Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Page 26
26 Kosningar 2013 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Í slenskir stjórnmálaflokkar eru meira og minna allir vinstra megin við miðju og frekar frjáls- lyndir. Þetta sýnir úttekt á kosn- ingaprófi DV sem 266 frambjóð- endur fjórtán stjórnmálahreyfinga svöruðu. Á hefðbundnum vinstri/ hægri skala stjórnmálanna, sem tekur til félagshyggju eða markaðs- hyggju, og frjálslyndis/forsjárhyggju skala mælast aðeins tveir flokkar hægra megin við miðju og átta flokk- ar nær forsjárhyggju en frjálshyggju. Hægri flokkarnir tveir Sjálfstæðisflokkur mælist örlítið hægra megin við miðju og Hægri grænir líka. Litlu munar á flokkunum tveimur á hægri/vinstri skalanum. Það kann kannski ekki að koma á óvart að flokkar sem kenna sig sjálfir við hægri væng stjórnmála. Það sem kemur hins vegar á óvart er hversu nálægt miðjunni þessir flokkar eru í alþjóðlegum skilningi. Flokkarn- ir eru hins vegar óumdeilanlega yst á hægri væng stjórnmálanna miðað við íslenskt stjórnmálalíf. Flokkarnir eru hins vegar hvor sínum megin við miðjuna þegar kemur að frjálslyndis/forsjárhyggju skalanum. Þar mælast Sjálfstæðis- menn sem forsjárhyggjuflokkur en Hægri grænir sem frjálslyndur flokk- ur. Sjálfstæðisflokkurinn er þó mjög nálægt miðjunni og vantar ekki mik- ið upp á að hann mælist frjálslynd- ur. Svipaða sögu er að segja af Hægri grænum sem mælist rétt við miðju en þó frjálslyndur. Alþýðufylkingin lengst til vinstri Af þeim stjórnmálaflokkum sem mælast til vinstri á skalanum er Al- þýðufylkingin yst á þeim væng. Flokkurinn mælist vinstri sinn- aðri en allir hinir flokkarnir þó að Húmanistaflokkurinn, Vinstri græn og Regnboginn mælist á svipuðum slóðum. Regnboginn og Alþýðufylk- ingin eru bæði klofningsframboð frá Vinstri grænum. Þegar litið er á frjálslyndis/for- sjárhyggju skalann eru flokkarn- ir hins vegar á mjög mismunandi slóðum. Húmanistaflokkurinn og Vinstri græn mælast rétt forsjár- hyggjumegin við miðjuna, Regn- boginn talsvert langt í átt að for- sjárhyggjunni, en Alþýðufylkingin mælist örlítið frjálshyggju megin við miðjuna. Björt Framtíð og Píratar svipaðir Af flokkunum fjórtán eru Björt fram- tíð og Píratar frjálslyndustu flokkarn- ir. Björt framtíð mælist örlítið frjáls- lyndari en Píratarnir en báðir eru á sama stað þegar kemur að vinstri/ hægri skalanum. Flokkarnir eru á svipuðum slóðum og Lýðræðisvakt- in, Samfylkingin og Dögun á þeim skala. Dögun og Samfylkingin mæl- ast svo á svipuðum slóðum, nálægt miðjunni, þegar kemur að skalan- um frjálslyndi/forsjárhyggja. Sam- fylkingin mælist örlítið nær for- sjárhyggju en Dögun aðeins nær frjálshyggju. Lýðræðisvaktin er hins vegar staðsett aðeins frá miðjunni í átt að frjálslyndi. Framsóknarflokkurinn mælist sér á báti, nokkuð til vinstri og nokk- uð í átt að forsjárhyggju. Flokkurinn Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Nær eingöngu vinstri flokkar á Íslandi n Sex frjálslyndir flokkar í boði n Bara tveir hægri flokkar n Framsókn sér á báti Frjálslyndi V in st ri Hæ gri Stjórnlyndi Björt framtíð Píratar Lýðræðisvaktin Samfylkingin Dögun Vinstri græn Húmanista- flokkurinn Regnboginn Framsókn Flokkur heimilanna Sjálfstæðis- flokkurinn Hægri grænir Landsbyggðar- flokkurinn Alþýðu- fylkingin Íslenski áttavitinn Af þeim sextíu og sex spurningum sem eru á Alþingisprófi DV voru svör við fjörutíu og fjórum skoðuð með tilliti til þess hvort afstaða til viðkom- andi spurninga færði menn til vinstri eða hægri eða í átt að frjálslyndi eða forsjárhyggju. Fjórar spurningar höfðu áhrif á báða skalana. Svona raðast flokkarnir á hinn pólitíska áttavita. er í meðallagi vinstri sinnaður en á pari við Flokk heimilanna og Regn- bogann þegar litið er á hinn skal- ann. Flokkarnir mælast allir talsvert í átt til forsjárhyggju. Félagar á svipuðum slóðum Landsbyggðarflokkurinn er stað- settur í kringum miðjuna, en vert er að hafa í huga að afstaða flokksins byggir aðeins á svörum tveggja fram- bjóðenda. Afstaða flokkanna byggir á svörum frambjóðenda þeirra í 1. til 5. sæti á Alþingisprófi DV. Á með- al flokkanna dreifast frambjóðend- ur yfir nokkuð stórt svæði alla jafna þó þeir séu flestir á svipuðum slóð- um. Nokkur dæmi eru um að flokkar séu bæði með frekar hægrisinnaða frambjóðendur og mjög vinstrisinn- aða. Þá eru líka nokkur dæmi þess að flokkar séu með frambjóðendur sem mælast frekar í átt að forsjárhyggju á meðan aðrir frambjóðendur sama flokks mælast talsvert í átt að frjáls- hyggju. n Í aðra áttina Aðeins tveir flokkar mælast hægra megin við miðju á hinum klassíska vinstri/hægri skala stjórnmálanna. Íslensk stjórnmál virðast því hallast til vinstri. Mynd KArl PeterSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.