Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 78
78 Fólk 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað „Er virkilega ástfangin“ n Fylgist með Nikita í Dancing with the Stars É g verð bara að vera áhorfandi og fá að horfa á hann svitna og púla,“ segir dansarinn Hanna Rún Óladóttir en kærasti henn­ ar og dansfélagi, hinn rússneski Nik­ ita, tekur þátt í þýska raunveruleika­ þættinum Dancing with the Stars. Hanna Rún er hvergi bangin við að hleypa þýskum stjörnum nálægt kærastanum. „Nei, ég er bara spennt að sjá hversu vel hann nær að þjálfa hana,“ segir hún hlæjandi. Hanna Rún er einn fremsti dansari Íslands en hún vakti athygli þegar hún og þáverandi kærasti hennar tóku þátt í þættinum Dans dans dans. Þegar þau hættu saman sagðist Hanna ekki ætla að finna sér kærasta í bráð. Raunin varð hins vegar sú að Nikita heillaði hana fyr­ irvaralaust upp úr skónum. „Það var ekki annað hægt en að elska hann. Ég vil meina að þetta sé í fyrsta skipt­ ið sem ég er virkilega ástfangin. Ég hef aldrei haft svona miklar tilfinn­ ingar til einhvers. Ég elska allt við hann, það er ekkert sem ég get sett út á hann. Hann er fullkominn í alla staði,“ segir Hanna Rún og bætir við að Nikita sé afar rómantískur. „Hann er alltaf að gefa mér eitt­ hvað og færir mér morgumat í rúmið á hverjum einasta degi. Svo nudd­ ar hann mig og meira að segja þvær þvottinn minn, hengir á snúruna og vaskar upp. Ég fæ ekkert að gera!“ n Ung og ástfangin Hanna Rún var ákveðin í að finna sér ekki nýjan kærasta en segist ekki hafa getað staðist Nikita. Ný heimasíða Steed Lord S vala Björgvins og félagar í hljómsveitinni Steed Lord halda áfram að gera garðinn frægan í henni Ameríku. Nú hafa Svala, Einar og Eddi opn­ að nýja vefsíðu fyrir aðdáendur sveitarinnar. Slóðin er einfaldlega steedlord.com en á síðunni er hægt að fylgjast með öllu sem viðkemur listamönnunum, sama hvort það er tíska, myndbönd, stuttmyndir, remix, viðtöl og upptökur af tón­ leikum. Á síðunni er myndband ástr­ ölsku popp stjörnunnar Havana Brown við lagið Big Banana en Ein­ ar leikstýrði myndbandinu og Svala og Einar skrifuðu handritið. n É g er hámarksfiðrildi og vanur að vera með rakettu í rassin­ um. Ég veit aldrei hvert ég er að fara eða hvar ég enda,“ seg­ ir tískubloggarinn og ljós­ myndarinn Helgi Ómarsson sem er farinn heim til Kaupmannahafnar eftir að hafa verið hér á landi við tök­ ur í Ljósmyndakeppni Íslands, raun­ veruleikaþætti sem hefst á Skjá Ein­ um í næstu viku. Helgi er einn átta keppenda sem er kominn í úrslit en segist alls ekki alltaf sammála dómurunum. „Mér fannst mjög skrítið að leggja verkin mín í hend­ ur á þremur aðilum sem grannskoða myndina og gagnrýna hana. Ég get ekki sagt að það hafi verið þægileg tilfinning, sérstaklega þegar dómararnir kunnu ekki að meta eitthvað í myndinni sem ég sjálfur elskaði. Oft var ég alls ekki sam­ mála dómurunum og enn síður eftir að ég horfði á fyrsta þáttinn. En auðvit­ að er frábært að fá gagnrýni og ég nýti mér hana til góðs. Mér fannst bara frekar skondið að myndirnar sem þau töldu verstar þótti mér yfirleitt bestar. Ég þarf að venjast því að verkin mín séu skoðuð á þennan hátt.“ Helgi bloggar á vefnum trend­ net.is en hefur einnig starfar sem stílisti og fyrirsæta. Hann hefur ver­ ið á samningi hjá Eskimo í þrjú ár og er einnig á samningi hjá skrifstofu í London. Hann segir að dregið hafi úr áhuga sínum á að sitja sjálfur fyr­ ir. „Ég fæ voðalega lítið út úr því að módelast. Mér finnst ég líka ekki nógu módellegur. Og það er allt í lagi. Ég kann töluvert betur við mig sem ljósmyndari. Það besta sem ég geri í lífi mínu er að vinna með hug­ myndir og skapa fallegar myndir. Öll sú næring sem ég þarf, kemur frá því – ég elska það.“ Hann tekur undir að reynslan sem fyrirsæta hafi hjálpað honum í ljósmynduninni. „Mér finnst ég eiga auðveldara með að leikstýra módel­ um af því að ég hef sjálfur verið fyr­ ir framan myndavélina. Þessi reynsla opnar augun fyrir alls konar hlutum og kennir manni helling.“ Aðspurður segir hann skemmtileg­ ast að mynda tilfinningar. „Það skipt­ ir ekki máli hvers konar verkefni eða hvern ég er að mynda, mér finnst alltaf mikilvægast að ná ákveðinni einlægni fram,“ segir hann og bætir við að fyr­ irsætan Edda Óskarsdóttir sé í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég hef mynd­ að Eddu mikið. Hún er algjör draum­ ur að mynda. Hún hefur kennt mér helling bara með því að vera frábær fyrirsæta. Svo myndi ég gjarnan vilja mynda Frank Ocean og gera eitthvað „documentary“ með honum; bók, sýningu eða eitthvað álíka. Hann er ótrúlega heillandi maður.“ Helgi flutti til Kaupmannahafn­ ar til að elta ástina sína. Sá heppni heitir Kasper og er Dani. „Hann er þvílíkur draumaprins,“ segir Helgi sem er greinlega ástfanginn upp fyr­ ir haus. n Elti ástina til Köben n Helgi Ómars tekur þátt í Ljósmyndakeppni Íslands „Ég fæ voðalega lítið út úr því að módelast Ekki módel lengur Helgi heldur því fram að hann sé ekki lengur efni í fyrirsætu enda hafi hann mun meira gaman af því að taka myndirnar sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.