Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 29
Skrýtið 29Helgarblað 19.–21. júlí 2013 manns voru myrtir af breska lækninum Harold Frederick Shipman. Hann hefur verið nefndur einn „afkastamesti“ raðmorðingi sögunnar. Hann sprautaði sjúklinga sína með ofskammti af morfíni. Shipman var gómaður eftir að hann hafði falsað erfðaskrá sjúklings en hann lét líta svo út að sjúklingurinn hefði gert hann að erfingja auðs síns. Shipman hengdi sig í fangelsisklefa sínum árið 2004.250 E inn góðan veðurdag árið 1982 voru tveir veiðimenn á ferð nálægt Knik-ánni á túndrusvæði Alaska. Um var að ræða tvo lögreglumenn á frívakt. Þeir ráku augun í hálfgrafið stígvél í sandrifinu og væri það ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í stígvélinu voru leifar af mannsfæti. Lögreglumennirnir fundu einnig .223 kalíbera skothylki úr riffli á svæðinu. Eftir lífsýnatöku kom í ljós að fóturinn var úr 24 ára nektar- dansmær að nafni Sherry Mor- row frá Wild Cherry barnum í Anchorage, stærstu borg Alaska. Seinast hafði sést til Morrow tveim- ur árum áður, stuttu eftir að einhver hafði boðið henni 300 dali fyrir að sitja fyrir í myndatöku. Dánarorsök- in var byssuskot úr .223 kalíbera riffli og var þetta þriðja rotnandi lík kven- manns sem fundist hafði á svæðinu. Nú lá lítill vafi á því að raðmorðingi væri á ferli í fylkinu. Kofi í fjöllunum Ári seinna var trukkabílstjóri stöðv- aður á veginum af frávita stúlku með handjárn danglandi á einni hendinni. Stúlkan var 17 ára vændis- kona að nafni Cindy Paulson sem greindi lögreglu frá því að í fyrstu hefði smávaxinn maður með bólu- ör boðið henni 200 dali fyrir munn- mök. Í miðjum klíðum skellti mað- urinn handjárnum á stúlkuna og tók upp skammbyssu. Svo fór hann með hana í hús í grenndinni, nauðg- aði henni, beit í geirvörtur hennar og tróð handfanginu á hamri upp í leggöng hennar. Síðan ók maðurinn með fórnarlambið til einþekjuflug- vélar sinnar og sagðist ætla að „fara með hana í kofann hans í fjöllunum“. Á meðan maðurinn hlóð vistum í flugvélina náði stúlkan að hlaupa öskrandi í burtu. Maðurinn elti hana en hvarf þegar trukkabílstjóri tók stúlkuna upp í bíl sinn. Paulson lýsti heimili manns- ins, flugvél hans og mundi eftir skráningarnúmeri flugvélarinnar. Eigandinn var Robert C. Hansen, bakaríseigandi, veiðimaður og fjölskyldumaður sem átti heima á svæðinu. Hansen neitaði öllu og sagði að aumingja stúlkan væri lík- lega að reyna að kúga úr sér pen- inga. En allt kom fyrir ekki, þar sem lögreglan náði að staðfesta að Sherry Morrow hefði verið myrt með riffli Hansens. Árið 1984 ját- aði Hansen á sig 21 morð sem kom jafnvel lögreglunni á óvart þar sem þeir töldu hann aðeins hafa orðið fjórum stúlkum að bana. Stal keðjusög Hansen fæddist árið 1939 í Iowa og var ávallt lýst sem þöglum ein- fara. Samband hans við stjórn- saman föður sinn var stirt og Han- sen var lagður í einelti í skólanum fyrir að stama og vera bólugrafinn. Á tvítugsaldri fluttist Hansen til Pocahontas í Iowa og giftist þar ungri stúlku. Hann var handtek- inn nokkrum sinnum þar, meðal annars fyrir íkveikju og þjófnað. Hann skildi við konuna, giftist aft- ur og flutti til Anchorage í Alaska, nyrstu borgar Bandaríkjanna. Í Anchorage var hann þekktur sem mikill veiðikappi og var vel liðinn af nágrönnunum. Árið 1977 fór Han- sen í eins árs fangelsi fyrir að hafa stolið keðjusög. Þá hafði hann verið greindur með geðhvarfasýki. Eftir að hann kom heim úr fangelsi opn- aði hann bakarí. Eins og villt bráð Eftir vitnisburð Cindy Paulsons fundust, við húsleit á heimili Hansens, skartgripir fórnarlamba, blaðaúrklippur um morðin og fjöldi skotvopna. Hann byrjaði að myrða vændiskonur árið 1979. Hann borg- aði konum fyrir kynlíf, rændi þeim, pyntaði og nauðgaði. Hann batt konurnar með reipi og flaug með þær í einþekju í kofa hjá Knik-ánni. Þá fann hann hæfilega einangraðan stað og leyfði fórnarlambinu að taka sprettinn í skóginum. Þá sat Hansen um þær og veiddi eins og þær væru villt bráð. Hansen var handtekinn og sak- felldur fyrir líkamsárás, mannrán, brot á vopnalögum, þjófnað og tryggingasvindl. Hann var einnig sakaður um að hafa logið til um að veiðiminjagripum hans hefði verið stolið. Hann hafði svo keypt flugvél sína fyrir tryggingaféð. Byrjaði snemma Hansen játaði á sig þau fjögur morð sem lögreglan vissi um og gaf upp- lýsingar um hin fórnarlömbin með því skilyrði að hann fengi að afplána dóminn sinn í ríkisfangelsi án um- fjöllunar í fjölmiðlum. Hann stað- festi kenningu lögreglunnar um það hvernig konunum hefði verið rænt. Hann greindi jafnvel frá því að hann hefði stundum leyft mögulegu fórn- arlambi að sleppa ef hún náði að sannfæra hann um að hún myndi ekki gera lögreglu viðvart. Að eigin sögn var hann byrjaður að myrða konur árið 1973. Hansen sýndi lögreglunni 17 grafir í dal Knik-árinnar en af þeim morðum hafði lögreglan ekki hug- mynd um hin tólf. Hansen fékk 461 ára fangelsisdóm. Þess má til gamans geta að áður en hann var handtekinn voru bogaveiðimenn á svæðinu byrjað- ir að hafa grunsemdir um bogfimi Hansens. Hann sagðist nefnilega sjálfur hafa veitt stærsta fjallahrút heims á þeim tíma með boga en samkvæmt sögusögnum hafði hann notað riffil en ekki boga til að skjóta hrútinn. Í ár kemur út kvikmyndin The Frozen Ground þar sem Nicolas Cage leikur rannsóknarlögreglu- manninn sem gómaði Hansen en í hlutverki raðmorðingjans er John Cusack. n Veiðimaðurinn n Hansen var veiðikappi í Alaska n Kom fram við fórnarlömb sín eins og villta bráð „Hann borgaði konum fyrir kynlíf, rændi þeim, pyntaði og nauðgaði Hansen Með horn verðlaunahrútsins, sem hann sagðist hafa veitt með boga. John Cusak Leikur Hansen í nýrri kvikmynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.