Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 19.–21. júlí 2013 Skortir virðingu fyrir starfinu n Geta ekki mælt með kennarastarfinu U m það bil fjórir af hverjum tíu karlkennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins geta ekki mælt með kennara- starfinu. Ástæðan er meðal annars sú að laun eru of lág; þau séu ekki í neinu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til kennara eða vinnu- umhverfis þeirra. Þetta eru niður- stöður könnunar sem lögð var fyr- ir karlkennara í skólum landsins. Niðurstöðurnar voru birtar á dögun- um en um var að ræða rafræna könnun sem aðilar frá Kennara- sambandi Íslands, menntamála- ráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Menntavísindasviði Háskóla Íslands stóðu að. 325 karl- kennarar svöruðu könnuninni. Þá var mat þeirra, sem ekki sögð- ust geta mælt með kennarastarf- inu, að lengd námsins væri letjandi, starfið væri orðið of mikið „skrif- stofustarf“, vinnuálagið væri mik- ið og virðingu fyrir störfum kennara skorti bæði frá samfélagi, foreldr- um og nemendum. Þá kom fram að vinnustaðurinn væri of kvenlæg- ur og kennarar byggju við þvingað sumarfrí. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar voru 42 prósent að- spurðra í öðru launuðu starfi sam- hliða kennslu. Þrátt fyrir ofangreinda þætti töldu tæplega 62 prósent svarenda sig geta mælt með starfinu og segja það gef- andi, skemmtilegt og skapandi, fjöl- breytt og ögrandi og veita frelsi, auk þess sem kennaramenntunin sé fjölbreytt og geti víða nýst. 68 pró- sent svarenda sögðu að þeir yrðu við kennslu eftir fimm ár. Spurðir að því af hverju svo fáir karlmenn sækja í kennaranám töldu flestir lág laun að loknu námi megin skýringuna. Auk þess kom fram að kennsla væri kvennastarf, áherslur í kennaranám- inu tækju of mikið mið af því, lengd námsins fældi frá og neikvæð um- ræða í samfélaginu auk þess sem starfsframi kennara væri of takmark- aður. n Margir þættir Karlkennarar nefndu marga þætti í könnuninni við kennarastarfið, góða og slæma. E inkahlutafélagið Fjárfar skilaði 2,5 milljóna króna tapi árið 2011. Var eigið fé félagsins neikvætt um 160 milljónir króna en eina eign félagsins eru skammtíma- kröfur upp á 25 milljónir króna. Þá skuldar félagið 25 milljónir króna í opinber gjöld. Félagið komst í fréttirnar þegar Baugsmálið var til rannsóknar og tengdist þremur ákæruliðum sem síðar var vísað frá dómi. Því var haldið fram að Fjárfari hafi í raun verið stjórnað af Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni þó hann hafi aldrei verið skráður stjórnarmaður né eigandi. Engin vildi kannast við Fjárfar Fyrir dómi árið 2007 voru margir kallaðir til vitnis vegna Fjárfars sem hefur verið hálfgert huldu- félag frá stofnun árið 1998. Um aldamótin 2000 átti félagið eignir upp á um einn milljarð króna sem að mestu samanstóð af hlutabréf- um í Baugi og Tryggingamiðstöð- inni. Þá keypti Fjárfar hlutabréf af móðurfélagi verslunarkeðjunnar 10–11 eftir að Jón Ásgeir Jóhann- esson hafði keypt 10–11 árið 1998. Mörg vitni voru kölluð fyrir dóm árið 2007 vegna aðkomu sinnar að Fjárfari. Má þar nefna Sigfús Sigfússon, kenndan við Heklu og Sævar Jónsson, stofnanda skart- gripa- og úraverslunarinnar Le- onard sem komu að stofnun Fjár- fars en könnuðust lítið við félagið fyrir dómi. Jóhannes Jónsson eini stjórnarmaðurinn Í dag er einungis skráður einn stjórnar maður hjá Fjárfari sem er Jóhannes Jónsson, oftast kennd- ur við Bónus. Fyrir dómi árið 2007 sagði Jóhannes að Fjárfestingafé- lagið Gaumur, sem hélt utan um hlut fjölskyldu hans í Baugi hefði fyrst átt aðkomu að Fjárfari þegar félagið var orðið „munaðarlaust“ en hann gerðist sjálfur stjórnar- formaður í félaginu árið 2002 og hefur því setið í stjórn þess í meira en áratug. Þá virtist hann ekki muna hvort einhver hefði kosið hann til starfa en slíkt á að vera í höndum hlut- hafanna. Árið 2007 sagðist hann telja að Fjárfar væri enn starfrækt sem reyndist rétt enda er það enn starfrækt nú sex árum seinna. Þó má efast um rekstrarhæfi félags- ins en líkt og áður kom fram er fé- lagið með neikvætt eigið fé upp á 160 milljónir króna en á einung- is eignir upp á um 25 milljónir króna. Óþekktir hluthafar í áraraðir Í ársreikningi Fjárfars kemur hins vegar fram að óljóst sé hverjir séu hluthafar félagsins og vegna þessa hafi ekki verið mögulegt að boða til hluthafafundar í félaginu. Þannig hefur það verið í nokkur ár. Jóhannes sjálfur kvittar hins vegar nafn sitt á síðasta ársreikn- ing Fjárfars með þeim fyrirvara að umboð hans til stjórnarsetu hafi ekki verið endurnýjað á hluthafa- fundi. Samkvæmt 30. grein hluta- félagalaga ber stjórn að gera hlut- hafaskrá en því virðist ekki hafa verið sinnt í mörg ár hjá Fjárfari. Þá segir í 65. grein í lögum um árs- reikninga að einkahlutafélagi eins og Fjárfari beri að upplýsa um hluthafa í upphafi og lok reikn- ingsárs. Ársreikningaskrá hef- ur heimild til að sekta félög sem uppfylla ekki lög en ekki er vit- að til þess að gripið hafi verið til neinna aðgerða vegna sinnuleys- is stjórnar Fjárfars við að upplýsa um hverjir séu raunverulegir hlut- hafar félagsins. Ekki náðist í Jó- hannes Jónsson við vinnslu frétt- arinnar. n Huldufélagið Fjárfar skilaði tapi árið 2011 n Félagið kom við sögu í Baugsmálinu n Jóhannes í Bónus eini stjórnarmaðurinn þess Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Eini stjórnarmaðurinn í huldufélagi Jóhannes Jónsson, sem oftast er kenndur við matvörukeðjuna Bónus, sem hann stofnaði, er eini stjórnarmaðurinn í huldufélaginu Fjárfari en hluthafarnir eru óþekktir. Mynd siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.