Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2013, Qupperneq 26
26 Kosningar 2013 26.–28. apríl 2013 Helgarblað Í slenskir stjórnmálaflokkar eru meira og minna allir vinstra megin við miðju og frekar frjáls- lyndir. Þetta sýnir úttekt á kosn- ingaprófi DV sem 266 frambjóð- endur fjórtán stjórnmálahreyfinga svöruðu. Á hefðbundnum vinstri/ hægri skala stjórnmálanna, sem tekur til félagshyggju eða markaðs- hyggju, og frjálslyndis/forsjárhyggju skala mælast aðeins tveir flokkar hægra megin við miðju og átta flokk- ar nær forsjárhyggju en frjálshyggju. Hægri flokkarnir tveir Sjálfstæðisflokkur mælist örlítið hægra megin við miðju og Hægri grænir líka. Litlu munar á flokkunum tveimur á hægri/vinstri skalanum. Það kann kannski ekki að koma á óvart að flokkar sem kenna sig sjálfir við hægri væng stjórnmála. Það sem kemur hins vegar á óvart er hversu nálægt miðjunni þessir flokkar eru í alþjóðlegum skilningi. Flokkarn- ir eru hins vegar óumdeilanlega yst á hægri væng stjórnmálanna miðað við íslenskt stjórnmálalíf. Flokkarnir eru hins vegar hvor sínum megin við miðjuna þegar kemur að frjálslyndis/forsjárhyggju skalanum. Þar mælast Sjálfstæðis- menn sem forsjárhyggjuflokkur en Hægri grænir sem frjálslyndur flokk- ur. Sjálfstæðisflokkurinn er þó mjög nálægt miðjunni og vantar ekki mik- ið upp á að hann mælist frjálslynd- ur. Svipaða sögu er að segja af Hægri grænum sem mælist rétt við miðju en þó frjálslyndur. Alþýðufylkingin lengst til vinstri Af þeim stjórnmálaflokkum sem mælast til vinstri á skalanum er Al- þýðufylkingin yst á þeim væng. Flokkurinn mælist vinstri sinn- aðri en allir hinir flokkarnir þó að Húmanistaflokkurinn, Vinstri græn og Regnboginn mælist á svipuðum slóðum. Regnboginn og Alþýðufylk- ingin eru bæði klofningsframboð frá Vinstri grænum. Þegar litið er á frjálslyndis/for- sjárhyggju skalann eru flokkarn- ir hins vegar á mjög mismunandi slóðum. Húmanistaflokkurinn og Vinstri græn mælast rétt forsjár- hyggjumegin við miðjuna, Regn- boginn talsvert langt í átt að for- sjárhyggjunni, en Alþýðufylkingin mælist örlítið frjálshyggju megin við miðjuna. Björt Framtíð og Píratar svipaðir Af flokkunum fjórtán eru Björt fram- tíð og Píratar frjálslyndustu flokkarn- ir. Björt framtíð mælist örlítið frjáls- lyndari en Píratarnir en báðir eru á sama stað þegar kemur að vinstri/ hægri skalanum. Flokkarnir eru á svipuðum slóðum og Lýðræðisvakt- in, Samfylkingin og Dögun á þeim skala. Dögun og Samfylkingin mæl- ast svo á svipuðum slóðum, nálægt miðjunni, þegar kemur að skalan- um frjálslyndi/forsjárhyggja. Sam- fylkingin mælist örlítið nær for- sjárhyggju en Dögun aðeins nær frjálshyggju. Lýðræðisvaktin er hins vegar staðsett aðeins frá miðjunni í átt að frjálslyndi. Framsóknarflokkurinn mælist sér á báti, nokkuð til vinstri og nokk- uð í átt að forsjárhyggju. Flokkurinn Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Nær eingöngu vinstri flokkar á Íslandi n Sex frjálslyndir flokkar í boði n Bara tveir hægri flokkar n Framsókn sér á báti Frjálslyndi V in st ri Hæ gri Stjórnlyndi Björt framtíð Píratar Lýðræðisvaktin Samfylkingin Dögun Vinstri græn Húmanista- flokkurinn Regnboginn Framsókn Flokkur heimilanna Sjálfstæðis- flokkurinn Hægri grænir Landsbyggðar- flokkurinn Alþýðu- fylkingin Íslenski áttavitinn Af þeim sextíu og sex spurningum sem eru á Alþingisprófi DV voru svör við fjörutíu og fjórum skoðuð með tilliti til þess hvort afstaða til viðkom- andi spurninga færði menn til vinstri eða hægri eða í átt að frjálslyndi eða forsjárhyggju. Fjórar spurningar höfðu áhrif á báða skalana. Svona raðast flokkarnir á hinn pólitíska áttavita. er í meðallagi vinstri sinnaður en á pari við Flokk heimilanna og Regn- bogann þegar litið er á hinn skal- ann. Flokkarnir mælast allir talsvert í átt til forsjárhyggju. Félagar á svipuðum slóðum Landsbyggðarflokkurinn er stað- settur í kringum miðjuna, en vert er að hafa í huga að afstaða flokksins byggir aðeins á svörum tveggja fram- bjóðenda. Afstaða flokkanna byggir á svörum frambjóðenda þeirra í 1. til 5. sæti á Alþingisprófi DV. Á með- al flokkanna dreifast frambjóðend- ur yfir nokkuð stórt svæði alla jafna þó þeir séu flestir á svipuðum slóð- um. Nokkur dæmi eru um að flokkar séu bæði með frekar hægrisinnaða frambjóðendur og mjög vinstrisinn- aða. Þá eru líka nokkur dæmi þess að flokkar séu með frambjóðendur sem mælast frekar í átt að forsjárhyggju á meðan aðrir frambjóðendur sama flokks mælast talsvert í átt að frjáls- hyggju. n Í aðra áttina Aðeins tveir flokkar mælast hægra megin við miðju á hinum klassíska vinstri/hægri skala stjórnmálanna. Íslensk stjórnmál virðast því hallast til vinstri. Mynd KArl PeterSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.