Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað „Þetta er fordæmis- gefandi dómur H æstiréttur hefur dæmt bræðrunum Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum í vil í deilu þeirra við aðra eigendur útgerðarfélagsins Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum. Þeir Guðmundur og Hjálmar eiga þriðjung í útgerðinni í gegnum félagið Stillu útgerð ehf. og stefndu þeir félaginu vegna samruna út- gerðarinnar Ufsabergs við Vinnslu- stöðina árið 2011. Þá tók meirihluti hluthafa í Vinnslustöðinni ákvörðun um að kaupa Ufsaberg með þeim hætti að útgerðin sameinaðist Vinnslustöðinni og í staðinn fengu hluthafar Ufsabergs hlutabréf í hinu sameinaða fyrirtæki, samtals 2,5 pró- sent hlutafjár. Héraðsdómur dæmdi Vinnslustöðinni í vil í fyrra en Hæsti- réttur hefur nú snúið þeim dómi. Guðmundur og Hjálmar töldu að ákvörðunin um samruna Ufsabergs við Vinnslustöðina hefði verið ólög- mæt og að hlutur þeirra í fyrir- tækinu hefði þynnst út fyrir vikið. Byggði málatilbúnaður þeirra meðal annars á því að hluthafar Ufsabergs hefðu tekið þátt í því á hluthafafundi Vinnslustöðvarinnar að samþykka samruna eigin félags við Vinnslu- stöðina. Orðrétt sagði um máltilbún- að þeirra í stefnunni í málinu: „Stefn- endur telja framangreinda ákvörðun hluthafafundarins tekna með ólög- mætum hætti, brjóta í bága við hluta- félagalög nr. 2/1995 (hfl.) og sam- þykktir stefnda. Ákvörðunin er því ógild. Þar af leiðandi krefjast stefn- endur þess að umrædd ákvörðun verði ómerkt, sbr. 4. mgr. 96. gr. hfl.“ Guðmundur Kristjánsson, sem er forstjóri og aðaleigandi útgerðar- félagsins Brims, segist vera ánægður með þessa niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta er fordæmisgefandi dómur,“ segir Guðmundur. Tæknileg niðurstaða Niðurstaða Hæstaréttar Íslands í málinu er nokkuð tæknileg. Þrír dómarar af fimm dæmdu Guðmundi og Hjálmari í hag en tveir dómar- ar vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á þeirri forsendu að í hlutafélagi megi eigin bréf sem félagið á í sjálfu sér ekki bera atkvæðavægi á hlut- hafafundi. Í þessu felst að fyrirtækið sjálft sem á bréfin í sjálfu sér má ekki greiða atkvæði í krafti þess hlutafjár sem það á sjálft. Þetta ákvæði er í lög- um til að vernda alla hluthafa í hluta- félögum og svo að stærstu eigendur félags geti ekki, í krafti meirihluta- valds síns og í ljósi yfirráða yfir stjórn- um félaga, notað atkvæðavægið sem fylgir eigin hlutum félagsins í sjálfu sér til að tryggja og treysta stöðu sína enn frekar í krafti atkvæðavægisins sem fylgir eigin hlutum félagsins. Segir í dómnum að ef slík skipan væri á málum þá gætu ráðandi að- ilar í hlutafélagi misnotað aðstöðu sína: „Sú skipan væri mjög óheppi- leg og gæti leitt til óeðlilega mikils valds stjórnar, enda væri víðast hvar erlendis lagt bann við atkvæðisrétti fyrir eigin hluti, jafnframt því sem slíkri hlutafjáreign væri yfirleitt sett- ar miklar skorður.“ Hæstiréttur telur að hlutabréf- in sem hluthafar Ufsabergs eign- uðust og greiddu atkvæði með hafi verið eigin hlutir Vinnslustöðvar- innar í sjálfri sér. Þar af leiðandi fellst Hæstiréttur á að ákvörðun hluthafa- fundarins um samrunann hafi ver- ið tekin með „ólögmætum hætti“. Vinnslustöðin var sömuleiðis dæmd til að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað. Áralangar deilur Málaferlin eru liður í áralöngum deilum á milli hluthafa í Vinnslu- stöðinni sem einfalda má með þeim hætti að meirihluti hluthafa, Eyja- mennirnir í hluthafahópnum, og aðkomumennirnir frá Snæfellsnesi, Guðmundur og Hjálmar, hafi eldað grátt silfur vegna yfirráða í félaginu frá því árið 2007. Árið 2007 reyndi meirihluti hlut- hafa í Vinnslustöðinni að kaupa bræðurna út úr félaginu í gegnum eignarhaldsfélagið Eyjamenn. Bræð- urnir höfnuðu hins vegar yfirtökutil- boði meirihlutans á þeim forsendum að það væri of lágt. Vinnslustöðin var tekin af hlutabréfamarkaði það ár og börðust bræðurnir frá Snæfellsnesi einnig gegn því. Haft hefur verið eftir Sigurgeiri Brynjari opinberlega að bræðurnir frá Snæfellsnesi geti ekki krafist óraun- hæfs verðs fyrir hlut þeirra í Vinnslu- stöðinni. „Þeir geta alveg gleymt því að við förum að kaupa þá út á ein- hverju óraunhæfu verði og steypa okkur sjálfum í skuldir sem við ráðum ekki við. Þeir verða að átta sig á því að árið 2007 er löngu liðið.“ n n Áralangar deilur innan Vinnslustöðvarinnar n Ólögmæt sameining í Vestmannaeyjum Dæmdi Guðmundi og Hjálmari í vil Ógilt ákvörðun Hæstiréttur ógilti eftirfarandi ákvörðun: n „Hluthafafundurinn samþykki samruna Ufsabergs-útgerðar ehf. við Vinnslustöðina hf. Greiðsla skal innt af hendi með afhendingu eigin bréfa Vinnslustöðv- arinnar, sem eru í dag að nafnverði EUR 237.611 og afhendingu á ný útgefnu hlutafé, sbr. 5. lið dagskrár að nafnverði EUR 299.057. n Hluthafafundurinn samþykkir að hækka hlutafé félagsins um EUR 299.057 vegna samruna Ufsabergs- útgerðar ehf. og Vinnslustöðvarinnar hf. Forgangsréttur hluthafa til áskriftar gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórn fé- lagsins skal nýta hlutaféð sem greiðslu í tengslum við samruna Ufsabergs- útgerðar ehf. og Vinnslustöðvarinnar. Heildarhlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. eftir hlutafjáraukninguna nemur EUR 17.459.145.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Dæmt Guðmundi í vil Eigendur Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, hluthafar í kringum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson annars vegar og Guðmund Kristjánsson hinsvegar, hafa átt í áralöngum innbyrðis deilum um yfirráðin í félaginu. Í Hæstarétti á fimmtudag var ákvörðun hópsins í kringum Sigurgeir Brynjar dæmd ógild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.