Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 46
46 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað neitt svoleiðis. Seinna varð ég samt æf út í sjálfa mig að gera mömmu þetta. Það var sjálfselska að fara þessa leið.“ Þarna var botninum náð en leiðin upp á við var engin hraðferð. María fékk hvíldarinnlögn á geðdeild þar sem hún safnaði kröftum og náði átt- um. Hún leitaði sér einnig aðstoðar hjá sálfræðingum, en það reyndist þrautin þyngri að finna mann sem hún gat talað við. „Ég held að ég hafi stoppað hjá þeim fjórða. Ég var nú ekkert æfð í því að tala við sálfræðinga þannig að ég vissi ekki hvort þeir ættu alltaf að þegja eða hvort þeir ættu að koma með einhver ráð. Í gegnum samtökin Women Against Rape hitti ég aðrar konur sem höfðu líka lent í nauðgun og það hjálpaði mér.“ María tjáði sig opinberlega um nauðgunina á sínum tíma en fyrst um sinn vildi hún ekki segja mömmu sinni frá henni og þagði því þunnu hljóði í einhvers konar tilraun til þess að hlífa henni. „Ég átti góða vinkonu sem vissi allt og hún sagði mér að mamma vissi vel að eitthvað hefði komið fyrir, hún væri að berjast við drauga og ég yrði að segja henni frá þessu. Þannig að næst þegar ég kom til Íslands bauð ég henni í mat og fór yfir þetta. Morguninn eftir hringdi mamma í mig og segir: „Mæja, segðu mér eitt elskan – var þér nauðgað?“ Þá hafði ég sagt henni allt nema það. Ég var orðin svo vön því að verja hana að ég ómeðvitað sleppti þeim hluta sögunnar. Ég hélt að ég hefði sagt henni það.“ Misnotaði áfengi Upp frá þessu fór hún að misnota áfengi og lyf og endaði í meðferð. En það er liðin tíð og hún er löngu farin að drekka aftur. Aðspurð hvort hún hafi ekki verið hrædd við að byrja aft- ur svarar hún neitandi. „Ég er ekki alki sem vill ekki viðurkenna að ég eigi við vandamál að stríða. Mér þykir of- boðslega gaman að nota vín. En AA- félagar mínir hafa sagt við mig að ég sé ekki alki og kannski er það rétt. Í módelbransanum var alltaf vín í kringum okkur, þegar við vorum þreytt þá var komið með kampavín og svona. Ég prófaði að reykja gras og gat hlegið eins og vitleysingur með vinum mínum. Eftir árásina fór ég að fá mér drykk í hádeginu, um eftirmiðdaginn og á kvöldin. Það þróaðist þannig að ég fór að drekka á hverjum degi. Að mánuði liðnum fór ég líka á geðlyf við þunglyndi og þá er sagt að eitt glas sé á við tvö eða þrjú. Ég held að það sé rétt. En ég drakk mig aldrei dauða þó að ég væri sísullandi á hverjum einasta degi. Stundum varð ég svo hrædd að ég fór út í horn og hnipraði mig saman í sófanum. Þá fór ég að taka valíum til að róa hugann. Þetta varð vítahringur, einhver sjálfseyðingarhvöt. Það er skrýtið að ég skuli hafa farið þessa leið, að meiða mig meira í stað þess að byggja mig upp, en ég fór bara í neyslu og sá enga ástæðu til þess að hætta henni fyrr en ég fékk nóg og skellti mér í meðferð.“ Þá var hún að öllum líkindum komin með ofnæmi fyrir áfengi. Hún var stödd hér á landi og hafði fengið sér vín með mat, farið heim og inn í myrkraherbergi þar sem hún fram- kallaði filmur til klukkan þrjú um nóttina. „Þegar ég vaknaði næsta morgun gat ég varla hreyft mig. Þetta var í fyrsta sinn sem ég gat ekki mætt í vinnu og gert það sem ég þurfti að gera. Þá fékk ég nóg og hringdi ég í vinkonu mína sem kom mér í með- ferð úti í Bandaríkjunum. Það var eitt það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig því það hreinsaði mig og ég var með allt annað hugarfar þegar ég byrjaði aftur að drekka. Nú nýt ég þess að fá mér í glas ef það er tilefni til en ég er ekki að misnota vín.“ Gefst aldrei upp Í kjölfar árásarinnar lokaði María sig af. Til þess að komast aftur að stað fór hún á námskeið í fasteignasölu og tjáningu. „Seinna námskeiðið var hugsað út frá sjónvarpsauglýsing- um og var hálfgerð þerapía. En hitt leiddist ég bara út í án þess að hafa neitt markmið þannig að ég veit ekk- ert hvar ég stakk því prófi. Ég hafði engan áhuga á fasteignasölu en þetta hjálpaði mér að komast aftur í sam- band við fólk. Eftir að ég lauk skólaskyldunni á sínum tíma fór ég út í tungumála- nám þannig að ég var ekki með neina menntun sem ég gat byggt á. Hins vegar þekkti ég tískuheiminn þannig að mér fannst rökrétt að halda áfram innan þess ramma. Þannig að ég fór að taka tískumyndir.“ Hún viðurkennir þó að hafa ekki kunnað að taka myndir. Hins vegar var hún staðráðin í að læra það og það hafðist með aðstoð góðra vina. „Ég gefst aldrei upp þótt það verði einhverjir erfiðleikar á vegi mínum. Ef ég ákveð að klára eitthvað þá geri ég það og ég geri það eins vel og ég get. Sumum finnst ég vera for- réttindapía af því að ég þarf ekki að taka tillit til annarra. Ég get lifað eins og ég vil, ég á ekki börn eða maka, ég á ekki systkini eða foreldra þannig að ég get gert það sem mér sýnist.“ Aðspurð hvort Vigdís sé ekki hennar maki þá svarar hún: „Ég elska Vigdísi virkilega en ég veit það ekki. Mörgum þykir skrýtið að við búum saman en þetta var allt í vináttu. Hún er að mörgu leyti minn maki því við treystum á hvor aðra. Hún lenti illa í því þegar hún fékk heilahimnubólgu og átti ekki að lifa af. Hún var lengi að ná sér eftir það og þó að fjölskyld- an væri til staðar þá var ég nærtækari því við búum saman. Mér þykir al- veg ofboðslega vænt um hana Vig- dísi og það er sterk og góð tenging á milli okkar og hefur alltaf verið. Við hlógum alveg eins og vitleysingar þegar við kynntumst fyrst.“ Veikindi Vigdísar Vigdís var við dauðans dyr þegar það uppgötvaðist að hún væri með heilahimnubólgu. „Ég held að hún hafi dáið, í nokkrar mínútur var hún ekki með lífsmarki. Það var mjög erfitt.“ Vigdís hafði verið erlendis en María sá strax að ekki var allt með felldu þegar hún kom heim. „Hún var farin að ganga svo fött upp á sig og svo gubbaði hún svo mikið. Bróðir henn- ar átti afmæli þetta kvöld en hún man ekkert eftir því. Hún var ekki eins og hún átti að sér að vera. En mér var alltaf sagt að þetta væri flensa. Ég var búin að hringja í þrjá næturlækna þar til sá síðasti kom og hann sendi hana strax upp á spítala. Ef hún hefði kom- ið hálftíma síðar hefði hún ekki haft það af.“ Í svona aðstæðum er oft erfiðara að vera aðstandandi en sá sem veikist. „Það er alltaf vont. Mér var strax sagt að þetta gæti farið illa, ég þyrfti að búa mig undir það. Ég var ein uppi á spít- ala en í raun fannst mér það betra, mér finnst oft betra að vera ein þegar ég þarf að takast á við erfiðar aðstæð- ur. Það var heldur ekki vitað hvort þetta væri smitandi svo fólk var beðið um að halda sig fjarri fyrst um sinn.“ Dóttir Vigdísar var þó mikið með Maríu uppi á spítala og studdi móðir sína í gegnum súrt og sætt, líkt og aðr- ir fjölskyldumeðlimir. Hún var barns- hafandi á þessum tíma og eignaðist svo litla dóttur sem hún skírði í höf- uðið á móður sinni og er augasteinn ömmu sinnar. Sem betur fer fór betur en á horfði. Vigdís missti þó hluta af heyrninni og sjóninni og fékk eymsli í liðamótin þannig að hún á erfiðara með að skrifa. María fylgdi henni í gegnum endurhæfinguna og hjálpaði henni af stað. Púðraði skallann Hið sama gerði Vigdís þegar María veiktist, en hún fékk brjóstakrabba- mein árið 2003. „Ég varð voða sæt og sköllótt og allt það,“ segir hún og glottir. Það skipti hana ekki máli. „Það var allt í lagi að missa hárið. Ég var með pott- lok á hausnum á daginn en einu sinni þegar ég ætlaði að fá mér hádegisverð í París tók ég pottlokið af mér. Þá litu vegfarendur á mig og þjónninn kom með aukaborð og stjanaði svoleiðis við mig að það var eins og ég væri að borða mína síðustu máltíð. Á kvöldin púðraði ég bara skallann og fór með hann út, ég notaði aldrei hárkollu. Erfiðara var að mála á mig augabrúnir því ég þurfti að muna hvar þær voru,“ segir hún og bankar þrisvar í borðið um leið og hún segir sjö, níu, þrettán, „en það eru liðin tíu ár síðan og þetta hefur ekki komið aftur upp. Ég var heppin að þetta uppgötvaðist áður en þetta var komið í eitlana og nógu snemma til að það hægt væri að taka fleyg úr brjóstinu í stað þess að taka allt brjóstið.“ Það breytti því ekki að María þurfti að ganga í gegnum erfiða meðferð. „Ég varð óttalega þreytt. Ég var orðin það fullorðin að hormónastarfsemin var hægari þannig að krabbinn dreifði sér hægar. Hitt var að meðferðin drap ekki aðeins krabbameinsfrumurnar heldur einnig það góða og endurnýjunin var erfiðari fyrir konu sem var komin á þennan aldur. Fyrst eftir meðferðina lá ég fyrir á meðan ég var að ná orkunni upp. Mér finnst ég ekki enn hafa náð sömu orkunni aftur en það skiptir ekki máli, ég sætti mig bara við þetta.“ Illkynja æxli Á þessum tíma var María með lög- heimili hér á landi en hún var enn „Ég treysti honum og virkilega elskaði hann en ég treysti mér ekki til þess að giftast honum. „Ég drakk mig aldrei dauða þó að ég væri sísullandi á hverjum einasta degi. Þakklát Höfnunartilfinningin sótti alltaf á Maríu og varð til þess að hún hafnaði ástinni og ákvað að fæða ekki barn í þennan heim nema hún gæti gefið því föður og öryggi. Engu að síður lítur hún sátt til baka og er þakklát fyrir lífið sem hún hefur lifað. Mynd sIGtryGGur arI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.