Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 66
Dýrt á toppnum í enska 66 Sport 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Ronaldo sækir hratt að Messi n Allra fróðlegasta tölfræðin í evrópska boltanum A rgentínski snillingurinn Lion- el Messi hefur verið mestur og bestur síðastliðna mánuði samkvæmt tölfræðiúttekt Castrol en nú sækir Cristiano Ronaldo hratt að kappanum. Munar nú aðeins 76 stigum á þeim. Miðað við að Castrol-úttektin er ein af ítarlegustu tölfræðikerfum í boltan- um þar sem hver einasti leikmaður í Evrópuboltanum fær einkunn byggða á fimmtán mismunandi þáttum leiksins í hverjum einasta leik ætti einkunnagjöf sú að vera kunnari en hún er. Sú tekur til allra helstu þátta og áhrif hvers leikmanns í hverjum ein- asta leik, reiknar út með sérstakri reikniformúlu og gefur stig fyrir hvern og einn leikmann. Í því tilliti kemur ýmislegt á óvart. Engum skal koma á óvart að Messi hafi trónað á toppnum mánuðum saman enda verið stórkostlegur í alla staði. Ekki er neitt merkilegt við að Cristiano Ronaldo sé í öðru sætinu enda frábær leikmaður og hefur gert fína hluti í vetur þó komið hafi mis- jafnir kaflar annað slagið. Þekktir kappar koma þar á eftir al- veg þangað til í áttunda sætinu þar sem Pierre-Emerick Aubamayang, fram- herji St. Etienne í frönsku deildinni, situr en sá hefur farið á kostum í allan vetur. Tveir næstu leikmenn eru ekki mjög þekktir heldur. Framherjinn Mandzukic hjá Bayen München hefur aldeilis fundið sig að undanförnu og á eftir honum kemur fyrsti varnarmað- urinn sem kemst á listann. Það er Le- onardo Bonucci hjá Juventus. n F rá því keppnistímabilinu 2006/2007 lauk er Arsenal eitt fjögurra félagsliða í ensku úr- svalsdeildinni sem hafa skil- að hagnaði í leikmannavið- skiptum sínum. Raunar er það eina „stórliðið“ sem skilar hagnaði á þessu sviði þegar horft er til síðustu sex ára. Helstu keppinautarnir beinlínis brenna peningum. Milljarði á millj- arð ofan er eytt í leikmenn, samkvæmt úttektinni, sem sótt er í smiðju Sport Magazine. Hagnað Arsenal má að miklu leyti rekja til sölu lykilmanna félagsins. Stjörnur á borð við Cesc Fabregas og Robin van Persie hafa verið seldar frá félaginu fyrir háar upphæðir. Rýr uppskera Arsenal Þó liðið hafi keypt öfluga leikmenn síðastliðið sumar, eftir brotthvarf Persie til Manchester United eru stuðningsmenn ekki sáttir. Lykilmenn hafa margir hverjir verið seldir til liða sem berjast við Arsenal um sæti í Meistaradeild Evrópu en undanfarin ár hefur það verið fjarlægur draumur að raunhæft sé að gera kröfu um ein- hvern af stóru titlunum. Arsene Wenger hefur teflt fram ungu og óreyndu liði, í samanburði við hin stóru félögin, enda hefur upp- skeran verið rýr. Þótt liðið hafi haldið sæti sínu í Meistaradeildinni síðustu ár hefur Arsenal ekki unnið titil frá því vorið 2005 þegar liðið varð bik- armeistari. Árið áður varð liðið enskur meistari þegar það lék alla 38 leikina án taps. Velgengnin kostar Á sama tíma hafa liðin sem hafa ver- ið rekin með svimandi tapi ár eftir ár eftir ár, hampað titlunum. Önnur þau lið sem skilað hafa góðum rekstri undanfarin sex ár renna stoðum und- ir það sem augljóst virðist vera; heil- brigði í rekstri og árangur á vellinum haldast síður en svo í hendur. Mestu glannarnir í fjármálum vinna stóru titlana. Þeir sem sýna ráðdeild verða undir í baráttunni. n n Arsenal er eina stórliðið sem hagnast á leikmannamarkaðnum n Árangur í deildinni dýru verði keyptur Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Arsenal 40 milljóna punda gróði ↑ Aðeins fjögur úrvalsdeildarlið hafa skilað hagnaði í leikmannaviðskiptum frá árinu 2007. Í tilviki Arsenal er það fyrst og fremst vegna sölu lykilleikmanna liðsins. Þeir leik- menn sem keyptir hafa verið í staðinn hafa ekki verið í sama gæðaflokki. Afleiðingin er sú að átta tímabil eru nú liðin frá síðasta titli. Reading 8 milljóna punda gróði ↑ Reading hefur tvisvar á umræddu tímabili unnið sér sæti í úrvalsdeildinni og því hefur nokkuð gengið á hjá félaginu. Félagið má þrátt fyrir flakk á milli deilda vel við una. En breyttir tímar kunna að vera framundan. Rússneski milljarðamæringurinn Anton Zingarevich á nú félagið og þykir líklegur til að opna ávísanaheftið oftar en gert hefur verið á undanförnum árum. Newcastle 8 milljóna punda gróði ↑ Þrátt fyrir að skiptar skoðanir séu á eigenda félagsins, Mike Ashley, verður að gefa honum klapp á bakið fyrir að hafa tryggt rekstur félagsins. Það varð félaginu nokkurt áfall þegar Newcastle féll um deild um árið en þar var stoppið stutt. Félagið hefur keypt skynsamlega inn og hefur tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu. Wigan 5 milljóna punda gróði ↑ Wigan er annað dæmi um lið sem hefur farið sparlega með fé á undanförnum árum. Þeir hafa reyndar oft verið nálægt því að falla en hafa að hluta fjármagnað félagið með sölu á þeirra bestu leikmönnum. Roberto Martinez hefur tekist að kaupa óreynda leikmenn til félagsins sem orðið hafa öflugir leikmenn. Hugo Rodallega er gott dæmi. Everton 2 milljóna punda tap ↓ David Moyes hefur um árabil þurft að sætta sig við takmörkuð fjárráð félagsins. Þrátt fyrir það hefur Everton tekist ár eftir ár að vera í baráttu um sæti í Evrópukeppnum. Félagið eyðir nánast aldrei háum upphæð- um í leikmenn. Everton keypti Marouane Fellaini fyrir metfé árið 2008 þegar liðið borgaði 15 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það er enn félagsmet. Swansea 4 milljóna punda tap ↓ Swansea spilaði lengst af því tímabili sem um er rætt í neðri deildum á Englandi. Útgjöldin hafa þess vegna ekki verið ýkja há. Félagið hefur verið klókt í leikmannakaup- um, til dæmis með því að kaupa Michu fyrir slikk og fá Gylfa Þór Sigurðsson að láni. Liðið hefur fest sig í sessi í úrvalsdeild. Norwich 10 milljóna punda tap ↓ Norwich var í úrvalsdeildinni þegar hún var stofnuð en hefur átt erfiða tíma í knattspyrnulegu og fjárhagslegu tilliti. Liðið er þó komið í deild hinna bestu á nýjan leik, eftir mögur ár og mikla endurskipulagningu. Liðið hefur staðið sig vel í vetur og er að mestu laust við falldrauga. West Brom 12 milljóna punda tap ↓ Félagið hefur flakkað á milli efstu deildar og þeirrar næstefstu margoft á undan- förnum árum. Núna gengur betur og eftir frábæra byrjun á tímabilinu er liðið enn í baráttu um Evrópusæti. Liðið er á sínu þriðja tímabili í efstu deild, sem er met frá árinu 1992. Liðið hefur alla tíð farið sparlega með fé og látið lítið fyrir sér fara á leikmanna- markaðnum. Southampton 14 milljóna punda tap ↓ Félagið hefur á tímum glímt við mikla fjár- hagserfiðleika, sérstaklega eftir að liðið féll úr úrvalsdeild 2005, eftir 27 ára veru í efstu deild. Síðustu misseri hafa þó verið blómlegri og gefið fyrirheit um betri tíð. Félagið hefur verið nokkuð duglegt á leikmannamarkaðn- um og keypti meðal annars Gaston Ramirez fyrir 12 milljónir punda í fyrra. Fulham 26 milljóna punda tap ↓ Mohamed Al-Fayed keypti Fulham árið 1997 og hefur haldið afar þétt um pyngju sína. Það kemur þess vegna svolítið á óvart að liðið hafi tapað jafn miklum peningum og hér má sjá. Félagið hefur þó, allra síðustu misseri, látið fyrir sér fara á markaði með leikmenn og keypti til dæmis Dimitar Ber- batov frá Manchester United. West Ham 56 milljóna punda tap ↓ Lundúnaliðið féll um deild 2011 og það hafði slæm áhrif á fjárhag félagsins. Liðið er hins vegar mætt aftur í efstu deild og hlutirnir ganga bærilega. Eftir að David Gold og David Sullivan tóku um stjórnartaumana í félaginu hefur það látið meira fyrir sér fara á leikmannamarkaðnum. Tottenham 65 milljóna punda tap ↓ Í tíð Harry Redknapp var Tottenham dug- legt að eyða peningum. Redknapp keypti t.d. bæði Darren Bent og Peter Crouch dýru verði en á móti hefur félaginu tekist að fá dágóðar upphæðir, til dæmis fyrir Dimitar Berbatov og Luka Modric. Það kemur ef til vill á óvart, miðað við leikmannahóp Tottenham, að félagið skuli ekki vera í stærri mínus. QPR 72 milljóna punda tap ↓ Peningar hafa ekki verið vandamál hjá QPR síðan Tony Fernandez keypti tvo þriðju hluta í félaginu í ágúst 2011. Áður hafði reyndar Flavio Briatore veitt félaginu fjárhagslega innspýt- ingu en ekkert í líkingu við það sem fylgdi komu Fernandez. Tvisvar í janúarglugganum 2013 var félagsmet slegið þegar Loic Remy og Christopher Samba voru keyptir. Félagið hefur eytt duglega á undanförnum misserum og sjóðir eigandans malasíska virðast botnlausir. Stoke 80 milljóna punda tap ↓ Stoke City hefur ekki verið sérstaklega áberandi á leikmannamarkaði undanfarin misseri, þó liðið hafi staðið sig vel inni á vell- inum og treyst sig í sessi sem úrvalsdeildar- lið. Það kemur þess vegna svolítið á óvart að tapið sé jafn mikið og raun ber vitni. Stoke hefur reyndar keypt leikmenn eins og Peter Crouch, Kenwyne Jones og Charlie Adam en annars hefur liðið látið lítið fyrir sér fara. Sunderland 88 milljóna punda tap ↓ Leikmannakaup Sunderland hafa á undan- 40 m . £ Gerrard er tuddi Það kjaftaði hver tuska á auka- spyrnusérfræðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni, í viðtali á FM957 í vikunni þar sem hann ræddi við Auðun Blöndal þáttastjórnanda. Gylfi Þór, sem leikur með Totten- ham í ensku úrvalsdeildinni, var meðal annars spurður að því hver væri erfiðasti andstæðingurinn í deildinni. „Það er erfitt að spila við Gerrard,“ sagði hann. „Hann er tuddi og það er leiðinlegt að spila við hann.“ Hann bætti svo við að City-leikmennirnir Sergio Aguero og David Silva væru einnig afar erfiðir viðureignar. Gylfi skoraði stórbrotið mark úr aukaspyrnu í landsleik gegn Slóveníu um síðustu helgi. Hann sagði aðspurður að um væri að ræða fallegasta mark sem hann hefði skorað á ferlinum. „Þetta mark og markið á móti Skotlandi með U21 árs landsliðinu eru skemmtilegustu mörkin.“ Íslendingaslagur Rhein-Neckar ljón Guðmundar Guðmundssonar mæta Magde burg í átta liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Dregið var í Vín á fimmtudag en Íslendingar leika með báðum liðum. Alexander Pet- ersson leikur með Rhein-Neckar Löwen eins og hinn stórefnilegi Stefán Rafn Sigurmannsson. Í her- búðum Magdeburg er svo lands- liðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústafsson. Aðrar viðureignir verða sem hér segir: n KIF Kolding – Team Tvis Holstebro n Maribor Branik – Frisch Auf Göppingen Liðin eigast við tvisvar, fyrst 20. til 21. apríl en svo 27. og 28. apríl. Taka má fram að gestgjafar úrslitahelgarinnar í keppn- inni, Nantes, sitja hjá í þessari umferð. Með því liði leikur Íslendingurinn Gunnar Steinn Jónsson. Topp 10 á Castrol 1. Leo Messi 1.137 stig 2. Cristiano Ronaldo 1.061 stig 3. Arjen Robben 983 stig 4. Karim Benzema 902 stig 5. Thomas Müller 896 stig 6. Robin van Persie 892 stig 7. Luis Suarez 862 stig 8. Pierre Aubamayang 850 stig 9. Mario Mandzukic 845 stig 10. Leonardo Bonucci 829 stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.