Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 47
Viðtal 47Páskablað 27. mars-2. apríl 2013 með annan fótinn úti í París. Á milli meðferða fór hún þangað. Vigdís fór þá með henni út og sat þar við skriftir á meðan María náði bata. „Hún var mikil stoð. Eins myndi ég helst vilja giftast öllu þessu fólki sem vinnur á krabba­ meinsdeildinni. Ég var svo ber­ skjölduð og kunni vel að meta allt gott sem var gert fyrir mig en það var ekki ein manneskja sem ekki var elskuleg.“ Þegar María fann hnúðinn sagði hún samt engum frá því. „Ég fer yf­ irleitt mínar eigin leiðir. Ég var ekki búin að segja Vigdísi að ég hefði fundið eitthvað sem ég ætlaði að láta skoða, ekki fyrr en ég þurfti að fara í ómun til að athuga hvort þetta væri illkynja. Ég fer ekki með allt til hennar þó að við séum góðar vin­ konur. Þarna er ég sérstök, ég tekst yfirleitt á við hlutina ein. Mér finnst það betra. En þegar ég fékk að vita að þetta væri illkynja æxli þá hitti svoleiðis á að ég átti frænku sem vann við krabbameinsleitina og hún gekk beint í flasið á mér þegar ég kom út. Ég felldi nokkur tár og hún hélt utan um mig án þess að vita að hún myndi seinna lenda í þessu líka. Svo hringdi ég í Vigdísi og sagði henni að þetta væri illkynja og hún sagði bara „já, ertu að koma heim?“ Hún áttaði sig ekki á því sem ég var að segja, ekki fyrr en ég kom heim og þá spurði hún „hvað sagðir þú eiginlega?“ Þetta var dálítið sér­ stakur tími. Þetta gat ver­ ið byrjunin á endinum en einhvern veginn hélt ég ró minni. Það varð bara að koma í ljós hvort þetta væri minn tími eða ekki.“ Hafnaði ástinni María hefur aldrei treyst á neinn nema sjálfa sig. Kannski af því að hún var svo lengi ein og varð að vera sjálfstæð, er ein­ birni og ættleidd í þokkabót. „Ætt­ leiðingin mótaði mig mikið. Þegar ég stóð frammi fyrir því að eignast barn með manni sem ég var ekki gift þá fann ég svo sterkt fyrir þessari tilfinn­ ingu að vera skilin eftir. Ég vildi ekki eignast barn sem hefði ekki föður og móður og eðli­ lega umgjörð. Þannig að ég varð nokkuð snemma viss um að ég myndi hvorki gifta mig né eignast barn. Þegar ég varð of ástfangin fann ég fyr­ ir gífurlegri hræðslu við það að gift­ ast eða skuldbinda mig með þessum hætti. Ég var viss um að ef ég myndi skrifa undir eitthvað svona heilagt þá myndi hann fara frá mér.“ Vonbiðlarnir voru margir, en einn þeirra átti sérstakan stað í hjarta Maríu sem hallar sér fram og spyr hvort mér sé sama þótt hún kveiki sér í annarri sígarettu. „Ég var ástfangin af honum, ég treysti honum og virki­ lega elskaði hann en ég treysti mér ekki til þess að giftast honum þegar hann bað mín. Á sama tíma fannst mér það órök­ rétt að vera svona hrædd, ég elskaði manninn, af hverju þorði ég ekki að sleppa tökunum og gefa honum tauminn? Þetta var allt í lagi. Eina skýringin sem ég gat fundið var þessi höfnunartilfinning sem sat eftir inni í mér og hræðslan við höfn­ un sem fann fyrir á stórum tíma­ mótum. Þessi tilfinning sat eftir inni í mér og hún verður alltaf til staðar og stjórnar því hvernig ég bregst við, sama hversu órökrétt það er. Það eru ýmsar tilfinningar í frumum fólks,“ segir María þar sem hún situr bein í baki á móti mér og púar reyknum frá sér, með Capri milli fingranna og munninn fullan af súkkulaðikúlum. Fóstureyðingin Áratugum síðar hittust þau aftur. „Ég sagði honum þá að ég skildi vel af hverju ég hefði verið svona skotin í honum á sínum tíma, af hverju ég elskaði hann svona heitt. Hann gift­ ist konu sem var ekkja og hafði verið gift vini hans, aðallega af því að hún minnti hann á mig. Þetta voru mjög sterkar tilfinningar sem við bárum til hvors annars.“ Samt segist hún ekki sjá eftir neinu. Eftirsjá er ekki hluti af lífi henn­ ar. „Þegar ég tók ákvörðun um að fara í fóstureyðingu þá fór ég vel yfir hvað það myndi þýða að fæða barn. Það var algjörlega skýrt í mínum huga að ég myndi ekki fæða barn í þennan heim nema ég gæti gefið því föður og öryggi. Ég var ekki tilbúin til að gift­ ast þessum manni og sá mig ekki fyrir mér sem einstæða móður. Ég var enn á fullu í vinnu. En ég vissi líka að það þýddi ekkert að iðrast þess seinna. Ég tók ákvörðun út frá minni bestu sannfæringu á þeim tíma og má ekki gleyma því þótt tilfinningarnar breytist. Það þýðir ekkert að hugsa til þess að annars ætti ég fullorðið barn í dag,“ segir hún æðrulaus. Eftir smá umhugsun segir hún reyndar: „Jú, það geta verið einhverjir smáhlutir sem ég sé eftir. Ég hefði kannski getað verið betri. Ég hef alltaf reynt að særa ekki fólk en hugsa nú að ég hafi samt sært einhverja og mér finnst það leiðinlegt. En það er eins og lífið er, það eru þessar einhliða ástir. Ég hef aldrei vísvitandi gengið úr vegi mínum til þess að særa neinn og þar af leiðandi verð ég bara að sætta mig við að svona var þetta.“ Auðvelt að elska konu Afstaða hennar til ástarinnar er opin og falleg, hún verður ástfangin af einstaklingum óháð kyni þeirra. „Auðvitað eru ekki allir eins og ég en mér finnst þetta einfalt. Það er jafn auðvelt að vera jákvæður eins og neikvæður og það er jafn auðvelt að elska karlmann og að elska konu. Það er manneskjan sem þú elskar. Mér þykir almennt vænt um fólk og ef til­ finningarnar eru svo sterkar að þær leiða að einhverju þá finnst mér það allt í lagi. Ef tilfinningarnar eru gagn­ kvæmar, ég meina – hvað gerir mað­ ur þá?“ Talandi um fordóma, rætið umtal og illkvittni í hennar garð sem var meiri hér á árum áður. „Þá komum við að óttanum við álit annarra. Þegar ég vann fegurðarsamkeppnina þá var ég löng og mjó og með komplexa. Allt í einu varð ég þekkt og fór að heyra sögur um mig. Ég átti meðal annars að hafa haldið við giftan mann. Þetta fékk mikið á mig ég og ég velti því fyrir mér hvernig fólk gæti talað svona. En það var ekki langt tímabil því ég sá að ég gæti ekki eytt tíma mínum og orku í vangaveltur um hvernig aðrir hugsuðu um mig. Þá myndi ég aldrei gera neitt ann­ að. Síðan hef ég verið frjáls hvað það varðar.“ Huldukonan Á borðinu stend­ ur skál sem er full af súkkulaði kúlum sem María sýgur á meðan hún talar. „Ég býð þér ekki einu sinni upp á vatn,“ segir hún allt í einu. „Viltu meira te? Ég á líka sykurlaust appelsín og malt.“ Hún stendur upp og gengur að vaskinum, lætur vatn renna í glas og réttir mér. Segir að hvergi á Íslandi sé eins gott vatn og hér á Ströndum. „Enda er ég með brennivínskút hér undir,“ segir hún stríðnislega. Hún hatar viðtöl og er nánast hætt að veita þau. En fyrst hún er að þessu á annað borð ákvað hún að segja allt. Svo ég spyr um gleðina. „Gleðin er hér með þér,“ segir hún brosandi. Bætir því svo við að hún sé engin stjórnlaus gleðimanneskja. „Ég kalla það gleði ef mér líður vel og er sátt. Þegar ég var yngri var ég í senn þung og ungæðisleg. Í mörg ár var þessi huldukona, blóðmóðir mín, að trufla mig. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk, ég elskaði þá ofboðs­ lega heitt og þeir elskuðu mig. Engu að síður eyddi ég miklum tíma í að velta því fyrir mér hver ég væri og var alltaf að reyna að finna eitthvert ör­ yggi. Á endanum hugsaði ég sem svo að mér hefði alltaf verið ætlað að fara til foreldra mína, fyrst þeir gátu ekki eignast barn hefði ég valið blóð­ móður mína því ég vissi að hún myndi gefa mig frá sér og þá myndu þeir taka mig. Ég er henni óskaplega þakklát fyrir það að fæða mig og láta mig frá sér. Ég veit að með því að segja þetta er ég í þversögn við sjálfa mig því undirliggjandi er þessi höfnun, þessar spurningar, af hverju gaf hún mig frá sér? af hverju vildi hún ekki eiga mig?“ Ættleidd María vissi ekki að hún væri ættleidd fyrr en hún var orðin tólf ára og vin­ kona hennar sagði henni það. „For­ eldrar mínir voru mjög vel gefið fólk og ég veit ekki hvað olli því að þau ætluðu sér aldrei að segja mér þetta. Það var einhver blekking. Mamma hafði mjög sterka réttlætiskennd og ég er viss um að hún hafi iðrast þess að hafa ekki sagt mér þetta fyrr en það var orðið svo langt um liðið að ég hugsa að hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að gera það.“ Kannski hafði það áhrif að hún hafði áður tekið að sér að passa son bestu vinkonu sinnar sem var svo sóttur skyndilega og lést þegar Goða­ fossi var sökkt. „Mamma elskaði þennan dreng mjög mikið og pabbi líka. Ég kom til þeirra nokkrum mánuðum eftir að hann var farinn frá þeim og nokkrum mánuðum eftir að hann dó. Mamma varð aldrei söm eftir það, hún gekk fjörur og leitaði hans.“ Eftir að hafa látið drenginn frá sér ætluðu þau ekki að taka ann­ að barn að sér. Forstöðukonan á fósturheimilinu þar sem María var hringdi nokkrum sinnum í þau en þau sögðu alltaf nei. Örlögin hög­ uðu því þó þannig að í eitt skiptið var móðir Maríu í fermingu fyrir sunn­ an þegar það gerði vont veður og for­ stöðukonan hringdi. Amma Maríu lagði þá til að þær færu mæðgurnar til þess að kíkja á barnið. Eftir það varð ekki aftur snúið. „En ég held að mamma hafi alltaf verið hrædd um að blóðmóðir mín kæmi að sækja mig. Hún ætlaði ekki að láta taka af sér barn númer tvö.“ Sá mynd af móður sinni Einu sinni hafði kona samband við vinkonu hennar og sagðist vera með skilaboð frá móður hennar. „ Faðir þessarar konu stakk af frá fjöl­ skyldunni og tók saman við blóð­ móður mína. Þau fóru saman til Bandaríkjanna þar sem hún hafði uppi á þeim. Þar fékk hún spólu sem ég horfði á og þá sá ég móður mína í fyrsta sinn. Hún hafði verið lagleg stúlka þegar hún var yngri en þarna var hún orðin fullorðin og tekin eft­ ir víndrykkju og ég vorkenndi henni. Mér fannst ég ekki eiga neitt sameig­ inlegt með henni,“ segir María. Einu sinni töluðu þær saman í síma. „Þá grét hún bara. Síðan ætlaði hún að koma til Íslands með eigin­ manni sínum og þá ætluðum við að hittast en þau hvorki komu né létu vita af sér. Það er kannski ljótt að segja það en ég var hálffegin því.“ Móðir hennar er látin og lést án þess að hitta dóttur sína aftur. „Mín fjölskylda er það fólk sem ég ólst upp með. Þó að sama blóð hafi runnið í æðum mínum og móður minnar þá voru engin tengsl á milli okkar.“ Hún teygir sig í tölvuna um leið og hún segist ætla að sýna mér svo­ lítið. Þar opnar hún mynd af sér með foreldrum sínum og það er sláandi hvað hún er lík föður sínum sem hún er þó ekkert skyld. „Mér finnst þetta hlægilegt,“ segir hún hlýlega. Fann fyrir alsælu Hér var hún alin upp og hér eru hennar rætur. „Á öllu mínu flakki hefur mér hvergi liðið eins vel og hér. Mér finnst gott að vera í þessu návígi við náttúruna, í einfaldleikanum. Kannski af því að ég hef lifað í alls kyns heimum.“ Árið 2001 gaf hún út bók með svarthvítum myndum af náttúru Ís­ lands. Þá fór hún upp um fjöll og firnindi og víða um hálendið. „Einu sinni var ég nærri tvær vikur ein á ferð uppi á Sprengisandi. Þá hafði ég ekki látið vita hvert ég væri að fara eða hvað ég væri að gera. Við Kaldadal fór ég út á gamlan slóða og var allt í einu komin á veg þar sem grjótið var svo hvasst að ég hugsaði með mér hvað í ósköpunum ég ætti að gera ef dekkið myndi springa. Þá fann ég hvað ég var í raun geggjuð að fara í svona ferðalag án þess að láta vita af mér. Engu að síður fannst mér erfitt að koma til baka. Ég hefði þess vegna getað gengið í björg,“ segir hún hlæjandi. „Lífið var voða ljúft. Það var ekkert sem truflaði mig og það var ekkert að. Ég náði einhverri tengingu við náttúruna og held að ég hafi orðið léttgeggjaðri en vanalega, ég fann fyrir alsælu og það var ekki mjög heillandi tilhugsun að snúa aftur til byggða. Mér leið best þarna. Á svona stað, eins og hér í Árnes­ hreppi, næ ég þessari tengingu líka.“ Komin aftur heim Enda bendir María á að ef stærð hreppsins sé deilt niður á íbúafjölda hafi hver íbúi 20 ferkílómetra út af fyrir sig. „Þetta er svolítið sérstakt samfélag. Hér er um að ræða eitt af­ skekktasta sveitarfélag landsins og jafnframt eitt það einangraðasta. Hér geisa vindar og vetrarhörkur og haf­ ís lokar fjörðum og vogum er verst árar. En svo er sumarið hvergi jafn fagurt og í ljómanum af miðnætur­ sólinni. Kynslóð fram af kynslóð hef­ ur fólk lifað við þessa einangrun og veðurskilyrði. Lifnaðarhættir fólks­ ins hafa lítið breyst, hér býr fólk sem kosið hefur að lifa við rætur sínar, við sitt hjarta en það er í engu frábrugðið þér eða mér.“ Með heimildamyndinni er hún að láta gamlan draum rætast en strax á áttunda áratug síðustu aldar var hún komin með nokkuð skýra mynd af því hvernig hún sæi slíka mynd fyrir sér. Nú hefur hún verið að í fjögur ár og á aðeins eftir að ná nokkrum skot­ um til viðbótar til þess að fullkomna tökurnar. Þá þarf bara að fjármagna framhaldið. „Fólk hefur opnað bæði heimili sitt og hjarta fyrir mér og myndin er tekin með fólkinu en ekki af því. Og ég er komin aftur heim.“ Hún horfir á mig og segir: „Í raun er ég ánægð með að geta sagt það sem ég ætla að segja. Þegar ég lít yfir líf mitt er ég óendanlega þakk­ lát. Það fara allir í gegnum einhverja erfiðleika og það gerði ég líka. Erfið­ leikarnir breyttu mér en sem betur fer náðu þeir ekki að eyðileggja mig. Þannig að ég get heiðarlega sagt að ég er gífurlega þakklát fyrir mitt líf og ég meina það, ég hef fengið svo margt,“ en einlægnin skín úr tárvotum augum Maríu og bros færist yfir andlit hennar. n „Þó að sama blóð hafi runnið í æðum mínum og móð- ur minnar þá voru engin tengsl á milli okkar. Sló í gegn Blautbols- myndin var umdeild á sínum tíma. Hún var tekin eftir að formleg- um tökum var lokið og María ákvað að kæla sig í sjónum. Þá smellti ljósmyndarinn af og bjó til nýtt trend. Kvikmyndaleikari María gerðist svo fræg að leika í kvikmynd en fann strax að það átti ekki við hana. Hún sneri sér því að öðru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.