Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 37
Besti ferðafélaginn Lífsstíll 37Helgarblað 19.–21. júlí 201336 Lífsstíll þau myndu lenda í þokuslæðingi og þessi aðgerð er orðin miklu einfaldari en í gamla daga.“ Myndavélin vinsæl En hvað kostar þá GPS tæki fyrir þá sem vilja fjárfesta í slíkri græju? „Ódýrustu tækin eru þau sem ekki eru með innbyggðu Íslandskorti. Þau kosta um 22 þúsund en það selst lítið af þeim. Ódýrasta tækið með inn­ byggðu korti kostar 40 þúsund krón­ ur en þar er kostnaðurinn við kortið innifalinn, 12.900. Vinsælustu tæk­ in okkar kosta á milli 60–80 þús­ und krónur. Þau tæki eru með inn­ byggðri myndavél, stærri skjá og svo framvegis,“ segir Ríkarður og bætir við: „Það má auðvitað ekki gleyma montþættinum, það er gaman að geta staðið upp á hæsta tindi og sagt – sjáiði, hérna fór ég!“ n „Það er bara fyrir aumingja“ É g var farinn að dragast aft­ ur úr göngufélögunum og fór því í hjartarannsókn. Þá kom í ljós 85 prósenta stífla,“ sagði göngumaðurinn sem ég hitti við Steininn á Esjunni. Hann sagðist vera sjötugur og í gríðarlega góðu formi eftir að gripið hafði verið til aðgerða vegna hjartans. Strax eftir greininguna var undirbúin stóraðgerð. Hinn hjartveiki var kom­ inn á skurðarborðið innan skamms tíma. „Hjartað var tekið úr mér og því komið fyrir í vaskafati. Svo var skipt um æðar. Nú er ég eins og ungling­ ur,“ sagði hann glaðbeittur þar sem við stóðum í efstu hlíðum Esjunnar og horfðum á sólroðann bregða lit á höfuðborgina. Ég stóðst ekki mátið að segja hon­ um mína sögu. Fyrir rúmum þrem­ ur árum var ég stórreykingamaður sem glímdi við offitu. Af rælni hafði ég samband við hjartalækni sem skoðaði mig og sendi umsvifalaust í hjartaþræðingu. Í ljós kom að ég var með 40 prósenta stíflu í stofnæð. Ekki var ástæða til aðgerðar en mér var gert ljóst að ég væri á óheilla­ braut. Þarna varð stund sannleikans í mínu lífi. Ég hætti að reykja í fram­ haldinu og fór að hreyfa mig reglu­ lega. Nú, tæplega 800 fjallgöngum síðar, hefur stíflan minnkað í 20 pró­ sent. Fyrir nokkrum árum hvarflaði ekki að mér að leggjast í fjallgöngur. Ég var að eigin mati orðinn of gam­ all fyrir slíkt. Rúmlega fimmtugur maður átti ekkert erindi á fjöll. Það var miklu fremur kominn tími fyrir rólegheit ævikvöldsins þar sem há­ markið yrði að stíga nokkur dans­ spor á milli þess að maður fengi sér matarbita og lúr. Það var í mínum huga samasemmerki á milli aldurs og hreyfingarleysis. Gönguferðirnar á Esjuna hafa kennt mér að aldur er enginn fyrirstaða. Á meðal þeirra sem ganga reglu­ lega á Esjuna allan ársins hring er arkitekt á eftirlaunum. Hann er nýbú­ inn að fagna 75 ára afmæli sínu. Og það vill svo skemmtilega til að ferð­ irnar hans upp Esjuna það sem af er ári eru jafnmargar eða fleiri. Og þegar okkar maður talar um að fara á Esj­ una er það ekki aðeins upp að Steini. Hann fer alla leið upp klettana og á toppinn, í 780 metra hæð. „Það er bara fyrir aumingja,“ sagði hann um það að snúa við í 600 metra hæð við Steininn. Og þannig er það. Að vetrinum pjakk­ ast hann upp Ráðherraleiðina á Þverfellshorninu með ísöxi og á jöklabroddum. Það er næstum sama hvernig viðrar. Okkar mað­ ur mætir á Esjuna ásamt nokkrum öðrum fastagestum fjallsins sem komnir eru vel yfir miðjan aldur. Sjálfur er ég að nálgast sextugt. Karlarnir á Esjunni eru mér stöð­ ug hvatning til þess að byggja mig upp fyrir efri árin. Það er ágætis framtíðarsýn að verða sjötug­ ur í fullu fjöri með ísöxi á Þver­ fellshorninu. En aðalatriðið er þó að njóta þess að ganga á fjöll með öllum þeim kostum sem því fylgja. Ég fer gjarnan upp að Steini og sný þar við. Ástæðan er sú að ég er að keppa við tímann til að ná upp styrk fyrir hærri fjöll sem bíða komu minnar. Ég er enginn sérstakur aumingi þrátt fyrir að Steinninn sé oftast endastöð. Eftir að hafa hlustað á sögu mannsins með hjartað í vaska­ fatinu snéri ég við og hélt áleiðis niður. Við gilið gekk ég fram á mann sem sat móður og másandi á steini og reykti Salem Light. Ég bægði fordómunum frá og heils­ aði fíklinum. Ég var sérstaklega ánægður að vera laus við nikótín­ djöfulinn úr lífi mínu. Leiðin niður var að vanda ljúf. n Reynir Traustason Baráttan við holdið „Hjartað var tekið úr mér og því kom- ið fyrir í vaskafati. Svo var skipt um æðar. 75 ára harðjaxl Í klettum Esjunnar. Mynd ReyniR TRausTason Veður geta orðið válynd á fjöllum Þá er gott að hafa GPS tæki við hönd. Mynd Flóki kRisTinsson GPs-tæki frá Garmin Úrval GPS tækja sem hægt er að kaupa. Mynd siGTRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.