Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 48
H
ann opnar útidyrnar að
einni íbúðinni á stúdenta-
görðum. Réttir fram hönd,
heilsar og býður inn. Lokar
og gengur hægum skref-
um inn í íbúðina. Það er snyrti-
legt hjá honum og örfáir hlutir í
stúdíóíbúðinni enda er hann ný-
fluttur: Sófi, rúm, lítið eldhúsborð,
kommóða og hljómflutningstæki.
Hann hellir kaffi í krúsina sína
og setur fingur ofan í til að passa
að ekki flói upp úr. Gulur Cheerios-
kassi er á eldhúsborðinu. Skærasti
liturinn í íbúð inni.
Eyþór hóf síðastliðið haust nám
í félagsfræði með kynjafræði sem
aukagrein.
Hann fékk úthlutað úr Þor-
steinssjóði í vetur en um er að ræða
styrki til blindra og sjónskertra
nemenda við Háskóla Íslands þar
sem undanfarin ár hefur verið lögð
áhersla á að blindir og sjónskert-
ir njóti jafnræðis á við aðra og eigi
sömu möguleika til náms. Hver
styrkur nemur 400.000 krónum.
Hann segir fínt að stunda nám
við háskólann.
„Ég hef ekki orðið fyrir neinum
meiriháttar vandkvæðum; ég er
ekkert mjög krítískur maður þó ég
sé í kynjafræði sem er mjög krítísk
grein. Ég hef ekki mætt neinu nema
vilja til að láta þetta ganga sem best.
Ég bjóst við að það yrði strangara
eins og upp á próftöku en það hef-
ur ekki verið neitt mál að fá að taka
próf eins og mér finnst henta best.“
Það er þó nokkur spölur í há-
skólann. Eyþór segir að það sé ekk-
ert mál. „Ástæðan fyrir því að ég
flutti hingað er að ég vil geta geng-
ið. Umferliskennarar kenna blind-
um umferli; þetta skiptist í „mobil-
ity“ og „orientation“ áttun. Þetta er
ekkert langt eða um tíu mínútna
göngutúr. Ég geng upp götuna og
beygi svo til hægri.“
Hlustuðu á metaltónlist
Eyþór fæddist blindur. „Ég byrjaði
í Hólabrekkuskóla þegar ég var sex
ára en ég held ég hafi verið fyrsti
blindi nemandinn í Reykjavík sem
var í sínum hverfisskóla. Við vor-
um samrýmdir strákarnir í bekkn-
um en bekkurinn breyttist lítið frá
1. upp í 7. bekk. Ég fékk að vera með
í leikjum og það truflaði mig ekk-
ert þá að vera blindur. Ég spilaði til
dæmis stundum fótbolta og var þá
í marki.“
Hann sagði „þá“. Hvað breytt-
ist? „Já,“ segir hann. „Þá kom þessi
fræðilegi, umtalaði, andlegi gler-
veggur fatlaðra unglinga. Ég áttaði
mig á því að ég væri kannski ekki al-
veg með sömu spil á hendi og hin-
ir þegar ég var 12–13 ára. Það er
mismunandi hvernig fólk dílar við
það. Þetta fór fljótt út í það að ég
og vinur minn fórum pínulítið aðr-
ar leiðir.“ Hann brosir. „Við máttum
í unglingadeildinni sitja á ákveðnu
svæði en við sátum alltaf á jaðrin-
um og hlustuðum á metaltónlist.
Við vorum samt aldrei upp á kant
við aðra. Ég einangraðist heldur
aldrei.“
Jú, hann hafði verið í marki í fót-
bolta þegar hann var yngri. En á
þessum tíma breyttist það líka. „Ég
fattaði að ég var ekki „useful“ í fót-
bolta.“
Ólympíumót fatlaðra
Hann fór að æfa sund þegar hann
var sex ára. „Það er til viðtal í Mogg-
anum frá því ég var níu ára þar
sem ég sagði að ég ætlaði að fara á
Ólympíumót fatlaðra.
Ég fór að æfa af alvöru þegar ég
var kannski 12 eða 13 ára. Sund-
liðið mitt var mjög samrýmt á
tímabili en ég synti með Íþrótta-
félagi fatlaðra. Við vorum nokkr-
ir krakkar sem mynduðum mjög
sterkan hóp sem var miklu meira
en bara liðið. Við hittumst og átum
fullt af nammi og horfðum kannski
á mynd.
Ég á mér ekki sterka fyrirmynd í
sundinu eins og sumir. Ég æfði mig
og svo æfði ég mig meira og meira.“
Eyþór sýpur á kaffinu. „Svo allt í
einu var ég kominn með lágmörk-
in í unglingalandslið þess tíma.
Svo var það ekkert rosalega langt
frá því að ná lágmarkinu inn á
heimsmeistaramót og það var ekk-
ert langt frá heimsmeistaramóti á
Ólympíumót fatlaðra. Ég sá fram
á að það væri möguleiki á að taka
þátt í því.
Liðsheildin var reyndar ekki
jafnsterk og áður, árin 2006 og
2007, og sumir hættir svo ég hugs-
aði svolítið „what‘s the point?“. Fé-
lagslífið var stór þáttur af íþrótta-
iðkun minni og vinir mínir voru í
íþróttinni. Þess vegna hafði ég yf-
irleitt verið tilbúinn til að sleppa
því að gera ýmislegt fyrir íþrótta-
mót. Ég var nálægt því að hætta árið
2007 en fékk svo innspýtingu.“
Innspýtingin varð til þess að Ey-
þór tók þátt í Ólympíumóti fatlaðra
í Peking árið 2008.
Hann rifjar upp þegar hann
keppti í úrslitum á mótinu. „Það var
merkileg tilfinning. Þegar nafnið
mitt var kallað upp heyrðust rosa-
leg fagnaðarlæti. Úr öllum áttum
kom alveg dúndrandi klapp.“
Þögn.
„Ég get ekki lýst þessari tilfinn-
ingu en ég man að mér þótti þetta
mjög merkileg upplifun. Svo fékk ég
að vera fánaberi á lokaathöfninni
sem mér fannst vera mikill heiður og
var mjög ánægður með það.
Þetta var frábært mót og mér
gekk vonum framar. Það var eins
og að vera á fimm stjörnu hóteli að
vera í Ólympíuþorpinu.“
Hann skoðaði Kínamúrinn. „Ég
held að allir sem fara til Kína ættu
að sjá hann. Ég hugsaði meira að
segja áður en við fórum þangað
að ég nennti ekkert að fara því ég
sæi hann ekki; þetta væri bara ein-
hver grjóthleðsla. En mér fannst
mjög merkilegt að sjá þennan stað.
Ég gekk á múrnum; það var ein-
hver tilfinning eins og þegar maður
kemur inn í virkilega flottar kirkj-
ur.“
Á frönskunámskeið
Eyþór hefur ferðast víða um lönd
og fór eitt sumarið með vini sínum
á frönskunámskeið í Montpellier.
„Þetta var reyndar mjög fyndið.
Umsóknin mín var samþykkt af
skólanum en tveimur vikum síð-
ar fékk ég tölvupóst þar sem kom í
ljós að starfsmenn hefðu ekki gert
sér grein fyrir því að ég væri blind-
ur en það stóð samt í umsókninni.
Þetta reddaðist þó allt. Við bjugg-
um hjá fjölskyldu og skoðuðum
borgina vel. Ég mæli ekki með
því að villast í frönsku úthverfi á
sunnudagseftirmiðdegi; garðarnir
eru lokaður með veggjum þannig
að það er ekki hægt að spyrja
neinn til vegar þar sem enginn er
á ferli.“
Þeir félagar hafa sem sé villst?
„Já,“ segir Eyþór og hlær. Fer
ekkert nánar út í það.
„Svo fórum við til Parísar og vor-
um þar í nokkra daga. Við skoðuð-
um ýmislegt af því sem maður á að
skoða í París og nokkra staði í við-
bót. Við fórum í katakomburnar
og það er dálítil upplifun að koma
þangað. Fórnarlömb plágunn-
ar voru grafin þar og eru heilu
veggirnir úr mannabeinum. Þetta
var eins og að vera kominn inn í
tölvuleik; það eru meira að segja
dramatískar tilvitnanir höggnar í
steina á veggjunum.“
Samdi kennslubók í tónfræði
Allt í einu heyrist tónlist; það er
klukka Eyþórs og vélræn rödd segir
síðan hvað klukkan er.
„Ég er alveg að falla á tíma,“ seg-
ir hann.
Kaffið að minnka í krúsinni.
Hvað með draumana? „Mig
langar til þess að verða einhvers
konar fræðimaður. Mig hefur lengi
langað til þess að kenna.
Mig langar til að gera ýmislegt;
ég væri alveg til í að vera með þrjú
börn, hund og „white picket fence.“
Hvít girðing: Hann hefur aldrei séð
hvíta litinn. „Mig langar að fara til
Suðurskautslandsins; ég veit ekki
hvers vegna. Það poppaði einhvern
tímann upp að mig langaði til að
fara þangað.“ Þar ríkir hvítur ísinn.
Hann fæddist blindur og veit
ekki hvernig það er að sjá.
Hvað með draumana sem hann
dreymir þegar hann sefur? „Þeir
eru frekar grillaðir; segja ekki flest-
ir að draumarnir þeirra séu steikt-
ari en draumar annarra?“
Draumarnir endurspegla þau
skilningarvit sem hann hefur – það
sem hann heyrir og skynjar.
Einhver bankar á útidyra hurð-
ina. Þar stendur hávaxinn, ljós-
hærð ur maður. Eyþór fer inn í lítið,
skuggsýnt og glugga laust herbergi
þar sem stendur rafmagnspíanó og
nær í harmonikku sem hann setur í
tösku. Maðurinn er leigubílstjóri og
ætlar að aka honum í tónlistartíma.
Eyþór hefur lengi spilað á
hljóð færi og samdi ásamt öðr-
um tónfræðibók sem var gefin út
í fyrra. „Ég og félagi minn sömd-
um kennslubók í tónfræði með
punktaletursnótum. Hugmyndin
var að kenna blindum tónfræði og
nótur.“
Hann veit ekki hvernig himinn-
inn lítur út, sólin, blómin eða Esj-
an, Akrafjall og Skarðsheiðin.
Hann hefur aldrei séð snjóinn eða
regndropa. Hann lifir samt lífinu
til fullnustu og hefur gert meira
en margir jafnaldrar hans; staðið í
marki án þess að sjá boltann, keppt
á alþjóðlegu íþróttamóti, gengið á
Kínamúrnum, farið í frönskunám
og villst í frönsku úthverfi á sunnu-
dagssíðdegi og hann hefur skrifað
þykka bók sem margur eldri mað-
urinn gæti verið stoltur af.
Hann er strákslegur og lítillátur.
Gengur út ásamt félaga sínum
sem heldur á harmonikkutöskunni
og fer með honum inn í bíl.
Annars þekkir hann leiðina
í skólann þar sem hann nem-
ur félagsfræði og kynjafræði: Upp
götuna og beygja svo til hægri. n
Svava Jónsdóttir
48 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað
Skoðaði París
Það er eins og sumir geri hluti sem aðra óar við að
gera eða finnst óyfirstíganlegir. Eyþór Kamban
Þrastarson er rétt rúmlega tvítugur. Hann fæddist
blindur en hefur ekki látið það aftra sér í að njóta lífs-
ins. Svava Jónsdóttir hitti Eyþór og ræddi við hann
um það þegar hann sá Kínamúrinn og skoðaði París.
„Ég get ekki lýst þessari
tilfinningu en ég man
að mér þótti þetta mjög
merkileg upplifun
Klapp og fagnaðarlæti
„Það var merkileg tilfinning.
Þegar nafnið mitt var kallað
upp heyrðust rosaleg fagn-
aðarlæti. Úr öllum áttum
kom alveg dúndrandi klapp.“