Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 28
Sandkorn S kýrsla starfshóps innanríkis- ráðuneytisins um Guðmund- ar- og Geirfinnsmálið felur í sér gríðarlegan áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi. Í skýrsl- unni er sett fram skýr krafa um að málið verði tekið upp aftur. Í henni er undirstrikað að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að játningar þeirra sem dæmdir voru í umræddum mál- um hafi verið knúnar fram með harð- ræði, einangrun og öðrum aðferð- um sem ekki eru boðlegar í siðuðum samfélögum. Áratugum eftir að hópur ungs fólks gekk í gegnum óbærilegar raunir af völdum þeirra sem eiga að tryggja að réttlætisgyðjan sé í öndvegi kemur upp það álit sérfræðinga að svívirða hafi átt sér stað. Stærsta ábyrgð á málum ber Hæstiréttur Íslands sem staðfesti dóma yfir unga fólkinu og lýsti það sekt um morð eftir að játningar höfðu verið kreistar fram með pyntingum á borð við einangrun sem slær út flest það sem þekkist á okkar tímum. Lög- regla, fangaverðir og flestir þeir sem komu að málum lögðust á eitt til að fullkomna þá svívirðu sem skýrslan lýsir. Menn sem höfðu fengið það vald frá samfélaginu að gæta laga og rétt- lætis lögðust eins lágt og hægt var til að koma morðsök á hóp ungmenna. Viðvörunarraddir voru þaggaðar nið- ur. Fangelsispresturinn Jón Bjarman tilkynnti um harðræði gegn gæslu- varðhaldsföngunum en enginn hlust- aði. Fleiri reyndu að vara við þeim glæp sem réttarkerfið stóð fyrir en þögnin ein ríkti. Hér er um að ræða einn ljótasta kafla íslenskrar réttar- farssögu. Á þeim árum sem þessi mál gengu yfir ríkti sú stemning í samfélaginu að hin grunuðu væru nánast réttdræp. Sum þeirra áttu að baki smáglæpi og virðist svo vera sem níðingum kerf- isins hafi þótt sjálfsagt að klína á þau tveimur morðum. Og það vantaði ekki samstillinguna sem náði allt upp í Hæstarétt þar sem dómarar fullkomn- uðu réttarmorðið. Hæstiréttur Íslands á að baki langa sögu dómsmorða og pólitískrar spill- ingar. Sjálfsagt hefur þótt að stjórn- málamenn skipuðu skussa sem þeim voru þóknanlegir til að sitja í Hæsta- rétti. Frændur og vinir hafa orðið dómarar þrátt fyrir að mikið hafi skort á í hæfni. Siðblinda hefur einkennt að- ferðirnar við að koma að rétta fólkinu. Reyndin hefur verið sú að Hæstiréttur nútímans hefur dæmt fólk á brengluð- um forsendum. Um þetta vitna nýlegir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem úrskurðað var að dómsmorð hafi verið framið á íslenskum blaða- mönnum. Þrátt fyrir þann dóm hefur enginn dómaranna axlað ábyrgð og farið. Þeir sitja sem fastast og dæma áfram eftir eigin geðþótta. Alvara Geirfinnsmálsins er sú að líf ungs fólks var bókstaflega lagt í rúst á grundvelli játninga sem fengn- ar voru með vafasömum aðferðum. Árum saman sat þetta fólk í fangelsi. Sum þeirra hafa helgað líf sitt barátt- unni við að fá málin tekin upp aftur. Og tveir þeirra sem harðast urðu úti dóu án þess að rofaði til í málinu. Ög- mundur Jónasson innanríkisráðherra og starfshópurinn sem nú hefur lokið starfi sínu eiga heiður skilið. Skýrslan lýsir viðbjóðslegu réttarkerfi. Algjör óvissa er þó um næstu skref. Það mun koma til kasta sömu dómstóla að úr- skurða um endurupptöku sem þeir hafa áður hafnað. Sömu dómararnir eiga nú að koma að málum í því skyni að leiðrétta mistök forvera sinna. Þar liggur hundurinn grafinn. Íslenskir dómstólar hafa ekki sýnt að þeim sé treystandi til þess að leiðrétta mistök fortíðarinnar. Forherðing þeirra hefur verið nær algjör. Hæstiréttur Íslands hefur sýnt og sannað að þar á bæ axla menn ekki ábyrgð. Dómarar sem gera alvarleg mistök í störfum sínum eiga að víkja og axla þannig sína ábyrgð. Nú þarf samfélagið allt að tryggja að þolendur í Geirfinnsmálinu fái sann- gjarna niðurstöðu í sín mál. Það gerist ekki nema fram fari allsherjaruppgjör í þessum málum. Réttarmorð mega ekki viðgangast í ríki sem telur sig vera siðmenntað. Heppinn Björgólfur n Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi eigandi Lands- bankans, virðist ekki vera undir stækkunargleri sak- sóknara vegna markaðs- misnotkunarmáls Lands- bankans. Aftur á móti virðist Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, þurfa að taka á sig sökina fyrir ýmis lán sem veitt voru til viðskiptafélaga Björgólfs Thors í þeim tilgangi að halda uppi verði á hlutabréfum bankans. Í því samhengi má nefna að enginn tölvupóstur á milli Björgólfs Thors og Sig- urjóns hefur ratað í fjölmiðla, líkt og í tilfelli Lárusar Welding og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem dæmi. Lögheimili á Kýpur n Samherji er ekki eina ís- lenska fyrirtækið sem hef- ur tengsl við Kýpur. Nokkur félög tengd Björgólfi Thor Björgólfssyni voru skráð á Kýpur fyrir bankahrunið. Má þar nefna Bell Global og Givenshire Equities. Þá var rússneska bjórfyrirtæk- ið Bravo stofnað á grunni sex fyrirtækja sem skráð voru í Limassol á Kýpur. Var Björgólfur Thor stjórnarfor- maður þeirra allra. Einnig má nefna að Björgólfur Thor var með skráð lögheimili sitt á Kýpur áður en hann færði það til Bretlands. Fjallagarpar í háska n Á næstu vikum mun koma í ljós hvort fjallgöngugörpun- um Guðmundi Stefáni Maríus- syni og Ingólfi Geir Gissurarsyni tekst að klífa Mount Everest, hæsta fjall í heimi. Áður hafa nokkrir Íslendingar komist á toppinn en félagarnir, sem eru fimmtugir, yrðu þeir elstu úr þeim hópi til að ná þessum áfanga. Báðir eru þaulreynd- ir fjallamenn og hafa lent í ýmsum uppákomum. Guð- mundur Stefán lenti í háska á Esjunni í vetur þegar hann týndist í illviðri og var bjargað á elleftu stundu af björgunar- sveitarmönnum. Friðrik í stuði n Skjár Einn er á umtalsverðri siglingu þessa dagana undir stjórn Friðriks Friðrikssonar. Eft- ir að hafa glímt við tap undan- farin ár er svo að sjá sem jafn- vægi sé að nást. Jón Ásgeir Jóhannesson, skuggastjórn- andi 365 hefur haft mikinn áhuga á framgangi Skjásins og um tíma vildi hann kaupa hann til að sameina Stöð 2. Nú er hermt að uppganga Skjásins valdi honum og Ara Edwald, forstjóra 365, gífurleg- um áhyggjum og þá ekki síst vegna þess að sjálfir glíma þeir við mikinn fólksflótta út úr fjölmiðlaveldi sínu. Ég sé börnin mín á hverjum degi Galdrakarl þegar kemur að gríni Flugstjórinn Davíð Ásgeirsson segir EasyJet fjölskylduvænt fyrirtæki. – DV Jón Gnarr er fyndnasti Íslendingurinn samkvæmt álitsgjöfum DV. – DV Viðbjóðslegt réttarkerfi„Viðvörunar- raddir voru þaggaðar niður Þ jóðaratkvæðagreiðslan 20. októ- ber 2012 snerist um annað og miklu meira en nýja stjórnarskrá. Atkvæðagreiðslan var langmark- verðasta kosning í sögu landsins. Aldrei áður hefur Alþingi boðið kjósendum að kjörborði til að fjalla á einu bretti beint og milliliðalaust um nokkur helztu álita- mál stjórnmálanna, þar á meðal jafnt vægi atkvæða og auðlindir í þjóðareigu. Ekki bara það: í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni sátu kjósendur allir við sama borð, vægi atkvæða var jafnt. Misvægi atkvæð- isréttar hefur verið ágreiningsefni allar götur frá 1849, þegar Fjölnismaðurinn Gísli Brynjólfsson lagði fyrstur manna fram tillögu um jafnan atkvæðisrétt. Auðlindamálin hafa verið deilumál frá því um 1970. Vegna lýðræðishallans á Alþingi hefur minni hluti kjósenda alla tíð fengið að ráða för í báðum þessum málum. Við sama borð Í alþingiskosningum hafa kjósend- ur hingað til aðeins getað kosið óbeint um einstök mál með því að velja milli stjórnmálaflokka upp á von og óvon. At- kvæði vega enn misþungt eftir búsetu. Ólíkt alþingiskosningum var þjóðarat- kvæðagreiðslan 20. október sannköll- uð lýðræðisveizla. Þar sátum við öll við sama borð og gátum kosið beint um auðlindir í þjóðareigu (83% kjósenda sögðu já), persónukjör (78% sögðu já), beint lýðræði með tíðari þjóðar- atkvæðagreiðslum (73% sögðu já) og jafnt vægi atkvæða (67% sögðu já). Nýja stjórnarskráin, sem 67% kjósenda sögðu já við, tryggir allt þetta og ýmsar aðrar mikilvægar réttarbætur handa fólkinu í landinu, t.d. upplýsingafrelsi, óspilltar embættaveitingar, víðfeðmari mann- réttindi, meiri umhverfisvernd, traustari stjórnskipan og margt fleira. Frumvarp- ið liggur nú fullbúið frammi á Alþingi og bíður afgreiðslu fyrir þinglok í sam- ræmi við opinberar yfirlýsingar 32ja al- þingismanna af 63. Með því að daðra nú opinskátt við hugmyndina um að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna að engu, brýt- ur Alþingi blað. Alþingi ögrar lýðræðinu með því hóta því að hafa að engu vilja kjósenda, sem birtist í skýrum svörum þeirra við þeim brýnu spurningum, sem þingið sjálft bað kjósendur um að svara. Lýðræðið í landinu er ekki lengur í ör- uggum höndum á Alþingi. Virðingarleysi Hvað fyndist mönnum, ef alþingismenn leyfðu sér að umgangast úrslit alþing- iskosninga af sama virðingarleysi og þeir sýna nú margir úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar 20. október? Hvað fyndist mönnum, ef stjórnmálaflokkur með 30% fylgi slægi eign sinni á þau 21%, sem sátu heima, segðist í raun og veru hafa 51% fylgi og ætti því rétt á að fá að ráða för? Hvað fyndist mönnum, ef alþing- iskosningar væru kallaðar marklaus skoðanakönnun? Hvað fyndist mönn- um, ef þingmenn segðust líta svo á, að nauðsynlegt væri að bera úrslit alþing- iskosninga undir sérfræðinga? Hvað fyndist mönnum, ef þingmenn segðu, að í ljós myndi koma í næstu kosning- um, hvort raunverulegur vilji hefði búið að baki úrslitum síðustu kosninga? Allt þetta og enn meira hafa alþingis- menn leyft sér að segja um þjóðarat- kvæðagreiðsluna 20. október. Þeir reyna þannig að skjóta sér undan skýrum dómi kjósenda. Þeir svífast einskis. Sérfræðingar í sviknum loforðum Hvers virði er nú loforð Alþingis um þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í ESB, þegar þingmenn velkj- ast fyrir allra augum í vafa um, hvort þeir þurfi að virða úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar 20. október? Þingmenn, sem reyna nú að standa í vegi fyrir framgangi þjóðarviljans í stjórnarskrár- málinu,virðast taka eigin hag fram yfir almannahag. Þeir sjá í hendi sér sum- ir hverjir, að jafnt vægi atkvæða myndi rýra möguleika þeirra til að ná endur- kjöri til Alþingis. Þeir sjá í hendi sér, að nýting auðlinda í þjóðareigu á jafn- réttisgrundvelli myndi skera á togvír- inn, sem bindur suma þeirra við út- vegsmenn eins og Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins hefur lýst öðrum mönnum betur á prenti. Þeir sjá í hendi sér, að upplýsingafrelsi myndi gegnumlýsa leyndarhjúpinn, sem sum- ir þeirra hafa legið undir óáreittir og farið sínu fram. Þeir sjá í hendi sér, að óspilltar embættaveitingar munu valda þeim raski og vinum þeirra. Þeim má ekki líðast að standa í vegi fyrir fram- gangi þjóðarviljans eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október. Úrslit hennar standa. Lýðræðisveizluspjöll Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALNÚMER RITSTJÓRN ÁSKRIFTARSÍMI AUGLÝSINGAR 28 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Þeir reyna þannig að skjóta sér und- an skýrum dómi kjós- enda. Þeir svífast einskis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.