Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 30
Ár hinna glötuðu tækifæra 30 Umræða 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað V orið 2009 var ég full bjart- sýni. Eftir hamfaravetur var grasið farið að grænka, sólin skein og krakkarn- ir farnir út að leika sér, áhyggjulausir um krónur, evrur og skuldastöðu ríkissjóðs. Þennan vetur hafði fólkið í landinu sýnt hvað í því bjó, hverjir það eru í raun sem eiga að hafa völdin. Um allt samfélagið voru menn að reyna að skilja hvað hefði gerst, ræða saman um mögu- legar lausnir og hvernig við gætum bjargað landinu fagra og þjóðinni sem þar býr. Í kjölfarið fylltist Alþingi af nýju fólki, 27 nýir þingmenn sem margir höfðu talað fyrir endurreisn landsins og bættum vinnubrögðum tóku sæti á þingi. Það var augljóst að verkefnin framundan væru ærin og ég var viss um að við sem höfðum gefið kost á okkur í verkið hefðum gert það af heilum hug þótt um hálf- gerðan sjálfsmorðsleiðangur væri að ræða. Nú, tæpum fjórum árum síðar erum við í undarlegri stöðu. Fjór- flokkurinn er að molna og kallað er eftir endurnýjun og nýjum vinnu- brögðum. Framsóknarflokkurinn, sá eini sem endurnýjaði sig fyrir síð- ustu kosningar, nýtur þess í skoð- anakönnunum en virðist hallur und- ir þjóðernishyggju sem mér finnst hættulegt. Mörg ný framboð hafa litið dagsins ljós, sum efnileg, önnur vanbúin. Munu kjósendur hafa kjark til að velja eitthvað nýtt? Tækifærin Í hruni felast gríðarleg tækifæri til að gera róttækar breytingar. Ímyndum okkur þá skelfilegu stöðu að heim- ili okkar myndi brenna til grunna og við þyrftum að byggja það upp á nýjan leik. Væri líklegt að við mynd- um byggja það í nákvæmlega sömu mynd aftur? Myndum við ekki nota tækifærið til þess að gera það þannig að það hentaði fjölskyldunni best? Losa okkur við þröskuldana og gráa, blettótta teppið í stiganum og ofn- ana sem suðaði í? Verkefni okkar voru ærin; talað var um endurreisn í margvíslegum skilningi. Og því miður var orðið endurreisn réttnefni því stjórnvöld endurreistu fjármálakerfið í ná- kvæmlega sömu mynd og það var áður. Við erum enn með þrjá alltof stóra banka sem skila eigendum sínum ofsagróða þrátt fyrir mikla yfirbyggingu, hálaunastefnu sem hinn almenni vinnumarkaður get- ur ekki keppt við og almennt okur á viðskiptavinum. Bankarnir fengu ríkulegan heimanmund; lánasöfn á miklum afslætti sem enn hefur ekki verið látinn ganga til viðskiptavin- anna nema í takmörkuðum mæli. Lán hafa verið dæmd ólögleg og vafi leikur á lögmæti verðtryggingar á neytendalánum. Engu að síður virðist enginn standa með Jóni og Gunnu og þeim bara sagt að leita réttar síns frammi fyrir dómstólum ef þau sætta sig ekki við ástandið eða fara í röðina hjá umboðsmanni skuldara. Það er óásættanlegt. Við höfðum líka ótal tækifæri til brjóta upp einokun og fákeppni í atvinnulífinu. Þegar stór markaðs- ráðandi fyrirtæki á svokölluðum „samkeppnismarkaði“ urðu gjald- þrota hefðum við átt að skipta þeim upp í smærri einingar og stuðla þannig að heilbrigðara atvinnulífi. Í fæstum tilfellum var það gert. Við höfðum líka tækifæri til að taka til í starfsumhverfi fyrirtækja. Lýðræðislega rekin fyrirtæki hafa sannað gildi sitt víða um heim. Hér er lagaumhverfið þeim mjög erfitt og við höfum lítið aðhafst til að breyta því. Rað- og krosseignarhald fyrir- tækja sem auðveldar markaðsmis- notkun er enn eins auðvelt í fram- kvæmd og áður og ekkert lát virðist á kennitöluflakki. Enn er mögulegt að hola fyrirtæki að innan með því að ryksuga út úr þeim allt fjármagn en senda samfélaginu skuldirnar. Hvað klikkaði? Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem klikkaði en ég held þó að hluti skýringarinnar sé gamaldags stjórn- mál. Þegar verkefnin eru risavaxin þurfa allir að hjálpast að og leggjast á árarnar saman. Hefði verið leitað eftir auknu samstarfi allra flokka eft- ir kosningar 2009 er ég viss um að margt hefði farið á betri veg. Þess í stað ákváðu formenn stjórnarflokk- anna að halda einir í eyðimerkur- göngu. Traustið á milli stjórnar- flokkanna og minnihlutans (og hugsanlega einnig það traust sem nauðsynlegt er manna á milli inn- an flokkanna) brast strax í byrj- un kjörtímabilsins í Icesave-mál- inu þegar í ljós kom að reyna átti að koma samningum sem lágu tilbún- ir fyrir kosningar í gegnum þing- ið án þess að það fengi að sjá þá. Og slíkt er erfitt að laga. Sökin er þó ekki bara meirihlutans. Stjórnar- andstaðan virðist í mörgum tilfell- um telja það markmið mun æðra að fella ríkisstjórnina eða gera henni erfitt fyrir en að vinna að þjóðarhag. Virðing fyrir lýðræðislega kjörnum meirihluta er engin og stjórnarand- staðan hefur tekið sér neitunarvald í öllum málum. Meirihlutinn hefur svo bara lúffað og ekki treyst sér til þess að nota ákvæði í þingsköpum til að taka völdin í sínar hendur. Framan af náðist þó ágætt sam- starf um mörg mál. Þingið sam- einaðist í að smíða stórmerka fyr- irvara á Svavarssamninginn sem hefðu gert hann bærilegri og fyrstu tvö árin kom oft fram skýr vilji til samstarfs og samstöðu. Þá skil- aði þingmannanefndin svokallaða sameiginlegri niðurstöðu sem all- ur þingheimur samþykkti í ályktun í september 2010 um þann lærdóm sem nauðsynlegt væri að draga af skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is og um nauðsynlegar úrbætur á lögum, meðal annars endurskoðun stjórnarskrárinnar. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Allt hangir á sömu spýtunni Við sem höfum talað fyrir breyting- um og lagt fram tillögur til úrbóta höfum komist að því að allt hangir þetta á sömu spýtunni. Sagt hefur verið að ekki sé hægt að innkalla kvótann því sjávarútvegurinn sé svo skuldsettur að þá færu bankarnir aftur á hausinn. Menn segja að ekki sé gerlegt að leiðrétta lán heimil- anna án þess að íbúðalánasjóður og þar með annaðhvort ríkissjóð- ur eða lífeyrissjóðirnir taki höggið. Og ekki er hægt að aflétta gjaldeyr- ishöftum án þess að gengið falli, verðbólgan fari af stað og heimilin fari á hausinn. Þannig stranda all- ar breytingar. Við höfum reyndar svarað þessu með því að leggja fram þingmál þar sem skuldir, hvort held- ur sem er sjávarútvegs eða heimil- anna eru teknar út fyrir sviga í sér- staka sjóði og greiddar niður með ákveðnum tekjustofnum á löngum tíma. Það blasir þó við að kerfið allt er ónýtt og þarfnast uppstokkunar. Sýnt hefur verið fram á að lífeyris- sjóðskerfið ræður ekki við skuld- bindingar sínar og skiptir þá litlu hvort skuldir heimilanna verða leið- réttar með þátttöku þeirra. Kerfið er ósjálfbært, þessi mikla sjóðssöfnun í lokuðu og litlu hagkerfi án ásættan- legra fjárfestingamöguleika er galin og gengur ekki upp og það er löngu tímabært að horfast í augu við það. Þá er það ólíðandi að örfáir ráði yfir nýtingarrétti á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Og skuldir heimilanna verður að leiðrétta, annað er hvorki sanngjarnt né réttlátt. Hið séríslenska bull Góður vinur minn hefur sagt að alltaf þegar talað sé um séríslenskar aðstæður eða flíkað séríslenskum lausnum væri ástæða til að hafa full- an vara á sér. Það er ágæt regla. Í sér- flokki yfir ruglið er verðtryggingin sem hvergi á byggðu bóli er eins vit- laus og hér á landi þar sem hún eyk- ur í hverjum mánuði peningamagn í umferð og knýr verðbólguna áfram. Við höfum því skapað vítisvél and- skotans og úti um allt samfélag er fólk sem finnst hún ómissandi. Hún veldur því einnig að eitt helsta tæki Seðlabankans, stýrivextirnir, virkar ekki sem skyldi því það hefur ekki nein áhrif á þann hluta markaðar- ins sem er með í verðtryggða kerfinu sem veldur því að SÍ beitir vaxta- hækkunum af enn meiri hörku. Því eru og verða vextir hér óbærilega háir á meðan verðtryggingin er við lýði. Lífeyrissjóðakerfið hér er líka séríslenskt og viðheldur háu vaxta- stigi vegna óraunhæfrar ávöxtunar- kröfu og það er tæknilega gjaldþrota. Sá vandi hverfur ekki þótt menn ýti honum á undan sér. Hins vegar væri hægt að nýta tækifærið þegar (en ekki ef) við breytum kerfinu og laga ýmislegt annað í leiðinni. Hugrekki óskast! Það sem mér finnst standa alvöru breytingum fyrir þrifum er skortur á hugrekki. Það hefur alltaf verið ljóst að kvótinn yrði ekki innkall- aður í sátt við sjávarútveginn. Það þarf sterk bein til að taka slaginn og menn hafa meira verið í því að lúffa. Svokallaðir „hagsmunaaðilar“ hafa gríðarleg áhrif á lagasetningu og stefnumótun. Skiptir þá engu hvort um er að ræða löggjöf um sjávar- útvegsmál, fjármálakerfið eða nýja stjórnarskrá. Peningarnir og sjálf- skipuð elíta virðast alltaf stjórna förinni. Hagsmunir venjulegs fólks eru sjaldnast varðir af þinginu og þykir það ásættanlegur fórnarkostn- aður við að viðhalda þessu gallaða kerfi okkar að hver fjölskylda greiði fyrir íbúðina sína margoft ef hún missir hana ekki einhvers staðar á leiðinni. Þá er búið þannig um hnút- ana að stjórnmálamenn geti sýsl- að með auðlindir þjóðarinnar eftir eigin geðþótta. Stjórnmálamenn og stjórnmálasamtök mega enn þiggja fé frá lögaðilum og Ríkisendur- skoðun telur sig ekki geta gert neitt í málunum þótt farið sé á svig við lög í þeim efnum. Stjórnvöld hafa hvorki sýnt neina alvöru tilburði til að breyta þessu né svo mörgu öðru. Nýja Ísland – hvenær kemur þú? Ég er þó enn ekki búin að gefa upp vonina um alvöru breytingar því ég hef trú á þjóðinni. Í næstu kosning- um mun hún standa frammi fyrir óvenjustóru hlaðborði valkosta. Ég treysti því að hún hafni þeim sem hafa tekið að sér að verja sérhags- munaöflin og velji þá sem hafa til að bera þann kjark sem þarf til að gera alvöru breytingar. Lýðræði er svarið. n Kjallari Margrét Tryggvadóttir „Það blasir þó við að kerfið allt er ónýtt og þarfnast uppstokkunar Lýðræði er svarið „Hagsmunir venjulegs fólks eru sjaldnast varðir af þinginu og þykir það ásættanlegur fórnarkostnaður við að viðhalda þessu gallaða kerfi okkar að hver fjölskylda greiði fyrir íbúðina sína margoft ef hún missir hana ekki einhvers staðar á leiðinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.