Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Qupperneq 34
34 Umræða 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Þorsteinn Harðarson Af hverju á ég að kjósa Dögun?  Þórður Björn Sigurðsson Vegna þess að Dögun er nýtt óspillt afl sem vill afnám verðtryggingar, almenna leiðréttingu húsnæðislána, nýja stjórnarskrá og að þjóðin fái hámarksarð af auðlindum sínum. Guðmundur Gíslason Hver er stefna Dögunar varðandi aðild að Evrópusam- bandinu?  Þórður Björn Sigurðsson Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu, og treystum þjóð- inni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðildarvið- ræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildarviðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps stjórnlagaráðs, munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildar- viðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði. Napóleón Bónaparte Viljið þið taka burt verðtryggingu aftur í tímann eða bara á nýjum lánum eins og Framsókn?  Þórður Björn Sigurðsson Bæði framvirkt og afturvirkt. Ólafur Garðarsson Er fyrirbærið verðtrygging forræðishyggja eða umönnun, hönnuð fyrir fjárfesta?  Þórður Björn Sigurðsson Umönnun, hönnuð fyrir fjárfesta. Þorsteinn Harðarson Hvað ætlið þið að gera fyrir spítalana?  Þórður Björn Sigurðsson Við telj- um of langt gengið í niðurskurði í heilbrigðis- þjónustu. Ástandið er komið að hættumörk- um. Forgangsverkefni Dögunar er að hefja að nýju uppbyggingu og kalla fram betri árangur og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Um leið og tekst að létta á vaxtabyrði ríkissjóðs (lækkun skulda) skapast svigrúm til að stíga stærri skref á þessu sviði. Dögun leggur áherslu á aukið sjálfstæði og fjölbreytni í rekstri stofn- ana, með valddreifingu og aðkomu fagfólks og notenda. Viljum snúa frá einkavæðingu. Ármann Óskarsson Varðandi sæstrengsmálið, er ekki kominn tími til að tengja?  Þórður Björn Sigurðsson Dögun hefur ekki stefnu í því máli. Er sjálfur andvígur því að lagður verði sæstrengur til Evrópu, eins og rætt hefur verið um. Tel að fórnarkostnaður- inn verði of mikill fyrir íslenska náttúru og að líklega muni raforkuverð til einstaklinga hér á landi hækka umtalsvert. Annas Sigmundsson Hversu háir yrðu óverðtryggðir vextir af íbúðalánum á Íslandi til langframa ef verðtryggingin yrði afnumin? Landssamtök lífeyrissjóðanna hafa sagt að þau myndu núvirða eignir sínar með 9% óverðtryggðri kröfu ef verðtrygging yrði afnumin en krafan í dag er 3,5% verðtryggð. Myndi það ekki þýða að erfitt yrði fyrir lánastofnanir að bjóða minna en svona 10% óverðtryggða vexti af íbúðalánum?  Þórður Björn Sigurðsson Ef ekki verður sett nafnvaxtaþak á neytendalán samhliða afnámi verðtryggingar mun framboð og eft- irspurn eftir lánum ráða vaxtastiginu. Alþingi hefur reyndar nýlega lögfest 50% vaxtaþak (árleg hlutfallstala kostnaðar). Ég myndi vilja beita mér fyrir því að þetta þak væri um 5–6%.Með því að lögfesta vaxtaþak bindum við hagsmuni lánveitenda við það að halda verðbólgu í skefjum. Ólíkt því sem nú er. Fundarstjóri Ert þú sammála því, Þórður, sem einhverjir hafa bent á að fjöldi nýju framboðanna geti skemmt fyrir þeim? Að fylgið geti dreifst of mikið á milli nýrra framboða?  Þórður Björn Sigurðsson Ég veit ekki hvort ég myndi segja „skemmt fyrir“. En sú hætta að fjöldi framboða dreifi fylgi er fyrir hendi. Dögun hefur verið og er jákvæð fyrir myndun kosningabandalags við önnur framboð. Ágústa Ágústsdóttir Nú vill stór meginhluti þjóðarinnar afnám verðtryggingar en háværar raddir segja að þetta sé ekki hægt. Hvað viltu þú segja varðandi þetta?  Þórður Björn Sigurðsson Vilji er allt sem þarf. Ármann Óskarsson Telurðu að það séu til 3,5 TWh til í raforkukerfinu nú þegar sem nýst gætu í gegnum sæstreng, eða er þetta reiðuafl sem nauðsynlegt er fyrir núverandi virkjanir?  Þórður Björn Sigurðsson Þessu get ég því miður ekki svarað. Ólafur Garðarsson Hver er að þínu mati megináherslumunurinn á milli Dögunar, Lýðræðisvaktarinnar og svo Bjartrar framtíðar?  Þórður Björn Sigurðsson Stefna flokkanna varðandi afnám verðtryggingar er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Eins og kunnugt er þá talar Dögun afdráttarlaust um afnám verðtryggingar á meðan hin tvö framboðin gera það ekki. Þá virðist Björt framtíð reiðubúin að gefa afslátt af nýju stjórnar- skránni á þessu þingi á meðan Dögun og Lýðræðisvaktin vilja ekki bakka með málið. Brynjólfur Tómasson Hvar stendur þú gagnvart því að selja Landsvirkjun?  Þórður Björn Sigurðsson Ég vil ekki að Landsvirkjun verði seld. Stefna Dögunar er að orkufyrirtæki verði í opinberri eigu. Sigurður Sigurðsson Ef þú værir forseti Alþingis núna í einn dag, hvað myndir þú gera?  Þórður Björn Sigurðsson Beita mér fyrir því að þjóðarvilji nái fram að ganga í sambandi við skuldavanda heimilanna og lýðræðisumbætur. Björk Þórðardóttir Hvað finnst ykkur hjá Dögun að betur mætti fara hjá okkur öryrkjunum?  Þórður Björn Sigurðsson Það þarf að lögfesta framfærsluviðmið sem duga fyrir mannsæmandi lífi. Viktoría Hermannsdóttir Af hverju ákvaðst þú að fara í framboð?  Þórður Björn Sigurðsson Vegna þess að ég gat ekki setið lengur hjá aðgerða- laus. Vil gera gagn. Er búinn að missa trúna á gömlu flokkunum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Hvað ætlar Dögun að gera gagnvart þeim fjölda sem er að missa húsnæði sitt á uppboð? Ef þið fáið einhverju um það ráðið eftir kosningar.  Þórður Björn Sigurðsson Dögun leggur áherslu á að sett verði lög sem stöðva tímabundið nauðungarsölur og yfirtöku heimila og bújarða – sem og þrotameðferð fyrirtækja – þar til niðurstaða er fengin varðandi lögmæti verðtryggingar lána. Sigurður Sigurðsson „Við verðum að auka hagvöxt“ segja margir stjórnmálamenn og fulltrúar ASÍ og SA. Telur þú að hagvöxtur sé góður mælikvarði fyrir velferð þjóðarinnar?  Þórður Björn Sigurðsson Nei. Í veröld þar sem auðlindir eru takmarkaðar hvílir hagkerfi okkar á ranghugmynd um stöðugan vöxt. Birgir Olgeirsson Hvernig hefur gengið að mynda samstöðu innan Dögunar? Þetta er flokkur sem byggist upp á samstarfi manna úr ólíkum áttum og hafa borist fregnir af frekar mörgum úrsögnum úr þessum unga flokki. Er samstaða innan flokksins?  Þórður Björn Sigurðsson Það hefur gengið ágætlega að byggja upp samstöðu í Dögun. Við komum úr mörgum ólíkum áttum og ég lít svo á að sú breidd sé okkar helsti styrkleiki. Við erum hvorki eins manns né eins máls flokkur. Rétt er að sumir hafa ákveðið að fara frá borði og um það hefur verið fjallað. Aðrir hafa komið í staðinn en um það er minna sagt. Við erum á þriðja þúsund í flokknum í dag. Sigurjón Guðmundsson Hvernig hyggist þið laga skuldastöðu heimilanna? Hvað fylgir því annars að vera óspillt afl í heimi pólitíkur? Veit ekki betur en að pólitíkin hér er á landi sé á kafi í spillingu og bræðralagi. Þú gætir sem sagt gefið mér það loforð eins og flest allir flokkar eru núna að keppast við að gefa að þið verðið ekki viðriðin þetta sama skítafar og fjórflokkarnir fara í?  Þórður Björn Sigurðsson Við viljum afnema verðtryggingu og leiðrétta húsnæð- islán. Koma á nýju óverðtryggðu lánakerfi til framtíðar eins og þekkist í nágranna- löndunum. Það fylgir því að vera óspillt afl að taka ekki við peningum frá fyrirtækjum, sem dæmi – einnig að vinna í umhverfi þar sem allir félagar hafa sama lýðræðislega rétt og geta komið sínum málum á dagskrá. Að taka alltaf almannahagsmuni umfram sér- hagsmuni er lykilatriði. Ég get lofað þér því að ég mun leggja mig fram um að ástunda heilbrigð vinnubrögð. Jóhanna Guðmundsdóttir Þið viljið lögfesta framfærsluviðmið. Ýtir það ekki undir verðbólgu?  Þórður Björn Sigurðsson Hugsanlega til skamms tíma en langtímaáhrifin vega þyngra. Við megum heldur ekki setja verð- miða á mannréttindi. Örn Helgason Hvað er hægt að gera til að losna við þessa gífurlegu spillingu sem viðgengst á Alþingi og stofnunum tengdum Alþingi?  Þórður Björn Sigurðsson Kjósa nýja flokka sem ekki eru rígbundnir sérhagsmunaöflum og helst taka sjálf þátt í stjórnmálum. Alfa Eymarsdóttir Hvað á Alþingi að gera núna í sambandi við stjórnar- skrána? Þingið virðist ekki ráða við þetta. Sérðu einhverja lausn?  Þórður Björn Sigurðsson Alþingi á að samþykkja breytingartillögu Margrétar Tryggvadóttur sem fyrir liggur. Jón Ingi Smárason Hver er afstaða þín til þess að afglæpavæða öll fíkniefni líkt og stjórnvöld í Portúgal hafa gert, þ.e. nær til kaupa, neyslu og vörslu allra fíkniefna til einkanota og er skammtastærðin mæld sem sá skammtur sem dugi til tíu daga neyslu einstaklings?  Þórður Björn Sigurðsson Dögun hefur mótað sér stefnu í þessum málaflokki. Dögun vill að litið verði á ofneyslu vímuefna sem heilbrigðisvandamál en ekki glæpsam- lega hegðun. Dögun leggur áherslu á að horfast þurfi í augu við þá staðreynd að hið svokallaða „stríð gegn fíkniefnum“ sé tapað og hafi valdið mun meira tjóni en þeim ávinn- ingi sem unnt er að sýna fram á. Líta skal til reynslu annarra þjóða sem hafa verið að fikra sig nær afglæpavæðingu, s.s. Portúgal og fleiri Evrópuþjóða sem og Kanada. Ég er mjög hlynntur þessari breyttu nálgun. Snæbjörn Brynjarsson Dögun gengur líklegast óbundin til kosninga eins og flestir flokkar á Íslandi. En það má reyna að spyrja því þið eruð svo ný, ef þið náið nokkrum mönnum inn, með hverjum gætuð þið myndað stjórn?  Þórður Björn Sigurðsson Dögun er sennilega eina stjórnmálaaflið sem þarf samkvæmt eigin samþykktum að lýsa því yfir fyrir kosningar með hverjum Dögun vilji starfa eftir kosningar. Á landsfundi var eftirfarandi samþykkt: Dögun er samvinnu- miðað umbótaafl sem sett hefur þrjú mál í forgang: a) aðgerðir í efnahagsmálum með sérstaka áherslu á hagsmuni heimilanna; afnám verðtryggingar, almenna leiðréttingu húsnæðislána og lögfestingu sómasamlegra framfærsluviðmiða b) lýðræðisumbætur og nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs c) að hámarka arð þjóðar- innar af sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda hennar og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Dögun lýsir yfir áhuga á að starfa með öðrum framboðum að ofangreindum málefnum. Í því sambandi horfum við fyrst til nýrra framboða áður en við lítum til þeirra gömlu. Dögun hefur verið og mun áfram vera jákvæð gagnvart kosninga- og/eða málefnabanda- lagi við önnur stjórnmálaöfl. Árni Sigurðsson Þú talar um málefni eins og þú verðir í stjórn. Hvernig verður að ná þessum málefnum fram með 3–5 þingmenn utan stjórnar (sem flestum myndi finnast gífurlegur kosningasigur miðað við núverandi stöðu í könnunum)?  Þórður Björn Sigurðsson Árni, það verður erfitt að ná fram málum ef þingstyrk skortir. Þess vegna hvet ég alla til að kjósa Dögun :) Guðmundur Gíslason Hvers vegna ætti hinn almenni kjósandi að kjósa Dögun í stað Lýðræðisvaktarinnar sem er með mjög svipaða stefnuskrá og þið?  Þórður Björn Sigurðsson Guðmundur, helsti munurinn á Dögun og Lýðræðisvakt- inni felst í afstöðu flokkanna til verð- tryggingarinnar. Dögun vill afnema hana. Alfa Eymarsdóttir Hver er stefna Dögunar í fiskveiðimálum? Myndi Dögun samþykkja frumvarp SJS? Hver er afstaða Dögunar til handfæraveiða?  Þórður Björn Sigurðsson Alfa, auk þeirra breytinga sem ný stjórnarskrá að forskrift stjórnlagaráðs hefur í för með sér fyrir skipan auðlindamála er nauðsynlegt að stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni. Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameig- inlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum. Alfa. Dögun myndi ekki samþykkja frumvarp SJS þar sem til stendur að afhenda útvegsmönnum 5.000 milljarða á silfurfati í formi nýtingarréttarsamninga til 20 ára. Dögun vill frjálsar handfæraveiðar. Ragnhildur Guðmundsdóttir Skuldastaða heimilanna og afnám verðtryggingar eru algerlega forgangsmál. Mun Dögun standa fast við þessar fyrirætlanir sínar eða er einhver hætta á því að þessi mál verði gjaldfelld vegna samstarfs við aðra?  Þórður Björn Sigurðsson Dögun mun standa fast á sínu, ef ég fæ einhverju ráðið. Jóhanna Guðmundsdóttir Hver ætlar að borga fyrir höfuðstólslækkun? Á að ganga á eignarrétt manna eða á ríkið að gera það? Aðrar hugmyndir?  Þórður Björn Sigurðsson Það er hægt að leiðrétta lánin með því að taka upp nýjan gjaldmiðil á mismunandi skiptigengi. Það er líka hægt að leiðrétta lánin með því að skattleggja bankana sem skilað hafa yfir 200 milljarða hagnaði frá hruni. Hugmyndin er að leiðrétta lánin án þess að kostnaður falli á ríkið. Það eru margar leiðir færar. Jóhanna Guðmundsdóttir Þið viljið þak á vexti. Hvaða banki ætlar að lána? Íbúalánasjóður er á hausnum eftir 4–5% verðtryggt.  Þórður Björn Sigurðsson Við viljum breyta því kerfi sem viðgengst í dag og reikna með að núverandi fjármálastofnanir þurfi að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Með öðrum orð- um, þeir sem eru að lána í dag muni halda því áfram þó aðstæður breytist og menn horfist í augu við þá staðreynd að peningar eru ekki verðmæti í sjálfum sér heldur ávísun á þau. Alfa Eymarsdóttir Ætlar Dögun að senda reikninginn fyrir lánaleiðrétting- um heimila á skattgreiðendur? Hver á að borga fyrir þessar leiðréttingar ?  Þórður Björn Sigurðsson Nei, hugmyndin er að leiðrétting lána leiði ekki til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Ef við erum að tala um skiptigengisleiðina þá gengur hún út á að sá sem á kröfuna í dag þarf að taka á sig niðurfærsluna. Að skattleggja bankana skýrir sig sjálft. Afskriftasjóðsleiðin gengur út á að taka hluta af lánunum og færa í sérstakan afskriftasjóð sem greiðist niður á löngum tíma. Skapa svo sjóðunum tekjur úr mismunandi áttum. Það er pólitísk ákvörðun hvaðan. Aðalatriðið er að þetta er hægt. Sigurður Sigurðsson Er mikill munur á stefnu Dögunar varðandi skuldamál heimilanna og annarra flokka sem styðja almennar leiðréttingar?  Þórður Björn Sigurðsson Í raun og veru ekki, nei. Þegar kemur að leiðréttingu lána er þetta oftast nær bara mismunandi leið að sama markmiði: Að leiðrétta vegna þess forsendubrests sem varð í hruninu. Ólafur Garðarsson Varðandi samvinnu nýju framboðanna. Telur þú að hægt væri að ná saman um aðgerðir varðandi verðtryggingu með því að sammælast um að leggja málið í dóm þjóðarinnar?  Þórður Björn Sigurðsson Það er þess virði að ræða það. Þegar stórt er spurt þá er lýðræði svarið. Steingrímur Jónsson Ég velti fyrir mér hvar þessi meinta stökkbreyting lána á finnast. Íbúðalánasjóðslánin mín af 60 fm. íbúð í miðbænum hafa hækkað um 10.000 kr. á mánuði frá 2008, að teknu tilliti til samnings- bundinna hækkana launa, en ekki hækkunar á vaxtabótum. Það má þá uppreikna það í segjum 25–30.000 í venjulega fjölskylduíbúð. Er ekki málið að þeir sem eru í vanda hafa annað hvort of lág laun eða hafa tekið allt of há lán? Er ekki rétt að leiðrétta rétt vandamál?  Þórður Björn Sigurðsson Forsendubrestur- inn felst í því að við hrunið þá rauk höfuðstóll lána upp úr öllu valdi vegna aðstæðna sem lántakendur gátu ekki borið ábyrgð á. Þess vegna er ósanngjarnt að ætlast til þess að þessum kostnaði sé velt af fullum þunga á lántakendur. Ruglið í okkar kerfi felst í því að leyfa verðbreytingarákvæði þegar kemur að höfuðstól lánsins. Hvað hefur höfuðstóll þíns láns hækkað mikið frá 2008 t.d.? Í venjulegu umhverfi lækkar lán þegar þú borgar af því. Nafn: Þórður Björn Sigurðsson Aldur: 36 ára Menntun: BA í mannfræði frá HÍ Starf: 1. sæti fyrir Dögun í Reykjavík suður Þegar stórt er spurt þá er lýðræði svarið Frambjóðandi Dögunar var gjarnan spurður um verð- trygginguna og skuldamál heimilanna á Beinni línu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.