Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 36
36 Viðtal 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað V ið héldum að við hefðum náð ákveðnum toppi í júlí í fyrra en það er auðséð að þetta fer bara vaxandi,“ seg- ir tónlistarmaðurinn Sig- tryggur Baldursson, framkvæmdar- stjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Ótrúleg útrás tónlistarfólks Í mars hélt íslenskt tónlistarfólk yfir 200 tónleika á erlendri grundu en að sögn Sigtryggs er normið 70–80 tón- leikar. „Fagfólk úti í heimi er hissa á því hvað jafn fámenn þjóð á marga þekkta tónlistarmenn. Ef við ætlum að tala um höfðatölu er þetta fárán- lega mikið og ef við ætlum að bera okkur saman við hin Norðurlöndin þá eru hér þónokkuð mikið fleiri al- þjóðlegir þekktir tónlistarmenn. Það er bara gaman að því.“ Sigtryggur segir erfitt að útskýra þessa nýskeðu velgengni. „Þegar maður heldur að maður hafi fund- ið formúluna breytist ramminn utan um myndina. Þessi bransi er á stöð- ugri hreyfingu. Tónleikahald hef- ur aukist og vaxið. Aðaláherslan er komin þangað. Í gamla daga fór fólk í tónleikaferð til að auglýsa plötur en í dag hefur þetta snúist við. Fólk gefur út plötur til að auglýsa tónleikaferðalög. Það eru ekki jafn miklir tekjumöguleik- ar af útgáfu eins og var svo í dag þarf fólk að leita fjölbreyttari leiða til að afla tekna af tónlistinni.“ Þetta reddast-hugarfarið Hann segir ástæðuna fyrir þessari miklu útrás fjölþætta. „Að miklu leyti kemur orkan til útrásar frá tón- listarmönnunum sjálfum en svo eru líka atriði eins og ÚTÓN og Iceland Airwaves sem spila inn í. Þekkingin dreifist inni í geiranum og hjálpar næstu listamönnum. Helstu ambassadorarnir okkar, Björk, Sigur Rós, Sykurmolarnir og núna Of Monsters and Men er allt fólk sem er þekkt fyrir að gera hlutina á eigin forsendum. Íslensk músík hefur því orð á sér fyrir að vera frum- leg og spes. Hún þykir spennandi og það hjálpar. Þetta hefur verið ferli sem hefur verið að gerjast í nokkurn tíma. Fólk er óhrætt við að reyna fyrir sér og brjóta reglur í bransanum. Oft ómeð- vitað. Það er þessi íslenska leið; þetta reddast-hugarfarið. Það er merkilegt hvað það skilar miklu. Hafandi sagt það þá er einnig að skila sér ákveðin þekking inn í brans- ann, til dæmis í gegnum ÚTON. Við lifum í svolítið vernduðu umhverfi hér heima. Þessi strúktúr sem er á bransanum erlendis er ekki til stað- ar hér nema í lítilli mynd. Íslensk- ir tónlistarmenn ganga sjálfir í störf sem eru sérhæfð erlendis. Ég hef oft tekið dæmi um íslenska hljómsveit sem tekur sig til og semur lag, tekur það svo sjálf upp eða fær aðstoð vina sinna til þess, hringir svo í Óla Palla eða einhvern annan útvarpsmann og fær spilun. Svo er sveitin farin að spila á tónleikastöðum borgarinnar. Það er þessi DIY-menning. Hún er að sumu leyti holl og getur fyllt fólk af baráttuanda. Þessi orka er ágæt hér heima en málið er allt annað þegar maður er kominn út fyrir landstein- ana. Þar er mengið flóknara.“ Horfir sáttur til baka Sigtryggur þekkir harkið í útlöndum af eigin reynslu en hann er einn upp- haflegu meðlima Sykurmolanna og spilaði með sveitinni þar til hún leið undir lok árið 1992. Hann segir mik- inn mun á útrás Sykurmolanna og ís- lenskra tónlistarmanna í dag. „Í dag er hægt að sækja meira af styrkjum til að létta undir. Umhverfið er líka allt ann- að. Þekkingin, reynslan og skilningur- inn hér á Íslandi er orðinn miklu meiri. Ungar hljómsveitir starfa oft eins og ung sprotafyrirtæki. Það er verið að framleiða einhverja vöru úr engu, fjár- festa reynslu og eigin fé til að koma henni á markað. Stuðningsumhverfið er betra auk þess sem það er kominn ákveðinn skilningur á að tónlist er líka viðskipti.“ Sykurmolarnir voru orðnir heims- frægir þegar þeir lögðu upp laupana en margir segja að þeir hefðu get- að náð mun lengra. Samt sem áður horfir Sigtryggur sáttur til baka. „En auðvitað er alltaf gott að vera gáfað- ur eftir á og sjá hvað hefði mátt fara betur og hvar hefði mátt halda betur utan um. Ég sé ekki eftir því að hafa ekki orðið rík og fræg poppstjarna, það hefði bara verið til vandræða. Ef ég lít til baka finnst mér við ekki hafa verið nógu grimm til að halda okkur í eig- in farvegi. Ég held að fáir verði hamingju- samari með því að verða frægir og ríkir. Hamingjan liggur ekki þar. Það er frekar þegar fólk einbeitir sér að því að gera hlutina á eigin forsend- um. Það er alveg hægt að selja músík og lifa á henni án þess að „sell out“. Tónlistarfólk þarf að halda fast í sín- ar forsendur og ekki fara út fyrir sinn eigin ramma. Það er engum til góðs.“ Aðspurður um ráð handa þeim sem hyggja á útrás með tónlist sína segir hann mikilvægt að fólk skapi sér grunn í því sem það sé að gera. „Fyrst og fremst verður fólk að vera með sýn. Það er erfiðara að fara til útlanda með ómótaðar hugmynd- ir. Í dag er miklu auðveldara að afla sér upplýsinga og tengja sig við allan fjárann í bransanum. Gott dæmi um slíkt er tónlistarmaðurinn Ólaf- ur Arnalds sem startaði sínum ferli á samfélagsmiðlunum með með því að tengja sig út á við.“ Alæta á tónlist Sigtryggur segir ómögulegt að benda á næsta íslenska band sem eigi eft- ir að „meika“ það í útlöndum. „Það er það skemmtilega við þetta. Hlutir sem manni dettur alls ekki í hug að eigi eftir að virka vel gera það allt í einu. Ég held að enginn hafi spáð Of Monsters and Men þessari velgengni fyrirfram. Afar stórt „element“ í þessum bransa er að vera á réttum stað á réttum tíma. Of Monsters and Men spilar tónlist sem virðist hafa ver- ið líkleg til vinsælda þegar þau voru að brjótast í gegn; það er þessi þjóð- lagaskotna poppbylgja. Þau tengd- ust beint þar inn. Svo er margt sem spilar saman og margir faktorar sem maður getur ekki séð fyrirfram.“ Sjálfur segist Sigtryggur nánast alæta á tónlist. „Ég hef mjög fjöl- breyttan tónlistarsmekk. Heima hjá mér hlusta ég á allan skrattann og hef verið að safna að mér gömlum djassplötum eftir að ég fékk mér vín- ylspilara. Eitt af því fáa sem ekki á upp á pall- borðið hjá mér er amerískt iðnaðar- rokk en ég fór á tónlistarhátíðina South by South West um daginn þar sem ég heyrði afskaplega mikið af mjög leiðin- legri tónlist. Mikið af þessari nýju ís- lensku tónlist sem er að fá athygli í dag finnst mér mjög skemmtileg, eins og Ásgeir Trausti, Of Monsters and Men, Retro Stefson, Sykur og margt fleira. Fyrir utan auðvitað Skúla Sverr- is, Óskar Guðjóns, ADHD og Víking Heiðar og fleiri og fleiri.“ Með heimþrá í Ameríku Sigtryggur er rétt skriðinn yfir fimm- tugt. Hann fæddist í Noregi þar sem fjölskylda hans bjó fyrstu tvö árin af hans lífi áður en þau fluttu heim og í Kópavoginn en Sigtryggur hefur alltaf verið mikill Kópavogsmaður. Sjálfur lýsir hann sér sem allra þjóða kvikyndi. „Ég bjó á Long Island í Bandaríkjunum frá sex ára aldri til tíu ára á stað sem heitir Babylon. Faðir minn vann hjá Loftleiðum og var yfirmaður viðhalds á Kennedy-flugvelli. Slétt sama hvað öðrum finnst Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður lýsir sjálfum sér sem allra þjóða kvikindi. Hann ræðir um útrás íslenskra tónlistarmanna, aukasjálfið Bogomil Font, Sykurmolaævintýrið og fjölskyldulífið, en hann er mikill fjölskyldumaður sem elskar afahlutverkið og býr með tveimur systrum. „Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum með að vera giftur doktor „ Ég lenti þó strax í vandræðum. Var handtekinn fyrsta daginn, aðeins tíu ára Sáttur við ferilinn Sigtryggur horfir sáttur til baka til tíma Sykurmolanna. Hann segir það, að hafa orðið rík og fræg stjarna, hefði aðeins orðið til vandræða. Mynd Sigtryggur Ari Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.