Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2013, Blaðsíða 14
Hvert fara ferðamenn á sumrin? mati sama hóps. Nefnt hefur verið sem dæmi hversu heillandi svæðið við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur verði í framtíðinni ef þar verði nán- ast eingöngu hótel, veitingastaðir og barir með tilheyrandi linnulítilli um- ferð langferðabíla, leigubíla, jeppa og stórra hópa erlendra ferðamanna. Það geti vart verið sérstakt markmið að breyta miðborginni í eitt túrista- bæli og slíkt hafi líka neikvæð áhrif á upplifun Íslendinga sjálfra af mið- borg höfuðborgarinnar. Stíga þarf varlega til jarðar Ráðgjafar sem ekki hafa beina hags- muni að verja hafa að undanförnu tekið undir sjónarmið síðarnefnda hópsins og ítrekað brýna þörf fyr- ir að stíga varlega til jarðar í orðsins fyllstu merkingu. Rúm vika er síðan Íslandsstofa kynnti ítarlega skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins PKF sem kortlagt hefur ferðaþjónustu í landinu, möguleika greinarinnar og tækifæri og ekki síst hvað beri helst að varast í framhaldinu. Bretarnir benda á nokkra þætti sérstaklega. Ísland sé þrátt fyrir allt dýr áfangastaður í alþjóðlegu sam- hengi og verðlag fari hækkandi. Hluti ferðaskrifstofa erlendis sem sérhæfa sig í ferðum hingað til lands hafi áhyggjur af þeirri þróun og telji að gæta verði þess að Ísland verð- leggi sig ekki beint út af markaðn- um aftur. Bráðnauðsynlegt er að gera ferða- þjónustuna eins sjálfbæra og frek- ast er unnt og þar er Ísland eftirbát- ur nágrannaþjóðanna. Sjálfbærni þarf að taka til samfélagsþátta, nátt- úruverndar og efnahagslegra þátta sömuleiðis. Brýnt er að sníða reglur til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og eða eyðileggingu ferðamanna- staða sem er erfitt þegar yfirstjórn er lítil eða engin. Þá telja ráðgjafarnir nauðsynlegt að auka fjölbreytni í ferðaúrvali og það allan ársins hring. Finna þurfi þéttbýlisstað eða -staði sem geta veitt mótvægi við Reykjavík en slíkir staðir þurfa að hafa innviði, þjónustu og af- þreyingu til að sinna stórum hópum ferðamanna á öllum tímum ársins. 1,3 milljónir ferðamanna 2015? Fræðingarnir segja að fari fram sem horfi sé ekki útilokað að ætla að er- lendir ferðamenn á Íslandi nái 1,3 milljónum strax árið 2015 og miða þar við áframhaldandi vöxt og ver- ið hefur undanfarin ár. Þeir telja þó bæði vænlegra og líklegra að gera ráð fyrir þessum vexti hægt og bít- andi fram til ársins 2020. Vænlegra sökum þess að fjölgi ferðamönn- um um helming á næstu tveimur árum umfram það sem nú er muni það valda stórauknu álagi í viðbót á ferðaþjónustuaðila alla og ekki síst náttúru landsins. Slíkt yrði ekki til góðs og því þurfi að leita leiða til að fjölga ferðamönnum hægt og rólega eftirleiðis en ekki einblína á fjöld- ann. n Styrkur Íslands n Framandi áfangastaður með fjöl- breyttu landslagi. n Afar jákvæð upplifun fólks sem hingað kemur. n Auðvelt aðgengi og beint flug frá Evrópu og Bandaríkjunum. n Fyrirtaks matargerðarlist og góður matur. n Margir ferðaþjónustuaðilar sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. n Öruggur staður að ferðast um og góð þjónusta um land allt. 14 Fréttir 27. mars-2. apríl 2013 Páskablað Benidorm norðursins n Hvar liggja þolmörk lands og þjóðar gagnvart fjölda ferðamanna? 1 Fáir dvelja hér lengi Af öllum þeim fjölda erlendra ferðamanna sem landið heimsækir stoppa aðeins sextán prósent lengur en tvær vikur. Fjórtán prósent dvelja tólf til fjórtán daga. Langflestir staldra við í fimm til sjö daga í senn eða 21 prósent aðspurðra. Gróflega skiptist lengd ferðalaga til helminga miðað við könnun sem tekin var 2011. 51 prósent ferðast um Ísland viku eða lengur en 49 prósent láta viku eða skemur nægja. Skemmri ferðirnar eru mun algengari yfir vetrartímann og slíkar oft aðeins styttri helgarferðir. 2 Magn en ekki gæði Bresku ráðgjafarnir segja það segja sína sögu að langflestir erlendir ferðamenn, hvort sem er á sumrin eða veturna, notist fyrst og fremst við rútur til að komast leiðar sinna. Bæði í skipulögðum hópferðum en ekki síður með áætlunarvögnum hingað og þangað. Sérstaklega er þetta áberandi yfir vetrartímann og þessi staðreynd sýnir glögglega að áherslur ferðaþjón- ustunnar snúist um magn umfram annað. Það sé ein stór ástæða fyrir miklum fjölda ferðafólks á tiltekna staði. 3 Reykjavík dýrari en Ósló og Helsinki Könnun Bretanna sýnir að verðlag hér á landi þykir mörgum erlendum ferðamönn- um hátt þrátt fyrir allt. Sem dæmi um það kostar vikuheimsókn fjögurra manna fjölskyldu frá Evrópu yfir sumartímann meira til Reykjavíkur en sams konar heimsókn til Óslóar, Helsinki og Stokkhólms. Er þó Ósló ein allra dýrasta borg heims samkvæmt fjölmörgum könnunum þar að lútandi. Þá kvartar fimmtungur ferðamanna almennt yfir verðlagningu, aðspurðir um hvað mætti betur fara hérlendis. E ngum dylst að gullæði ríkir í ferðamennsku hérlendis. Svo mjög reyndar að erlendir ráð- gjafar vara við að Ísland sé á góðri leið að verða Benidorm norðursins. Sú nafngift er lítt eftir- sóknarverð enda til marks um svo linnulausa græðgi og uppbyggingu á mettíma að niðurstaðan varð innan- tóm og fráhrindandi borg sem í dag stendur frammi fyrir því, þrátt fyrir fínar strendur, að hafa tapað helm- ingi þess fjölda ferðamanna sem þangað kom þegar best var. Borgin, sem var um tíma allra vinsælasti sól- arstaður Spánar, þykir í dag svo hall- ærisleg að hún flokkast í undirflokk sem „aðrir ferðamannastaðir“ á op- inberum vef ferðamálaráðs Spánar. Með og móti Íslendingar sjálfir skiptast nokk- uð í tvo hópa aðspurðir um ferða- mennsku og mikinn vöxt þeirrar greinar hérlendis. Einn hópur fagn- ar þessu mjög enda ótöldum fjár- munum verið varið til landkynn- ingar í því skyni að fjölga ferðafólki til landsins. Það áratugalanga starf sé loks að bera raunverulegan ávöxt og það sé jákvætt fyrir alla. Með því fjölgi hér störfum og miklar tekjur skili sér bæði til ferðaþjónustuaðila en ekki síður í kassa ríkisins. Enn meiri aukn- ing sé því jákvæð fyrir þjóðina alla. Hinn hópurinn telst ekki beint vera á móti en geldur varhug við síauknum fjölda ferðalanga. Telur sá hópur ljóst að viðkvæm íslensk nátt- úra, sem er langmesta aðdráttarafl fyrir erlendra ferðamenn, muni ein- faldlega ekki standast átroðning þús- unda og jafnvel tugþúsunda ferða- manna hvern einasta dag. Dæmi þessa eru fyrir nokkru farin að sjást berum augum á Þingvöllum og Geys- issvæðinu og ekki síður við Land- mannalaugar. Þá geti jafnvel menn- ingarleg verðmæti og jafnvel jákvæð upplifun ferðafólks verið í hættu að Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is Reykjavík 94% Vesturland 45% Vestfirðir 14% Norðurland 42% Austurland 32% Hálendið 36% Reykjanes 47% Suðurland 72% Tækifæri Íslands n Einbeittari markaðssetning til að auka eyðslu og heimsóknir utan annatíma. n Miklir möguleikar í sérferðum ýmiss konar. n Landkynning í samstarfi við erlend kvikmyndafyrirtæki sem hér taka myndir sínar. n Fjölga þéttbýlisstöðum sem geta tekið beint á móti fjölda ferðamanna allt árið. n Meiri vinnu í markaðssetningu á Íslandsferðum yfir vetrartímann. n Mikið sóknarfæri í menningartengdri ferðamennsku. n Takmarka komur skemmtiferðaskipa við smærri skip og þannig gera Ísland sérstakara en ella. n Þjappa raðir markaðs- og þjónustuaðila í greininni. Ógnir Íslands n Gullni hringurinn orðinn mettaður af umferð og náttúran á þeim hring liggur undir skemmdum. n Skipulagningu ferðamannastaða mjög ábótavant og aðstaða víða léleg. n Ísland er dýrt heimsóknar og meiri hækkanir geta auðveldlega dregið úr áhuga fólks. n Mikil fjölgun stórra skemmtiferðaskipa hér hefur ýmsar neikvæðar hliðar. n Íslendingum sjálfum finnst mörgum nóg um og er beinlínis ógnað vegna fjölgunar ferðafólks. n Samkeppnislönd Íslands eru langt á veg komin að uppfylla markmið um sjálfbærni. Veikleikar Íslands n Keflavíkurflugvöllur starfar sem skipti- stöð (hub) svo auðvelt er fyrir fólk að fljúga áfram í stað þess að staldra við. n Markaðssetning Íslands erlendis er mistæk og misvísandi. n Breyta þarf áherslu á Ísland sem sum- aráfangastað eingöngu. n Skortur á skipulagningu ferðamála og innviðum. n Samgöngur vestur og norður erfiðar á veturna sem gerir það erfitt að stunda ferðaþjónustu. n Menningarleg ferðaþjónusta hefur liðið fyrir fjalla- og ævintýraferðaþjónustu. n Áherslan á sjálfbærni greinarinnar kemur ekki nógu skýrt fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.