Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 52
C orey Miller, fæddur 9. mars 1971, var bandarískur rapptón- listarmaður. Að því sögðu þarf engan að undra að hann tók upp sérstakt listamannsnafn, og fyrir valinu varð – í anda banda- rískrar rappmenningar – nafnið C-Murder; Sjá Morð má kannski segja. Reyndar er ekki fyrir hvern sem er að fá botn í sviðsnöfn bandarískra rapp- ara og því til staðfestingar skulu nefnd- ir til sögunnar tveir slíkir; Master P og Silkk the Shocker, sem báðir eru bræð- ur C-Murder. Dæmdur fyrir morð C-Murder afplánar nú um stundir lífs- tíðar fangelsisdóm vegna morðs, en áður en honum var hent í grjótið átti hann ágætum ferli að fagna; hann hafði sent frá sér átta plötur í gegn- um þrjá útgefendur og varð Life or Death fyrsta platínuplata kappans, 1998. Corey Miller var í hljómsveitinni 504 Boyz, með „z“ enda engan veg- inn nógu kúl að nota „s“. Hljómsveitin átti smell árið 2000 sem heitir því skemmtilega nafni Wobble Wobble. En hér er ekki ætlunin að kryfja tónlistarafrek C-Murder frekar en bráðnauðsynlegt er og til að gera langa sögu stutta þá var C-Murder dæmd- ur til fangelsisvistar í september 2003, vegna barsmíða og skotárásar í næt- urklúbbi í Harvey í Louisiana-fylki. Uppá koman átti sér stað árið 2002 og kostaði einn aðdáanda, 16 ára dreng Steve Thomas, lífið. Ný réttarhöld og stofufangelsi En dómari, Martha Sassone, gaf heim- ild til nýrra réttarhalda á grundvelli fullyrðinga verjenda C-Murder að sak- sóknarar hefðu setið á upplýsingum um glæpsamlegan bakgrunn þriggja vitna sem þeir öttu fram. Á meðan C-Murder beið nýrra réttarhalda var honum gert að vera í stofufangelsi. Það reyndist ekki vera alslæmt því Sassone heimilaði C- Murder – í stofufangelsi – að auglýsa nýja, óútgefna og ónefnda plötu og skáldsögu, Death Around the Corn- er, Dauði handan hornsins. En Sasso- ne fyrirbauð með öllu að aflétt yrði þagnarskyldu um allt sem dómsmál- ið varðaði. Einnig þurftu allir sem hugðust drepa niður fæti í híbýlum C- Murder að fá heimild þar að lútandi hjá Sassone. Hinn 13. mars, 2007, samþykkti Sassone að C-Murder gæti unnið að tónlistarferli hans að því gefnu að hann leitaði heimildar þar að lútandi í hvert skipti. En sveigjanleiki Sasso- ne var á þrotum þegar hann fór þess á leit að hann fengi útivistarleyfi frá klukkan 7 að morgni til klukkan 9 að kveldi. Þessi undanlátssemi Sassone átti síðar eftir að koma henni í koll er hún reyndi að tryggja endurkjör sitt í dómarasæti árið 2008. Ellen Kovach tók við af Sassone og öll hlunnindi til handa C-Murder voru afturkölluð. „Grafreitur og ljósmynd“ Réttarhöld yfir Corey „C-Murder“ Miller hófust 5. ágúst 2009. Faðir fónarlambsins sagði frá því að sonur hans hefði verið mikill aðdáandi Cor- ey í lifanda lífi. Þá bar starfsmaður á skemmtistaðnum vitni um að hann hefði séð skýrt og greinilega þegar Corey myrti drenginn. Þann 10. ágúst barst tilkynning frá kviðdómi um að mikil óeining væri um það hvernig dæma ætti í málinu og engin niður- staða hefði fengist. Þá gaf dómar- inn kviðdómendum fyrirmæli um að leysa ágreininginn og þremur tímum seinna höfðu þeir komist að niður- stöðu; tíu vildu sakfella Corey en tveir vildu sýkna hann. En dómarinn gat ekki unað sáttur við þetta. Hann taldi að þessi snöggu umskipti hlytu að stafa af því að einhver kviðdóm- endanna hefði látið undan þrýstingi vegna tímahraks. Þeim var gefinn auk- inn tími til að komast að niðurstöðu en hvikuðu ekki frá fyrri ákvörðun- um. Corey var sakfelldur og dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir annars stigs morð með tíu atkvæðum gegn tveim- ur. „Ég gleðst ekki yfir þessari niður- stöðu,“ sagði faðir fórnarlambsins. „Ég vorkenni Miller-fjölskyldunni, en þau geta þó séð drenginn sinn. Það eina sem við höfum er grafreitur og ljós- mynd.“ Sinnaskipti vegna þrýstings Skömmu eftir að dómur féll í málinu hófst rannsókn á vinnubrögðum kvið- dómsins. Kom þá í ljós að tveir af kvið- dómendunum, tvítug stúlka og eldri kona, sem töldu að sýkna ætti Corey höfðu verið þvingaðar til að skipta um skoðun með þrýstingi og andlegu of- beldi. „Þeir gerðu þessa 20 ára stelpu hreinlega veika. Hún skalf öll og hljóp inn á baðherbergi þar sem hún kastaði upp,“ sagði annar kviðdómendanna og var vitnisburður hennar staðfestur af þeim þriðja. Í Lousiana þurfa minnst 10 af 12 kviðdómendum að fallast á sekt til að maður sé sakfelldur. Af þeim sökum áfrýjaði Corey dómnum en hafði ekki erindi sem erfiði því hann var staðfestur 28. desember 2011. n 52 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Skaut eiginkonu og leynilegan elskhuga Afbrýðisamur eiginmaður, Ben Wheeler, í Texas skaut konu sína til bana eftir að hann kom að henni þar sem hún stundaði kynlíf með öðrum manni. Eiginmaðurinn rakst á bíl konu sinnar fyrir utan heimili manns sem hann vissi að bar hlýjan hug til hennar. Skaut hann þau bæði klukkan sex að morgni sunnudags og hringdi svo í lögregluna og viðurkenndi verknaðinn. Skilur konan eftir sig fjögur börn en ætla má að maðurinn verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. n Rappar í fangelsinu n Leitar réttar síns í lífstíðarfangelsi RAPPARINN C-MURDER DÆMDUR FYRIR MORÐ „Ég vorkenni Miller- fjölskyldunni, en þau geta þó séð drenginn sinn. Það eina sem við höfum er grafreitur og ljósmynd. Vafasamur auðjöfur fellur frá n Kom Pútín til valda en var hrakinn úr landi B oris Berezovsky, einn um- deildasti auðjöfur Rússlands, lést í íbúð sinni í London í síð- ustu viku en rannsókn bend- ir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Berezovsky efnaðist gríðarlega eft- ir fall Sovétríkjanna þegar ríkisfyrir- tæki í landinu voru seld á brunaút- sölu og sölsaði meðal annars undir sig stærstu sjónvarpsstöðina í Rúss- landi, Channel 1. Þá var hann góðvin- ur Boris Yeltsin, fyrrverandi forseta Rússlands, og tilheyrði hinni svoköll- uðu Yeltsin-klíku. Á þeim tíma kynnt- ist hann Vladimir Pútín, stofnaði með honum Unity-flokkinn og gerðist fjár- hagslegur bakhjarl hans. Ætla má að Berezovsky hafi átt nokkurn þátt í því að Putín sigraði í forsetakosningun- um árið 2000 en skömmu síðar sinn- aðist þeim. Rússnesk stjórnvöld sök- uðu Berezovsky um fjármálamisferli, peningaþvætti og tilraunir til valda- ráns með þeim afleiðingum að Ber- ezovsky flúði land. Eignir hans í Rúss- landi voru teknar eignarnámi en Berezovsky fékk pólitískt hæli í Bret- landi þar sem hann dvaldist til ævi- loka. Síðustu æviárum sínum eyddi Berezvosky í allsherjar herferð gegn rússneskum stjórnvöldum sem hann sakaði um alls kyns glæpi. Á ævi sinni bakaði hann sér ótal óvildarmenn og var oftar en einu sinni reynt að koma honum fyrir kattarnef. johannp@dv.is Corey Miller Rapparinn Corey Miller gengur undir listamannsnafninu C-Murder en hann var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi árið 2003. Myrti fjöl- skylduna Jeremy Bamber hefur nú gert enn eina tilraunina til að fá mál sitt tek- ið upp aftur en fyrir 25 árum var hann dæmdur í ævilangt fang- elsi fyrir að hafa myrt móður sína, stjúpföður, systur og tvo tvíburasyni hennar. Bamber var 25 ára þegar dómurinn féll, en hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Vill hann meina að systir hans, sem haldin var geðklofa, hafi gengið berserks- gang á heimili sínu og að lokum svipt sjálfa sig lífi. Fannst byssan í höndum hennar og taldi lögreglan vikum saman að hún hefði framið morðin. Dómstólar komust þó að þeirri niðurstöðu að Bamber hefði komið byssunni þar fyrir eftir að hafa myrt fjölskylduna. Hann hefur gert þrotlausar tilraunir til að sanna sakleysi sitt og meðal annars farið með málið fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu án árangurs. Græddi á einkavæðingunni Boris Berezovsky sveifst einskis í rússneska gullæðinu þegar eignir ríkisins voru seldar klíkubræðrum. Þá átti hann þátt í að koma Pútín til valda. Manson einmana Aðdáandi fjöldamorðingjans Charles Manson hefur verið hand- tekinn eftir að hann reyndi að smygla farsíma inn í fangaklefa hans í Kaliforníu. Frá þessu greindu lögregluyfirvöld í ríkinu á þriðju- daginn en sá sem gerði þessa mis- heppnuðu tilraun er 63 ára og verð- ur dreginn fyrir dóm í apríl. Charles Manson hefur tvisvar sinnum verið gripinn glóðvolgur með farsíma síðustu fjögur árin en þá hafði hann sent textaskilaboð og hringt í ókunnugt fólk frá Kaliforníu, Flór- ída og New Jersey. Vera má að Charles sé einmana en hann hefur setið í fangelsi í meira en 40 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.