Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 42
Gáfu ungum stelpum dóp
Garðar segir fólk í neyslu hafa skor
ið sig úr fjöldanum og oft hafi hon
um verið boðið dóp sem hann þáði
aldrei. „Þetta fólk fylgdi ákveðnum
hljómsveitum og það var auðvelt að
sjá hverjir voru undir áhrifum dóps
og hverjir ekki.
Fólk sem er til dæmis á kókaíni er
örara en fólk sem er að drekka áfengi
og það er varasamt að umgangast
fólk sem er í dópi, en það er töluvert
um það á djamminu.
Mér var oft boðið dóp en hef aldrei
prófað það sjálfur, ég hef ekki haft
áhuga á því eftir að hafa séð hvernig
fólk hefur komið út úr neyslu.“
Dauðaherbergi á Nasa
Á Nasa var dauðaherbergi fyrir
krakka sem sóttu skólaböll þar.
„Þessir krakkar drukku áfengi fyr
ir utan staðinn og lögreglan horfði
á og gerði ekkert í málunum. Við
hringdum í foreldra þessara barna
en því miður var staðan oft þannig að
foreldrarnir voru ölvaðir heima sjálf
ir og gátu ekki sótt börn sín.
Mér fannst sorglegt að horfa
upp á þetta en mér finnst að skóla
böll eigi bara að vera fyrir 18 ára og
eldri og það á að leyfa bjór, það er
miklu eðlilegra. Á skólaböllunum var
meirihlutinn edrú en hinir skáru sig
úr,“ segir Garðar.
Banki greiddi milljónir fyrir partí
Hann segist hafa grætt mikið á
bönkunum á þessum tíma, en þeir
voru tilbúnir til að borga uppsett
verð þó svo að það hafi talist allt
of hátt. „Nasa var svolítið 2007.
Ég man alltaf eftir því þegar Arion
banki hafði samband til að spyrja
um verð fyrir leigu á staðnum í þrjá
klukkutíma með opnum bar og ég
spurði Ingu hvort við ættum ekki
bara að segja nógu hátt verð – því
við gætum þá alltaf lækkað okkur.“
Hann sagði því að það kostaði
þrjár og hálfa milljón og hefði verið
tilbúinn til þess að lækka sig um
helming ef þeir hefðu ekki tekið því,
sem þeir gerðu strax. „Það var ekkert
spáð í hvað hlutirnir kostuðu og
mörg partí voru svona. Við þénuðum
mikið á bönkunum og útrásarvíking
um á þessum tíma.“
Leiðir Ingu og Garðars skilja
Árið 2006 urðu enn á ný kaflaskil í
lífi Garðars. Hann hætti með Ingu
og sagði skilið við rekstur Nasa. „Ég
hafði alltaf haft augastað á Þrastar
lundi og þegar tækifæri gafst til að
opna þar veitingastað þá skellti ég
mér á það ásamt Gullu sem oft er
kennd við Má Mí Mó.
Við gerðum þetta á hárréttum
tíma og innréttuðum flottan stað
þar sem ég seldi hamborgarann á
1.990 krónur en í dag kostar hann
um 1.400 krónur og hvítvínið var
á 1.500 krónur en kostar í dag um
900 krónur. Álagningin var góð og
maður komst upp með það,“ segir
Garðar.
Drykkjan jókst á þessum tíma
en Garðar átti sumarbústað við
Þrastarlund sem hann sótti mikið í
til þess að fá að drekka í friði.
„Það þykir ekkert óðeðlilegt við
það að drekka áfengi á hádegi ef
þú ert staddur í sumarbústað. En
þú myndir síður láta sjá þig drekka
heima við á virkum degi.
Það er kjörið fyrir alkóhólista að
hafa afdrep eins og sumarbústað
til þess að hafa afsökun til þess að
drekka. Ég nýtti mér þessa drykkju
menningu sem fylgir oft sumar
bústaðarferðum óspart.“
Apótekið tekur við
Apótekið var næsta ævintýrið í lífi
Garðars. „Þar var eyðslan á hvern
kúnna ótrúleg. Á þessum tíma,
þegar góðærið stóð sem hæst var
engin virðing borin fyrir pening
um. Apótekið var söluhæsti stað
urinn á víni frá upphafi í Reykjavík
fyrir utan Hótel Ísland.
Salan var um þrjár til fjórar
milljónir á kvöldi sem þótti bara
nokkuð gott. EBITDAn hjá félaginu
sem stóð að rekstri Apóteksins var
um 96 sem er skuggalega hátt.
Á þessum árum vildi fólk ekkert
endilega fá til baka ef drykkurinn
kostaði sjöhundruð krónur og
borgað var með þúsundkalli þá var
bara „nei, ég vil ekki afganginn“.“
Toppurinn í framhjáhaldi
Garðar segir að hann hafi oft orðið
vitni að framhjáhaldi á þessum
tíma. „Þarna sá ég mikið framhjá
hald og villt djamm fram eftir öllu
með tilheyrandi sóðaskap. Ég
spurði mig oft að því af hverju gift
fólk væri úti að skemmta sér langt
fram á nótt, helgi eftir helgi, án
maka síns. Við vorum eins og villi
dýr á þessum tíma.“
Segir skilið við Apótekið
Hrunið var að hefjast þegar
Apó tekið var selt haustið 2008.
Garðar segist hafa sloppið vel frá
sölunni en þá tók annar veitinga
staður við, Pósthúsbarinn sem
hann rak ásamt Andrési Pétri og
Sveini Eydal. „Þá var kreppan
skollin á og allt rekstrar umhverfi
mun erfiðara en ég hafði áður
kynnst.
Þegar þarna var komið við sögu
var orðið erfitt að finna starfsfólk
sem vildi gefa upp launin sín. Það
var engin tilbúinn til þess að vinna
yfirvinnu til þess að borga helm
ing launa sinna í skatt og rekstur
skemmtistaða er oftast þannig upp
byggður að mikið er um svarta starf
semi, þetta er staðreynd. Þetta er
eitthvað sem allir vita en engin þorir
að kannast við.“
Eyðir því sem hann aflar
Garðar segist ekki kunna að leggja
peninga til hliðar fyrir mögru árin
en hann hefur lagt góðum mál
efnum lið með fjárframlagi sínu,
til dæmis skógrækt. „Ég hef aldrei
kunnað að safna fé, um leið og ég
eignast peninga þá fer ég í fram
kvæmdir. Ég elska að gera upp
gömul hús og selja þau aftur. Ég
hef gert þó nokkuð af því og ég hef
líka fjárfest töluvert í skógrækt.
Ég nýt þeirra peninga sem ég
eignast og er ekki týpan sem legg
ur fyrir í banka. Ég seldi minn hlut
í Pósthúsbarnum og kom vel út úr
því,“ segir hann.
Kóngur vildi hann vera
Garðar var staðráðinn í að ná að
gera Borgina að einum vinsælasta
skemmtistað Reykjavíkur en það
fór ekki eins og hann lagði upp
með. „Engum hafði tekist að láta
veitingarekstur Borginnar ganga, að
minnsta kosti síðustu fimmtán árin
eða svo, og ég ætlaði að afsanna þá
kenningu að það væri ekki hægt.
Vorið 2012 tók ég við rekstrinum
og hafði miklar væntingar til hans.
En þarna mistókst mér, þetta var of
stórt fyrir mig einan. Ég ætlaði að
setja Skuggabarinn aftur í gang en á
sama tíma opnaði Slippbarinn sem
varð strax vinsæll og engin leið var
fær til að keppa við þann rekstur.
Eftir að hafa sloppið með fimm staði
gerði ég mistök á þeim sjötta og rann
á rassgatið.“
Nýr kafli
„Ég hugsaði með mér, nú er ég
orðin sextíu og tveggja ára og
ég hef engan séns hvað varðar
atvinnu?“
Þá kom tengslanetið að góðum
notum því ég hafði kynnst mörgu
fólki á þessum árum sem ég var við
loðandi veitingarekstur. Sá sem réð
mig til starfa hjá fasteignasölunni
Remax sagði að ég væri rétti mað
urinn í þetta starf því ég þekkti svo
marga og það reyndist rétt hjá hon
um. Mér finnst þetta rosalega gam
an en í fyrsta sinn síðan ég var 28 ára
er ég ekki með fólk í vinnu hjá mér.
Ég er einhleypur í dag, ég er edrú
og ég er kominn aftur á byrjunar
reit.
Ég er bara nokkuð sæll, þótt ég
sé pínu svekktur yfir því að hafa
ekki tekist betur upp með Borgina
og vona svo innilega að rekstur
Borginnar muni blómstra á ný því
hún býr yfir langri og fallegri sögu,“
segir Garðar að lokum. n
42 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað
Taskan sem geymdi ófáar
milljónir Garðari þykir vænt
um töskuna sem hann heldur á
en hún hefur reynst honum vel í
gegnum tíðina og geymt umtals-
vert magn af peningum.
„Þær fengu sitt
kynlíf hver með
annarri og þurftu enga
karlmenn til þess
„Það var sorglegt
að sjá menn á
fertugsaldri vera að
fóðra ungar stelpur á
dópi á Nasa.
Afmæli Hér eru Inga og Garðar á þrítugsafmæli hennar á Óðali.