Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Síða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Síða 67
Dýrt á toppnum í enska Sport 67Páskablað 27. mars-2. apríl 2013 Reynir að finna ræturnar n Rory McIlroy æfir sveifluna á almenningsæfingasvæði F átt hefur frést af Rory McIlroy eftir að hann strunsaði fúll af velli í miðju móti á PGA-mót- aðröðinni fyrr í mánuðinum. Tannpína var sögð orsökin þang- að til kappinn viðurkenndi að hafa látið slæmt gengi ná tökum á sér og hann hafi bara orðið of fúll til að halda áfram keppni á Honda Classic- mótinu. Síðan hefur hann ekki sést slá bolta ef frá er talin mynd sem vegfar- andi smellti af á opnu almennings- æfingasvæði nálægt Miami í Banda- ríkjunum. Þar hafði Norður-Írinn komið sér fyrir við hlið áhugamanna og hamraði bolta í rúma klukkustund eins og ekkert væri sjálfsagðara. Venjan er nefnilega ekki að stór- stjörnur í golfinu spásseri um á al- menningsvöllum og þaðan af síður æfi sig á þeim völlum eins og hver annar sveitalubbi. Sérstaklega þar sem hver einasti eðalklúbbur í heim- inum myndi loka vellinum fyrir öðr- um til þess eins að leyfa Rory McIlroy að æfa sig ef svo bæri undir. McIlroy hefur reyndar verið leg- ið á hálsi að hafa ofmetnast helst til mikið af velgengni sinni á golfvell- inum og fjölmiðlar í heimalandinu stæra sig ekkert sérstaklega af kapp- anum lengur. Kannski það sé ein ástæða þess að hann ákvað að æfa sig bara á gamla mátann með öllum hinum áhugamönnunum að hann vilji reyna að tengjast aftur rótum sínum. Vart er vanþörf á því, ef marka má spilamennsku hans þetta árið. Hvort sem um er að kenna ofmati hans sjálfs eða nýju kylfunum frá Nike þarf McIlroy aldeilis að taka til hendinni ef hann á ekki að falla mun neðar á heimslistanum í golfi en hann þegar hefur gert. Tiger Woods henti hon- um af toppnum um síðustu helgi og Woods virðist í betra formi en um margra ára skeið. n n Arsenal er eina stórliðið sem hagnast á leikmannamarkaðnum n Árangur í deildinni dýru verði keyptur förnum árum ekki alltaf verið skynsamleg. Þeir hafa eytt háum fjárhæðum í dýra fram- herja, til dæmis Steven Fletcher, framherja Wolves, sem þeir keyptu á 15,2 milljónir punda nýverið. Félagið hefur frá árinu 2006 eytt á bilinu 20 til 40 milljóna punda í leikmenn á hverju ári. Félagið hefur þó líka verið duglegt að selja leikmenn, fyrir þokkalegan pening, en betur má ef duga skal. Manchester United 88 milljóna punda tap ↓ Það er orðið æ sjaldgæfara að Manchester United pungi út svimandi háum upphæðum í leikmenn. Félagið keypti Robin van Persie á 22 milljónir punda í fyrra en hann er dýrasti leikmaðurinn sem félagið hefur keypt frá því Berbatov var keyptur á 31 milljón tímabilið 2008/2009. Ein aðalástæðan fyrir því að tap United á leikmannaviðskiptum er ekki meira en raun ber vitni er 80 milljóna punda salan á Cristiano Ronaldo árið 2009. Aston Villa 92 milljóna punda tap ↓ Aston Villa hefur lengi verið í deild þeirra bestu en sjaldan á undanförnum árum gert tilkall til titla. Félagið hefur, þrátt fyrir mögur ár, eytt 92 milljónum punda umfram það sem liðið hefur selt. Það hefur nánast verið árviss viðburð- ur undanfarin ár að besti leikmaður félagsins hafi verið seldur að sumri. Félagið á enda í vanda og er í raunveru- legri fallhættu þrátt fyrir að hafa árlega eytt 25 til 48 milljónum punda í leikmenn undanfarin ár. Liverpool 124 milljóna punda tap ↓ Eigendaskipti hafa verið tíð í bítla- borginni undanfarin ár. Liverpool hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum en ýmislegt hefði betur mátt fara. Félagið keypti til dæmis Andy Carroll á 35 millj- ónir punda 2011 en hann hefur sannarlega ekki blómstrað og var raunar lánaður frá félaginu í fyrra. Áhangendur eru orðnir langþreyttir á titlaleysi liðsins en spurningin er hvort pyngjur eigendanna séu botnlausar. Chelsea 233 milljóna punda tap ↓ Það urðu ákveðin vatnaskil í enska boltanum þegar Roman Abramovich eignaðist lið Chelsea árið 2003. Rússa- gullið flæddi í stríðum straumum og Chelsea varð að stórveldi í boltanum. Abramovich hefur haldið áfram að eyða peningum – ekki síst í knattspyrnustjóra – og hefur keypt ótal stórstjörnur til liðsins. Manchester City 427 milljóna punda tap ↓ Sheik Mansour kom sem stormsveipur inn í enska boltann þegar hann keypti „litla liðið“ í Manchester-borg, City, árið 2008. Fordæmalaust fjáraustur virðist engan endi ætla að taka. Hver stjarnan á fætur annarri er keypt til félagsins og má þar nefna Sergio Aguero, Robinho, Edin Dzeko og Carlos Tevez. Félagið hefur beinlínis keypt sér árangur því félagið varð enskur meistari í fyrra. Óvíst er hversu lengi ævintýrið endist. – 42 7 m . £ – 12 4 m . £– 9 2 m . £ – 88 m . £ – 88 m . £ – 80 m . £ – 72 m . £ – 65 m . £ – 56 m . £ – 23 3 m . £ Seigir piltar Piltarnir í U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu byrjuðu með látum í riðli sínum í undankeppni EM 2015. Liðið lagði Hvít-Rússa 1–2 á útivelli á fimmtudag. Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í Noregi, kom Íslandi yfir á fjórðu mínútu en Emil Atlason, leikmað- ur KR, bætti við öðru marki á 51. mínútu. Fyrirliðinn Sverrir Ingi Inga- son, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta rauða spjaldið á 72. mín- útu þegar hann braut á leikmanni andstæðinganna innan vítateigs. Hvít-Rússar skoruðu úr vítinu og hleyptu þannig spennu í leik- inn. Þeim tókst hins vegar ekki að knýja fram jafntefli og höfðu Ís- lendingar því sigur í fyrsta leik. Næsti leikur í keppninni er við Armeníu á útivelli. Hann fer fram 6. júní ytra. Íslendingar í 8-liða úrslitum Evrópumeistararnir í Kiel mæta ungverska meistaraliðinu Vezprém í 8 liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í handknattleik. Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel en með því leika einnig Íslendingarn- ir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Liðin hafa áður mæst í keppninni því þau voru saman í riðli og unnu hvort sinn leikinn. Ólafur Gústafsson og fé- lagar í Flensburg mæta löndunum sínum í Hamburg. Metalurg mæt- ir pólska liðinu Kielce en með því leikur hornamaðurinn Þórir Ólafs- son stórt hlutverk. Þá eigast við spænsku stórliðin Atletíco Madrid og Barcelona. Liðin mætast tvisvar. Fyrri leik- irnir fara fram á tímabilinu 17.–21. apríl og síðari leikirnir 24.–28. apríl. Þung brúnin McIlroy fallinn af toppnum í golf- heiminum og reynir að finna ræturnar að nýju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.