Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 64
64 Lífsstíll 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Ofbeldi eykur líkur á einhverfu n Tengsl milli ofbeldis í æsku og þess að eignast einhverft barn K onur sem beittar voru ofbeldi í æsku eru líklegri til að eign­ ast börn sem þjást af einhverfu. Þetta kemur fram í nýrri rann­ sókn. Dr Andrea Roberts við Harvard háskóla taldi að konur sem eru mis­ notaðar í æsku eru líklegri til að reykja, þjást af meðgöngusykursýki og eign­ ast fyrirbura – sem allt eru þættir sem gætu haft áhrif á þróun heila fósturs. Roberts og vinnufélagar hennar skoðuðu gögn tæplega 55 þúsund kvenna. Í ljós kom að konur sem beittar voru alvarlegu líkamlegu og kynferðisofbeldi voru líklegri en aðr­ ar til að eignast einhverft barn. Eftir að breytur á borð við aldur og félags­ lega stöðu voru teknar út kom í ljós að þær konur sem voru ítrekað barð­ ar og einnig misnotaðar kynferðis­ lega voru þrisvar og hálfum sinnum líklegri til að eiga barn með einhverfu en þær konur sem voru ekki beittar ofbeldi. Reykingar, meðgöngusykursýki og aðrar breytur sem vitað er að hafa áhrif á heilaþroska fósturs skýra að­ eins 7% af auknum líkum á ein­ hverfu. Samkvæmt Roberts gæti hluti af útskýringunni verið falinn í því að með ofbeldi í æsku verði breytingar á kvíðaviðbrögðum sem svo leiði til bólgna sem gætu haft neikvæð áhrif á heilaþroska fósturs. Gagnrýnendur rannsóknarinnar vonast til þess að niðurstaðan verði ekki til þess að draga úr barneignum kvenna sem beittar voru ofbeldi í æsku. Jafnvel í hópi þeirra sem séu í mestri áhættu á að eignast barn með einhverfu séu líkurnar minni en einn á móti 50. n Reynir Traustason Baráttan við holdið U m liðna helgi gekk ég með 40 manna hópi 24 kílómetra, um Blikdal Esjunnar, sem inni­ héldu allt að 1.300 metra. Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef fengist við á fjöllum. Einhver kann að spyrja hvers vegna í ósköp­ unum hópur fólks er meðvitað að leggja upp í slíka píslargöngu. Svar­ ið er ekki einfalt en þó liggur það nokkurn veginn fyrir. Uppskera erf­ iðisins er sú sæla sem fylgir því að toppa nýja tinda eða hæðir. Þetta er annað árið sem ég ferð­ ast með hópi göngufólks. Í fyrra var það hópur á vegum Ferðafélags Ís­ lands sem nefnist 52 fjöll og geng­ ur út á ársdagskrá þess fjölda sem nafnið tilgreinir. Eftir að hafa út­ skrifast þar tók við nýr hópur sem að uppistöðu er sama fólkið, eða kjarni gamla hópsins. Þetta árið skal gengið á 26 fjöll og þau flest há og erfið. Það hafa komið þeir tímar á gönguferðunum að maður hefur íhugað alvarlega að leita sér hjálp­ ar vegna þeirrar áráttu að puða sér nánast til ólífis. En svo koma sigr­ arnir og stríðið gleymist. Þ að stórkostlega við að ganga í hópi sem þessum er að þarna kemur saman fólk úr öllum þjóðfélagshópum. Um leið og lagt er á fjallið er kreppan og allt þjóðfélagsþvargið að baki. All­ ir ganga inn í það eina hlutverk að að njóta útiveru og sigrast á hæstu tindum. Og flóran er endalaus. Þarna ganga þeir sam­ hliða, presturinn og fæðingarlæknirinn. Og í 130 manna hópnum var að finna prófessor, fasteigna­ sala, pípara og flug­ freyju að ónefndum ritstjórum. Ef flytja þarf fyrirlestur um eitthvað milli himins og jarðar er víst að einhver í hópnum býr yfir þekk­ ingunni sem spurnin er eftir. Öll hefðbundin mörk jafn­ sléttunnar hverfa á fjallinu. Hver einstaklingur er allt í einu kominn í allt annað umhverfi og með allt aðra stöðu en í daglegu lífi. Reynd­ ar er það þannig á fjöllum að það er líkt og þegar Íslendingar hittast í útlöndum. Þá tala allir saman. Þetta er eins á fjallinu. Sjaldgæft er að fólk mætist án einhverra sam­ skipta. Algengast er að staldra við og bera saman bækur sínar um fjöll og tinda. A llar fjallaferð­ ir bera með sér eitt­ hvað óvænt. Stundum verða óhöpp, sem er auð­ vitað slæmt meðan á því stend­ ur. Hópurinn minn hefur gengið í gegnum ýmislegt í þeim efnum. En síðan eru það skemmtilegu uppá­ komurnar. Á ferð okkar um liðna helgi var glampandi sól og bar ýmislegt til tíðinda eins og gerist á slíkri göngu. Undir Dýjadalshnúk flutti djúpþenkjandi fararstjóri fyrirlestur um kynlíf þjóðskálda. Sagði þar af ástum Matthíasar Jochumssonar. Það var síðan í grennd við Há­ bungu sem við fundum kolvilltan breskan ferðamann og komum honum til byggða. Það ótrúlega var að hann hafði farið í hring og klifið fjallshlíð sem var nær þverhnípt. Þetta var fullkominn dagur og ég var að kveldi örþreyttur en jafnframt þakklátur fyrir að hafa drattast á fæt­ ur klukkan sjö á sunnudagsmorgni til að fara í eitthvað sem venjulegt fólk myndi kalla píslargöngu. Það er ekkert sem toppar þetta. Kynlíf og villtur túristi Þ essa súpu er að finna á matseðli Fiskmarkaðsins sem er í eigu Hrefnu Sætran. Hrefna hefur stimplað sig inn meðal færustu mat­ reiðslumanna þessa lands, en hún rekur Grillmarkaðinn og Fiskmark­ aðinn sem njóta gríðarlegra vin­ sælda enda er maturinn til fyrir­ myndar og mikill metnaður lagður í þjónustu og hráefni. Hér er uppskrift úr smiðju Hrefnu Sætran sem er þess viðri að prófa um páskana. Hráefni n 4 stk. skalottlaukur n 4 hvítlauksrif n 2 stk. anísstjörnur n 6 stk. kardimommur n 1 tsk. sítrónugras n 400 ml kókosmjólk n 1 msk. tómatpúrra n 4 stk. mandarínur n 2 l humarsoð n 400 ml rjómi n Salt og pipar Aðferð Skerið laukinn og hvítlaukinn gróft niður. Steikið í potti upp úr olíu með söxuðu sítrónugrasinu, anís­ stjörnunum og kardimommum. Bætið kókosmjólkinni og tómat­ púrru saman við og sjóðið niður um helming. Því næst er börkurinn tek­ inn af mandarínunum og soðinu og mandarínunum bætt út í og soðið niður um tvo þriðju. Bætið rjóman­ um út í og sjóðið áfram um stund. Sigtið súpuna og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Að lokum eru ferskir mandarínu­ bátar, kræklingakjöt, steiktir humarhalar og Wakame­salat sett í súpuskál og súpunni hellt yfir. Uppskriftin er birt með leyfi Home Magazine og er ætluð fjórum. n Páskahumarsúpa að hætti Hrefnu Sætran n Gómsæt súpa sem hentar vel sem forréttur á hátíðarstundum Snilldarkokkur Hrefna rekur tvo af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar. Ljúffeng Humar- súpa með kókos- mjólk bragðast dásamlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.