Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 45
skrifað í stað þess að stara upp
í loftið.
Í lokin var mér farið að
finnast þetta leiðinlegt, ég var
löngu búin að fá leið á þessu.
Það kom vel út fjárhagslega
að halda áfram og ég var tví
stígandi með næstu skref. Á
tímabili íhugaði ég að fara í
kvikmyndaskóla í Los Angeles
en þá lenti ég í þessari árás í
New York svo það varð ekkert
úr því.“
Árásin
Árásin átti sér stað í fjölbýlis
húsi í New York. María gekk
inn í lyftu þar sem hún
mætti árásarmanni sínum.
Árásarmaðurinn var stór og sterkur
auk þess sem hann var með hníf sem
hann mundaði á meðan hann hótaði
Maríu. Hann dró hana út á hæð sem
stóð tóm og hún vissi strax að hún
ætti ekki möguleika gagnvart þessum
manni, enda beitti hann hana hrotta
legu ofbeldi, nauðgaði henni og hót
aði að drepa hana.
Eftir að hafa lúskrað á Maríu þá tók
hann hana upp og lét hana hanga
út um glugga. Ef hann hefði sleppt
handtakinu hefði hún ekkert getað
gert til þess að bjarga sér. Hún hefði
aldrei lifað það af.
„Hann hefði getað látið mig húrra
niður. Hann hefði líka geta skorið af
mér brjóstin eins og hann sagðist ætla
að gera. Ég veit ekki hvaða vernd ég
fékk, af hverju þetta fór ekki verr.
Þegar hann byrjaði að tala um að
hann ætlaði að skera af mér brjóstin
þá var eins og það legðist eitthvað
hvítt yfir mig. Ég sá náttúrulega ekki
neitt því hann hafði hulið höfuð mitt
en þetta var einhver tilfinning sem
ég fann og ég sá þetta inni í mér, ein
hverja vernd, einhverja von. Mér
fannst ég vera óhult, eins og ég hefði
myndað vegg gagnvart honum. Hann
var enn að tala við mig en hann fjar
lægðist mig.“
Hún sýpur á kaffinu og segir „fyrir
gefðu hvað ég reyki mikið,“ um leið
og hún kveikir sér í annarri sígarettu.
„Sagði ég þér frá því þegar hann stakk
hnífnum inn í mig?“ Árásarmaðurinn
var með hníf sem var þannig að þegar
ýtt var á takka skaust tvíeggjað blað út
og stakk hann skaftinu inn í leggöng
Maríu. „Af hverju beitti hann ekki
blaðinu? Af hverju var hann að stinga
skaftinu inn í mig?“ spyr María hugsi
og segir svo lágróma að maður geti
ekki alltaf sett sig í spor annarra. „Ég
var bara fegin að hann drap mig ekki
því hann virtist ætla sér að gera það.“
Reiðin
Hún var orðin fullorðin kona þegar
þetta gerðist, 34 ára, og hafði upp
lifað ýmislegt. „Ég kallaði ekki allt
ömmu mína. En þegar hann skildi
mig eftir inni á baðherbergi og fór en
kom svo aftur til þess að halda áfram
þá var eins og sálin yfirgæfi líkamann.
Vanmátturinn var algjör. Það er eins
og það væri ekkert eftir, ég væri bara
hylki. Sársaukinn var of mikill. Þegar
allt var afstaðið þá kom reiðin upp
og hún var sterkari en vanmátturinn.
En þegar barn er tekið með þessum
hætti þá er það spurning hvenær
maður drepur mann. Í íslenskum
lögum er refsiramminn sextán ára
fangelsisvist en kynferðisbrotamenn
fá bara koss á kinn frá kerfinu,“ segir
María ákveðin og er bersýnilega reið.
„Ég finn fyrir reiði gagnvart því hvern
ig tekið er á þessum málum og reiði
yfir því að það sé fólk þarna úti sem
er með þetta ofbeldi í sér, því þetta er
enn að gerast.“
Það tekur á að rifja þetta upp og
hún tárast. Árásarmaðurinn fannst
aldrei og verst var að hann virtist hafa
haldið áfram að brjóta af sér með
þessum hætti. Þremur dögum eftir
árásina var María kölluð niður á lög
reglustöð þar sem hún var beðin um
að bera kennsl á grunaðan mann.
Hinn grunaði stóð þarna í röð ásamt
fleirum en María treysti sér ekki til
þess að bera kennsl á hann.
„Hinn grunaði var handtekinn
eftir árás þar nákvæmlega
sömu orðin og aðferðirnar
voru notaðar á aðra konu.
Hún var barnshafandi, komin
sjö mánuði á leið og barnið dó.
Lögreglan sýndi mér mynd af
konunni og hún var mun verr
farin en ég. Það gerði mig enn
reiðari.“
María vissi af fleiri málum.
Einu sinni hafði hún átt fund
á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi
klukkan eitt. En hún var of sein
og mætti ekki fyrr en korter yfir.
Í millitíðinni hafði kunningja
kona hennar verið rifin út á
þriðju hæðinni þar sem henni
var nauðgað af tveimur mönn
um án þess að nokkur vissi til.
María var grunlaus um glæpinn
sem átti sér stað á þriðju hæð
inni þegar hún fór þar framhjá
og alla leið upp á fimmtu hæð.
Seinna kom upp annað mál
sem var alveg eins og þá fór hún
í mál við bygginguna. „Fram til
þessa hafði öllum slíkum mál
um verið hent út úr réttarkerfinu
á þeim forsendum að tómar hæðir
yrðu að vera opnar fyrir slökkviliðs
menn ef eldur kæmi upp í húsinu. En
lögmaðurinn minn náði í sérfræðing í
lyftum sem sýndi fram á að það væru
ekki framleiddar lyftur sem slökkvi
liðsmenn gætu ekki brotið upp á
þremur til sjö sekúndum ef til þess
kæmi. Þannig að samið var um málið
og eftir að ég skrifaði borgarstjóra og
þingmönnum þá voru sett lög um að
allar auðar hæðir yrðu að vera lokað
ar þaðan í frá.“
Varð ísköld
Árásin breytti öllu. Hún breytti Maríu
og lífinu sem hún lifði. Hún breytti sýn
hennar á lífið og öllu sem á eftir kom.
„Ég var alltaf svona „happy go lucky“
og kærulaus en allt í einu missti ég allt
öryggi. Ég var komin með hugarfar
glæpamanns og var alltaf vakandi yfir
því hvar hann gæti verið. Ég var alltaf
á verði. Ég gekk aldrei undir stillansa
og sveigði fram hjá hurðum. Ég notaði
rúður sem spegla til þess að sjá hvort
einhver væri á eftir mér. Þetta var vont
mál.
Verst var hvernig mér leið. Mér
fannst vont að vera svona hrædd. Mér
fannst vont að sjá á eftir sjálfri mér,
hvernig ég hafði verið og hvernig ég
hafði breyst, að ég væri orðin harðari.
Hugsanirnar sem ég hafði voru ekki
fallegar, ég hugsaði með mér hvernig
ég myndi drepa mann eins og hann,
hvernig ég myndi fylgjast með er hon
um blæddi út. Það var svo ólíkt mér
en ég var orðin ísköld og hefði vel get
að drepið ef ég hefði lent í þessu aftur.
Þessar hugsanir fannst mér verstar og
eins þessi eilífi ótti.“
Í mörg ár svaf María ekki djúpum
svefni. „Ég var með 3.000 fermetra
stúdíó þar sem ég bjó um tíma. Í
baksundinu voru dúfur og fleiri fuglar
og ég þekkti muninn á vængjaslættin
um. Ég heyrði í músunum í
veggjunum. Það var ofboðslega
lýjandi að vera alltaf í þessari spennu
og fá aldrei þennan saklausa djúpa
svefn og finnast ég hvergi vera örugg.“
Það var högg fyrir mig að komast
að því að ég væri ættleidd, að ég
væri ekki dóttir foreldra minna. En
þessi árás er stærsta höggið sem ég
hef orðið fyrir í mínu lífi. Þó að þessi
reynsla væri þroskandi þá tók hún
líka svo margt frá mér, eins og öryggis
tilfinninguna. Það var skrýtið að sjá
að munurinn á milli lífs og dauða hjá
ekki var ekki annað en eitt handtak.“
María lækkar róminn. „Kannski
get ég notað orðalagið að ég sé reynsl
unni ríkari. En ég skil ekki hvernig það
er hægt að gera svona. Þótt ég sé laus
við óttann í dag er ég enn að glíma við
afleiðingar hans og ég er alltaf á varð
bergi.“
Náði áttum á geðdeild
Eftir á að hyggja telur hún að um sjö
ár hafi liðið þar til henni tókst að að
lagast þeim breytingum sem höfðu
orðið á lífi hennar við árásina. „Ég
funkeraði en það var tæpt.“
Áður náði þunglyndið tökum á
henni og í örvæntingu sinni tók hún
deyfandi lyf, lagðist í heitt bað og skar
sig á púls. Það varð henni til lífs að vin
kona hennar fékk svo sterkt hugboð
að hún ákvað að fara heim til Maríu
og athuga hvernig hún hefði það.
„Þetta var ekki lausnin, ég fann það
en ég var orðin svo sljó af þessum pill
um að ég gat ekkert gert. Það síðasta
sem ég man var engin panikk eða
Ástir og áföll M ríu
Viðtal 45Páskablað 27. mars-2. apríl 2013
„Á kvöldin
púðraði ég
bara skallann og
fór með hann út,
ég notaði aldrei
hárkollu.
Á hátindi ferilsins María heldur mikið upp á myndaröð sem var tekin af Norman Parkinson.