Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 50
Þ að er komið kvöld og þótt enn sé febrúar er eins og það vor sé í lofti. Frostið hefur vikið fyrir hita og það er nokkuð bjart. Ung kona í brúnni lopa- peysu stendur við útidyrahurð fjölbýl- ishúss í miðbænum þegar ekið er upp að húsinu; dyrabjallan var biluð, hafði hún sagt. Hún heilsar hlýlega og býður til stofu í kjallaraíbúð. Það heyrist í páfagauki en hann sést þó ekki. „Hekla er í gítartíma en fer að koma,“ segir Kristín Birna Kristjáns- dóttir. Hekla Baldursdóttir, dóttir hennar, kemur stuttu síðar með svarta gítartösku og heilsar jafnhlýlega og mamma hennar. Tómir blómapottar standa í röðum í stofuglugganum. Við setjumst við borðstofuborðið. Umræðuefnið: Fermingar. Kristín rifjar upp ferminguna sína en 20 ár eru liðin síðan hún staðfesti skírnina. Skemmtileg athöfn Kristín talar um trúna. „Pabbi var rosalega duglegur að biðja með okkur systkinunum; við báðum alltaf Faðir vorið, Sitji guðs englar og fleiri bænir. Þetta var okkar helgiathöfn. Ég var svolítið myrkfælin þegar ég var barn og þá var trúin haldreipi sem ég gat haldið í. Ég fór að verða svolítið gagnrýnni varðandi trúna um tveim- ur árum eftir fermingu og þá breyttist hún í mínum huga.“ Svo rann fermingardagurinn upp og Kristín klæddist þjóðbún- ingi frænku sinnar. „Mér hefur alltaf þótt þjóðbúningurinn mjög falleg- ur og amma, sem var þá á lífi, fannst þetta góð hugmynd. Hún saumaði á mig blússu og svuntu í stíl og silfrið var hreinsað þannig að það var mik- il viðhöfn í kringum þetta allt saman.“ Hún var auðvitað með skotthúfu og fór í klippingu og hárgreiðslu. „Það voru settar í mig krullur en ég var ekki með neinar krúsídúllur af því að ég var með skotthúfuna.“ Hún segir að athöfnin hafi ver- ið skemmtileg og að presturinn í Laugarneskirkju, séra Bjarni, hafi ver- ið hress og opinn. „Hann gerði þetta auðvelt og þægilegt.“ Kristín segir að í kirkjunni hafi öll fermingarbörnin þurft að fara með ritningarorð og að þau hafi þurft að standa lengi. „Það var smá spekúler- ing um hvort það myndi líða yfir ein- hvern af því að við höfðum heyrt að það hafi liðið yfir einhvern í árgangin- um á undan.“ Kristín og frænka hennar fermdust sama dag og voru með sameiginlega fermingarveislu. Það voru því nokkrir fjölskyldumeðlimir stórfjölskyldunnar sem sáu um veitingarnar. „Mamma eldaði kjúklingapottrétt og svo vorum við með kransaköku. Við verðum ekki með kransaköku í ferm- ingu Heklu því henni finnst hún svo vond.“ Við ræðum um fermingarveisluna og Kristín nær í hvíta gestabók sem hún fékk í fermingargjöf. Í henni eru nöfn gesta og slatti af myndum sem voru teknar þennan stóra dag. Myndir af Kristínu í þjóðbúningi og með skott- húfu skreyta síðurnar. Hún er nú ansi lík Heklu. Við erum ekki lengur þrjár í borð- stofunni. Allt í einu stekkur köttur inn um gluggann. Þetta er Mikki sem er víst bara yfirleitt kallaður kisi. „Þessi köttur er ótrúlegur því hann er svolítið mikil skræfa,“ segir Hekla. „Hann kemur til dæmis aldrei með neitt inn, hvorki skordýr né fugla. Hann og páfagaukurinn eru eiginlega vinir.“ Blaðamaður hváir. „Þeir sitja stundum saman uppi á hillu,“ segir Kristín, „og kisi ætlar að vera góður og stýrkur sér upp við fuglinn.“ Gekk í Óháða söfnuðinn Hekla er í bleikri peysu með mynd af stóru blómi. Á borðstofuborðinu stendur lítið málverk sem hún málaði. Nei, hún vill ekki kransaköku. Hún vill heldur ekki áprentaðar servíettur með nafninu sínu og fermingardegin- um á. „Það skiptir engu máli. Fólk er bara að fara að þurrka sér um munn- inn með þessu,“ segir hún. „Þetta er hennar hugarfar,“ segir Kristín. Hekla ákvað upp á sitt einsdæmi í fyrrahaust að skipta um trúfélag og gekk í Óháða söfnuðinn. „Mamma vinkonu minnar hafði verið fermd í þeim söfnuði eins og vin- kona mín ætlar að gera og önnur vin- kona mín, sem er með séra Pétri Þor- steinssyni í gönguhópi, sagði að hann væri svolítið skemmtilegur. Ég fór á fund hjá honum sem var fyrir fólk sem vildi ganga í annað trúfélag og hann var mjög fyndinn og skemmtilegur þannig að mér leist vel á þetta.“ Kristín segir að Hekla hafi annars ráðið hvort hún fermdist eða ekki. „Ég var ekki eins dugleg og pabbi að fara með bænir. Við lásum meira bækur en við höfum alveg rætt guð og trúmál. Það hefur ekkert vantað. Ég hef ekkert beðið með henni bæn- ir nema hún hafi þurft á því að halda. Hún hefur verið dugleg að taka þátt í kirkjustarfi og hún var lengi í kirkjukór og það var hennar val hvernig hún gerði þetta.“ Hvíta kirkjan Hekla talar um hvítu kirkjuna – kirkju Óháða safnaðarins. „Þessi kirkja var alltaf þarna en ég tók eiginlega aldrei eftir henni en ég geng alltaf fram hjá henni þegar ég fer í skólann. Ég tók aldrei eftir henni fyrr en ég skráði mig í söfnuðinn.“ Hún segir að tímarnir hjá séra Pétri byrji alltaf á að farið sé í bókina Líf með Jesú og að unglingarnar svari spurningum prestsins. „Síðan kemur yfirleitt kaffitíminn, svo biðjum við og syngjum og það er alltaf kveikt á kerti. Svo förum við með trúarjátninguna. Mér finnst Pétur leggja mesta áherslu á hvað Jesús gerði fyrir mann- kynið og að biðja bænir. Og hafa gam- an af þessu. Hann kemur alltaf með gítar og spilar. Við syngum Í bljúgri bæn og Son guðs ertu með sanni sem enginn kann ennþá; það er mjög skrýtið lag.“ Hekla er spurð hvort hún hafi lært eitthvað um sjálfa sig í vetur. „Já. Ég hef lært að það er ekki svo slæmt að fara í messu, eins og mér fannst.“ En af hverju ákvað hún að láta ferma sig? „Fyrst og fremst til að játa trúna, staðfesta að ég sé kristinnar trúar og líka að komast í fullorðinna manna tölu.“ Ódýr og góð lausn Hekla fermist eftir tæpa tvo mánuði og kemst þá í fullorðinna manna tölu. Hún gerir ráð fyrir að vera í sama þjóð- búningi og mamma hennar var í og með sömu skotthúfu. „Við erum rosalega heppnar,“ segir mamma hennar, „en við fáum ódýran sal og ætlum að hafa þetta svolítið vor- legt. Ég er búin að setja niður fullt af græðlingum,“ segir hún og þar er kom- in skýringin á öllum blómapottunum í gluggakistunni sem ekki eitt einasta blóm gægist upp úr. „Við ætlum að safna dósum og planta plöntunum í þær og klæða þær að utan með skrautlegum pappír í léttum og vorlegum litum. Við ætlum að vera með hvíta dúka og hafa þetta bjart og fallegt. Þetta er ódýr og góð lausn og aðeins öðruvísi.“ Hvað með gjafir? „Mér finnst líf mitt fínt eins og það er,“ segir Hekla. „Ég á síma og ég hugsa svoleiðis að ef ég á hlutinn …“ „Hún biður ekki um hluti nema hún þurfi á þeim að halda,“ segir Krist- ín. „Hana langar í myndlistardót en hún fékk þannig hluti af því að hún stóð sig svo rosalega vel í prófunum og þá fékk hún verðlaun.“ Málverk- ið á stofuborðinu er afrakstur þeirra verðlauna. „Ég veit að hana langar í eitt tæki en hún fer ekki hátt með það og biður ekki um það; hana langar í tölvu,“ segir Kristín. „Ég er að safna mér fyrir henni; ég hef reynt að safna fyrir mörgum hlut- um en fólk er alltaf að kaupa þá fyrir mig.“ Mikki stekkur upp á sófaborð, mjálmar og réttir eina loppu í áttina að Kristínu sem segir að hann vilji að hún knúsi hann og tekur hann í fangið. „Ég hlakka til fermingarinnar,“ seg- ir hún með köttinn í fanginu, „og held að þetta verði rosa gaman. Við ætl- um að hafa þetta bjart og vorlegt og ég vona að Hekla spili á gítarinn í veisl- unni.“ Hvað myndi Hekla spila? Hvað er hún að spila þessa dagana? „Ég spila mikið eftir Bach og Fern- ando Sor.“ Það er spurning hvort Mikki sé sofnaður. Það heyrist af og til í páfagauknum sem sést ekki. Græðlingarnir í pottunum reyna hvað þeir geta að rétta úr sér. Það eru bara tæpir tveir mánuðir til stefnu. n Svava Jónsdóttir Í þjóðbúningi og með skotthúfu 50 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Mæðgurnar Kristín Birna Kristjánsdóttir og Hekla Baldursdóttir ræða um trúna og ferm- inguna. Á sviðinu er líka kötturinn Mikki, sem er oft- ast kallaður kisi, og páfagaukur sem sést ekki. Það er líka rætt um veislu með kransaköku og veislu þar sem verður ekki boðið upp á kransaköku. Mæðgurnar Kristín Birna Kristjánsdóttir og Hekla Baldursdóttir. Þjóðbúningur Glæsileg í íslenskum þjóðbúningi. „Ég hef lært að það er ekki svo slæmt að fara í messu, eins og mér fannst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.