Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 58
58 Lífsstíll 27. mars–2. apríl 2013 Páskablað S indri Sindrason sjónvarps- maður er landsmönnum kunnur. Hann hefur slegið í gegn með þáttum sínum Heimsókn sem sýndir eru í kjölfar fréttatíma Stöðvar 2 á laugar- dagskvöldum. Þar heimsækir hann fólk og sýnir okkur inn á heimili þeirra. Hann kemur skemmtilega fyrir á skjánum og er alltaf smart klæddur og með puttann á púlsin- um á því heitasta hverju sinni. Home Magazine leit inn til Sindra á dögun- um og fékk hann til þess að upplýsa lesendur DV um uppáhaldshluti sína. Stofan er hjarta hússins „Það er ómögulegt að komast nokk- uð innan hússins nema að fara í gegnum stofuna. Ætli hún sé ekki því hjarta þess,“ segir Sindri í samtali við Home Magazine. Sindri segir teikningar dóttur hans vera stórkostlegar „Minn uppáhaldshlutur er PH Artichoke eftir Louis Poulsen, sem hangir í borðstofunni. Og auðvitað all- ar þær stórkostlegur teikningar sem dóttir mín kemur með heim á hverjum degi úr leikskólanum.“ Gin og tónik er best „Gin og tónik er uppáhaldsdrykk- urinn. Ég gæti fengið mér hann í morgunmat en geri það ekki af sam- félagslegum ástæðum,“ segir hann. Sindri segir að það sé í fínu lagi að vilja meira „Lífsmottóið mitt er; það er allt í lagi að vilja alltaf meira svo framar- lega sem maður er þakklátur og kann að meta það sem maður hefur.“ Sindri er veikur fyrir Volvo „Mig langar til að eignast Volvo, eins sorglegt og það er þar sem ég er ekki 65 ára.“ Búsettur í Búlgaríu um skeið „Trendborgin er New York, þangað verð ég að komast á hverju ári. Svo kann ég alltaf vel við mig í Kaup- mannahöfn og í Sofíu í Búlgaríu þar sem ég bjó í þrjú ár.“ Subbumatur elskar hann „Veitingastaðir sem eru í uppá- haldi hér heima hljóta að vera 101 og O sushi í Borgartúni, ég fer þang- að oftast enda frábærir staðir. Ég er á því að það besta sé að finna hér á landi. Það er hins vegar sorglegt að segja frá því að í Bandaríkjunum leita ég, sem tekur aldrei langan tíma, að Applebee´s því ég elska amerískan subbumat og amerískur subbumatur elskar mig,“ segir Sindri í viðtali við Home Magazine, en þar má sjá fleiri myndir frá glæsilegu heimili Sindra og viðtalið í heild sinni. n Litið við hjá Sindra n Sindri Sindrason er fagurkeri fram í fingurgóma Köngullinn PH Artichoke eftir Louis Poulsen er glæsilegt ljós. Fallegt Sindri hefur gott auga fyrir hönnun og á mikið að fallegum hlutum. Smekklegt Bækur verða að stofustássi í höndum fagurkerans Sindra. Fagurkeri Hér er Sindri í uppáhalds- stólnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.