Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 30
30 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Vantaði kandíflossið Cirkus Cirkör í Borgarleikhúsinum e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Skýjað með köflum Sigur Rós S tutt er síðan Helena og Arn- ar Steinn Friðbjarnarson, eiginmaður hennar, luku sínu stærsta leikhúsverk- efni fram til þessa. Þau sáu um stafræna miðla í Englum al- heimsins í Þjóðleikhúsinu. Sýn- ingu sem hlaut lof gagnrýnanda og var sýnd fyrir fullu húsi til loka leik- ársins og verður aftur tekin til sýn- inga í haust. Leikið með söguna Í Englum alheimsins er vídeóið stór hluti af leikmyndinni. Þekkt- ar senur úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar er blandað saman við leikritið – til dæmis ferð þeirra félaga á Grillið, sem endar með ósköpum. „Þetta átti að vera svona. Þetta átti að vera fullkomið kvöld,“ segir Páll í leikritinu og bendir á bakvegginn þar sem Björn Jörund- ur og félagar sitja við veisluborð. Í leikhúsinu er allt feik, matur- inn, diskarnir og bollarnir. Á því augnabliki þegar Páll, aðalsögu- hetja verksins, missir stjórn á veik- indum sínum dregst hann inn í sinn eigin hugarheim og þar er vídeóið aftur í stóru hlutverki. „Það var alveg svakaleg góð reynsla og jákvæð að vinna við Englana,“ segir Helena. „Maður fékk að kynnast sögunni og bókinni frá öðru sjónarhorni. Svo var gam- an að koma aftur og vinna í Þjóð- leikhúsinu. Þetta er gamalt hús og við mættum ákveðnum tæknileg- um hindrunum, en við litum á þær sem jákvæða áskorun. Það er mikill skilningur á vinnu okkar í húsinu. Kvikmyndamiðillinn er kominn til að vera í leikhúsinu. Alveg eins og hljóðmynd eða tónlist. En þetta er mjög ung listgrein hér á landi. Ég væri alveg til í að vinna við leiksýn- ingu þar sem leikmyndin væri ein- göngu vídeóverk.” Byrjaði að dansa Helena hóf sína vegferð í listum sem dansari. Þá var hún unglingur. Svo fluttist hún til Frakklands. „Ég hélt áfram að dansa en fór líka í Physical Theater skóla (Lík- amlegt leikhús – innsk. blms). Dansinn leiddi mig í leikhúsið og leikhúsið í myndlistina. Ég endaði í listaháskóla í Gautaborg og þegar ég lít til baka sé ég hvað dansinn er mér mikilvægur. Hann er jafnvel rauði þráðurinn í mínum verkum. Kvikmyndaverk mín eru ryþmísk, lítill texti eða söguþráður. Líkt og í dansinum hef ég meiri áhuga á því ljóðræna. Ég kom heim árið 1998 eftir að hafa klárað námið. Ég hafði líka verið að vinna í kvikmyndum og gert mínar eigin stuttmyndir. Eftir nokkur ár í atvinnulífinu langaði mig að gefa sjálfri mér smá frí, ég var forvitin um myndlistaheiminn og skráði mig í mastersnám.” Öðlaðist frelsi Námið átti eftir að breyta lífi Hel- enu. Hún segist hafa öðlast mikið frelsi. Hún hafi fengið að gera til- raunir með myndavélina og sjálfa sig, sem breyttu sýn hennar á mið- ilinn. Þar þróuðu hún og eigin- maður hennar, Arnar Steinn, líka sitt samstarf sem hefur skilað sér inn í íslenskt leikhúslíf. Þau unnu til dæmis að sýningunni Leg eftir Hugleik Dagsson, sem Stefán Jóns- son leikstýrði í Þjóðleikhúsinu árið 2007. Sýning sem var gríðarlega tæknileg og því mikil áskorun. „Leg var tímamótasýning. Víd- eóið þarf að geta verið í sam- hljómi við leiksýninguna. Þetta er ekki eins og að gera kvikmynd eða myndlistarverk. Það þarf að gæta að jafnvæginu með leikurunum og leikmyndinni,“ segir Helena og bætir svo við: „Vídeóið má held- ur ekki hverfa. Það þarf að eiga sitt sjálfstæða líf. Kannski mætti orða það sem svo að vídeóið þarf að vera þannig að þú myndir sakna þess ef það hyrfi en þú tekur ekk- ert sérstaklega eftir því að það sé þarna!“ Á dögunum vakti Helena máls á því að það skyti skökku við að vídeó list væri ekki verðlauna- flokkur á Grímunni – uppskeru- hátíð sviðslistafólks á Íslandi. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að bæta þessum flokki við. Vídeó og stafrænir miðlar eru að verða sífellt stærri hluti af leikhúsi og sú þróun á eftir að halda áfram í framtíðinni,“ segir hún. Miðstöð róttæklinga Helena og Arnar gera fleira en að vinna að vídeóverkum og leikrit- um saman. Þau eru eldheitir um- hverfisverndarsinnar - Helena lýs- ir sér sem hálfgerðum anarkista – og saman voru þau í hópi þess fólks sem stofnuðu Kaffi Hljóma- lind á sínum tíma – lífrænt kaffihús á Laugaveginum sem varð miðstöð umhverfisverndarsinna, róttækl- inga og öðruvísi þenkjandi fólks. „Þegar ég flutti heim frá Frakk- landi kynntist ég fólki sem var að berjast fyrir verndum á Eyjabökk- um. Ég varð forvitin og ég og Arn- ar fórum upp á Kárahnjúka með myndavél. Þegar ég sá landsvæðið sem átti að sökkva varð ekki aftur snúið. Þetta varð ástríða og mikið tilfinningamál. Við gerðum heim- ildamynd um Kárahnjúkavirkjun sem heitir Baráttan um landið og ég er glöð að segja frá því að hún verður sýnd í Ríkissjónvarpinu fljótlega. Kaffi Hljómalind var líka afar skemmtileg og dýrmæt tilraun. Þetta var lífrænt samvinnurek- ið kaffihús – rekið í raun á anar- kískum forsendum, flöt stjórnun, engin yfirmanneskja. Það gekk vonum framar og var mikið ævin- týri.“ Heilluð af fegurðinni Helena segir áhuga sinn á um- hverfismálum ekkert endilega spegl ast í hennar list. „Þar er ég í raun á öðrum stað. Ég heillast af fegurðinni í víðasta skilningi þess orðs. Öllu því sem höfðar til skynfæranna – oft verður maður til dæmis fyrir sterkri upplif- un af einhverju í náttúrunni þó það sé ekki endilega fallegt. Þó eitthvað sé ljótt eða hrikalegt getur það ver- ið mikilfenglegt og haft djúpstæð áhrif á mann.“ Opnar jógamiðstöð Það er mikið að gera hjá Helenu. Hún skrifar handrit að bíómynd sem hún vonar að fari í tökur á næsta ári og hún og Arnar hafa fengið boð um að koma aftur til vinnu í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári. En leikhúsið og listin er ekki allt. Helena vinnur einnig að upp- byggingu jógamiðstöðvar á Frakka- stíg. Hún segir andlega iðkun stór- an hluta af sínu lífi. „Þessi jógamiðstöð á að vera opið rými sem fólk hefur aðgang að. Þannig erum við að leggja eitt- hvað gott til samfélagsins. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að gera samfélagið gott og finnst að maður þurfi ekki endilega að fá laun fyrir það. Í raun finnst mér að manni beri skylda til þess að láta gott af sér leiða – að bregðast við líf- inu í kærleika en ekki ótta. Við lif- um á skrítnum og stundum erfið- um tímum og það er mikilvægt að vera jákvæður.“ n Leiklist Símon Birgisson simonb@dv.is Helena Stefánsdóttir kvikmyndagerðarkona er í framvarðarsveit þeirra sem vinna með kvikmyndamiðilinn í leikhúsi hér á landi. Hún segir kvikmyndalist í leik- húsi ekki njóta sannmælis á verðlaunahátíðum leikhúsanna. Náttúran er Helenu hugleikin og á næstunni mun heimildamynd eftir Helenu og eiginmann hennar um Kárahnjúka verða sýnd á RÚV. Ber skylda til að láta gott af mér leiða Úr Englum alheimsins Vídeó Helenu og Arnars spil- aði stóran þátt í sýningunni. Hér missir Páll tökin. „ Þó eitthvað sé ljótt eða hrikalegt getur það verið mikil- fenglegt og haft djúpstæð áhrif á mann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.