Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 18
ÍBÚAR Á REYKJANESI Í VERSTU MÁLUNUM 18 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað n Íbúar í Sandgerði og í Vogum eru langskuldsettastir n Íbúar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi í betri málum S amkvæmt gögnum um eignir og skuldir Ís- lendinga sem birtar eru á vefsíðu ríkisskattstjóra er dreifing á hlutfalli skulda vegna íbúðakaupa mjög misjöfn eftir sveitarfélögum á Íslandi. Þannig má sjá í töflu með frétt að íbúar margra sveitarfélaga á landsbyggðinni skulda mjög mikið vegna íbúðakaupa. Hvergi virðist ástandið þó jafn slæmt og í ýmsum sveitarfélögum á Reykjanesi. Verst er ástandið í Sandgerði og í Sveitarfé- laginu Vogum en þar eru fast- eignaskuldir í hlutfalli við verð- mæti fasteigna um 76 prósent. Þá greindi DV nýlega frá því að um 25 prósent af fullnustueignum sem Íbúðalánasjóður hefði tekið yfir væru á Suðurnesjum. Ástandið á þessu svæði virð- ist því vera slæmt og áberandi verst í Sandgerði og í Sveitarfé- laginu Vogum eins og áður kom fram. Á hinn bóginn virðast íbú- ar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi vel ráða við íbúðaskuldir sín- ar ef miðað er við þessa tölfræði. Þannig eru fasteignaskuldir í hlut- falli við verðmæti eigna um 36 prósent í Garðabæ og sama hlut- fall nemur einungis 25 prósentum á Seltjarnarnesi. Íbúar á Álftanesi skulda hins vegar mest af öllum sveitarfélögum landsins en fast- eignaskuldir í hlutfalli við verð- mæti eigna er þó nálægt meðal- tali þar eða um 54 prósent. Einnig má sjá í töflu með frétt að hlutfall- ið fyrir allt landið var að meðal- tali um 35 prósent á árunum 1994 til 2008. Hlutfallið var hins vegar komið í 51 prósent árið 2011 og því virðast fasteignaskuldir lands- manna vera að hækka mikið á sama tíma og verðmæti fasteigna hækkar ekki í sama hlutfalli. Íbúar á Reykjanesi í vítahring Viðmælandi sem DV ræddi við segir að eftir bankahrunið hafi nokkurs konar spírall orðið á ákveðnum svæðum eins og á Reykjanesi. Ef mikið af húsnæði er yfirtekið af lánveitendum í ákveðn- um hverfum eða sveitarfélögum og það fer síðan á nauðungarupp- boð getur það oft leitt til þess að fasteignaverð á viðkomandi stað lækki samfara því. Það leiði síðan til þess að enn fleiri lendi í vand- ræðum í kjölfarið og má segja að ákveðin vítahringur skapist. Svipað gerðist í Bandaríkjunum í kjölfar vandræða vegna svokall- aðra undirmálslána sem hófust í ágúst árið 2007. Íbúar á ákveðn- um svæðum þar sem mikil upp- bygging íbúðarhúsnæðis varð vegna ofgnóttar lánsfár lenda því í vandræðum, bæði vegna hækk- andi afborgana fasteignalána samfara raunlækkun á verðmæti fasteigna. Þeir sem vilji selja fast- eignir sínar geti ekki selt. Nánar er fjallað um ástandið á Reykjanesi í kassa með frétt þar sem rætt er við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þingmann Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi. Í svari sem birtist á vefsíð- unni spyr.is um miðjan mars kom fram að frá upphafi árs 2009 hefði Íbúðalánasjóður leyst til sín 2.642 íbúðir, Íslandsbanki 630 íbúðir, Landsbankinn 605 íbúðir, Arion banki 492 íbúðir og Drómi 276 íbúðir. Er því alls um að ræða 4.645 íbúðir. Þá má nefna að um 370 millj- arðar króna eða nærri 45 prósent af útlánum Íbúðalánasjóðs hvíla á fasteignum þar sem lánin eru hærri en fasteignamat hússins. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig þau útlán dreifast yfir landið en af þeim eignum sem Íbúðalánasjóð- ur hefur yfirtekið eru einungis um 20 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frost á fasteignamarkaði Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessi tölfræði sem sýni fasteignaskuld- ir eftir sveitarfélögum sé mjög áhugaverð. „Það sem einkum skýrir þennan mismun gæti verið tvennt. Annars vegar aldurskipting íbúa og hins vegar mjög hröð upp- bygging. Það er einkum kynslóðin sem er nú á þrítugs- og fertugsaldri sem skuldar mest og er með verstu eignastöðuna. Þetta er oftar en ekki barnafólk sem ákvað að stækka við sig og kaupa nýtt húsnæði á árun- um 2004 til 2008 og hafði ekki náð að byggja upp eigið fé fyrir koll- steypuna 2008,“ segir Ásgeir. Þá hafi uppbygging verið mjög hröð á ákveðnum svæðum úti á landi á þessum árum og mik- ið framboð hafi haldið verðinu þar niðri. „Þegar sveitarfélögin er borin saman sést að skuldastaðan virðist verst í vaxtarsveitarfélög- um þar sem bæði er mjög mikið af barnafólki og mikið framboð hef- ur verið á nýjum eignum. Þetta á til dæmis við um þau sveitarfélög sem hafa hæstu skuldirnar á íbúa, svo sem eins og Álftanes, Mosfells- bæ, Sveitarfélagið Voga og Garða- bæ,“ segir hann. Það sé þó öllu verra ef sambland hárra skulda og mikils framboðs verði til þess að frysta fasteigna- markaðinn á ákveðnum svæðum og haldi verði þar niðri. „Þá get- ur myndast vítahringur þar sem skuldavandræði leiða til þess fólk missir húsin sín sem aftur verður til þess að lækka fasteignaverð enn meira og rýra eiginfjárstöðu fólks enn frekar á svæðinu. Hins vegar er reynslan sú að fasteignaverð á landsbyggðinni er mjög tengt at- vinnuástandi á hverjum stað,“ seg- ir Ásgeir. Fyrir einstaka staði sé meiri atvinna og betri laun yfirleitt leiðin úr vandanum. n Skuldsettu heimilin Fasteignaskuldir í hlutfalli við verðmæti eigna eftir sveitarfélögum 2011 Sandgerði 76% Vogar76% Reykjanesbær 61% Grindavík 58% Hveragerði 59% Árborg 51% Akranes 53% Vestmannaeyjar 44% Ísafjarðarbær 46% Dalvíkurbyggð 54% Akureyri 47% Vopnafjörður 41% Fljótsdalshérað 57% Hafnarfjörður 56% Álftanes 54% Mosfellsbær 52% Kópavogur 47% Reykjavík 43% Garðabær 36% Seltjarnarnes 24% Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 50% 45% 40% 35% 30% Fasteignaskuldir á landinu Í hlutfalli við eignir, árin 1994–2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.