Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 19.–21. júlí 2013 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Í samtali við Fiskifréttir árið 2010 sagði Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda að umbjóðend- ur sínir hefðu keypt kvóta fyrir á fjórða tug milljarða króna á árunum 2005 til 2007. Algengt hafi verið að smábáta- útgerðir sem keyptu kvóta á þess- um tíma hafi skuldað um 100 millj- ónir króna fyrir bankahrunið. Hjá mörgum hafi slík skuld tvöfaldast við bankahrunið. Í samtali við Fiski- fréttir árið 2010 sagðist Örn vonast til þess að skuldir umræddra smá- bátasjómanna myndu lækka niður í allt að 30 milljarða króna. Ein ástæð- an fyrir þessum miklu kvótakaupum var sú að eitt af sóknardagakerfun- um var lagt niður og varð í kjölfarið þó nokkuð mikið um samruna fyrir- tækja í þessum geira. Leiðrétting lána gengið hægt Í samtali við DV segir Örn Pálsson að þessi spá hans hafi ekki gengið eftir þó nú séu liðin þrjú ár frá því að þetta var haft eftir honum. „Er- lend lán hjá Arion banka og Lands- bankanum voru dæmd ólögleg. Þeir sem eru þar í viðskiptum hafa feng- ið leiðréttingu á lánum. Það er þó ekki byrjað að endurreikna vaxta- hlutann. Þau lán sem eru hjá spari- sjóðum, sem féllu ekki undir Lands- bankann, eru enn fyrir dómstólum en ekki hefur gengið nógu vel fyr- ir smábátasjómenn að fá þau leið- rétt. Dómstólar hafa ekki komist að þeirri niðurstöðu að þau lán séu ólögleg þó þau séu sambærileg,“ segir Örn í samtali við DV. Þá hafi nýlega fallið dómur vegna lána hjá Byggðastofnun þar sem kom- ist var að þeirri niðurstöðu að erlend lán sem veitt voru af stofnuninni telj- ast ekki ólögleg og því fá menn ekki leiðréttingu þar. Hjá Íslandsbanka hafi mörg lán ekki verið greidd. Landssamband smábátasjó- manna sé þó áfram að berjast fyr- ir rétti umbjóðenda sinna varðandi leiðréttingu á erlendum lánum. Þá hafi sambandið sett fram ályktun í gær á stjórnarfundi þar sem árétt- að var að lánastofnanir myndu sem fyrst leysa úr þeirri óvissu sem margir smábátasjómenn hafi þurft að búa við frá bankahruninu að fá ekki leiðréttingu á erlendum lánum sínum. Eru lánastofnanir hvattar til þess að eyða þessari óvissu sem fyrst. Þá hvetji Landssamband smá- bátasjómanna líka Umboðsmann Alþingis til þess að kanna hvort það sé löglegt að lána í erlendri mynt þegar viðkomandi hefur ekki tekjur í sömu mynt á móti. Bankarnir trekktu upp kvótaverðið Örn telur að þegar smábátasjómenn voru hvað mest í því að fá lán fyr- ir kvótakaupum á árunum 2005 til 2007 hafi það litið þannig út að bank- arnir hafi á sama tíma óskað eftir því að þeir sem voru að selja kvót- ann sinn myndu fjárfesta í hlutabréf- um viðkomandi banka eða í öðrum fjárfestingum sem hafi verið óskyld- ar sjávarútvegi. Þeir hafi að hluta til notað þá fjármuni sem fengust við kvótasöluna til þess að kaupa hluta- bréf. Þau kaup hafi þó oft verið gíruð upp með lánum frá bankanum og lánið notað til að kaupa hlutabréf í lánveitandanum sjálfum. Líklega var þetta algengast hjá Landsbankanum. „Þetta var ein af þeim hringekjum sem áttu sér stað á tíma góðærisins. Þannig náðu þeir líka að trekkja upp kvótaverðið,“ segir hann. Þekktir kvótagreifar keyptu hlutabréf Mörg dæmi eru líka um að stærri út- gerðarfyrirtæki hafi keypt hlutabréf í Landsbankanum. Má þar nefna fé- lagið Línuskip ehf. sem Guðmundur Kristjánsson í Brimi fór fyrir, Smá- ey ehf. sem Magnús Kristinsson, kenndur við Berg-Huginn fór fyrir og Soffanías Cecilsson á Grundarfirði. Þá má nefna að DV sagði frá því árið 2011 að Hinrik Kristjánsson, fyrrverandi aðaleigandi útgerðar- fyrirtækisins Kambs á Flateyri, fjár- festi meðal annars í fasteignaverk- efni í Berlín eftir að hafa selt eignir Kambs vorið 2007. Verðmætasta eign Kambs voru umtalsverðar aflaheimildir, um 3.000 tonna kvóti. Heimildir DV herma að Hinrik hafi fengið um 1.700 milljónir króna fyr- ir Kamb þegar hann seldi félagið. Hluti af kvótafé Flateyrar endaði því í Berlín ef svo má segja. Þá kom fram í viðtali við Aðal- björn Jóakimsson, sem kenndur hefur verið við rækjuverksmiðj- una Bakka hf. í Hnífsdal að árið 2004 hafi hann selt skip og kvóta. Þá hafi Landsbankinn haft sam- band við sig og boðið honum við- skipti. Í ársreikningi Dynjanda, fé- lags Aðalbjarnar, kemur fram að árið 2004 hafi Dynjandi selt kvóta fyrir 585 milljónir króna það ár. Landsbankinn bauð Aðalbirni á sér- stakan kynningarfund í byrjun árið 2004 þar sem honum voru kynnt af- leiðuviðskipti sem hann tók þátt í á næstu árum. Við bankahrunið fór hann illa út úr þessum fjárfesting- um og hefur frá þeim tíma deilt við Landsbankann og meðal annars stefnt starfsmönnum bankans. Buðu fram sáttaleið „Við buðum bönkunum ákveðna leið til að koma til móts við þær smábátaútgerðir sem eru með er- lend lán. Höfuðstóll lána yrði færð- ur aftur til 1. mars árið 2008. Menn myndu þá áfram greiða afborg- anir miðað við það en sú hækk- un sem kom í kjölfar bankahruns- ins yrði látin bíða þar til menn væru búnir að greiða grunnlánið. Afgangurinn sem yrði ógreiddur myndu lánastofnanir halda eftir en myndi hins vegar ekki bera neinn vaxtakostnað. Þetta var kynnt fyr- ir bönkunum og jafnvel ráðherrum en engin virtist hafa hugrekki í sér til þess að fara í þetta,“ segir Örn. Í stað þess sitji smábátaútgerðir nú uppi með mjög skert samkeppnis- umhverfi þar sem sumir hafi fengið leiðréttingu á lánum en aðrir ekki. „Það skekkir alla samkeppnisstöðu innan greinarinnar þegar sumir hafa fengið leiðréttingu á erlendum lánum sínum en aðrir ekki.“ Margir sleppa undan sérstöku veiðigjaldi „Það var skilningur fyrir því hjá fyrrverandi ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna að sumar útgerðir væru mjög skuldsettar og gætu ekki staðið undir greiðslu á sérstaka veiðigjaldinu,“ segir Örn. Eins og kunnugt er hefur verið hart deilt um álagningu veiðigjalds að undanförnu í kjölfar þess að ný rík- isstjórn ákvað að lækka álagningu sérstaka veiðigjaldsins tímabund- ið í eitt ár á meðan að ný útfærsla þess yrði unnin. „Margar skuld- settar smábátaútgerðir greiða ekkert í sérstakt veiðigjald næstu fimm árin,“ segir Örn. Þessi orð hans virðast því að einhverju leyti stangast á við fullyrðingar sumra um að lítil og meðalstór sjávarút- vegsfyrirtæki séu að sligast undan sérstaka veiðigjaldinu sem ný rík- isstjórn ákvað að lækka tímabund- ið. Best að leysa óvissuna sem fyrst Hann segist sammála því sem Gunnar Tómasson, hagfræðing- ur hefur haldið fram á bloggi sínu á Eyjunni að stjórnendum bank- anna hafi verið í mun að skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki væru áfram í rekstri til að hámarka endurheimt- ur af skuldum þeirra að frádregnum afskriftum. Örn telur vænlegra fyr- ir bankana að gera skuldsett sjávar- útvegsfyrirtæki rekstrarhæf með lækkun á höfuðstól erlendra lána. Lánin séu ólögleg. Það sé hvorki gott fyrir smábátaútgerðir, bank- ana né stjórnvöld að halda áfram að rukka þau af fullum þunga. Það sé best fyrir alla að úr þessu verði leyst sem fyrst. n Bankarnir keyrðu upp kvótaverðið n Örn Pálsson segir smábátasjómenn ósátta við seinagang banka við leiðréttingu lána Smábátasjómenn keyptu kvóta fyrir 40 milljarða Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna telur að smábátaútgerðir hafi keypt aflaheimildir fyrir um 40 milljarða króna á árunum 2005 til 2007 sem innlendar bankastofnanir lánuðu fyrir með erlendum lánum sem síðar hafi reynst ólögleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.