaman af. Í Hljómskálanum fær hann meðal annars þekkta en ólíka listamenn til að spila saman svo útkoman verður athyglisverð. Hann segir listamenn- ina yfirleitt opna fyrir samstarfinu enda fái þeir heilmikið út úr því sjálf- ir. „Oftast erum við að steypa saman ólíkum kynslóðum en sjálfur hef ég borið gæfu til þess að vinna með mér yngra fólki eftir því sem ég hef elst. Það er ekkert mál fyrir mér. Oft finnst mér sem fólk sé að búa sér til alls kyns hindranir sem eru heimatil- búnar og þá sérstaklega í sambandi við aldur, reynslu og fyrri störf. Fyrir mér er nauðsynlegt að tengjast yngra fólki reglulega og vera meðvitaður um þessa grasrót.“ Aðspurður segist hann ekki eiga neitt uppáhaldssamstarf sem hafi orðið til í þættinum. „Ég hafði mjög gaman af Röggu Gísla og Lay Low. Ég fékk að leikstýra myndbandinu sem var skemmtilegt og gefandi. Þetta harmónerar ágætlega við ÚTÓN- vinnuna.“ Í þættinum hefur Sigtryggur vak- ið athygli og aðdáun fyrir eðlilega og þægilega nærveru. Sjálfur segir hann galdurinn þann að standa á sama hvað öðrum finnist. „Ég er orðinn afslappaðri. Hér áður fyrr hafði ég meiri áhyggjur af því sem ég var að segja og leið alltaf mjög illa í viðtöl- um fram eftir aldri. Ég hef orðið vit- lausari með aldrinum og er hættur að hafa svona miklar áhyggjur. Kannski er ég bara orðinn mátu- lega gamall. Allt í einu var mér slétt sama hvað öðrum fannst um mig og hvernig ég leit út. Það er ákveðið frelsi í því. Það verður að segjast eins og er. Þetta er spurning um að vera til friðs í eigin skinni. Öryggið kemur þegar maður hættir að taka sig svona hátíð- lega.“ Varðandi önnur áhugamál en tón- listina nefnir Sigtryggur fjölskylduna, smíðar og eldamennsku. „Ég hef gaman af samneyti við fjölskyldu og vini. Við fjölskyldan reynum að skreppa saman í bústað og hafa það gott. Ég verð líka að játa að ég hef voða- lega gaman af því að elda. Mér líður voða vel við eldavélina að malla eitt- hvað gott handa fólki. Það er visst áhugamál. Ég kokka nú mest á heim- ilinu. Konan mín getur alveg eldað líka og styðst þá við uppskriftabækur. Sjálfur geri ég það aldrei. Þær skoða ég eins og listaverkabækur. Vísinda- menn eru víst betri við að fara eftir skýrum leiðbeiningum. Ég verð að fá svigrúm til að spinna svolítið.“ n „Maður hélt að maður væri búinn að upplifa allan tilfinninga skalann með barneignum en þetta er alveg nýtt; að eignast barnabarn. Fjölskyldumaður Sigtryggi finnst mest gaman að eyða tímanum með fólkinu sínu. Helst uppi í bústað. mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.