Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 20
Sandkorn L ögfræðingur sem ég kannast við, sagði mér einu sinni merkilega sögu af reynslu sinni af kennslu í Háskólanum á Bifröst. Hann gaf nemendum almennt séð á bil­ inu 5,5 til 7,5 í einkunn fyrir fyrsta verk­ efnið sem lagt var fyrir á fyrstu önninni sem hann kenndi. Þegar lögfræðingur­ inn sagði forsvarsmönnum deildarinn­ ar frá þessari einkunnagjöf sögðu þeir honum að þetta gengi ekki: Hann þyrfti að hækka alla um að minnsta kosti 1,5 því nemendurnir myndu einfaldlega ekki sætta sig við slíkar einkunnir. Lög­ fræðingnum blöskraði en gerði það sem hann var beðinn um. Þessi atburður átti sér stað í góðær­ inu, á árunum fyrir íslenska banka­ hrunið, þegar íslenska efnahags­ bólan teygði sig inn í margar af helstu stofnunum landsins, líka inn í há­ skólana. Í þessu tilfelli var samband nemend anna við skólann eins og við­ skiptasamband þar sem báðir aðilar samkomulagsins höfðu hag af því að viðhalda tengingunni: Háskólinn á Bif­ röst fékk peninga frá nemendunum og nemendurnir fengu gráðuna sem þeir voru að borga fyrir. Báðir aðilar við­ skiptasambandsins voru með öðrum orðum ánægðir. Íslenska efnahagsbólan leiddi af sér offramboð af háskólum og háskóla­ menntun á Íslandi. Háskólinn í Reykja­ vík, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Land­ búnaðarháskólinn á Hvanneyri voru allir starfræktir með fjárframlagi frá ríkinu á þessum árum auk Háskóla Íslands. Einhvern veginn gerðist það að allir áttu allt í einu að fara í háskóla og enginn var maður með mönnum nema að vera með gráðu úr slíkum skóla, helst úr viðskiptafræði eða við­ skiptalögfræði. Smiðurinn, bakar­ inn og rafvirkinn sögðu upp störfum sínum af því þeim hætti að líða vel í ástandi þar sem háskólagráða varð ein af „félagslegum forsendum sjálfs­ virðingar“ og tóku lán fyrir skóla­ gjöldunum en voru tekjulitlir á meðan. Slík gráða átti að geta komið mönnum að í einhverjum af öllum bönkunum þar sem offramboð var af peningum en stöðugur skortur á fólki. Allir áttu að geta fengið vinnu í banka og halað inn milljónir með því að selja afleiður. Svo kom hrun bankanna og þá breytt­ ist þessi heimsmynd: Peningaofgnóttin hvarf eins og hillingin sem hún í raun og veru var. Nýútskrifuðu viðskipta­ fræðingarnir voru atvinnulausir og bakarinn og smiðurinn fóru jafnvel aftur í sín gömlu störf með nokkurra milljóna króna skólagjöld á bakinu vegna keyptrar háskólagráðu. Háskólanám á Íslandi var með öðrum orðum markaðsvætt að hluta til í góðærinu, líkt og flest annað í sam­ félaginu, og leiddi þessi markaðsvæð­ ing af sér fleiri háskóla en þörf er fyrir hér á landi með tilheyrandi aukakostn­ aði fyrir ríkisvaldið og skattgreiðend­ ur. Með markaðsvæðingunni átti sér stað ákveðið gengisfall á slíku háskóla­ námi: Þegar háskólagráður ganga nán­ ast kaupum og sölum, hvers virði eru þær þá í raun? Þegar samband nem­ andans við háskólann er í raun eins og samband viðskiptavinar og fyrirtæk­ is þar sem verðmæti námsins er í raun og veru kannski bara upphæðin sem nemandinn greiddi í skólagjöld fyrir að getað titlað sig „fræðing“. Sams kon­ ar þróun hefur átt sér stað í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Háskóla­ kennari í viðskiptafræði í St. Andrews í Skotlandi sagði mér eitt sinn að um 50 prósent nemenda hans væri ungt fólk frá Kína sem margt hvert væri varla talandi eða skrifandi á ensku en samt náðu allir og fengu gráðuna sína – skóla­ gjöldin námu um 3 milljónum á ári. Núna, nærri fimm árum eftir hrun, hafa afleiðingar íslenska efnahags­ hrunsins leitt af sér að flestir þeirra banka sem störfuðu á Íslandi í góðær­ inu eru hrundir og eru ekki lengur til. Sú ofgnótt banka sem efnahagsbólan leiddi af sér er ekki lengur fyrir hendi; banka­ kerfið hefur skroppið saman og er nær því að vera af þeirri stærð sem eðlilegra gæti talist fyrir Ísland. Sömu sögu má segja um margt annað í íslensku sam­ félagi sem blés út vegna ofgnóttar góð­ ærisins. Háskólakerfið á Íslandi er hins vegar ennþá jafn stórt og það var fyrir hrun þegar fjársterkir einkaaðilar komu meðal annars að því að leggja þessum háskólum til peninga og annan stuðn­ ing, til að mynda Háskólanum í Reykja­ vík, og talað var hátíðlega um mikilvægi þess að „tengja háskólana við atvinnu­ lífið“. Enn hefur ekki verið stungið á þessa háskólabólu þó efni standi í raun til þess þar sem íslenskt samfélag þarf ekki alla þessa háskóla og þá yfir­ byggingu sem þeim fylgir. Tveir af þessum háskólum, Hóla­ skóli og Landbúnaðarháskóli Íslands, hafa til að mynda ítrekað verið rekn­ ir með tapi, líkt og lesa má um í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann nú í júlí með ábendingum til fjárlaganefnd­ ar. Um þessa tvo skóla segir meðal annars í skýrslunni: „Nokkrar stofnanir hafa ítrekað verið reknar með halla og stofnað til útgjalda umfram heimild­ ir án þess að hlutaðeigandi ráðherra hafi gripið til fullnægjandi ráðstafana til að ráða bót á fjármálastjórn þeirra.“ Í annarri skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann sérstaklega um Hólaskóla árið 2011 var því miður dregin upp dökk mynd af rekstri skólans sem þá skuld­ aði ríkissjóði 100 milljónir króna vegna þess að hann fór ítrekað fram úr fjárlög­ um. Þar var meðal annars að finna þá ábendingu að menntamálaráðuneytið ætti að velta fyrir sér framtíð skólans sem sjálfstæðrar einingar: „Við þessa ákvörðun þarf ráðuneytið meðal annars að leggja raunsætt mat á fjárhagslega og faglega möguleika Hólaskóla til að standa fyllilega undir nafni sem sjálf­ stæður háskóli.“ Þá sagði í breytingum á fjárlögum ríkisaðila fyrir fjárlagaárið 2013 að Háskólinn á Bifröst þyrfti að leggja fram „trúverðuga“ áætlun um að skólinn gæti tryggt nægilegan nemendafjölda til að vera áfram „starfhæfur“. Há­ skólinn fékk þá aukafjárveitingu upp á 40 milljónir, sem bættust við þær tæp­ lega 360 sem skólinn fékk á fjárlögum, vegna skuldsetningar og til að hægt væri að halda úti eðlilegu skólastarfi í vetur. Um þetta sagði í greinargerð um aukafjárveitinguna: „Háskólinn á við verulegan fjárhagslegan vanda að stríða en einnig vanda vegna verulegrar fækkunar nemenda. Skilyrði þessarar fyrirgreiðslu er að Háskólinn á Bifröst leggi fram trúverðuga áætlun um að hann geti tryggt nægilegan nemenda­ fjölda til að skólinn verði starfhæfur, til dæmis með sameiningu við aðrar háskólastofnanir.“ Þá ber auðvitað að nefna að Háskólinn á Bifröst innheimt­ ir líka há skólagjöld – nokkur hundruð þúsund krónur á önn – af nemendum sínum sem bætast við þær tekjur sem skólinn hefur frá ríkinu. Sömu sögu má segja um Háskólann í Reykjavík sem fær tæplega 2,2 milljarða króna auk þeirra gjalda sem innheimt eru af nem­ endunum. Allar opinberar heimildir um stöðu íslenskra háskóla bera að sama brunni: Háskólakerfið stendur engan veginn undir sér í dag. Fækka þarf háskólum landsins með því að sameina þá, líkt og Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands gerðu á sínum tíma. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða að hluta til upp á svipað nám, sem og Háskólinn á Bifröst. Þeir tveir síðast­ nefndu ættu að renna inn í Háskóla Íslands. Með því sparast mikið opin­ bert fé – þessir tveir skólar fá nærri 2,6 milljarða króna á fjárlögum. Þá gætu Hólaskóli og Landbúnaðarháskólinn orðið að sérstökum deildum í Háskóla Íslands þar sem þessir tveir skólar bjóða vissulega upp á sérhæft nám sem ekki er að finna annars hér á landi. Samtals fá þessir skólar nærri 1,2 milljarða á fjárlög­ um. Það þarf að stinga á háskólabólunni með því að fækka öllum þessum háskól­ um svo ríkið hætti að niðurgreiða halla­ rekstur þeirra ár eftir ár. n Kurr vegna Bjarna n Kurr er innan Fjármála­ eftirlitsins í ljósi þess að Bjarni Benediktsson fjármála­ ráðherra er orðinn æðsti yfirmaður stofnunarinn­ ar. Fjármálaeftirlitið heyrir undir fjármálaráðuneytið og þar með ráðherrann. Ástæðan er sú að mál tengd Bjarna hafa verið til skoðun­ ar hjá Fjármálaeftirlitinu, meðal annars sala hans á hlutabréfum í Glitni fyrir tugi milljóna króna í febrúar 2008. Þetta fer misjafnlega í starfsmenn. Össur á göngu n Össur Skarphéðinsson, fyrr­ verandi utanríkisráðherra, hefur tekið því með jafn­ aðargeði að vera sviptur ráðherra­ dómi. Hef­ ur hann verið hinn vígreifasti í þinginu sem óbreyttur þingmaður. Þá notar Össur tækifærið nú þegar botnlaus vinna sem ráðherra er að baki og stundar heilbrigt líf­ erni. Frést hefur af honum í gönguferðum um héruð Borgarfjarðar undanfarið. Samherji á fjalli n Og það eru fleiri þunga­ vigtarmenn í samfélaginu sem eru að breyta lífsstíl sín­ um. Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja, gekk á Súlur, ofan Akur­ eyrar, um síðustu helgi sem eru fast að 1.200 metra háar. Nokkrum dögum síðar sást hann á Esjunni þar sem hann fór geyst. Þorsteinn hefur undanfarið ár staðið í stríði við Seðlabankann sem sakar hann um brögð í tafli varðandi fiskútflutning. Frænka Einars n María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, þykir hafa sýnt mikil tilþrif í hagsmuna­ baráttu fyr­ ir stúdenta. Pólitískur áhugi er þekktur í ætt Maríu en hún er ná­ frænka Einars Odds Kristjáns- sonar. Amma Maríu Rutar, Jóhanna Kristjánsdóttir, er systir Einars Odds heitins. Reiknað er með því að María eigi eftir að ná langt á pólit íska sviðinu. Búinn að brenna 2.551 kaloríu Þetta eru bara peningar frá Amgen Maggi Mix notar göngu sem líkamsrækt. – DV Kári Stefánsson um flutning fjármagns til landsins. – DV Stinga þarf á háskólabólunni„Háskólinn á við verulegan fjárhagslegan vanda að stríða en einnig vanda vegna verulegrar fækkunar nemenda. F yrir nokkrum vikum lagði einn maður líf sitt að veði til að upp­ lýsa þig, lesandi góður, um að þú sért í hópi um tveggja millj­ arða manna sem ríkisstjórn Banda­ ríkjanna fylgist með. Í kjölfarið hefur komið í ljós að fjölmörg önnur ríki, þar á meðal Bretland, hafa stundað sömu iðju. Þetta stórfellda eftirlit með almenningi, fólki eins og þér sem hef­ ur enga glæpi framið, er rökstutt með því að verið sé að verja lýðræðið fyrir hryðjuverkamönnum. Á þessum vikum hefur umræð­ an í fjölmiðlum farið að snúast um allt annað en þessi alvarlegu mann­ réttindabrot. Það þykir til dæmis miklu áhugaverðara að segja daglegar fréttir af því að Edward Snowden sé enn fastur á flugvelli í Moskvu. Það að kærastan hans dansi súludans er orðið almennari vitneskja en að NSA sé með dragnót á persónuupplýsing­ um okkar. Tiltölulega lítið er fjallað um í fjöl­ miðlum vestanhafs sem og í Evrópu, að flugvél Bólivíuforseta hafi verið neydd til að lenda í Vínarborg og sæta leit, í trássi við Vínarsáttmálann, vegna gruns um að Snowden væri þar um borð. Lítið er talað um að hann sé fastur á flugvellinum að hluta til vegna þess að hann fær ekki ferða­ frelsis síns notið – hann er svo gott sem í stofufangelsi, meðan Evrópu­ lönd taka þátt í farsanum. Evrópa já! Evrópuþingið kom sér saman um að gera heimtingar á rann­ sókn á eftirliti Bandaríkjamanna á stofnunum Evrópusambandsins, og að setja tímabundið stopp á að bandarísk fyrirtæki versli frjálslega með persónuupplýsingar Evrópu­ búa meðan rannsókn á eðli og um­ fangi eftirlitsins stæði. En nei, ríkis­ stjórnir Svíþjóðar og Bretlands beittu neitunar valdi sínu til að koma í veg fyrir að rannsókn væri gerð. Það verður að teljast svolítið sér­ stakt þegar tvær ríkisstjórnir – sem vitað er til að deila mikið af hernaðar­ upplýsingum með Bandaríkjunum – ganga að því er virðist gegn eigin hagsmunum. Þetta, og það að Frakk­ land, Ítalía, Portúgal og Austurríki hafi tekið höndum saman um að brjóta Vínarsáttmálann, ætti að vera forsíðufrétt allra fjölmiðla, alla daga, þar til Edward Snowden er kominn í var. Já, þetta er flókið. Já, þetta er minna krassandi en hvað Sigmundur Davíð át í morgunmat. En persónu­ friðhelgi þriðjungs mannkynsins er að veði! Ráðamenn alls staðar eiga að vera þráspurðir: Hvers vegna brutuð þið Vínarsáttmálann? Hvers vegna kom­ uð þið í veg fyrir rannsókn? Hvers vegna hafa Bandaríkin ekki verið beitt viðskiptaþvingunum? Hvers vegna hefur ekki verið kallaður saman neyðarfundur NATÓ þingsins? Hvað um Sameinuðu þjóðirnar, með sína aðalritarastrengjabrúðu? Hvers vegna neituðuð þið að leyfa umræður um ríkisborgararétt fyrir Snowden á Al­ þingi? Hvers vegna eruð þið svona miklir andskotans aumingjar? Það er eins og stjórnvöld í Evrópu – þar með talið á Íslandi – hafi fyrst og fremst hagsmuni af því að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Þessi heiguls háttur kemur niður á okkur almennu borgurunum. Hann er frekar rosalegur, kjána­ hrollurinn sem fer um mann þegar maður les fréttir af viðbrögðum ráða­ manna í þessu máli öllu. En nú er það þitt, lesandi góður, að gera það sem fjölmiðlar út um allan heim hafa svik­ ist undan. Það er nefnilega þannig að í lok dags er ekki hægt að kvarta bara yfir heigulshætti stjórnvalda og sinnuleysi fjölmiðla. Valdið liggur hjá almenningi, og það er almenningur sem verður að taka það á sig að fylla pósthólf stjórn­ arráðsins af fyrirspurnum, láta skipti­ borð framkvæmdastjórnar Evrópu­ sambandsins bráðna undan álagi, láta faxtækið í bandaríska sendiráð­ inu tísta og garga, og neyða með ein­ um eða öðrum hætti allar forsetaflug­ vélar til að nauðlenda í Vínarborg til að sæta leit. Það er okkar, almennings, að sjá til þess að jafnvel hinir mestu heiglar viti fyrir hverja þeir eru að vinna, og að við munum ekki líða það að verið sé að ganga gegn hagsmunum okkar í þágu stórveldis. n Hagsmunafrat og heigulsháttur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 20 19.–21. júlí 2013 Helgarblað „Þessi heigulsháttur kemur niður á okkur almennu borgurunum. Kjallari Smári McCarthy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.