Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 67
Dýrt á toppnum í enska Sport 67Páskablað 27. mars-2. apríl 2013 Reynir að finna ræturnar n Rory McIlroy æfir sveifluna á almenningsæfingasvæði F átt hefur frést af Rory McIlroy eftir að hann strunsaði fúll af velli í miðju móti á PGA-mót- aðröðinni fyrr í mánuðinum. Tannpína var sögð orsökin þang- að til kappinn viðurkenndi að hafa látið slæmt gengi ná tökum á sér og hann hafi bara orðið of fúll til að halda áfram keppni á Honda Classic- mótinu. Síðan hefur hann ekki sést slá bolta ef frá er talin mynd sem vegfar- andi smellti af á opnu almennings- æfingasvæði nálægt Miami í Banda- ríkjunum. Þar hafði Norður-Írinn komið sér fyrir við hlið áhugamanna og hamraði bolta í rúma klukkustund eins og ekkert væri sjálfsagðara. Venjan er nefnilega ekki að stór- stjörnur í golfinu spásseri um á al- menningsvöllum og þaðan af síður æfi sig á þeim völlum eins og hver annar sveitalubbi. Sérstaklega þar sem hver einasti eðalklúbbur í heim- inum myndi loka vellinum fyrir öðr- um til þess eins að leyfa Rory McIlroy að æfa sig ef svo bæri undir. McIlroy hefur reyndar verið leg- ið á hálsi að hafa ofmetnast helst til mikið af velgengni sinni á golfvell- inum og fjölmiðlar í heimalandinu stæra sig ekkert sérstaklega af kapp- anum lengur. Kannski það sé ein ástæða þess að hann ákvað að æfa sig bara á gamla mátann með öllum hinum áhugamönnunum að hann vilji reyna að tengjast aftur rótum sínum. Vart er vanþörf á því, ef marka má spilamennsku hans þetta árið. Hvort sem um er að kenna ofmati hans sjálfs eða nýju kylfunum frá Nike þarf McIlroy aldeilis að taka til hendinni ef hann á ekki að falla mun neðar á heimslistanum í golfi en hann þegar hefur gert. Tiger Woods henti hon- um af toppnum um síðustu helgi og Woods virðist í betra formi en um margra ára skeið. n n Arsenal er eina stórliðið sem hagnast á leikmannamarkaðnum n Árangur í deildinni dýru verði keyptur förnum árum ekki alltaf verið skynsamleg. Þeir hafa eytt háum fjárhæðum í dýra fram- herja, til dæmis Steven Fletcher, framherja Wolves, sem þeir keyptu á 15,2 milljónir punda nýverið. Félagið hefur frá árinu 2006 eytt á bilinu 20 til 40 milljóna punda í leikmenn á hverju ári. Félagið hefur þó líka verið duglegt að selja leikmenn, fyrir þokkalegan pening, en betur má ef duga skal. Manchester United 88 milljóna punda tap ↓ Það er orðið æ sjaldgæfara að Manchester United pungi út svimandi háum upphæðum í leikmenn. Félagið keypti Robin van Persie á 22 milljónir punda í fyrra en hann er dýrasti leikmaðurinn sem félagið hefur keypt frá því Berbatov var keyptur á 31 milljón tímabilið 2008/2009. Ein aðalástæðan fyrir því að tap United á leikmannaviðskiptum er ekki meira en raun ber vitni er 80 milljóna punda salan á Cristiano Ronaldo árið 2009. Aston Villa 92 milljóna punda tap ↓ Aston Villa hefur lengi verið í deild þeirra bestu en sjaldan á undanförnum árum gert tilkall til titla. Félagið hefur, þrátt fyrir mögur ár, eytt 92 milljónum punda umfram það sem liðið hefur selt. Það hefur nánast verið árviss viðburð- ur undanfarin ár að besti leikmaður félagsins hafi verið seldur að sumri. Félagið á enda í vanda og er í raunveru- legri fallhættu þrátt fyrir að hafa árlega eytt 25 til 48 milljónum punda í leikmenn undanfarin ár. Liverpool 124 milljóna punda tap ↓ Eigendaskipti hafa verið tíð í bítla- borginni undanfarin ár. Liverpool hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum en ýmislegt hefði betur mátt fara. Félagið keypti til dæmis Andy Carroll á 35 millj- ónir punda 2011 en hann hefur sannarlega ekki blómstrað og var raunar lánaður frá félaginu í fyrra. Áhangendur eru orðnir langþreyttir á titlaleysi liðsins en spurningin er hvort pyngjur eigendanna séu botnlausar. Chelsea 233 milljóna punda tap ↓ Það urðu ákveðin vatnaskil í enska boltanum þegar Roman Abramovich eignaðist lið Chelsea árið 2003. Rússa- gullið flæddi í stríðum straumum og Chelsea varð að stórveldi í boltanum. Abramovich hefur haldið áfram að eyða peningum – ekki síst í knattspyrnustjóra – og hefur keypt ótal stórstjörnur til liðsins. Manchester City 427 milljóna punda tap ↓ Sheik Mansour kom sem stormsveipur inn í enska boltann þegar hann keypti „litla liðið“ í Manchester-borg, City, árið 2008. Fordæmalaust fjáraustur virðist engan endi ætla að taka. Hver stjarnan á fætur annarri er keypt til félagsins og má þar nefna Sergio Aguero, Robinho, Edin Dzeko og Carlos Tevez. Félagið hefur beinlínis keypt sér árangur því félagið varð enskur meistari í fyrra. Óvíst er hversu lengi ævintýrið endist. – 42 7 m . £ – 12 4 m . £– 9 2 m . £ – 88 m . £ – 88 m . £ – 80 m . £ – 72 m . £ – 65 m . £ – 56 m . £ – 23 3 m . £ Seigir piltar Piltarnir í U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu byrjuðu með látum í riðli sínum í undankeppni EM 2015. Liðið lagði Hvít-Rússa 1–2 á útivelli á fimmtudag. Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi, kom Íslandi yfir á fjórðu mínútu en Emil Atlason, leikmað- ur KR, bætti við öðru marki á 51. mínútu. Fyrirliðinn Sverrir Ingi Inga- son, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta rauða spjaldið á 72. mín- útu þegar hann braut á leikmanni andstæðinganna innan vítateigs. Hvít-Rússar skoruðu úr vítinu og hleyptu þannig spennu í leik- inn. Þeim tókst hins vegar ekki að knýja fram jafntefli og höfðu Ís- lendingar því sigur í fyrsta leik. Næsti leikur í keppninni er við Armeníu á útivelli. Hann fer fram 6. júní ytra. Íslendingar í 8-liða úrslitum Evrópumeistararnir í Kiel mæta ungverska meistaraliðinu Vezprém í 8 liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í handknattleik. Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel en með því leika einnig Íslendingarn- ir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Liðin hafa áður mæst í keppninni því þau voru saman í riðli og unnu hvort sinn leikinn. Ólafur Gústafsson og fé- lagar í Flensburg mæta löndunum sínum í Hamburg. Metalurg mæt- ir pólska liðinu Kielce en með því leikur hornamaðurinn Þórir Ólafs- son stórt hlutverk. Þá eigast við spænsku stórliðin Atletíco Madrid og Barcelona. Liðin mætast tvisvar. Fyrri leik- irnir fara fram á tímabilinu 17.–21. apríl og síðari leikirnir 24.–28. apríl. Þung brúnin McIlroy fallinn af toppnum í golf- heiminum og reynir að finna ræturnar að nýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.